Morgunblaðið - 16.10.1996, Page 21

Morgunblaðið - 16.10.1996, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 21 AÐSENDAR GREINAR UNDANFARIN áratug hefur mjög hallað undan fæti á landsbyggðinni. Öll ijölgun landsmanna frá 1985, alls 26 þús- und manns, hefur safnast á höfuðborg- arsvæðið. Lands- byggðin hefur ekki náð að halda því sem nemur sínum hlut í fólksfjölguninni eða um 12 þúsund manns, heldur hefur orðið bein fólksfækkun. Það er engin tilviljun að á þessu sama tímabili hefur vaxið upp 12 þúsund manna byggð í Grafarvogi. Þetta er þróun sem enginn hagnast á þegar upp er staðið. Reisa þarf mannvirki á höfuð- borgarsvæðinu fyrir milljarða króna, skóla, götur, lagnakerfi og íbúðarhúsnæði fyrir fólkið sem flyt- ur frá landsbyggðinni, en þar standa sams konar mannvirki tilbúin til að Hafa stjórnarflokkarnir virkilega skrifað upp á það, spyr Kristinn H. Gunnarsson, að fisk- vinnslan í landi eigi að lognast út af? þjóna þörfum sama fólks. Fullyrða má að undanfarinn áratug hefur verið varið tugum milijarða króna í opinbera fjárfestingu umfram það sem hefði þurft, ef jafnvægi hefði ríkt í íbúaþróun. Þessi kostnaður er tekinn út í lakari lífskjörum þjóðar- innar, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Auk þess leiðir af röskuninni verðfall á íbúðarhús- næði þar sem hallar undan fæti. Það lendir á eigendunum og kemur fram við sölu. Milljarðar króna þar. Byggðaþróunin á sér ýmsar skýr- ingar og leikur stefna stjórnvalda lykilhlutverkið í henni, bæði í at- vinnumálum og uppbyggingu opin- berrar þjónustu. Það skiptir öllu hvernig fiskveiðum er stjórnað eða búið að fiskvinnslunni svo dæmi séu nefnd. Það skiptir líka miklu máli hvernig opinber þjónusta, einn stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar, er upp- byggð og dreifð um landið. Síðustu 10 ár hefur um 70% af öllum nýjum störfum í opin- berri þjónustu verið valinn staður á höfuð- borgarsvæðinu, þar sem bjuggu um 54% þjóðarinnar. Þau störf draga til sín fólk og nú búa tæplega 60% landsmanna á svæðinu. Röskunin er afleiðing af mannanna verkum. Annað dæmi: Frá 1990 til 1994 varð um 16% fækkun á ársverk- um eða um 2200 störf á Norðvestur- landi, en þar á ég við Vesturland, Vestfirði og Norðuriand vestra. Á móti varð aukning í opinberri þjón- ustu um 200 ársverk sem segir lítið upp í 2200 ársverka samdrátt. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði hins vegar um 2350 störf í opinberri þjónustu eða ríflega það sem sam- drættinum nam í öðrum atvinnu- greinum, sem var um 2000 ársverk. Niðurstaðan varð þessi: á Norðvest- urlandi fækkaði störfum um 2000 eða 10% en þeim fjölgaði um 350 á höfuðborgarsvæðinu. Afleiðingin varð fyrirsjáanleg, frá 1990 hefur fækkað um 1400 manns á Norðvest- urlandi í stað þess að fjölga um 1600 manns sem hefði þurft til að svæðið héldi hlut sínum í íbúafjölda landsins. Á aðeins 5 árum tapaði svæðið sem svarar 3000 manns. Það verður seint kallað góðæri. Þessi niðurstaða er afleiðing af stefnu, stefnu sem er hin eiginlega byggðastefna. Það er krafa til stjórnvalda að breyta um byggða- stefnu og þau hætti að beita ríkinu landsbyggðinni í óhag. Uppbygging opinberrar þjónustu og dreifing hennar á að stuðla að fjölbreyttu atvinnulífi um land allt. Það er krafa til stjórnvalda að þau láti til sín taka ástandið í atvinnumálum og hafa stjórnarflokkarnir virkilega skrifað upp á það að fiskvinnslan í landi eigi að lognast út af? Það er gífurlegur þungi í kröfu fólks á landsbyggðinni um jafnrétti í <- vinnumálum, einkum á Vestfjörð- um, þar sem byggð stendur veikar en dæmi eru um. Höfundur er þingmaður Alþýðubandalagsins. um milljarð á 10 árum, segir Laufey Stein- grímsdóttir, og 200 milljónir barna teljast vannærðar. Árið 1992 var haldin alheims- ráðstefna um næringu á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þar komu saman þjóðarleiðtogar og fulltrúar frá flestum löndum heims og hétu því að leggjast á eitt til að vinna bug á næringarskorti og hörgul- sjúkdómum í heiminum. í yfirlýs- ingu ráðstefnunnar segir meðal annars að markmiðið sé að fyrir árið 2000 fækki vannærðum börn- um um helming miðað við árið 1990. Þetta eru auðvitað orð í tíma töluð en hver hefur framgangurinn orðið þegar sígur á seinni hluta þessa tímabils? Það er hörmuleg staðreynd að þrátt fyrir yfirlýsingar ráðamanna stendur fjöldi vannærðra barna á tímabilinu 1990-1995 nokkurn veginn í stað. Þá eru ekki talin með öll þau börn sem þjást af al- varlegum