Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 15 ERLENT Viðræður á N- írlandi aftur af stað Rættum afvopnun Belfast. Reuter. VONIR hafa vaknað um að friðar- viðræðurnar á Norður-írlandi geti hafist fyrir alvöru en í gær náðist samkomulag um fyrirkomulag þeirra. Um það hefur verið deilt í fjóra mánuði. Var stefnt að því að hefja fyrsta eiginlega viðræðufund- inn síðar í gær. Aðild að viðræðunum eiga allir stjórnmálaflokkar á N-írlandi, þeir, sem vilja áframhaldandi samband við Bretland, og þeir, sem vilja sam- einast írlandi, að undanskildum Sinn Fein, stjórnmálaarmi IRA, írska lýðveldishersins. Var honum meinuð þátttaka vegna þess, að IRA hefur ekki fengist til að lýsa yfir vopnahléi á ný. í viðræðunum verður meðal annars rætt um leiðir til að fá skæruliðasamtök kaþólskra manna og mótmælenda til að leggja niður vopn. Sinn Feín einangradur Með samkomulaginu, sem tókst í gær, hefur Sinn Fein einangrast enn frekar og að sama skapi hafa þeir flokkar mótmælenda, sem studdu skæruhernað gegn IRA og kaþólsku fólki, styrkt stöðu sína. Þeir hafa staðið við vopnahléið, sem þeir samþykktu fyrir tveimur árum, og hafa ekki gripið til hefndarað- gerða þrátt fyrir sprengjutilræði IRA í Lisburn-herstöðinni í síðustu viku. Samkomulagið í gær náðist eftir að sjö flokkar af níu urðu ásáttir um hvernig ætti að fá skæruliða til að láta af hendi vopnin. Ekki þykja þó miklar líkur á, að af því verði í bráð enda hafa báðar fylk- ingarnar lýst yfir, að þær muni aðeins afvopnast jafnhliða allsherj- arsamningi um stöðu N-írlands. ----------? ? » Aðgerð á Jeltsín Orðrómi um frest- un neitað Moskvu. Reuter. TALSMAÐUR Borís Jeltsíns, for- seta Rússland, sagði í gær að ekk- ert væri hæft í þrálátum orðrómi um að fresta þyrfti fyrirhugaðri skurðaðgerð á forsetanum. Hann sagði að undirbúningur aðgerðar- innar gengi algjörlega eftir áætlun. „Enginn hefur rætt um að breyta áætluninni," sagði talsmaðurinn, Sergej Jastrzhemskí. Utvarpsstöðin Ekho Moskvy hafði haft eftir heimildarmönnum á sjúkrahúsi í Moskvu, þar sem að- gerðin er undirbúin, að fáir hjarta- skurðlæknar myndu mæla með skurðaðgerðinni vegna þess að blóðrauðastigið væri svo lágt. Fréttin olli óróa á fjármálamörk- uðum og talsmaður Jeltsíns var fljótur að bera hana til baka. Hann sagði ástand blóðsins hafa batnað á síðustu dögum. DeUunum linni Talsmaðurinn sagði ennfremur að forsetinn hefði fyrirskipað Viktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra, Alexander Lebed, yfirmanni rúss- neska öryggisráðsins, og Anatolí Kúlíkov innanríkisráðherra að hætta að deila um friðarsamninginn í Tsjetsjníju. Jeltsín hefði sagt þeim að setja deilurnar niður áður en þeir ræddu Tsjetsjníju-málið í Dúm- unni, neðri deild þingsins, sem hóf umræðu um friðarsamningana í gær. Bob Dole geríst beinskeyttari í árásum á Bill Clinton Sambönd við erlendan kaupsýslumann gagnrýnd Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti og Bob Dole, forsetaframbjóðandi repúblikana, munu mæt- ast öðru sinni í beinni sjónvarpsútsendingu í kvöld og er búist við því að Dole muni að þessu sinni gera harða hríð að andstæðingi sinum. Repúblikanar hafa undanfarna daga gagnrýnt harkalega framlög indónesísks kaupsýslumanns, sem er vinur Clintons, til Demókrataflokksins og segist Dole ekki munu linna látum fyrr en forsetinn geri hreint fyrir sínum dyrum. Það er ekki seinna vænna fyrir Dole að blása til atlögu. Bilið milli hans og Clintons virðist samkvæmt skoðanakönnunum síst vera að minnka. Forskot Clintons eykst enn Samkvæmt könnun, sem John Zogby-fyrir- tækið gerir daglega fyrir iteuíer-fréttastof- una, nýtur Clinton nú stuðnings 47,4% kjós- enda, en Dole 32,3%. Þetta er 15,1 prósentu- stigs munur og er um að ræða samanlagðar tölur undanfarinna þriggja daga. John Zogby, sem stjórnar gerð könnunarinnar, sagði að fylgi Clintons