Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Frábær samleikur TONIIST Sigu rjónssafn BRISK-FLAUTU- KVARTETTINN 13. okt. kl. 20.30. Flyljendur: Marj- an Banis, Jantinen Westerveld, Alide Verhejj og Bert Honig. ÞESSI hópur hollenskra listamanna er á leið til Banda- ríkjanna til tónleikahalds og mun hafa verið kyrrsettur hér, sem betur fór, því hér var um frábært tónlistarfólk að ræða, og það eina sem miður var, var að íslenskir áheyrendur fengu ekki tíma til að átta sig á hversu ágætt fólk var hér á ferðinni, því í stað þess að aðeins örfáir áttuðu sig á því hverjir voru hér á ferð, hefði Sigurjónssafn átt að vera nokkrum sinnum fullsetið a.m.k. En svona er það gjarnan, að ef hávaðinn mælist ekki í hástemmdum desibelum þá heyrir fjöldinn ekki. Blokk- flautan hefur n.l. ekki hátt, ekki hægt að trylla neinn með hávaðanum, ekkert svindl leyn- ist, hér stendur maðurinn og hljóðfærið nakið frammi fyrir áheyrendum, hvert feilspor hrópar á mann og hver falskur tónn sker í eyrað. BRISK-flautukvartettinn hef ég ekki fyrr heyrt nefndan, sem auðheyrilega er einskonar af- sprengi niðurlensku skólanna frá 16. og 17. öld, skólanna sem voru afgerandi fyrir alla tónlist- arþróun í Evrópu, þar sem pólí- fónían var dýrkuð og iðkuð á svo háu stigi að t.d. engum venjulegum söngnemum þýddi að reyna við þann stíl, sem byggðist á feikn nákvæmri ryðmakennd, mjög nákvæmri heyrn og vandaðri tónmyndun. Þessum ágætum voru þessir fjórir blokkflautuleikarar gæddir í ríkum mæli. Tæplega greindist óhreinn tónn, þau önduðu sem einn maður og hefði ryðminn ekki verið ná- kvæmur hefði það sem á undan var talið, ekki verið í lagi. Efnisskrá tónleikanna var eðlilega að mestu eftir höfunda frá blokkflaututímabilinu, svo sem Stamitz, Senfi, Sweelinck, Scheidt og svo enska, Dowland, Handel, verk sem hugsuð voru fyrir hljóðfæraskipan sem blokkflauturnar, svo og kóralar. Tvö nútímaleg verk voru á efnis- skránni, annað eftir Ron Ford (f. 1950), Sequentia heitir það, þar sem leikið er með viðkvæma þrönga hljóma, síðara verkið eftir ennþá yngri mann Michael Fiday, (f. 1961), þrír dansar, ólíkir mjög hver öðrum, mjög vel unnir bæði frá hendi höfund- ar og flytjenda sem sýndu fram á ýmsa möguleika blokkflaut- unnar. Lokaverk tónleikanna voru eftir Bach, m.a. Liebster Jesu og kontrapunktur úr Kunst der Fuge og síðast Tema con Var- iazioni eftir Mozart, sem var frábærlega fallega spilað. Um 30 ólíkar flautur hafði hópurinn með sér og ótrúlega mörgum blæbrigðum náðu þau með því að skipta stöðugt um flautur og minntu oft á drottn- ingu hljóðfæranna, orgelið. Vonandi heyrist þessi hópur aftur hér og að þá fari kynning- in vonandi ekki fram hjá nein- um. Eitt í lokin. Þrátt fyrir frá- bæran flutning, verður að passa sig á að tónleikar sem þessir á slík hljóðlát hljóðfæri, verði ekki of langir, því hvort sem æskilegt er eða ekki, þá hefur heimurinn skroppið nokkuð saman á síðustu tvö hundruð arunum. Ragnar Björnsson LEIKARAR í „Stalín er ekki hér" ásamt leikstjóra. „Stalín er ekki hér" NÚ standa yfir æfingar á leikritinu „Stalín er ekki hér" eftir Véstein Lúðvíksson hjá Leikfélagi Hafnar- fjarðar. Leikstjóri er Hanna María Karlsdóttir og er áætlað að frum- sýna um næstu mánaðamót. „Leikfélagið er 60 ára í ár og þótti það viðeigandi að ljúka afmæl- isárinu með íslensku verki. Leikfé- lag Hafnarfjarðar hefur starfað með nokkrum hléum síðan 1936. Síðan félagið var endurvakið 1983 eftir nær 20 ára dvala hefur það sýnt u.