Morgunblaðið - 16.10.1996, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.10.1996, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Verkalýðsfélagið Eining fundaði með félagsmönnum Unnið að gerð við- ræðuáætlunar við atvinnurekendur FORS V ARSMENN Verkalýðsfé- lagsins Einingar vinna nú af fullum krafti við undirbúning komandi kjaraviðræðna við atvinnurekend- ur. í síðustu viku stóð félagið fyrir 5 félagsfundum á félagssvæðinu í Eyjafírði, á Akureyri, Hrísey, Dal- vík, Ólafsfírði og Grenivík. „Á þessum fundum fengum við frekari staðfestingu á því sem áður hefur komið fram, að fólk vill hreinar krónutöluhækkanir. Jafn- framt vill fólk snúa sér frekar að atvinnurekendum í þessum viðræð- um en áður og það hefur minni áhuga á einhvetjum félagsmála- pökkum frá ríkisvaldinu. Eins vill fólkið tryggingu fyrir því að það sem um semst fari ekki beint út í verðlagið," sagði Björn Snæbjörns- son, formaður Einingar í samtali við Morgunblaðið. Samninganefnd Einingar mun fara yfir stöðu mála í vikunni og jafnframt er unnið að gerð við- ræðuáætlunar við viðsemjendur félagsins. „Verkamannasambandið hefur okkar umboð til að gera viðræðuá- ætlun um aðalkjarasamning en við erum aftur að gera viðræðuáætlun við atvinnurekendur varðandi sér- samninga á félagssvæðinu og þeirri vinnu þarf að ljúka um næstu helgi.“ Björn segir ýmsa möguleika í stöðunni varðandi komandi kjara- samningagerð. Ein leiðin er að gefa Verkamannasambandinu fullt umboð, önnur leið er að félagið reyni sjálft fyrir sér og þriðja leið- in er að Alþýðusamband Norður- lands fari með umboð félagsins í komandi kjaraviðræðum. Húsnæðisekla Barnaskóla Akureyrar rædd í bæjarstjórn Barna- og Gagnfræða- skólinn í eina sæng? Kennarafundur í VMA Niður- skurði mótmælt ALMENNUR kennarafundur sem haldinn var í Verkmennta- skólanum á Akureyri nýlega mótmælir yfirvofandi niður- skurði á framlögum til mennta- mála á næsta fjárhagsári. „Enn á að skerða framlög til menntamála í landinu og virðast verknámsskólar verða verr úti en bóknámsskólar þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda um eflingu verknáms sbr. ný- samþykkt framhaldsskólalög. Fundurinn mótmælir ennfrem- ur þeim niðurskurði sem orðið hefur á framlögum til fá- mennra framhaldsskóla. Fyrri niðurskurður hefur þegar leitt af sér of stóra námshópa og skert námsframboð. Lengra verður ekki gengið,“ segir í ályktun kennarafundarins. NOKKRAR umræður urðu um skipulag skólamála sunnan Glerár á Ákureyri á fundi bæjarstjórnar í gær í tilefni þess að foreldrar barna í 5. bekk í Barnaskóla Akureyrar höfðu komið í viðtalstíma bæjarfull- trúa. Einum bekk í þessum árgangi er kennt í kaffíteríu íþróttahallar- innar, en létt skilrúm sem umlykja stofuna einangra ekki nægilega vel þannig að truflun skapast í skóla- starfí. Óviðunandi ástand Bæjarfulltrúar sem til máls tóku voru sammála um að ástandið væri óviðunandi og finna þyrfti lausn. Starfshópar hafa verið skip- aðir til að fara í saumana á skipu- lagi skólamála sunnan Glerár og nefndi Jakob Björnsson bæjarstjóri að vinna við endurskipulagningu þeirra væri í gangi. Vonaði hann að sú vinna myndi skila árangri sem allra fyrst. Valgerður Hrólfsdóttir, Sjálf- stæðisflokki, nefndi að með betra skipulagi mætti oft nýta húsnæði betur en gert er. Hún taldi að lausn- in fælist í því að bijóta niður múrana milli Barnaskóla Akureyrar og Gagnfræðaskóla Akureyrar, en þessir skólar eru nánast á sama stað. Guðmundur Stefánsson, Fram- sóknarflokki, nefndi í þessu sam- bandi að sögulegar og persónulegar ástæður gerðu oft að verkum að menn sæju ekki bestu lausn mál- anna. Ef það að steypa skólunum tveimur saman í einn, sem til að mynda gæti heitið Grunnskóli Ak- ureyrar, myndi leysa húsnæðimálin, væri það ágætis lausn. Misstórir árgangar Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðu- bandalagi, sagðist hafa haldið að múrinn milli skólastofnananna hefði verið brotin fyrir fáum árum þegar Barnaskólinn fékk inni í Gagn- fræðaskólanum með heimilis- fræðslu eftir að í ljós kom að hæg- ur vandi var að kenna nemendum beggja skólanna í eldhúsi gagn- fræðaskólans. Sigríður sagði að árgangar væru misstórir, sum árin væri gagnfræðaskólinn fullnýttur en önnur ekki. „Því miður var á sínum tíma ekki haldið áfram á þeirri braut að samnýta húsnæði skólanna meira.