Morgunblaðið - 16.10.1996, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.10.1996, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Fijálslynda lýðræðiflokknum í Japan vex ásmegin Gamla stjómarflokkn- um spáð meirihluta Tókýó. Reuter. VIÐAMIKIL skoðanakönnun bendir til þess að Fijálslyndi lýðræðis- flokkurinn, flokkur Ryutaro Hashi- motos, forsætisráðherra Japans, fái meirihluta þingsæta í kosningunum á sunnudag. Flokkurinn hafði bæði tögl og hagldir í japönskum stjóm- málum í fjóra áratugi eftir síðari heimsstyijöld og hefur verið í sam- steypustjórn í tvö ár eftir að hafa verið utan stjórnar í eitt ár. Viðskiptadagblaðið Nihon Keizai Shimbun birti skoðanakönnunina, sem náði til 150.000 kjósenda, og hún bendir til þess að Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn fái 251 þingsæti af 500 í neðri deildinni og hugsan- lega fleiri. Hann er nú með 211 þingmenn og hefur verið í sam- steypustjórn með Sósíalistaflokkn- um og Sakigake, klofningsflokki úr Fijálslynda lýðræðisflokknum. Könnunin bendir ennfremur til þess að stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn, Shinshinto, eigi í vök að veijast og þurfi að snúa vörn í sókn til að halda 160 þingsætum sínum. Níu flokkar stofnuðu Shiii- shinto í lok ársins 1994 en erfiðlega hefur gengið að skapa einingu inn- an flokksins. Lýðræðisflokkurinn stendur hins vegar vel að vígi og gæti fengið 52 þingsæti, en hann var stofnaður í síðasta mánuði eftir klofning í tveimur smáflokkum sem voru í samsteypustjórninni. Öflug kosningavél Nái Fijálslyndi lýðræðisflokkur- inn meirihluta yrði það mikill sigur fyrir Hashimoto, sem hefur haldið til streitu óvinsælum áformum um að hækka söluskattinn úr 3% í 5% á næsta ári. Ichiro Ozawa, leiðtogi Shinshinto, hefur reynt að höfða til kjósenda með loforðum um að lækka tekkjuskatta og fresta sölu- skattshækkuninni í nokkur ár. Stjórnmálaskýrendur segja að fylgisaukning Fijálslynda lýðræðis- flokksins sýni að öflug kosningavél hans hafi ekki látið undan í umrót- inu í japönskum stjórnmálum síð- ustu þijú ár. Kjósendur kunni einn- ig að hafa fengið sig fullsadda á pólitísku óvissunni og vilji að öflug- ur flokkur komist til valda til að blása nýju lífi í efnahaginn. Kosið verður í fyrsta sinn sam- kvæmt nýju kosningakerfi þar sem 300 þingmenn verða kjörnir í ein- menningskjördæmum en 200 með hlutfallskosningu. Meint spilling þingmanna rannsökuð London. Reuter, The Daily Telegfraph. SIÐANEFND neðri deildar breska þingsins hefur fýrirskip- að rannsókn á meintri spillingu á þinginu vegna ásakana um að þingmenn hafi þegið greiðslur fyrir að leggja fram fýrirspurnir. Nefndin tók þessa ákvörðun á mánudag eftir að Betty Boot- hroyd, forseti neðri deildarinnar, lýsti því yfír á fyrsta fundi deild- arinnar eftir sumarhlé að hún vildi að þessar „mjög svo alvar- legu ásakanir" yrðu teknar til rækilegrar rannsóknar „sem allra fyrst“ til að koma í veg fyrir að þingið biði álitshnekki. „Orðstír allrar neðri málstofunn- ar hefur verið dreginn í efa. Sem forseti hlýt ég að hafa áhyggjur af því,“ sagði hún. Gæti komið stjórninni illa Rannsóknin er talin geta kom- ið sér illa fyrir stjórn íhalds- flokksins fyrir næstu kosningar sem verða innan sjö mánaða. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar sögðu að þeir myndu beita sér fyrir því að rannsakað yrði hvort hæft væri í ásökunum um að David Willets, fyrrverandi for- maður þingflokks íhaldsmanna, hefði beitt áhrifum sínum á bak við tjöldin til að hindra slíka rannsókn fyrir tveimur árum. Málið snýst einkum um íhaldsmanninn Neil Hamilton, fyrrverandi viðskiptaráðherra, sem hefur verið sakaður um að hafa þegið greiðslur frá Mo- hammed Fayed, eiganda Harrods-verslunarinnar, fyrir að leggja fram fyrirspurn á þing- inu. John Major forsætisráð- herra hefur verið undir miklum þrýstingi vegna málsins og það var ein af ástæðum þess að þing- maðurinn Peter Thurnham sagði sig úr Ihaldsflokknum og gekk til liðs við Fijálslynda demókrata um helgina. íhaldsmenn eru því aðeins með tveggja sæta meiri- hluta á þinginu. Opin fjölmiðlum Sir Gordon Downey, er fer með mál sem varða siðareglur þingsins, var falið að rannsaka ásakanirnar og Boothroyd kvaðst vilja að rannsóknin yrði „eins gagnsæ og kostur er“. Ummæli hennar benda til þess að hún vilji að fjölmiðlar geti fylgst með hluta yfírheyrslanna og að gefm verði út skýrsla um niðurstöðuna. Boothroyd sagði ennfremur að þingið þyrfti að leiða málið til lykta eftir að niðurstaða rann- sóknarinnar lægi fyrir. Þingið getur vikið þingmönnum