hefði nú aukist átta daga í röð og útlit væri fyrir stórsigur, sem gæti jafnvel fært demókrötum meirihluta á þingi. Ekki bætti úr skák fyrir Dole að honum vafðist tunga um tönn þegar hann kom fram á kosningafundi í San Diego í Kaliforníu á mánudag, þar sem repúblikanar héldu flokks- þing sitt í ágúst. „Það er okkur mikill heiður að vera komin aftur til San Francisco," sagði Dole og fór kurr um viðstadda. Það var ekki fyrr en Jack Kemp, varaforsetaefni Doles, gekk að fram- bjóðandanum að hann áttaði sig: „Þetta var frábært flokksþing, já, San Diego, auðvitað. Við erum komin aftur í dag." Dole hefur hingað til verið tregur til að veitast að persónu Clintons, þótt hann hafi ítrekað sagt að kosningarnar snerust um per- sónuleika og traust. Nú er það hins vegar að snúast við. Fjöldi þingmanna repúblikana hefur undan- farið gefið í skyn að skipa eigi sérlegan sak- sóknara til að rannsaka hvort demókratar hafi fengið ólögleg framlög frá útlendingum. Þar á meðal hefur verið bent á eina milljón Reuter BOB Dole ásamt Jack Kemp, varaforsetaefni sínu í San Diego í Kaliforníu í fyrra- dag. Dole var útnefndur þar sem forsetaefni repúblikana í ágúst sl. en í fyrradag ruglaðist hann dálítið í ríminu og talaði um San Francisco í stað San Diego. dollara (um 66 milljónir króna) frá einstakling- um, sem tengdir eru indónesíska fjármálafyrir- tækinu Lippo Group. Segir málið stærra en Watergate Hafa sjónir repúblikana einkum beinst að sambandi Clintons við indónesíska auðkýfíng- inn James Riady. Segja þeir að hann hafi haft áhrif á forsetann með því að veita fé til málefna, sem Clinton styður, og til innsetning- ar hans í embætti. Meðal þessara framlaga voru 250 þúsund dollarar (um 16,5 milljónir króna), sem demó- kratar skiluðu þegar fjölmiðlar fóru að gera fyrirspurnir. Newt Gingrich, leiðtogi repúblikana í full- trúadeild Bandaríkjaþings, sagði um helgina að þetta mál gæti gert Watergate að smámáli. Dole sagði á mánudag að þetta mál vekti ýmsar spurningar. „Að þiggja fé frá erlendri þjóð. Þeir skiluðu því aftur þegar þeir voru gripnir, en af hverju gerðu þeir það? Af hverju hitti [Clinton] þetta fólk? Hafði þetta einhver áhrif á stefnuna gagnvart Austur-Tímor?" Indónesía lagði undir sig Austur-Tímor árið 1976. Útlendingum, sem hafa atvinnuleyfi í Bandaríkjunum, leyfist að leggja fé til stjórn- mála. Demókratar hafa sagt að ásakanir repú- blikana beri keim af kynþáttafordómum. Þegjandalegur Indónesíuforseti SUHARTO, forseti Indónesíu, var heldur kuldalegur við Carlos Belo biskup og friðarverðlauna- hafa Nóbels er hann kom í stutta heimsókn til Austur-Tímor í gær. Heilsaði hann honum tvisvar með handabandi en yrti á hann í hvor- ugt skiptið. Voru Belo veitt verð- launin fyrir að reyna að bera klæði á vopnin í baráttu lands- manna gegn Indónesíustjórn, sem lagði A-Tímor undir sig 1975. Það kom stjórninni augh'ós- lega í opna skjðldu, að Belo skyldi fá verðlaunin en hún ákvað samt að viðurkenna verð- launaveitinguna með nokkrum semingi. Hún fordæmdi hins veg- ar harðlega, að Jose Ramos- Horta, sem nú dvelst í Ástralíu, skyldi fá verðlaunin ásamt Belo og Ali Alatas, utanríksráðherra landsins, kallaði hann „pólítískan ævintýramann". Hér takast þeir , í hendur, Suharto og Belo, en forsetinn var m.a. viðstaddur vígslu 27 metra hárrar styttu af Jesú Kristi. Höfum á boðstólum, auk lyfja, allar almennar apóteksvörur svo sem hjúkrunarvörur, heilsuvörur, hreinlætisvörur, snyrtivörur, barnavörur, linsuvökva o.fl. r~ Opið virka daga kl. 8 - 19 og laugardaga kl. 10 Mikil áhersla er lögð á að veita góða lyfjafræðilega þjónustu og faglegar upplýsingar um lyf og lyfjanotkun. Skeifan .Apótek SKEIFUNNI 8, REYKJAVlK SlMI': 588 1444, FAX 588 1443 F R í H E IM S E N D I N G A R Þ J Ó N l S I A VIRKA DAGA OG LAIGARDAGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.