Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 13 Flugleiðir hf. búa sig undir aukin umsvif fram til aldamóta Samið um kaup á Boeing 757-vél og kauprétt á annarri Stefnt að því að selja og leigja aftur eina af eldri Boeing 757-þotum fyrirtækisins FLUGLEIÐIR hf. hafa ákveðið að ganga til samninga við Boeing- verksmiðjurnar í Bandaríkjunum um kaup á nýrri Boeing 757-200 þotu sem verður afhent í nóvember á næsta ári. Jafnframt verður sam- ið um kauprétt á annarri flugvél sömu tegundar sem bætist í flotann í apríl 1999. Þetta var samþykkt á stjórnarfundi Flugleiða í gær. Verð- mæti tveggja nýrra Boeing 757-200 véla er um 7 milljarðar króna. Jafnframt samþykkti stjórn fé- lagsins að stefnt skyldi að því að selja og leigja aftur af kaupendum eina af eldri Boeing 757 þotum fyrirtækisins síðar á þessu ári. Með þessu leysir félagið til sín töluverða dulda eign í flugvélinni því mark- aðsverð Boeing 757-200 flugvéla nú er töluvert hærra en bókfært verð. Afkoman og eiginfjárstaðan batnar sem því nemur, að því er fram kemur í frétt frá félaginu. Ákvarðanir Flugleiða um kaup á nýjum flugvélum koma i beinu framhaldi af stefnumótun félagsins frá því í vor. Þá komu fram áætlan- ir um að farþegum fjölgi um 5-6% á ári og að félagið þyrfti að bæta við flugvél annað hvert ár. Undir- búningur að endurnýjun flotans hefur hins vegar staðið yfir frá því ákveðið var að selja og endurleigja af kaupendum tvær Boeing 737-400 vélar á árunum 1994 og 1995. Þá ber þess að geta að félag- ið tók á leigu nýja Boeing 757-200 vél síðastliðið vor til sex ára, þann- ig að það mun hafa yfir að ráða níu millilandaflugvélum í lok næsta árs. Sú tíunda bætist við í apríl 1999 þegar og ef kauprétturinn verður nýttur. Aukin tíðni á meginleiðum Einar Sigurðsson, aðstoðarmað- ur forstjóra, sagði í samtali við Morgunblaðið að vöxtur hefði verið hjá félaginu undanfarin ár og fyrisjáanlegt að sá vöxtur héldi áfram. „Það er stefnt áð því að auka o g styrkja markaðstarf félags- ins og að því hefur verið unnið undanfarið. Við gerum ráð fyrir að nýja vélin verði notuð til að auka tíðni og þjónustu á okkar meginleið- um bæði til Evrópu og Bandaríkj- anna. Það er mjög mikilvægt fyrir félagið að styrkja leiðanetið, bæði til austurs og vesturs. Aukið flug milli íslands og Evrópu styrkjum við með farþegum sem fara frá Evrópu og áfram vestur um haf gegnum safnkerfi félagsins. Næsta eðlilega skref er því að bæta við Boeing 757 þotu sem hægt verður að nota bæði á Evrópuleiðum og leiðum vestur um haf. Þessi nýja vél mun þó væntanlega verða notuð meira á Evrópuleiðum því við sjáum fram á töluverðan vöxt á þeim.“ Einar sagði að kaup á vélinni hefðu í för með sér ráðningu 50-60 flugfreyja og flugmanna. Ekki þyrfti að bæta hlutfallslega jafn- miklu við af fólki annars staðar þannig að betri nýting næðist fram á öðrum sviðum. Góðar markaðsaðstæður fyrir flugvélakaup Endanlegar ákvarðanir hafa ekki verið teknar um fjármögnun á nýju vélinni en að sögn Einars eru aðstæður á lánsfjármörkuðum hagstæðar um þessar mundir. „Flugrekstur í heiminum er í upp- sveiflu þannig að þetta er tiltölu- lega góður tími til að fjármagna nýja vél.“ Varðandi fyrirhugaða sölu á einni af eldri Boeing 757 vélum Flugleiða sagði Einar að sá markaður væri einnig sterkur um þessar mundir. Flugleiðir vildu nýta sér þá upp- sveiflu sem væri á þeim markaði. Hann kvaðst þó ekki geta sagt til um hversu mikils söluhagnaðar mætti vænta af vélinni. í því sambandi má hins vegar benda á að söluhagnaður einnar Boeing 737 vélar var á sínum tíma 325 milljónir, en ljóst er að sölu- hagnaðurinn af 757 vélinni verður töluvert meiri. Það mun styrkja efnahagsreikning félagsins sem því nemur. Landsbankinn Útibú í Bankastræti sameinað aðalbanka LANDSBANKINN hefur ákveðið að sameina starfsemina í útibúi sínu í Bankastræti 7 við aðalbank- ann. Lítil afgreiðsla verður þó starfrækt í Bankastræti fyrst um sinn, en reiknað er með að húsið verði selt. Á efri hæðum hússins eru nokkrar af stoðdeildum bank- ans og verða þær væntanlega flutt- ar í annað húsnæði í eigu bankans þegar þar að kemur. Starfsmenn flytjast í aðalbanka Útibúið í Bankastræti er eitt af stærstu útibúum Landsbank- ans, en þar voru á árum áður höfuðstöðvar Samvinnubankans. Að sögn Brynjólfs Helgasonar aðstoðarbankastjóra hefur rekstur útibúsins gengið vel en ástæða