þ.b. 25 verk og þar af nokk- ur ný íslensk verk. „Stalín er ekki hér" er verk sem fjallar um uppgjör æskunnar við kreddur gamla tímans og hve erfitt það er að endurskoða hugsjónir sín- ar og skoðanir. Sögusvið verksins er í Reykjavík árið 1956 þegar ameríska rokkið og unglingatískan er að halda innreið sína í íslenskt samfélag. Þorgerður sýnir í Gall- eríi Horninu NÚ stendur yfir sýning á trérist- um Þorgerðar Sigurðardóttur í Gallerii Horninu, Hafnarstræti 15. Sýningu sína nefnir hún „Bæn- ir og brauð" og er liugniyndin sótt í gömul brauðmót á byggða- söfnum og í Þjóðminjasafni. Verk- in eru bæði þrykkt á pappír og brauð. Þorgerður útskrifaðist 1989 úr grafíkdeild Myndlista- og hand- íðaskóla íslands og hefur nær al- farið starfað að myndlist síðan, haldið 19 einkasýningar ogtekið VERK eftir Þorgerði. þátt i fjölda samsýninga, m.a. í Kína. Hún hefur síðastliðin ár sótt myndefni í íslenska helgilist mið- alda. Sýningin stendur til mið- vikudagsins 30. október og er opin alla daga kl. 11-23.30. Bækur FRÆDIRIT HUGARFAR OG HAGVÖXTUR eftir Stefán Ólafsson. Félagsvísinda- stofnun Háskóla íslands, 1996,355 bls. Undirstöður hugmynda- heims samfélaga nútímans ÞAÐ gerist ekki oft að íslenzkir fræðimenn fáist við grundvallar- spurningar fræða sinna í viðamiklum bókum. Það hefur þó færst í vöxt á síðustu árum og sérstaklega á þetta við um ýmsa fræðimenn í félagsvís- indum, að því er mér virðist. Dr. StefánÓlafsson, prófessor við Há- skóla islands, hefur sent frá sér grundvallarrit um innviði vestræns samfélags. Harih skoðar samband lífsskoðunar við hagsæld. Hann rek- ur í þessari bók sinni ýmsar stórfróð- legar niðurstöður um þetta efni bæði í ljósi sögunnar og í ljósi lífsgilda- könnunar sem gerð var hér á landi árið 1990. Höfundur skiptir bókinni í þrjá hluta. I fyrsta hlutanum eru dregnar útlínur viðfangsefnis höfundarins. Hann skoðar upphaf iðnaðar- og markaðssamfélags og veltir fyrir sér af hverju sumum þjóðum vegnar betur en öðrum. Hann skoðar það hvort skipulag samfélags og leikregl- ur eru einu þættirnir sem stjórna velgengni. Hann rökstyður þá aðferð að beita því líkani að lífsskoðun hljóti að vera jafn mikilvæg og skipulag og leikreglur til að skýra hagsæld. Þetta er sennileg skoðun vegna þess að lífsskoðun hlýtur að stjórna því hvernig skipulag verkar á einstakl- ingana en um leið mótar skipulagið auðvitað lífsskoðunina, þótt erfítt sé að segja að hve miklu leyti það ger- ist. En vikið er að sambandi þessa tvenns víða í bókinni. Annar hlutinn segir frá þróun hinnar veraldlegu lífsskoðunar sem mótar okkur nútímamenn, að minnsta kosti þá sem búa á Vestur- löndum, og hefur verið sterkasta aflið í að móta hagsældasamfélag . nútímans. Þetta er nokkuð flókin saga þar sem þarf að skoða vísinda- byltinguna sem náði hámarki sínu á sautjándu öld, átök um samfélags- skipan á Englandi og meginlandi Evrópu, sérstaklega um konungs- valdið, það þarf að líta til upplýs- ingarinnar, þróunar