Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 19 LISTIR UMBROTII, 150x300 cm, 1996. A móts við ljósið MYNDLIST Listasafn Kópavogs KOLATEIKNINGAR RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR Opið frá 12-18 alla daga. Lokað mánudaga. Til 20. október. Aðgangur 200 kr. HINA löngu leið móts við ljósið mætti nefna sýningu Ragnheiðar Jónsdóttur, því hér er öðru fremur verið að fást við áhrif birtuflæðis á fyrirbæri náttúrunnar, hin síkvikulu tilbrigði í lofti er minnast við fyrir- bæri og kviku jarðar. Vinna Ragnheiðar í ætingu byggðist öðru fremur á mjög dökku myndferli þar sem ljósið var eins og til áherslu, en nú er líkast því sem blökku rissin séu sett og lögð á flötinn til að ná fram ákveðnum leik birtugjafans. Þá eru vinnubrögð hennar yfirvegaðri og fágaðri en fyrrum og hún byggir sýnu minna á eðlisbundnum kraftinum, skap- gerðinni né reiðum tilvísunum fem- inismans. Hins vegar vill hún sem fyrr vera virk í nútíðinni með stærð- ir á myndum, afmörkuðum mynd- efnum og innsetningar í rými, en það er miskilningur, að stærð mynda markist af pressuborðinu, því með vissum samsetningum má tvö- og jafnvel margfalda stærðina og hefur verið gert af ýmsum nú- listamönnum m.a. Per Kirkeby, sem þá hefur unnið í steinþrykki. Hins vegar er þetta hárrétt með eiturefn- in, einkum gufurnar sem margur á erfitt með að þola. Loftræstingin þarf að vera í góðu lagi og helst þurfa fagmenn að vera til aðstoðar, því til lengdar er ekki er hægt að leggja slík vinnubrögð sem Ragn- heiður viðhafði á eina manneskju og hlaut að hafa afleiðingar. Við höfum fylgst með listakon- unni frá því hún söðlaði úr málm- grafíkinni yfir í kolteikninguna og kynnti hana fyrst af fullum krafti á sýningu í vestursal Kjarvalsstaða í marz 1994, og svo aftur í sam- bandi við Sjónþing að Sjónarhóli í marz á þessu ári. Það er þannig mikil sköpunargleði og kraftur í framkvæmdum hennar um þessar mundir, þótt breytingarnar séu mun minni á tímabilinu en áður gerðist, en það á eftir að sýna sig hvort þetta sé rökrétt þróun. Enn eru myndirnar, svo undarlega lausar í sér mistur- og þokukendnar, eins og í bland við austurlenzka list, einkum frá Suður-Kína, þar sem mikið er um uppstreymi og loftræn- an titring, hlutirnir eins og eilítið úr fókus. Nöfn eins og Húmtjöld og Dag- renning eru fullkomlega í samn- ræmi við hina stóru fleka, en Um- brot og Grjótbjörg gnata verðskulda naumast jafn ógnþrungin heiti mið- að við hið ljúfa og hæga ferli sem minnir frekar á sverm tilbrigða en orkuþrungna útrás. Nöfn þurfa ekki að segja neitt, en hér virðast þau að vissu marki vera útgangspunkt- urinn líkt og innsetningin í rýmið. Hvert sem viðhorf manna er á þess- um breytingum í list'Ragnheiðar er spennandi að fylgjast með þeim og miklar væntingar gerðar til framhaldsins. Bragi Ásgeirsson -*k . -C* ¦": ' .:'„ -^ - Nýjar bækur A ---------------------------'-------- A mörkum draums og örvæntingar f SKALDSAGA Thors Vilhjálmssonar, Nátt- víg (Út. Mál og menn- ing, 1989) sem kom út í þýðingu Francois Em- ion hjá bókaútgáfunni Actes Sud sl. vor hefur vakið talsverða athygli í frönskumælandi lönd- um Evrópu (Frakk- landi, Belgíu og Sviss), en áður hafði skáldsaga Thors, Grámosinn glóir, komið út hjá sama for- lagi. Meðal jákvæðra um- sagna um bókina má nefna vinsælt vikublað ætlað ungu fólki sem