Morgunblaðið - 16.10.1996, Síða 12

Morgunblaðið - 16.10.1996, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Samvinnulífeyrissjóðurinn og Landsbanki Islands leysa til sín fasteign Kaupfélags Isfirðinga Eignin verður boðin til sölu á næstunni VIÐSKIPTI ísafirði - Á fimmtudag í síðustu viku var ákveðið að Landsbanki íslands og Samvinnulífeyrissjóður- inn myndu leysa til sín fasteign Kaupfélags ísfirðinga á Austur- vegi 2 en sem kunnugt er var fyrir- tækið tekið til gjaldþrotaskipta fyrir stuttu. Landsbankinn og Samvinnulífeyrissjóðurinn eru á meðal stærstu veðhafa í kaupfé- laginu og er það því í höndum stjórnenda þeirra að ákveða hvað verður um fasteignina. Skipaður bústjóri Kaupfélags ísfirðinga á eftir að afsala stofnunum tveimur fasteigninni og um leið og gengið hefur verið frá því verða þær boðn- ar til sölu. „Það er rétt að þessir tveir aðil- ar hafa leyst til sín fasteign Kaup- félags ísfirðinga sem veðhafar. Hvað verður um hana er því í hönd- um þessara tveggja aðila. Bústjóri kaupfélagsins á eftir að afsala okkur eigninni formlega og um leið og gengið hefur verið frá því munum við bjóða hana til sölu. Hagstæðasta tilboðinu mun verða tekið og getur því sá sem á það tilboð ákveðið hvaða rekstur verður í húsnæðinu og hvenær sá rekstur hefst. Komi aftur á móti upp sú staða að enginn vilji kaupa fast- eignina verður hún væntanlega boðin til leigu,“ sagði Brynjólfur Þór Brynjólfsson, svæðisstjóri Landsbanka íslands á ísafirði, í samtali við blaðið. Brynjólfur Þór sagði ómögulegt að segja um á þessari stundu hve- nær rekstur gæti hafist í húsnæði kaupfélagsins, það færi allt eftir viðbrögðum væntanlegra kaup- enda eða leigjenda. Ljóst er því að' einhver tími mun líða þar til nýr aðili hefur rekstur í húsnæðinu og þá er einnig óvíst hvers konar rekstur þar verður í framtíðinni. Eins og komið hefur fram í fréttum hafa tveir aðilar lýst áhuga á að heíja rekstur í húsnæðinu, þ.e. Kaupfélag Suðurnesja annars veg- ar og Björnsbúð og Sandfell hf. hins vegar. Vaxandi áhugi fyrir textíliðju Húsavík - Safnahúsið á Húsavík hefur undanfarin ár gengist fyrir flutningi ýmissa fræðsluerinda og um síðustu helgi flutti Elsa B. Guð- jónsson fróðlegt erindi sem hún nefndi: Hefðbund- in íslensk text- íliðja - frá land- námi til loka 19. aldar. Elsa fræddi sér- staklega um vinnuaðferðir á hinum ýmsu tímum við vinnu úr íslensku ullinni og sagði frá tækjum sem notuð hafa verið frá fornu fari til vorra daga og sýndi litskyggnur máli sínu til skýringar. Fyrr á öldum var íslenskur vefn- aður stór hluti útflutningsvara og mun meiri en hann er í dag. Áheyrendur gerðu góðan róm að erindi Elsu en hér í héraði er vaxandi áhugi fyrir ýmiskonar textíliðju. Elsa E. Guðjónsson Morgunblaðið/Ágúst Blöndal EIGENDUR Fjarðarbrauðs f.v.: Karl Ragnarsson, Bjarni Frey- steinsson og Kristinn Hannesson. Ný brauðbúð á Neskaupstað Neskaupstað - Ný brauðbúð var opnuð í Neskaupstað fyrir skömmu. Það er bakaríið Fjarð- arbrauð sem á og rekur brauð- búðina. Nýja búðin sem er mjög vist- leg er til húsa þar sem kaupfé- lagið rak áður vefnaðarvöru- verslun og þar geta nú viðskipta- vinir sest niður og fengið sér kaffisopa með nýbökuðu brauði. Um þrír áratugir eru síðan sér- verslun með brauð lagðist af hér. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal BÍLLINN sem piltarnir tóku ófrjálsri hendi. Okuferð sem endaði utan vegar Neskaupstað - Ökuferð tveggja ungra manna sem tóku bíl ófijálsri hendi nú um helgina varð heldur endaslepp því þeir komust aðeins nokkur hundruð metra og enduðu á hvolfi utan vegar. Ekki varð piltunum meint af en bíllinn er fnikið skemmdur. Mikil hálka var og má því segja að þeim hafi orðið hált á svellinu. Mjög hált á Egils- stöðum FYRSTI snjórinn féll á Egilsstöðum fyrir helgina og voru ekki allir viðbúnir þeirri hálku sem honum fylgdi. Bílstjóri þessa bíls áttaði sig ekki á aðstæð- um í tíma og því fór sem fór. Methækkun hlutabréfa á Wall Street þrýsti verði bréfa í London og Frankfurt upp í nýtt hámark í gær, þriðjudag. Dow Jones-iðnaðarvísitalan fór í fyrsta sinn yfir 6.000 stig á mánudaginn vegna væntinga um batnandi efnahag í Bandaríkjunum og hækkunar olíuverðs, sem leiddi til hækkunar hlutabréfa í olíuiðnaði. 