kenninga um markaðssamfélag, sérstaklega Ad- ams Smiths, uppgang neyzluhyggju. Stefán skoðar líka gagnrýni á þenn- an hugmyndaheim sem hefur verið að mótast síðustu aldirnar, gagnrýni frá marxistum, íhaldsmönnum, hann athugar þá tilgátu að markaður og lýðræði geti ekki farið saman og glímu Emiles Durkheims við ráðgát- una um að ýmsar hneigðir nútíma- samfélag reynist sjálfskæðar, samfé- lagið sé þannig að það grafi undan sjálfu sér. í lokakafla þessa hluta bókarinnar er sagt frá ýmsum kenn- ingum um hningnun vinnunnar. Meginhugmyndin er sú að vegna aukinnar auðlegðar sjái menn á Vest- urlöndum æ minni ástæðu til að vinna. í kaflanum er skoðað hvernig þessi hugsun er útfærð með ýmsum hætti svo sem þeim að aukin tækni dragi úr þörf á mikilli vinnu, velferð- arríkið stuðli að því að menn sjái minni ástæðu til að vinna og einnig er litið til þess að efnahyggjunni hnigni, menn sjái minni ástæðu en áður til að eignast veraldlega hluti eða efnisleg gæði og þeir sækist frek- ar eftir öðrum tegundum gæða. Það er einnig hugað að þeirri kenningu Stefán Ólafi að öll gæði neyslusam- félagsins hafi táknrænt gildi umfram allt og þess vegna eigi að skoða neyslusamfélagið eins og táknakerfí. Þessi kenning er nefnd póst módernismi og þykir heldur fín um þessar mundir. I þriðja og síðasta hluta bókarinnar grein- ir Stefán frá niðurstöð- um úr lífsgildakönnun sem unnin var árið 1990. Þetta var fjöl- þjóðleg rannsókn sem gerð var í mörgum vestrænum þjóðfélög- um samtímis. Félagsvísindastofnun Háskóla íslands framkvæmdi þessa könnun á íslandi. Höfundur tengir saman upplýsingar um hagsældar- stig og lífsgildi í þessum hluta bók- arinnar dðllmeð því að reikna fylgnitölur. Það mliser verið að fást við sömu ráðgátuna og áður sem er að skýra hagsæld vestrænna þjóða, en nú er komið að henni í ljósi upplýsinga úr þessari könnun. Fyrst er skoðað samband á milli vinnumenningar og hagsældar. Nokkrir þættir vinnumenningar eru skoðaðir eins og trú á að samband sé á milli vinnusemi og velgengni einstaklinga annars vegar og hag- sældar eða á milli hagsældar og ósk- ar um minnkandi mikilvægi vinnu í lifi fólks. Næst er skoðuð viðskipta- menning og hagsæld. Athugaðir eru þættir hagsældar á borð við áherslu á aukna einkaeign atvinnulífsins og hagsældar og áhersla á átvinnulýðræði og hag- sæld, stuðningur við sameignarrekstur starfsmanna og hag- sæld. Þessi sambönd eru flest eins og við er að búast: öll samböndin sem nefnd hafa verið hér að ofan eru jákvæð nema tvö þau síðustu. Það er ekkert samband á milli hagsældar og áherslu á atvinnulýð- ræði og það er öfugt samband á milli hag- sældar og trúar á sam- eign. Það virðist vera sterkt samband á milli framfara- hyggju og hagsældar en í kaflanum um framfarahyggju kemur fram sterkt jákvætt samband á milli trúar á gildi vísindalegra framfara og hag- sældar og sömuleiðis á milli íhalds- semi og hagsældar. Samfélags- hyggja er síðasti þáttur hinnar ver- aldlegu lífsskoðunar sem höfundur skoðar. Það sem átt er við með sam- félagshyggju er traust á stofnunum þjóðfélagsins. Það kemur í ljós að eindregið jákvætt samband er á milli trausts á samfélagsstofnunum og hagsældar eins og maður býst við. Þó kemur í