nefnist Les Inrockuptibles, en þar skrif ar Bertrand Leclair grein undir yfirskriftinni Saga citré (Söguborg- in): „íslendingurinn Thor Vilhjálms- son siglir á mörkum draums og örvæntingar í sakamálasögu sem flýtur í áfengi og fornsögum... Það er því mikilvægt að uppgötva Vil- hjálmsson, hvort sem hann er ís- lenskur eða ekki." Belgíska blaðið Nord Eclair skrif- Thor Vilhjálmsson ar: „Hér er á ferðinni mikill skáldskapur í lausu máli, stórbrotin bók sem slær menn út af laginu. Sögu- maður og aðalpersóna er leigubílstjóri sem dregur lesandann með sér inn í ofbeldi borg- arlífsins." Nord Economiste skrifar: „Þessi mikli íslenski höfundur sem fæddur er árið 1925 skrífar á nýstárlegan, magnaðan og frum- legan hátt um fyllirí- snótt í Reykjavík." En lengsta og lof- samlegasta dóminn er að finna í svissneska blaðinu Le Nouveau Quoditien frá því 22. ágúst síðast- liðinn, en þar segir Rose-Marie Pagnafd m.a.: „Stíll Thors Vil- hjálmssonar er napur og ljóðrænn, grafinn í héluna... I Náttvígum blandast raddir hetjanna úr forn- sögunum röddum sjávarins og hin- um nafnlausu röddum þeirra hetja sem nú eru á dögum." Reuter Engar skemmdir STARFSMAÐUR breska þjóðarlistasafnsins grandskoð- ar landslagsverk eftir hollenska meistarann Rubens, „Bændur með kýr við læk", til að full- vissa sig um að verkið sé óskemmt, áður en sýning á verkum hans er opnuð. Hún stendur fram í miðjan janúar á næsta ári. ísland í augfum útlendinga BOKMENINTIR ÍSLAND. FRAMANDI LAND Sumarliði ísleifsson: ísland. Fram- andi land. Mál og menning, Reykja- vik 1996,241 bls. HOFUNDUR þessarar bókar hef- ur ekki slegið slöku við að und- anförnu. í sumar kom frá honum Saga Rafmagnsveitu Reykjavíkur og nú skömmu síðar þessi myndar- lega bók allt annars eðlis. í þessu riti er rakið flest af því sem útlend- ir menn höfðu um ís- land og íslendinga að segja í rituðu máli allt frá elleftu öld og fram undir síðustu aldamót. Það er óneitanlega ein- kennileg lesning og meira en lítið spaugileg á stundum. Að vísu kemur hún ekki þeim á óvart sem lesið hefur Landfræðisögu Þor- valdar Thoroddsens og hnusað af einu og öðru sem síðar hefur birst, svo sem Kortasögu Haraldar Sigurðssonar og ýmsu fleiru. En hér Sumarliði ísleifsson er þetta efni saman komið í stærri heild, með öðrum áherslum auk þess sem mér sýnist að sumt hafi bæst við. Höfundur hefur þann hátt á að rekja frásagnir í tímaröð, enda varla annað hægt. Fyrst kemur ellefta til sextánda öldin, síðan frá sextándu öld til miðrar átjándu aldar, þá síð- ari hluti átjándu aldar, fyrri hluti þeirrar nítjándu og loks síðari hluti hennar. Inn á milli eru yfirlitsgrein- ar, þematískar samantektir og svo að sjálfsögðu umfjöllun um einstaka höfunda. Talsvert er um þýdda kafla eða endursagða. Öll er frásögn þessi lipurlega rituð, á þægilegu og vönd- uðu máli og ritið í heild sinni prýði- lega skipulagt. Geysilegur fjöldi mynda er hér á síðum, rúmlega 200 segir á bókarkápu. Eru margar þeirra heilsíðumyndir og því mikil og falleg skilirí því að brot bókarinn- ar er í stærra lagi (22x23,5 cm). Talsvert margar myndanna eru í litum. Þetta verður því gullfalleg bók, sem augnayndi er að skoða. Þá er þess að geta, sem mér finnst góður kostur, hve myndatextar eru ítariegir og fróðlegir. Höfundur tekur fram í inngangs- orðum að ekki sé ætlun hans að taka