4100 FTSE-100 í lok dags 4050 4000 fs- -J 3950 P \ j 4061,8 \ fS 3900 y / * 3850 / 2. sepl. - 15. okt., 1996 HLUTABREFAMARKAÐIR FRÁ VERÐFALLINU ÁRIÐ 1987 -6000 DowJones 5.882,17 FTSE-100 3.953,70 DAX 2.651,85 u stig -5000 Svarti miðvikudagurinn DJI FTSE-100 DAX -4000 -3000 -2000 -1000 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 - 500 REUTERS British Airways býður í Air Liberté Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir París. Reuter. BREZKA flugfélagið British Airwa- ys hefur boðið 25 milljónir franka, eða 4.82 milljónir dollara, í greiðslu- þrota, franskt flugfélag, Air Li- berté, þrátt fyrir fréttir um að ólík- legt sé að Frakkar taki erlent tilboði. Brezka félagið kvaðst telja sig geta endurlífgað Air Liberté með því að sameina það félag frönsku dótturfélagi sínu, TAT. Air Libeté og TAT fljúga yfirleitt ekki á sömu leiðum og fengju til samans 22% markaðshlutdeild í Frakklandi, en öflugasti aðilinn þar er Air France Europe — innanlands- armur ríkisflugfélagsins Air France. Frestur til að skila tilboðum í Air Liberté rann út á mánudag. Félagið var tekið til skiptameðferðar 26. september. Jacques Maillot, forstjóri franska ferðafélagsins Nouvelles Frontieres og leiguflugfélagsins Corsair, sagði í síðustu viku hann hygðist bjóða í bæði Air Liberté og flugfélagið AOM. AOM hét áður Air Outre-Mer og er ein eigna ríkisbankans Crédit Lyonnais, sem á að selja samkvæmt áætlun ríkisins um að bjarga bank- anum. British Airways hefur beðið ESB að koma í veg fyrir að AOM bjóði í Air Liberté, þar sem slíkt tilboð mundi jafngilda ólöglegri beitingu ríkisaðstoðar. Borið hefur verið til baka að AOM muni gera tilboð. Háttsettur starfsmaður Virgin- fyrirtækis Richards Bransons hefur sagt blaðinu Le Monde að það sé ekki visst um að tilboð í Air Liberté sé bezta leiðin til að auka umsvif Virgin Express flugfélagsins í Frakklandi. Stjórnarformaður TAT, Marc Rochet, sagði á blaðamannafundi í París að samkvæmt áætlun BA um Air Liberté væri gert ráð fyrir að varðveita 1250 störf af um 2.150. Haldið yrði áfram áætlunarferðum á öllum innanlandsleiðum og til Frönsku Vestur-Indía og Réunion. Sjónvarp vinsælla en bíó í Evrópu Briissel. Rcuter. BORGARAR Evrópusambands- landa vilja heldur horfa á sjónvarp eða myndband en fara í bíó sam- kvæmt nýrri skýrslu ESB. „Sjónvarp og myndbönd ráða lögum og lofum á skemmtana- markaði ESB, enda hefur úrvalið stóraukizt á síðustu 10 árum,“ segir í tilkynningu frá tölfræði- stofnuninni Eurostat. Árið 1994 voru að minnsta kosti eitt sjónvarpstæki á 95,7% heimila í ESB-löndum, myndbandstæki voru á 58,6% heimila, 21,6% heim- ila voru áskrifendur að kaplasjón- varpi og 10,1% voru tengd við geryihnattadiska. Árið 1981 fóru ESB-borgarar í bíó þrisvar sinnum á ári að meðal- tali, en aðeins 1,8 sinni árið 1994. Ándvirði af sölu og leigu mynd- banda nam 4,7 milljörðum ecu, eða 5,6 milljörðum dollara, en andvirði seldra aðgöngumiða að kvik- myndahúsum nam aðeins þremur milljörðum ecu eða 3,6 milljörðum dollara. Árið 1994 fækkaði kvikmyndum framleiddum í aðildarlöndum ESB í 519, sem er lægsta tala frá 1983 þegar þær voru 583. I skýrslunni segir að útlitið sé ekki að öllu leyti slæmt í kvik- myndaiðnaðinum. Þrátt fyrir hnign- un hafi vinsældir kvikmynda aukizt síðan í byijun áratugarins. Eurostat segir að vinsældir sjónvarps hafi aukizt vegna aukins úrvals efnis. Sjónvarpsrásum í ESB-löndum fjölgaði í 88 úr 47 1988-1994. Kaplasjónvarp nýtur síaukinna vinsælda, en hefur sáralitla út- breiðslu í Suður-Evrópulöndum eins og Portúgal, Italíu og Grikk- landi. Þar eru innan við 1% heim- ila áskrifendur að því. í Belgíu og Hollandi hafa hins vegar rúmlega 90% heimila gerzt áskrifendur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.