Morgunblaðið - 16.10.1996, Page 20

Morgunblaðið - 16.10.1996, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LOKA-HRINA, 160x200, 1966. Himinbog’ar o g hrímsalir Vort líf er náð Fyrirgefning syndanna Blendn- ar mót- tökur Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FYRIRGEFNING syndanna eft- ir Ólaf Jóhann Ólafsson fær blendnar móttökur í Danmörku, henni er tekið bæði með lofi og lasti. Ýmist þykir gagnrýnendum bókin mjög góð eða heldur slæm. í Berlingske Tidende er bókin sögð fjalla um djúpar tilfinningar og dramatíska atburði, þar sem tekið sé á stóru þáttunum eins og ást, hatri, sekt, refsingu, hefnd og sáttum, glæp og afbrýðisemi. „Olafsson hefur skapað trúverð- uga sögu, lætur fortíð og nútíð, blekkingu og raunveruleika flétt- ast saman á örlagaþrunginn hátt.“ í Det fri Aktuelt er bókin sögð merkilega góð og með eða án Sony muni heyrast meira í höfund- inum. í Aalborg Stiftstidende er bókin sögð vel þess að virði að vera lesin, því hún hreyfi við hinu ómeðvitaða í lesandanum. í Vejle Amts Folkeblad er sagan sögð djúpsigld og svo vel skrifuð að gagnrýnandinn las hana í einum rykk. Fyrirsjáanleg saga í Weekendavisen spyr gagnrýn- andinn hversu væminn maður hafí leyfi til að vera, jafnvel sá er sé forseti Sony Electronie Publishing og varaforseti Sony Corporation of America. Eftir að sagan hefur verið rakin er hún sögð mjög fyrir- sjáanleg og lesendum bent á aðra bók um svipað efni, sem þeir séu betur settir með. í Jyllands-Posten er bókin kölluð misskilin mynd af heimskum fanti og gagnrýnandinn skilur ekki af hveiju bókin hefur verið þýdd á átta tungumál. Ramminn sé ótrúverðugur, spenn- an heppnist ekki og eftir standi ósannfærandi og ósamhangandi mynd af sögumanni. í Politiken er gagnrýnandinn ekki hrifinn, þó honum þyki bókin vel sett saman, en svipmyndir frá hersetinni Kaupmannahöfn, sjálfsrýni sögu- manns og hefndarhugsunin takist illa. í heild sé bókin ómerkileg. Gagnrýnanda Information finnst að sekt, samviskubit og sakleysi hafí verið gerð mun betri skil í norrænum bókmenntum áður og Fyrirgefning syndanna bæti þar engu við. MYNPLIST Listasafn Kópavogs MÁLVERK ÞORBJÖRG HÖSKULDSDÓTTIR Opið alla daga frá kl. 12-18. Lokað mánudaga. Til 20. október. Aðgangur 200 kr. LANGT er síðan málarinn Þor- björg Höskuldsdóttir skóp sér sér- stöðu í íslenzkri list með því uppá- tæki sínu, að flísaleggja landslag og staðsetja fomar súlur og brot af hofum í það. Skipta fletinum niður í misstórar einingar og jafnvel móta sjónhverfingar fjarvíddar í ætt við súrrealisma, víxla og stokka upp formunum. Með þessum leik magnar hún að jafnaði upp sérstæð áhrif, um leið hrærir hún í hugarheimi skoðand- ans, þannig að honum finnst hann í senn vera á mörkum nútíðar og fortíðar, verður gripinn fortíðarþrá, nostalgíu. Samtímis er hún að segja einhveija sögu, en gefur engar ákveðnar haldbærar vísanir um söguefnið, né föng sín, heldur eins og reifar það, hitt lætur hún skoð- andann um. A því hefur ekki orðið nein um- talsverð breyting, en málverk hennar í vestari sal Listasafns Kópavogs, eru voldugri dúkar en áður hafa sést frá hennar hendi og sennilegast hugsaðar fyrir hið sérstaka opna og bjarta rými, og