Morgunblaðið - 16.10.1996, Page 16

Morgunblaðið - 16.10.1996, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FRÍHÖFNIN á Kaupmannahafnarflugvelli. ESB-borgarar frá ríkj- um sunnar í álfunni mega kaupa miklu meira áfengi £ Danmörku til að hafa með sér til heimalanda sinna en dönskum borgurum leyfist að flylja inn til Danmerkur frá öðrum ESB-ríkjum. Norrænu ESB-löndin vilja halda inn- fhitningstakmörkunum á áfengi Dræmar undir- tektir hjá ESB Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. EVRÓPUSAMBANDIÐ er ekki til- búið að fallast á að norrænu aðildar- löndin þijú haldi undanþágu um innflutning einkaaðila á áfengi um ókomin ár, þegar hún rennur út um áramótin. Þetta kom fram eftir fund, sem fjármálaráðherrar ESB héldu um seinustu helgi. í samtali við sænska útvarpið sagði Mario Monti, sem fer með málefni innri markaðarins í fram- kvæmdastjórn ESB, að sambandið væri tilbúið að finna málamiðlun í málinu. Óvíst er þó að sambandið sé fúst til að gefa norrænu ríkjunum lengri frest til aðlögunar en árslok 1999. Erik Ásbrink íjármálaráðherra Svía sagði eftir fundinn það blési ekki byrlega fyrir norrænu sjón- armiðunum. Ef fjármálaráðherrum sambandsins tekst ekki að taka ákvörðun fyrir áramót verður mál- inu skotið til Evrópudómstólsins. Ekki fallizt á að um heilbrigðisstefnu sé að ræða Samkvæmt ESB-reglum mega einstaklingar taka með sér 1Ö h'tra af vínanda, 20 lítra af sterku áfengi, 90 lítra af víni og 110 lítra af öli frá öðru ESB-landi. í Svíþjóð, Finn- landi og Danmörku eru reglunar mun strangari, eða einn lítri af vín- anda á mann, þrír lítrar af sterku víni, fimm lítrar af víni og 15 lítrar af öli. Norðurlöndin hefðu kosið að fá að halda undanþágum, þar sem rök þeirra eru að innflutningstak- markanirnar séu ekki verzlunar- ****** EVROPA^ hindranir, heldur hluti af heilbrigð- isstefnu stjórnvalda, en á það sjón- armið hefur ekki verið fallizt. Deilan stendur nú um hvernig vinda eigi ofan af undanþágunni. Svíar hefðu kosið að henni yrði haldið í nokkur ár og síðan yrði ákveðið hvað gera skyldi. ESB er reiðubúið að framlengja undanþág- una, en fer um leið fram á að ákveð- ið verði nú hvenær hún renni út. I því sambandi hafa árslok 1999 ver- ið nefnd. Hins vegar er fram- kvæmdastjómin til í að samþykkja að löndin ákveði sjálf hvernig undið verði ofan af undanþágunum. Það var enginn bjartsýnistónn í Erik Ásbrink fjármálaráðherra eftir fundinn um helgina, en hann undir- strikaði að aðilar hefðu ákveðið að hittast aftur í næstu viku, sem væri merki um að einhver grund- völlur væri enn fyrir viðræðum. Sænskri áfengisstefnu er einnig ógnað á öðram vettvangi. Yfir stendur mál, sem sænskur kaup- maður höfðaði fyrir ESB-dómstóln- um, til að láta reyna á hvort áfengiseinkasala í Svíþjóð standist innan ESB. Dóms í málinu er að vænta síðar í haust. Frakkar fíkta við klukkuna TILLÖGUR opinberrar nefndar á vegum forsætisráðherra Frakk- lands, um að afleggja sumartima í Frakklandi, hafa valdið fjaðra- foki í öðrum Evrópusambands- ríkjum. í skýrslu nefndarinnar er lagt til að hér eftir fari Frakkar allt árið eftir núverandi vetrar- tíma, sem er klukkustund á undan Greenwich meðaltíma (GMT), sem íslenzkar klukkur eru stilltar eft- ir árið um kring. Ástæða þess að önnur ESB-ríki eru örg yfir þessu, er að nýlega hafa verið lögð fram drög að til- skipun Evrópusambandsins um að skipti á milli sumar- og vetrar- tíma skuli samræmd í ölium ríkj- um ESB. Frakkland og flest önn- ur ríki í Vestur-Evrópu fara eftir klukku, sem er klukkustund á undan GMT og er flýtt um aðra klukkustund á sumrin. Klukka Breta er að vísu einni stund á eftir. Philippe