þótti til að stíga þetta skref nú til að ná fram hagræðingu, þar sem stutt er á milli aðalbankans og Bankastrætis 7. Er vonast til að aðalbankinn og Austurbæjarútibú muni nægja til að þjóna viðskipta- vinum Landsbankans á þessu svæði. Hraðbanki verður hins veg- ar áfram staðsettur í Bankastræti. Flestir starfsmenn útibúsins í Bankastræti munu flytjast yfir í aðalbankann, en einhveijir í önnur útibú. Hins vegar er gert ráð fyrir að starfsmönnum Landsbankans muni fækka í kjölfar þessarar breytingar þegar fram í sækir. Hagnaður 539 milljónir fyrstu átta mánuðina HAGNAÐUR Flugleiða hf. af reglu- legri starfsemi nam alls um 502 milljónum fyrstu átta mánuði ársins samanborið við 579 milljónir á sama tímabili í fyrra. Þegar tekið hefur verið tillit til óreglulegra liða nam heildarhagnaðurinn 539 milljónum. Á sama tíma í fyrra var hagnaður af starfseminni 951 milljón, en þá naut félagið söluhagnaðar af flug- vél sem ekki er til að dreifa í ár. Meginástæðan fyrir lakari af- komu af rekstrinum sjálfum á þessu ári en á síðasta ári er hækk- un eldsneytisverðs. Einar Sigurðs- son segir að útkoman í ágústmán- uði hafi verið mjög svipuð og á sama tíma í fyrra. Stefnt væri að því að skila hagnaði af rekstrinum sjálfum á þessu ári, en þar við bættist væntanlega söluhagnaður af Boeing 757-vélinni. Spá Seðlabanka íslands Neysluverð hækkar um 2,3% milli ára NEYSLUVERÐ mun hækka um 2,3% milii áranna 1995 og 1996 og um 2,2% yfir árið samkvæmt spá Seðiabanka íslands um þróun verð- lags til ársloka í ár. Þetta er svipuð hækkun og bankinn spáði í júlí í sumar. Þó er spáð ívið meiri hækk- un yfir árið, en í júlí var spáð 2,2% hækkun vísitölu neysluverðs milli ára og 2% hækkun yfir árið. Munur- inn telst ekki marktækur. Þá reikn- ar bankinn með að verðlag muni lítið hækka síðustu tvo mánuði árs- ins meðal annars vegna þess að erlent grænmeti muni koma á mark- að hér. í frétt frá bankanum segir að hækkun vísitölu neysluverðs milli annars og þriðja ársfjórðungs hafi verið 0,8%, sem jafngildi 3,2% verð- bólguhraða á ári. Hækkunin sé 0,4% umfram spá bankans og helsta orsök meiri hækkana en spáð hafi verið sé mikil hækkun í ágústmánuði á verði kartaflna og grænmetis, auk hækkunar á verði bensíns. Dregið hafi úr hækkunum vísitölunnar síð- ustu 2 mánuði m.a. vegna 16% lækk- unar á verði bifreiðatrygginga. Síðan segir: „Reiknað er með að verðlag muni lítið hækka síðustu tvo mánuði ársins, enda mun sú hækkun sem nýlega hefur orðið á verði mat- væla að einhveiju leyti ganga til baka þegar erlent grænmeti kemur á markaðinn á ný. Spáð er að verð- lag á fjórða ársfjórðungi hækki um 0,4% eða 1,4% á árskvarða." Nokkru meiri verðbólga Már Guðmundsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabankans, sagði að verð- bólgan í ár yrði nokkru hærri en í fyrra þegar vísitala neysluverðs hækkaði um 1,7% milli ára og 1,6% yfir árið. Þetta væri heldur meiri verðbólga en spáð hefði verið og aðeins meiri verðbóiga en væri í flestum viðskiptalöndum okkar. Helstu ástæðurnar væru meiri hækkun innflutningsverðs en gert hefði verið ráð fyrir, meðal annars á olíu og bensíni, auk þess sem geng- ið hefði sigið lítið eitt á þessu ári. Þetta væri þó vel ásættanleg niður- staða ef spáin gengi eftir og verð- bólgan yrði þá ekki meiri en spáð væri t.d. í Danmörku og Bretlandi. TILBOÐ I HLUTABREF PIPUGERÐIN HF. Landsbréf hf. óska hér með eftir tilboðum í öll hlutabréf í Pípugerðinni hf., sem nú eru í eigu Borgarsjóðs Reykjavíkur og Aflvaka hf., alls 45.000.000 kr. að nafnverði. Pípugerðin hf. er stærsti framleiðandi holræsaröra og skyldrar vöru úr steinsteypu hérlendis. Upplýsingar um félagið liggja frammi hjá Landsbréfum hf., sem einnig veita nánari upplýsingar. Tilboð er berast í hlutabréfin í heild sinni njóta að öðru jöfnu forgangs fram yfir tilboð er berast í hluta þeirra. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. ., Tilboðum skal skilað til Landsbréfa hf., Suðurlandsbraut 24,108 Reykjavík, fyrir kl. 16.00 fostudaginn 15. nóvember 1996, | en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. ]§ 7//*■* LANDSBREF HF. Starfshópur Reykj a ví kur b or gar um sölu eigna. Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, bréfasími 588 8598. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AOILI AÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.