Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 17 LISTIR Barítonarnir taka við SÚ ákvörðun tenóranna þriggja; Pavarottis, Dom- ingos og Carreras að syngja ekki saman á fleiri tónleikum, hefur ýtt enn undir vangaveltur um arftakana en æ fleira bendir til þess að þá sé að fínna í röðum barítonanna. Hilton Tims á The European velti fyrir sér stöðu mála í heimi stór- söngvara, þar sem margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Nýi barítoninn er ungur, heillandi og kynþokka- fullur. Útlitið selur geisladiskana ekki síður en röddin og fólk flykkist í óperuhúsin til að berja Danann Bo Skovhus, Walesmanninn Bryn Terfel, Bandaríkjamanninn Thomas Hampson og Rúss- ann Dmitrí Hvorostovskíj augum. Af þeim sem bíða færis má nefna Olaf Bár, Wolfgang Holzmai- er, Jean-Philippe Lafont, Francois Le Roux, Carl- os Alvarez, Peter Whelan, Roger Gilfry, Anthony Michaels-Moore og Peter Coleman-Wright. Eini ungi tenórinn sem getur ógnað vinsældum þeirra sem upp eru taldir, er Roberto Alagna. Hlutverkin nióluð fyrir baritónana Vinsældir þessara ungu söngvara, sem flestir eru nýskriðnir á fertugsaldurinn eru ekkert stund- arfyrirbrigði, því þeir hafa haft heilmikil áhrif á mótun nútíma óperuhöfunda á borð við Peter Maxwell Davies og André Previn, þar sem baríton- röddin fær æ betur að njóta sín. Dæmi um það er Paul Whelan, sem syngur aðalhlutverkið í „The Doctor from Mydfai" (Læknirinn frá Mydfai) eftir Maxwell Davies, sem verður frumsýnd á næstunni í velsku óperunni í Cardiff. Maxwell Davies valdi Whelan úr stórum hópi söngvara, sem prufusðng, áður en hann hafðí skrifað svo mikið sem eina nótu. Þá má nefna óperuútgáfu Previns af „Sporvagninn Girnd" eftir leikriti Ten- nessee Williams, en barítonsöngvarinn Rodney Gilfry fer þar með aðalhlutverkið. Paul Whelan segir fólk heillast af barítonum vegna hins styrka karlmannlega hljóms. Þeir syngi oftar en ekki hlutverk illmenna og fólk heillist af því. „Fólk er vant miklum atburðum úr sjónvarpi og kvikmyndum og vill hið sama í óperum, ekki aðeins fallegar laglínur og háa tóna. Rödd barítonsins er nær venjulegu tali og söng en tenórröddin. Því skapast nánara samband á milli áheyrenda og söngvara en þegar tenórinn syngur, með röddu sem er svo víðsfjarri þessu." Tískan ræður ríkjum í óperuheiminum eins og annars staðar. Á sjötta og sjöunda áratugnum voru sópransöngkonur allsráðandi, tenórarnir tóku við á næstu tveimur áratugum en nú virðist röðin komin að barítonunum. Það hefur einnig orðið til þess að rykið hefur verið dustað af löngu gleymdum óperum þar sem baríton-röddin fær að njóta sín. Nefna má „Hamlet" eftir Ambroise Thomas, sem Skovhus söng í í Kaupmannahöfn og „Owen Wingrave" eftir Benjamin Britten, sem Thomas Whelan Bo Skovhus sett verður upp á Glyndebourne-óperuhátíðinni á næsta ári. Þá eru þess dæmi að barítonar séu farnir að syngja tenórhlutverk, téður Skovhus syngur hlutverk Eisensteins í „Leðurblökunni", sem er tenórhlutverk, í Hamborg. Það kemur í hlut Thomas Hampson að „greiða náðarhöggið" en hann mun syngja aðalhlutverkið í „Werther" eftir Massenet í Metropolitan-óper- unni árið 1998, en það er eitt mesta tenórhlut- verk óperusögunnar. Það er þó ekki í fyrsta sinn sem það gerist, því Massenet skrifaði hlutverkið upp á nýtt fyrir ítalska barítoninn Mattia Battist- ini í upphafi aldarinnar. Það hefur hins vegar ekki verið sungið af