Fran^ois, öldunga- deildarþingmaður og formaður klukkunefndarinnar, segir að upphafleg ástæða þess að menn hafi byrjað að skipta yf:r í sum- artíma, hafi verið að þeir vildu spara orku í olíukreppunni á átt- unda áratugnum. Sá spamaður væri hins vegar ekki nema 0,5% af orkunotkuninni nú orðið. Fran?ois sagðist ekki óttast að breytingin myndi skaða viðskipta- hagsmuni Frakklands innan ESB. „Á milli New York og San Frans- isco eru fjögur tímabelti. Það virðist ekki hafa hamlað hagþró- un Bandaríkjanna," segir hann. íslensk leikrit verða að vera Hver er staða íslenskrar leikrítunar nú þeg- ar tvö hundruð ár eru liðin frá því skólapiltar í Hólavallaskóla hófu að æfa fyrsta íslenska leikritið, Hrólf, eftir Sigurð Pétursson. Reynt var að svara þessari spumingu á umræðu- fundi í Þjóðleikhúskjallaranum á mánudags- kvöld. Þröstur Helgason segir hér frá því sem fram kom, meðal annars skömmum til íslenskra leikgagnrýnenda. ISLENSK leikrit verða að vera, sagði Hafliði Arngrímsson, leiklistarráðunautur Leikfé- lags Reykjavíkur, á umræðu- kvöldinu á mánudagskvöld og tóku allir viðstaddir undir þá fullyrðingu með einum eða öðrum hætti. Haf- liði setti svo fram aðra setningu sem einnig var miðiæg í umræð- unni: Islendingar geta ekki skrifað leikrit. Vit- anlega var setningin ekki sett fram sem full- yrðing, heldur sem til- gáta sem menn reyndu svo að ræða frá ýmsum sjónahornum. Rætt var um kennslu í leikritun og starfsumhverfi ís- lenskra leikskálda. Einnig reyndu þátttak- endur að komast að því um hvað íslensk leikrit fjölluðu en yfirskrift kvöldsins var einmitt: „Hvert er erindi okk- ar?“. Að endingu var hnippt eilítið í gagnrýn- endur fyrir full harka- leg tök á íslenskum leikritum. Lítil hefð en engir komplexar Ein rökin fyrir því að íslendingar gætu átt í erfiðleikum með að skrifa leikrit eru að ís- lenskt samfélag sé svo lítið að leik- skáld eigi bágt með að athafna sig. Á þetta bentu bæði Hafliði Arngrímsson og Árni Ibsen, leik- skáld, sem sagði einnig að íslensk leikritun væri í raun afskaplega fátæk, saga hennar væri stutt og afraksturinn ekki mikill. Starfssystir Árna, Hrafnhildur Hagalín, tók í sama streng og sagði að hefðin sem íslensk leik- skáld hefðu á að byggja væri lítil og veik. Að vissu leyti er það kost- ur, að sögn Hrafnhildar, hefðin er þá ekkert að flækjast fyrir þeim sem eru að strögla við að koma saman nýju leikriti; þannig væru íslensk leikskáld að því er virtist laus við komplexa á við þá sem hijá íslenska skáldsagnahöfunda; Njáls og Egils sögu komplexinn og Heimsljóss og Gerplu komplex- inn. Önnur rök fyrir því að íslend- ingar gætu ekki skrifað leikrit voru þau að kunnáttuna skorti, það er að segja kunnáttuna á frá- sagnartækni leikhússins, á tækj- um þess og tólum. I þessu sam- hengi lagði Ólafur Haukur Símon- arson, formaður Leikskáldafélags íslands, til að stofnað yrði til náms í leikritun, annaðhvort við Leik- listarskóla íslands eða í samvinnu við atvinnuleikhúsin og Háskóla Islands. Margir tóku undir tillög- una. María Kristjánsdóttir, leik- listarstjóri Ríkisútvarpsins, sagð- ist óttast neikvætt viðhorf íslend- inga til kunnáttu og menntunar og sagði að við þyrftum þvert á móti að auka þekkingu okkar á leikhúsinu og meðölum þess. Sum- ir lýstu þó efasemdum um að hægt væri að kenna leikritun, að minnsta kosti skáldskapinn sjálf- an. Tekur því að vera íslendingur? Islensk leikrit fjalla ekki um neitt eitt efni, sagði Stefán Bald- ursson, þjóðleikhússtjóri. Ólafur Haukur taldi hins vegar að öll ís- lensk leikrit fjölluðu um þá spurn- ingu hvort það tæki því að vera Islendingur. Sumir bentu á að samtímaleik- ritun endurspeglaði