þannig að vissu marki bein innsetning í rými. Þá eru sjálf formin stærri, opnari og meiri um sig en áður og við það missa dúkarnir þá nálgun sem sér stað í minni myndum hennar,'" sem voru að auki margþættari, flnlegri og pensilstrokurnar mýkri. Leikurinn með yfirstærðirnar virðist þannig enn sem komið er ekki sterkasta hlið listakonunnar, auk þess að hið galtóma og opna rými kringum þær gerir þær hrárri en skyldi. Það sést skýrlegast ef menn eru staddir í norðursalnum og horfa í gegnum bogagöngin tvöföldu og yfír á enda- vegg vestursalar þar sem málverkið Röndólfur (9) hangir eitt sér fyrir miðjum suðurvegg, og fær merkilega mikinn stuðning af þeirri sjónvídd. Myndin reynist svo eftir endurteknar yfírferðir búa yfír hvað mestum mögnum í sláandi einfaldleika sínum móti hinu jarðbundna en þó flöktandi skreyti í forgrunninum. Mun ágengari er þó lengi vel myndin Loka-Hrina, fyrir sínar rauðu súlur og skýrt mótuðu fjarvídd og hún stendur fullkomlega fyrir sínu, þótt hún vinni ekki á í sama mæli. Þessar tvær myndir telur rýn- irinn meginása sýningarinnar og réttlæta helst ferðalag listakonunnar inn á svið yfírstærðanna. Þar sem þetta er eina sýningin á safninu, sem ekki er styrkt með myndbandi, má helst reifa sýning- arskrána hér, sem er lítilmótlegur einblöðungur, sem og einnig á hinum sýningunum, og helst ætti ekki að sjást í jafn virðulegu umhverfí. Gest- urinn hefur þarmeð engar markverð- ar heimildir um framkvæmdirnar í höndunum er hann heldur á brott. Bragi Ásgeirsson BOKMENNTIR S á I m a r SÁLMAR OG LJÓÐ SIGURBJÖRNS BISKUPS eftir Sigurbjörn Einarsson, Friðrikskapella, 1996 -143 bls. SÁLMAKVEÐSKAPUR hefur ákveðna sérstöðu. Þótt sálmar séu kristileg trúarljóð og miðli trúarlegri reynslu er þó meginhlutverk þeirra að sameina söfnuðinn í söng við guðþjónustu, hvort sem um er að ræða lofgjörðir, áköll, fyrirbænir eða þakkargjörðir. Þeir eru því í eðli sínu tilgangsverk, tækifæriskveðskapur. Mikill hluti þeirra sálma sem birst hafa á þessari öld eni þýðingar. í Sálmum og ljóðum Sigurbjörns biskups, sem komu út nýlega er þessu einnig svo háttað. Margir sál- manna 87 og andlegu ljóðanna eru þýðingar. En þó er það svo að ýmsir eru sálmamir frumsamdir eða laus- lega byggðir á erlendum fyrirmyndum svo að varla er rétt að nefna þá þýðingar. Bókin skiptist í tvo meginhluta, annars vegar hina þýddu og frumsömdu sálma og hins vegar í þýðingar á andlegum ljóðum eftir Hjalmar Gull- berg. Er seinni hlutinn nokkuð heil- steypt úrval ljóða Gullbergs enda hluti þess bundinn við hina helgu jólanótt. Hinum hluta bókarinnar er skipt í kafla eftir hlutverki sálmanna og í samræmi við aðrar sálmabækur. Sálmakveðskapur Sigurbjöms biskups einkennist af látlausu og yfirveguðu orðfæri sem byggir mjög á hefð og biblíulegum hugarheimi. Ljóðmálið er sömuleiðis hefðbundið. í stöku kvæðum rís myndmálið þó sterkar en endranær í einfaldleika sínum, t.d. í sálmi nr. 26 sem byggir á gamalli sögu um mann sem dreym- ir drottin sem bendir honum á að horfa aftur til genginna spora lífs síns: FINNLANDSSÆNSKA skáldkonan Márta Tikkanen sendi í haust frá sér bókina „Einkamál", sem einn gagn- rýnandi hefur kallað „mikla ástar- sögu“. „Þetta er á