“ Morgunblaðið/Guðmundur Þór * Anægð með snjóinn ÞAÐ VAR mikil gleði hjá börnun- um í Ólafsfirði um liðna helgi þegar þau tóku á móti fyrsta snjónum í vetur. Snjóþotur og sleðar voru tekin fram og leikið sér á svokölluðu Gullatúni sem er í miðjum bænum. Útbúinn var stökkpallur og á myndinni er Haukur Pálsson að láta sig vaða fram af honum og óttast ekkert óttast lendinguna. ------» ♦ «----- Erindi um grænlenskar bókmenntir KAREN Langgárd heldur fyrirlest- ur við Háskólann á Akureyri næst- komandi laugardag kl. 13 í hús- næði háskólans við Þingvallastræti. Heiti fyrirlestursins er Ethnicity and Nationality in Greenlandic Lit- erature og fjallar um þjóðerni og þjóðernistilfinningu í grænlenskum bókmenntum. Til sölu í Hafnarfirði Miðvangur 16: Mjög falleg og vönduð 97 fm 3ja-4ra herb. íb. á 1. hæð. Parket. Suðursvalir. Góð lán. Miðvangur 41: 57 fm falleg 2ja herb. íb. á 3. hæð í lyftu- húsi. Ekkert áhv. Laus strax. Verð 5 millj. Árni Gunniaugssön hrl., Austurgötu 10, sími 555 0764. rrn jirn rrn 10711 ™im»«sson framkvæmd(\stjörí OUL I I DU'DOl I ö/U JÓiiANNÞÓRBARSON,HRl.LÖ9GILTUBFASTEIGNASALi. Ný á fasteignamarkaðinum m.a. eigna: Góð eign - móti suðri og sól Vandað og vel byggt steinhús 141,2 fm nettó. Ennfremur stór geymsla og rúmg. föndurherb. í suðurenda kj. og góður bílskúr 33,6 fm, auk útigeymslu. Ræktuð lóð - sólverönd - heitur pottur. Vinsæll staður við Hrauntungu, Kóp. Gjafverð. Fjöldi fjársterkra kaupenda Sérstaklega óskast góðar eignir miðsvæðis í borginni. Ennfremur leita margir eftir eignum sem þarfnast endurbóta. Sérstaklega í gamla bænum. • • • íbúðir, sérhæðir og einbhús óskast í vesturborginni. Fjársterkir kaupendur. ALMENNA FASTEIGNASALAN UUGAVEG118 S. 5521150-5521370 Álit umboðsmanns Alþingis vegna ráðningar í stöðu byggingarfulltrúa Eyjafjarðarsvæðisins Verulegur annmarki var á ráðningunni UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að verulegur annmarki hafí verið á ráðningu í stöðu byggingarfull- trúa Eyjaíjarðarsvæðis, þar sem í stöðuna var ráðinn maður sem ekki uppfyllti almenn hæfnisskil- yrði samkvæmt byggingarlögum. Einnig telur umboðsmaður Alþing- is aðfinnsluvert að umhverfisráðu- neytið úrskurðaði ekki í kærumáli Jónasar Vigfússonar innan lögboð- ins frests og fjallaði ekki um öll þau atriði sem kærð voru. Jónas Vigfússon sendi kvörtun til umboðsmanns Alþingis í október í fyrra, yfir úrskurði umhverf- isráðuneytisins frá því í nóvember 1994, þar sem ráðuneytið staðfesti ákvörðun bygginganefnda Eyjar- fjarðarsvæðis um ráðningu í starf byggingarfulltrúa Eyjaijarðar- svæðis. Gengur gegn úrskurði ráðuneytis Jónas kærði ákvörðun bygg- inganefndanna til umhverfisráðu- neytisins í júlí 1994, enda taldi hann þann sem ráðinn var ekki uppfylla almenn hæfnisskilyrði byggingafulltrúa. Ráðuneytið úr- skurðaði í lok nóvember sama ár að ráðningin skyldi standa óbreytt. Jónas óskaði eftir því að umhverf- isráðuneytið tæki kærumálið upp aftur og byggði ósk sína á því að ráðuneytið hefði hvorki rannsakað málið nægilega né gætt jafnræðis. Þeirri ósk var hafnað. Kvörtun Jónasar til umboðs- manns Alþingis laut að ráðningu byggingarfulltrúans, einnig taldi hann að tveir nefndarmenn í bygg- inganefndunum hafí verið vanhæf- ir til meðferðar málsins og loks að umhverfisráðuneytið hafi ekki úrskurðað í máli hans innan lög- boðins frests. I i I \ > I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.