smæð samfé- lagsins. Þórhildur Þorleifsdóttir, leikhússtjóri Leikfélags Reykjavík- ur, sagði að ef til vill endurspegl- uðu íslenskir leikhöfundar hug- myndasneyð samfélagsins sem þeir væru sprottnir úr. Sagði hún að höfundar hefðu ekki lengur sömu valdastöðu innan samfélagsins og áður þegar þeir höfðu mótandi áhrif á vitsmunalega umræðu. Varpaði hún fram þeirri spumingu hvort höfundurinn væri kannski dauður sem slíkur. Að mati Hafliða Arngrímssonar er staða leikhöfundarins í alþjóð- legu samhengi að minnsta kosti ekki jafn sterk og hún var fyrir tvö hundruð árum, hvorki innan leikhússins né utan. Og það mátti skilja á Sveinbirni I. Baldvinssyni, handritahöfundi, að staða hans stéttar væri h'tið skárri, handrita- höfundar væra eins konar hornrek- ur í kvikmyndagerðinni, leikstjór- arnir hefðu tekið öll völd í sínar hendur. María Kristjánsdóttir sagði að samtímaleikritun hér á landi væri ekki að fást við íslenskt samfélag með nægilega skeleggum hætti, hún væri miklu frekar á stöðugum flótta undan umhverfi sínu, sam- tímanum. Hávar Siguijónsson tók undir það að íslensk leikritun ætti að fjalla um samfélag sitt en hafði jafnframt nokkra samúð með henni þar sem samfélagið væri orðið svo flókið og brotakennt að erfitt gæti verið að taka á því, nema þá broti og broti í senn. Steinunn Jóhannesdóttir, leik- skáld, sagði að hlutverk sitt væri fyrst og fremst að reka erindi síns kyns, að segja sögur af sálarlífi systra. Hrafnhildur Hagalín taldi að hlutverk leikritunarinnar væri að ögra; spurningunni um það hvaða brögðum hún ætti að beita til þess í heimi sem léti sér bregða við fátt var aftur á móti ekki svar- að. Fimmtán til fimmtíu leikrit berast Þjóðieikhúsinu á ári Nokkuð var rætt um starfsaðstöðu leik- skálda. Settar voru fram hugmyndir um að leik- skáld fengju fleiri tæki- færi til að vinna í eins konar leiksmiðju innan stóru leikhúsanna. Ólafur Haukur sagði að ef eðlileg þróun ætti að geta átt sér stað í íslenskri leikritun þyrftu að vera skrifuð um það bil fimmtán leikrit á ári hér á landi. Til að standa undir slíkri framleiðslu þyrftu hins vegar þrjátíu til fjörutíu leikskáld að vera starfandi hér, leik- skáld sem hefðu skrifin að aðalstarfi. Stefán Baldursson upplýsti að í venjulegu ári bærist Þjóðleikhús- inu á milli fimmtán til tuttugu ný leikrit en flest hefðu þau orðið á milli fjörutíu og fimm- tíu. Fæst þeirra eru hins vegar fullbúin eða leikhæf. Sagði Stefán að greinilega skorti allmikið á þekkingu margra þeirra sem sendu inn verk á leikritaforminu, á því hvernig á að búa leikrit í hendur leikhúss. Grimmd gagnrýnenda I lok umræðnanna vakti Stefán Baldursson athygli á því sem hann kallaði grimmdaræði leikgagnrýn- enda. Sagði Stefán að ný íslensk leikverk yrðu sérstaklega fyrir barðinu á þessari grimmd gagn- rýnenda sem tíðkaðist aftur á móti ekki í gagnrýni á aðrar list- greinar hér á landi. Sagði hann að svo virtist sem leikdómarar sæju hreinlega rautt þegar nýtt íslenskt leikrit bæri fyrir sjónir þeirra — með undantekningum þó. Þessu til áréttingar taldi Stefán upp nokkur leikskáld sem hefðu hlotið litla náð fyrir gagnrýnendum en hefðu hins vegar ýmist verið vinsæl á meðal almennings eða hampað mjög af síðari tíma mönn- um, svo sem eins og Jökul Jakobs- son og Guðmund Steinsson. Taldi Stefán að gagnrýnendur þyrftu að fara að skoða sinn gang og var gerður góður rómur að máli hans í Þjóðleikhúskjallaranum. Morgunblaðið/Kristinn ÓLAFUR Haukur Símonarson sagði í umræðunum á mánudagskvöld að öll íslensk leikrit fjölluðu um þá spurningu hvort það tæki því að vera íslendingur. I > >

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.