frá gerist þeir sekir um alvarleg brot á siðareglunum. Reuter Knýr glímir við hljóðmúrinn TILRAUNUM með nýtt farar- tæki, Knýr, lauk á flugbrautum Farnborough-flugvallarins í Bretlandi í gær. Um er að ræða rennireið, sem knúin er tveimur Rolls Royce-hreyflum. Aflið sem þeir framleiða er á við afl 171 formúla-1 kappakstursbíl. Kný er ætlað að slá öll hraðamet í A1 Jafr-eyðimörkinni í Jórdaníu í næsta mánuði. Hönnuður bif- reiðarinnar, Richard Noble, setti sjálfur fyrra metið árið 1983 í Svartakletts eyðimörkinni í Nevada í Bandaríkjunum en það er 633 mílur, eða 988 km/klst. Ætlunin var að ijúfa hljóðmúr- inn með Kný í sömu eyðimörk en sú tilraun verður að bíða þar eð umhverfissinnum tókst að koma í veg fyrir hana. Saltflat- irnar í Jórdaniu eru ekki nógu langar til slíkrar mettilraunar. Knýr nær 320 km hraða á innan við sex sekúndum án eftirbrenn- ara en þeir þeyta honum á enn meiri hraða á orskotsstundu. Breskur orrustuflugmaður mun stýra Kný, sem er 10 tonn. Reikn- að hefur verið út að þegar Knýr hefur náð hljóðhraða taki 29 sek- úndur og 9 kílómetra vegalengd að stöðva farartækið en til þess að stöðva Kný verður hann búinn diskabremsum úr Boeing-757 og fallhlífum. Hvítir menn flýja glæpina í S-Afríku Jóhannesarborg. Reuter. HVÍTIR menn í Suður-Afríku flýja nú landið í vaxandi mæli og er ástæðan fyrst og fremst stórauknir glæpir. A fyrra misseri þessa árs voru þeir 5.627 og það vekur sér- stakan ugg, að aðallega er um að ræða vel menntað fólk á ýmsum sviðum. „Það er glæpafaraldurinn í land- inu, sem veldur þessu, enda má segja, að ferðamenn séu hættir að leggja leið sína hingað,“ sagði Alida Casteleijn, háttsettur starfsmaður á s-afrísku hagstofunni. Innflytj- endum til S-Afríku hefur að auki fækkað og voru þeir 2.509 á fyrra helmingi ársins. Casteleijn spáði því, að flótti hvítra manna frá S-Afríku myndi aukast en vegna hans hefur orðið til ný atvinnugrein í landinu, marg- ar ráðgjafarstofur og fyrirtæki, sem sjá um a.ð flytja búslóðir heimsálfa í milli. Óttast margir, að þessi flótti menntaðs fólks muni segja til sín með alvarlegum hætti þegar fram líða stundir. Ástralía heillar Samkvæmt tölum frá hagstof- unni hafa flestir flust til Bretlands en þeim fjölgar þó mest, sem fara til Astralíu. Er það ekki síst vegna loftslagsins. Tölur s-afrísku hagstofunnar ná ekki til þeirra, sem koma ólöglega til landsins, en þar er aðallega um að ræða fátæka blökkumenn frá nágrannaríkjunum, til dæmis Zimbabwe og Mósambík. Þjóðar- atkvæði boðað í Alsír LIAMINE Zeroual, forseti Als- írs, tilkynnti í gær að efnt yrði til þjóðaratkvæðis um breytingar á stjórnarskránni 28. nóvember. Breytingarnar felast m.a. í því að stjórnmála- flokkar, sem byggja á trúar- brögðum, verða bannaðir. Harka hefur færst í átökin í landinu að undanförnu og 60 manns hafa beðið bana og 70 særst á sjö dögum. Andófsmaður flýr í Kína KÍNVERJAR staðfestu í gær að andófsmaðurinn Wang Xiz- he hefði flúið frá Kína og sögð- ust ætla að hafa upp á þeim sem aðstoðuðu hann við flótt- ann. Wang er 46 ára og hefur verið einn atkvæðamesti lýð- ræðissinninn í Kína í rúma tvo áratugi. Hann komst til Hong Kong nokkrum dögum eftir að félagi hans var dæmdur til þriggja ára vistar í þrælkunar- búðum. Eiginkona Wangs hafði eftir vinum hans að hann væri kominn til Bandaríkj- anna. Franskir blaðamenn í verkfall FRANSKIR blaðamenn efndu í gær til sólarhrings verkfalls til að mótmæla áformum stjórnarinnar um að afnema skattaívilnun sem þeir hafa notið í 62 ár. Útvarps- og sjón- varpsstöðvar slepptu því frétt- um eða styttu fréttatímana og mörg dagblöð koma ekki út í dag. Deilt er um 30% skatta- frádrátt sem blaðamenn hafa fengið vegna starfstengdra útgjalda og þeir segja að tekið hafí verið mið af honum í kjarasamningum. Því þurfi að hækka launin ef skattarnir verði hækkaðir. Laura La Plante látin LAURA La Plante, ein af þekktustu leikkonunum í þöglu kvikmyndunum á þriðja áratugnum, lést í Los Angeles í gær, 92 ára að aldri. Hún hóf leikferilinn 15 ára gömul og lék í vestrum, gamanmynd- um og melódramatískum myndum, sem Universal Pict- ures framleiddi. • • Ongþveiti á ítölskum flugröllum ÞÚSUNDIR verkfallsmanna ollu ringulreið á flugvöllum á Ítalíu í gær og loka varð Linate-flugvellinum í Mílanó vegna mótmæla á flugbraut- unum. Starfsmenn flugvall- anna efndu til sólarhrings verkfalls til að krefjast hærri launa. Ríkisflugfélagið Alitalia þurfti að aflýsa rúmlega helm- ingi áætlunarferða í milli- landa- og innanlandsflugi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.