ýmsan hátt bók sem vitnar um dirfsku, bók sem sveiflast milli ólíkra stíltegunda, frá máli ungu kynslóðarinnar til fágaðs orðavals þeirra sem eru á miðjum aldri,“ segir Gustaf Widen í dómi sínum í Hufvudstadsbladet. Ung blaðakona er ástfangin af Þá~sá ég fótspor frelsarans svo fast við mín á langri braut. Nú gat ég séð, hvað var mín vðm í voða, freistni, raun og þraut. En annað sá ég síðan brátt: Á sumum stöðum blasti við, að sporin voru aðeins ein, - gekk enginn þá við mína hlið? Hann las minn hug. Hann leit til mín og lét mig horfa í augu sér: „Þú varst sjúkur, blessað bam, þá bar ég þig á herðum mér.“ Hugarheimur kvæðana dregur dám af boðun kristinnar kirkju enda er séra Sigurbjöm vafaiaust einn áhrifamesti kennimaður aldarinnar innan hennar hér á landi. Frelsunarþáttur kristninnar og upprisan gegnir þar veigamiklu hlutverki. Enn fremur kærleiksboðunin og auðmýkt frammi fyrir guðdóminum. Orðin líkn, miskunn og náð eru algeng. „Vér lútum þér. Vort líf er náð“, segir í einu kvæðanna. Höfundur þýðir sálma eftir býsna marga höfunda og kem- ur smekkvísi hans oft fram í vali á sálmum. Ljóst er að sálmar norska sálmaskáldsins Sveins Ellingsens hafa höfðað einna sterkast til hans enda þýðir hann allamarga þeirra og gerir það vel. Áhrifamikil er þýðingin á sálmi nr. 21 þar sem áraun okkar tíma eru gerð skil: Þú heyrir, Guð, að hrópar á hjálp þín dimma jörð. Ó, vek þá von að nýju sem var að engu gjörð. Allt skapar heilög hönd þin. I dauðans dapra heimi þinn dagur ris og skín. Fremst í bókinni eru innblásin aðfaraorð eftir séra Bolla Gústavs- son. En að öllu leyti er vel staðið að útgáfu þessarar bókar. Skafti Þ. Halldórsson kvæntum starfsbróður sínum. Dag nokkum kemst hún að því við lestur bréfa og blaða úr fórum látins föður síns að undir grímu strangleikans sem hann bar leyndist ofsafengin ástríða. Tvær ástarsögur speglast hvor í annarri, ástir dótturinnar og föðurins eru greinar á sama meiði. „Þau heyja sama hugarstríð og lifa sama sökn- uð, sömu gleði og eru bæði jafn ber- skjölduð," skrifar gagnrýnandinn. Sigurbjörn Einarsson Einkamál Mártu Tikkanen Hrífandi söngnr TONLIST Geisladiskur DÍSIR VORSINS Geisladiskur með Karlakómum Heimi í Skagafirði. Sljómandi Stefán R Gíslason. Karlakórinn gefur út. GEISLADISKUR Karlakórsins Heimis í Skagafírði ber nafnið Dísir vorsins og ber svo sannar- lega nafn með rentu með hrífandi söng kórsins undir stjórn Stefnis R. Gíslasonar. Raddfegurð og sönggleði Heimismanna er stór- kostleg og gerir hann að einum af bestu karlakórum Evrópu. Það er ekki aðeins að kórfélagarnir 60 búi að fögrum og miklum rödd- um, heldur er léttleiki og lífsgleði svo mikil í söngnum að hittir beint í hjartastað og stundum er hrif- næmið svo mikið hjá þeim félög- um að minnir á heilagan söngtón og gleði kóra Hvítasunnumanna og Hjálpræðishersins sem hlýða tónsprota Drottins eins og kunn- ugt er og allt verður blessað í söng þeirra. Heimir hefur sönginn með Dís- um vorsins eftir Bjarka Árnason frá Siglufirði en mig minnir að Bjarki hafí sagt mér einhvern tíma að hann hafí samið lagið 1941, sannkallaðan ástarsöng ungs manns. Þeir Bjöm Sveinsson og Pétur og Sigfús Péturssynir syngja lagið þannig að