baríton í níu áratugi. Verk fyrir selló, píanó og flautur ÞRIÐJU tónleikar Tríós Reykjavíkur og Hafnarborgar á árinu verða haldnir í Hafnarborg sunnudaginn 20. október klukkan 20. Gestir tríós- ins að þessu sinni verða flautuleikar- arnir Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau. Leikin verða tríó eftir Ha- yden, C.M. von Weber og Martinu, auk verka fyrir tvær flautur og píanó eftir Dvórák, Schubert og Franz og Karl Doppler. Martial Nardeau og Guðrún Birg- isdóttir hafa spilað saman frá því árið 1980 og hlotið mikið lof fyrir samleik sinn. Meðal annars hafa þau unnið til fyrstu verðlauna í kammer- músíkkeppni franskra listakvenna í París. Þau hafa leikið tvíleikskon- serta með hljómsveitum, þar á meðal með Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit íslands. Peter Máré leikur á píanóið, en hann tekur nú við af Halldóri Har- aldssyni sem þriðji meðlimur Tríós Reykjavíkur við hlið þeirra Guðnýjar Guðmundsdóttur fíðluleikara og Gunnars Kvaran sellóleikara. Peter er fæddur í Roznava í Tékkóslóvak- íu, en hefur yerið búsettur á íslandi síðan 1990. Á námsárum sínum vann Peter til margra verðlauna í heima- landi sínu og í alþjóðlegum keppnum. Hann hefur komið fram sem einleik- ari með mörgum helstu hljómsveitum heimalands síns og með Útvarps- hljómsveitinni í Berlín og Sinfóníu- hljómsveit Islands. ? ? ? Sigrún sýnir í Ráðhúskaffi ÞANN 13. október síðastliðinn opnaði Sigrún Sveinsdóttir málverkasýningu í Ráðhúskaffi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á sýninunni eru olíumyndir unnar með spaðatækni. Sýningih ber heitið í fjallasal, en myndefnið er sótt í minníngar úr ferðum um Island. Sigrún lauk námi frá Mynd- lista- pg handíða- skóla íslands 1984 og sumarið 1991 stundaði hún nám í málun við Euro- peische Akademie fiir Bildende Kunst í Trier, Þýskalandi. Hún hefur tekið þátt í nokkrum en þetta er hennar Sigrún Sveinsdóttir samsymngum, fyrsta einkasýning. Sigrún er ein af fimm listakonum sem reka vinnustofuna Gallerí Klett, Helluhrauni 16 í Hafnarfírði. Sýningin stendur í fjórar vikur. Karólína minnist nýjaGullfoss Reuter NYI Gullfoss, flaggskip Eimskipafélags Islands um árabil, verður yrkis- efni Karólínu Lárus- dóttur á málverkasýn- ingu sem verður að öllu óbreyttu opnuð í Gallerí Borg 30. nóyember næstkomandi. Á sýn- ingunni verða eingöngu olíumálverk, um það bil þrjátíu talsins. „Mig hefur lengi langað til að mála þess- ar myndir og lét loks slag standa," segir Karólína sem sækir myndefnið í eigin minn- ingar og upplifun. „Ég man svo vel eftir Gull- fossi enda var hann í eina tíð toppur- inn á tilverunni á íslandi. Það var ægilegur sjarmi yfir skipinu og mér er sérstaklega minnisstætt hvað það var jafnan mikill viðburður þegar það lét úr höfn." Karólína segir að sýningin verði eins konar ferðasaga í myndum — Karólína Lárusdóttir verkin muni á víxl lýsa stemmningunni fyrir siglingu og meðan á henni stendur. Sjálf sigldi hún tvívegis með Gullfossi sem unglingur og segir þá lífsreynslu ógleymanlega. „Það var ægilega gaman að fá tækifæri til að sigla með Gullfossi og ég naut þess út í ystu æsar — jafnvel þótt ég væri ofsalega sjóveik. Þetta var eig- inlega ennþá meira æv- intýri en maður gat ímyndað sér þegar mað- ur stóð á bakkanum og fylgdist með skipinu sigla á haf út — eitthvað sem ekki er til lengur." Karólína er þessa dagana að leggja lokahönd á