afstöðu til þeirra rita sem hann skrifar um eins og eldri höfundar hafa einatt gert heldur beinist at- hugun hans „einkum að því að kanna viðteknar og staðlaðar hug- myndir um ísland, það er að segja þær myndir fólks af öðru fólki sem hafa unnið sér fastan sess í hugum þess með réttu eða röngu og eru oft orðnar ærið klisjukenndar". Ekki fæ ég annað séð en höfundur hafi staðið við þessi fyrirheit. Og víst er um það að sumar furðufrásagn- irnar hafa orðið ótrúlegd lífseigar, eins og raunar er enn í dag um ótalmargt. Kostur finnst mér hve höfundur gerir sér far um að setja lesanda inn í tíðaranda og menntunarástand á hverjum tíma. Það gerir lesandan- um vissulega mögulegt að meta af meiri sanngirni og réttilegar þá texta sem í fyrstu kunna að þykja einkennilegir. Höfundur tekur fram að í bók hans sé ekki fullnaðaryfirlit yfir það sem skrifað hefur verið um ísland á liðnum öldum. „Margt er ókannað enn, enda efnið yfirgripsmikið". Þessi frásögn er hins vegar nægjanlega rækileg fyrir flesta al- menna lesendur. Frágangur bókar- innar er einstaklega vandaður. Prentvillur rakst ég ekki á. í lok hvers kafla er skrá yfir tilvísanir. Löng og mik- il heimildaskrá er í bó- karlok. Myndaskrá er bæði á íslensku og ensku, English Summ- ary og loks nafnaskrá. Pappir er góður svo að myndir njóta sín vel. Margir munu áreið- anlega hafa gaman af að skoða og lesa þessa af hverju flýgur ritara bók. Sitt þessarar umsagnar i hug við lestur- inn. Kannski þykir óþarft að setja það á blað. En ekki er þess að dylj- ast að höfundur stendur á herðum tveggja afreksmanna, Þorvaldar Thoroddsens og Haraldar Sigurðs- sonar. Hafi mér ekki verið það ljóst áður opnuðust augu mín betur fyrir því nú hvílíkur afreksmaður Þor- valdur Thoroddsen var. Hin fjögurra binda Landfræðisaga hans er vita- skuld aðeins örlítið brot verka hans, en samt er hún hreint ótrúieg fróð- leiksnáma, frumherjaverk og unnin við aðstæður sem engum þættu boðlegar nú. íslendingar hafa jafnan verið við- kvæmif fyrir þvi sem útlendingar segja um þá, en jafnframt sólgnir í ummæli. Þeim sárnuðu mjög niðr- andi frásagnir útlendra fyrirmanna fyrr á tíð. En voru þær svo fjarri sanni þegar allt kom til alls? Menn þurfa ekki að vera orðnir fjörgamlir til að muna torfkofana, sem ekki voru ýkja háreistir. Og heyrt hefur maður um hlandkolluna á miðju baðstofugólfí, keytutunnuna í bæj- ardyrum, eitt þrifabað á ári, lús í algleymingi og sitthvað fleira. Var furða þótt erlendum tignarmönnum brygði í brún? Mikil hneykslunarhella hefur Blefken sálugi orðið íslendingum um aldir og raunar margir fleiri. En kannski hafa þó fáir gert íslend- ingum meiri greiða þegar allt kemur til alls. Án rangfærslnanna og í 11— mælanna hefði Arngrímur lærði naumast samið rit sín og kynnt ís- lenskar fornbókmenntir. Með því hleypti hann af stað umræðu og áhuga sem íslendingar hafa notið góðs af síðan. Sigurjón Björnsson Yinsælusiu skemmtisiglingar heimsins. Fegursta eyjan - DOMINICANA - allt innifalið öruggasta vetrarfrfið - Jarðnesk paradís fyrir þig og vini þína - klúbbinn - félagið þitt. Verðfrákr. 100 þús. ÞJJ GERIR EKKIBETRIKAUP! CARNtVAL UMBOWg^ ISLANDI -----—^-—=S=?T_---------------——' FEft»ASK1tIFST.OIA ©V^HEIMSKLÚBBUR træti 17, 4. hæð101 Reykjavik, sími 56 20 400, fax 562 6564

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.