það spring- ur jít eins og rós á kvöldi. ísland Árna Thorsteinssonar er eitt af okkar dæmigerðu karla- kórslögum og það er fallegt hvernig kórinn syngur millikafl- ann af mikilli snilld og blíðu en snerpan kemur síðan óbrotin á ísland. Gakk hægt, lag Björgvins Þ. Valdimarssonar við ljóð Dav- íðs, er gullfallegt í meðferð Heim- is, en þar syngja þeir Gísli og Sigfús Péturssynir tvísöng og bregst ekki bogalistin frekar en fyrri daginn. Lagið Gömul spor Friðriks Jónssonar við ljóð Valdi- mars H. Hallstað er sérlega fa!- lega raddsett ekki síst þar sem tenórarnir syngja 2. erindið, en flutningur kórsins er glæsilegur og tindrandi bjartur. Þá syngur Heimir breska her- mannasönginn Á leið til Mandaiey í Indlandi og það er hinn þrótt- mikli og hermannlegi bassi Einar Halldórsson sem syngur einsöng- inn listavel, Þá bregða Heimis- menn sér í hlaðið á Fagraskógi Davíðs og syngja hið undurfagra ljóð Þú komst í hlaðið á hvítum hesti við lag Gustafs Samons. Lagið er fagurlega raddsett þar sem raddskiptingunni er fléttað af mikilli tilfinningu, en í þessu lagi er í rauninni það eina sem hægt er að finna að á Dísum vors- ins og það er svo smátt að það tekur því varla að nefna það, en þar segir í ljóði Davíðs um dalad- ætumar; þá dreymir allar um sól og vor, þá syngja þeir mjög veikt errið í allar. Lag og ljóð Jóns Tryggvasonar syngur Pétur Pétursson með blússandi heiðríkju l'rábært lag. Ræningjakórinn eftir Verdi syng- ur kórinn þannig að vart verður gert betur. Þá er komið að laginu Land mitt og þjóð eftir Ómar Ragnars- son og það er þannig með Ómar að hann er alltaf að koma á óvart, því hann virðist ekkert muna um að bregða sér í hið sígilda og sem- ur þarna bæði frábært lag og ljóð. Breidd Ómars er ótrúleg. Tign og stílfegurð lags og Ijóðs er borið uppi af flæðandi fegurð landsins og tilfinningu höfundar, ættjarð- arástinni. Þetta er frábært og melódískt kórlag, en ekki síður einsöngslag. Þá er skemmtilegt að heyra Á hörpunnar óma í fal- legri útsetningu stjómandans, Stefáns R. Gíslasonar, frábær út- koma, og syrpunni Svífum í dans skilar Stefán einnig logandi íjör- ugri. Það er nú svo að á þessum geisladiski er hvert lagið öðru betra og ef það á við til að mynda um lögin Sumarkvöld, í góðra vina ranni, Stíg á bak og Litfríð og ljóshærð Emils við lag Gunn- ars Thoroddsen, en það lag syng- ur Sigfús Pétursson frábærlega og kórinn hummar undir samfelld- um rómi. Förumannaflokkar þeysa Karls Ó. við ljóð Davíðs er mikið kórverk og erfitt, bæði hvasst og milt. í fögrum dal Jóns Thoroddsen og Emils Thoroddsen um staðarástina sterku er mjög fallega flutt og í hinu ítalska Funiculi, Funicula syngur Pétur Pétursson einsöng og allt rýkur upp úr öllu veldi á háu tónunum. Sama er að segja um Kveldljóð í einsöng Hjalta Jóhannssonar sem er mjög góður. Endaspretturinn er síðan tekinn með Doolite, pabba Elísu í My Fair Lady, og Hraust- um mönnum þar sem Einar Hall- dórsson syngur með kórnum í fullu dúndri. Dísir vorsins eru mannbætandi, skemmtilegar og fyrst og síðast er söngurinn afbragð. Það er í rauninni sumarfrí að hlusta á Karlakórinn Heimi með Dísum vorsins. ÁrniJohnsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.