sýninguna á vinnustofu sinni í Bretlandi. Segir hún verkið tímafrekt enda sé hver mynd lengi í vinnslu. Sýningin ætti þó að geta hafist á tilsettum tíma og mun lista- konan „að sjálfsögðu" verða viðstödd. Hollensk verðlaunalist ÞETTA verk, „Brot úr ferð II" vann fyrstu verðlaun í konung- legu hollensku grafíkkeppninni 1996. Það er hluti gjörnings sem kallast „Close Act" og er sýndur hér með verkinu. Höfundurinn heitir Lianne de Lepper og hlaut hún 1,4 milljónir ísl. kr í verðlaun. Afmælismálþing Mímis Umræður fjörlegar og aðsókn ágæt AFMÆLISMÁLÞING Mímis, félags stúdenta í íslenskum fræðum við Háskóla íslands, sem fram fór um helgina, heppnaðist í alla staði vel, að sögn Brynhildar Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra málþingsins. Umræður hafi verið fjörlegar og að- sókn ágæt, þótt stúdentar hefðu að ósekju mátt vera fleiri. Brynhildur segir bráðnauðsynlegt fyrir áhugafólk um íslenska tungu að hittast annað veifið með þessum hætti enda séu umræðuefnin óþrjót- andi og það sé til marks um áhuga málþingsgesta að erfitt hafi verið að stöðva umræður á matar- og kaffi- tímum. „Ætli það segi ekki allt sem segja þarf." Framkvæmdastjórinn segir að fjölmargar forvitnilegar hugmyndir riafi kviknað í umræðum kennara á háskóla-, framhaldskóla- og grunn- skólastigi enda gefist þeim ekki á hverjum degi tækifæri til að bera saman bækur sínar. Þá hafi erlendir gestir sett svip sinn á málþingið. Málþingið tók tvo daga og skiptist í fimm málstofur. Jón Yngvi Jó- hannsson stýrði umræðum í einni þeirra undir yfirskriftinni: íslenska á háskólastigi. Segir hann íslensku- kennslu erlendis hafa brunnið mest á þátttakendum. „Aðalstefið í þess- ari málstofu var menntun fyrir kenn- ara til að kenna íslensku sem annað tungumál, sem aðrar þjóðir hafa lagt áherslu á með góðum árangri, og rannsóknir á íslensku sem erlendu máli, sem hafa eiginlega ekki farið fram. Kennsluefni fyrir útlendinga byggist því á litlum grunni." • Að mati Jóns Yngva getur mennt- un af þessu tagi skipt miklu máli — ekki einungis fyrir íslensku sem fræðigrein, heldur jafnframt fyrir kynningu á íslenskri menningu yfir höfuð. „Það er náttúrulega afar mik- ilvægt að geta haft íslenskukennara í starfi í háskólum erlendis og fólk sem getur innt þýðingar og önnur kynningarstörf af hendi." ? ? ? Sýning á leikbrúðum Á SKRIFSTOFU Dagvistar barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, hef- ur verið sett upp sýning á nokkrum leikbrúðum eftir Jón E. Guðmunds- son myndlistarkennara. Brúðurnar sem eru til sýnis eru meðal annars persónur úr æyintýrun- um um Hans og Grétu og Mjallhvíti og dvergana sjö. Skrifstofan er opin frá kl. 8.15 til 16.15. h *x É ^IMll III i ¦ ¦ ;¦ - ¦. ,ti. H^P NÝI Gullfoss verður í brennidepli á sýningu Karólínu Lárusdóttur. Viltu verða vinur? Kynningarfundur fyrir verðandi sjálfboðaliða Vinalínunnar verður haldinn miðvikudaginn 16 októberkl. 20.30 íÞverholtí 15. Sjálfboðaliðar Vinalínunnar eru ekki sérfræðingar, heldur venjulegt fólk, sem vill deila með öðrum reynslu sinni og tíma. Markmið okkar er að vera til staðar, hlusta og gera okkar besta til að liðsinna þeim sem hringja. Upplýsingar veittar í símum Vinalínunnar fyrir hádegi og á kvöldin. Allir 25 ára og eldri velkomnir. Vinalínan+ Sími 561 6464 Grænt númer 800 6464 Reykjavíkurdeild Rauða krossins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.