ljós að ekkert samband er á milli trausts á menntakerfinu og hagsældar og sömuleiðis á milli trausts á verkalýðshreyfíngunni og hagsældar. Sama á við um samband þjóðerniskenndar og hagsældar. í lokakafla bókarinnar eru reifaðar niðurstöður og ályktanir. Þar eru Fyrirlest- urog skyggnur ANNA María Sigurjónsdóttir ljósmyndari sýnir skyggnur í Ljósmyndamiðstöðinni Mynd- ási fimmtudaginn 17. október kl. 20. Hún mun fjalla um myndirnar sem hún sýndi í Gallerí Sóloni í mars sl. Þá mun hún ræða almennt um aðferðirnar sem hún notar í ljósmyndun. Myndirnar sýna þróun hennar frá upphafi til dagsins í dag og endurspegla lífsviðhorf hennar. Anna María lauk marster- námi í ljósmyndun vorið 1995 frá Savannah College of Art and Design og starfaði þar sem aðstoðarkennari með náminu. Hún hefur tekið þátt í samsýningum erlendis og haldið nokkrar einkasýningar. Aðgangseyrir á fyrirlestur- inn er kr. 400 en kr. 200 fyrir meðlimi í ljósmyndaklúbbnum Loka. Fyrirlestur um vefnað JOY Boutrup flytur fyrirlestur í dag miðvikudag kl. 16-17 í Barmahlíð, Skipholti yngra, 4. h. í fyrirlestrinum ræðir Bou- trup um mismunandi vefnað og sýnir dæmi um verk og til- raunir nemenda sinna og sam- starfsmanna þar sem sú tækni er hún kynnir er útfærð í myndlist og hönnun. Boutrup er textílverkfræð- ingur og starfar við Danmarks Designskole. Hún kemur hing- að til lands sem gestakennari í textíl, ^en hún hefur verið gestakennari víða á Norður- löndum og Bandaríkjunum síð- asta áratug. dregnar saman mælingar á hverjum þætti og kemur í Ijós sterkt jákvætt samband á milli allra umræddra þátta og hagsældar. Þar er sérstak- lega rökstutt af hverju hugarfar er mikilvægt til skýringar á hagsæld ekki síður en skipulag. Höfundur vísar á bug þeirri skoðun að efna- hagslíf lifí algerlega sjálfstæðu lífí í samfélaginu heldur haldist markaðs- skipulagið í hendur við ýmis útbreidd sjónarmið meðal almennings sem bæði komi á og viðhaldi þessu skipu- lagi. I lokin víkur höfundur að ís- landi í samanburði við önnur lönd. Isleridingum svipar mjög til hagsæld- arlandanna í lífskoðunum en ýmis- legt virðist skorta á skipulag í efna- hags- og atvinnulífí til að við náum sama árangri og aðrar þær þjóðir sem bezt gera. Megin niðurstaða könnunarinnar og bókarinnar er að lífsgildi vest- rænna þjóða standi traustum fótum og styðjist við góð og gild rök. Það má kannski orða það svo að öllum skoðunum um róttækt endurmat á ríkjandi gildismati vestrænna þjóða sé gefið langt nef í lifsgildakönnun- inni. Marvísleg rök höfundar gep þeim kenningasmiðum sem hafa leit- azt við að rökstyðja róttækar breyt- ingar á lífsviðhorfi vesturlandabúa eru sannfærandi. Það þýðir ekki að búið sé að afgreiða slíkar skoðanir í eitt skipti fyrir. öll heldur hitt að í þessari bók eru leidd fram þungvæg rök og mikilvægar staðreyndir sem ekki er hægt að gánga fram hjá. Þetta er grundvallarrit sem enginn hugsandi íslendingur getur látið fram hjá sér fara. Ég sá enga hnökra á handverki bókarinnar, stafsetningarvillur fann ég engar, gallar á stíl voru hvergi verulegir. Það er ástæða til að óska höfundinum til hamingju með vel unnið verk. Guðmundur Heiðar Frímannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.