hörgulsjúkdómum vegna skorts á einstökum bætiefnum Meðal efiiis: • JVútíma eldhúsið • Nýjungar í gólfefiium • Leitin að rétta húsbúnaðinum • Tttknivteðing heimilisins • Gardínur og ráðgjöf • Lýsing og Ijós • Vinnuaðstaðan heima • Bamaherbergið • Rúm og rúmdýnur • Borðbúnaður • Málverk, myndir og speglar • Litir og litaval • Þrif • Nýjungar o.fl. heldur eingöngu þau sem ekki fá næga orku og prótein. Ef beitt er prósentureikningi má að vísu sjá 3,4% fækk- un en heildarfjöldinn eykst hins vegar stöð- ugt vegna fólksfjölg- unar í heiminum. Árið 1990 töldust 196 millj- ónir barna vera van- nærð, árið 1995 var fjöldinn orðinn 200 milljónir. Við eigum greinilega langt í land til að ná markmiðum ráðstefnunnar í þessu efni. Fyrirheit um bjartari framtíð láta líka á sér standa, því nú bætist enn ein ógnin við, en það er fyrir- sjáanlegur matvælaskortur í heim- inum. Síðastliðna hálfa öld höfum við búið það vel að matvælafram- leiðsla hefur aukist til jafns við fólksfjölgun, og jafnvel gott betur. Nú blasir við á nýrri öld að fram- leiðslugeta jarðar verður ekki auk- in miklu frekar. Mannkyninu fjölg- ar hins vegar á ógnarhraða, á tíu árum eykst mannfjöldinn um heil- an milljarð. Afleiðingar matvælas- korts snerta fleiri en fátækustu þjóðir heims, því mat- væiaverð mun að öll- um. líkindum hækka vegna skorts á fóður- korni, hér á landi sem annars staðar. Hag- kvæmni í landbúnaði og matvælafram- leiðslu verður því æ brýnni eigum við að geta brauðfætt börn okkar og barnabörn. Ný öld bíður á næsta leiti með erfið- ari og flóknari við- fangsefni á mörgum sviðum en mannkynið hefur staðið frammi fyrir til þessa. Meng- un ógnar lífríkinu og matvæla- skortur er fyrirsjáanlegur verði ekkert aðhafst. Við búum yfir nauðsynlegri tækni og þekkingu til að takast á við vandann, á hitt mun reyna hvort þjóðir heims geti sýnt þá samstöðu sem verkið krefst. Málin varða alla heims- byggðina og þar er engin þjóð firrt ábyrgð, jafnvel þótt hún sé fá- menn og búi við ystu höf. Höfundur er forstöðumaður Manneldisráðs. Gerum föst tilboð. Vélavinnum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. oÚtihurðir ®gluggur Bíldshöföa 18 s: 5678 100, fax: 567 9080 íLAÐSINS í r i r m \ 7eggja heimilislns Sunnudaginn 27.október í hinum árlega blaðauka lnnan veggja hehnilisitis verður Jjallað vítt og breitt um heimilið á liflegan og skemmtilegan hátt. Tekið verður hús á fólki og lesendutn gefin góð ráð í tnáli og myndum. f blaðaukanum verður m.a. rætt við innanhússarkitekt og ráðgjafa um hönnun, samsetningu húsmuna, gardínur og lýsingu. Einnig verður sýnt hvernig ávextir, blóm og grænmeti geta lífgað upp á heimilið. Þá verða nýjungar í gólfefnum, litum og innréttingum skoðaðar og leitast verður við að kynna það nýjasta á markaðnum. Atina Elínborg Gunnarsdóttir og Agties Amardóttir, sölufulltrúar í auglýsingadeild, veita allar nánari upplýsingar í síma 569 1171 eða með símbréfi 569 1110. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12.00 mánudaginn 21. október. - kjarni málsins! 16. október er Alþjóð- legnr dagur fæðunnar ÞANN 16. október ár hvert er haldinn Alþjóðlegur dagur fæð- unnar að frumkvæði FAO, Mat- væla- og iandbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þennan til- tekna dag er þess minnst að holl fæða er undirstaða velfarnaðar í heiminum og í ár er dagurinn sér- staklega helgaður baráttu gegn hungri og næringarskorti. Jafnvel þótt matvælaframleiðsla í heimin- um hafi aukist ár frá ári síðastl- iðna hálfa öld og þótt heildarfram- leiðslan nægi í rauninni til fram- færslu allra jarðarbúa, hrjáir nær- ingarskortur milljónir manna um víða veröld. Börn og gamalmenni líða mest vegna lélegrar næringar. Mönnum telst svo til að árið 1995 hafi 200 milljónir barna undir fimm ára aldri ekki náð fullum þroska sökum vannæringar og 56% dauðs- falla í þessum aldurshópi eru rakin til ófullnægjandi næringar. Næringarskortur tengist ekki aðeins hörmungum stríða, náttúru- hamfara eða uppskerubrests þótt fjölmiðlar greini helst frá slíkum fréttnæmum viðburðum. Viðvar- andi næringarskortur sem á fyrst og fremst rót sína að rekja til fátæktar og erfiðra lífsskilyrða telst sjaldan fréttaefni en kemur þó í veg fyrir að milljónir barna nái eðlilegum þroska, slævir mót- stöðu þeirra gegn sjúkdómum og deyfir áhuga fyrir umhverfinu. Níu milljónir af þeim tólf milljón- um barna sem dóu vegna næring- arskorts á síðastliðnu ári voru í þessum hópi þar sem skorturinn er hluti hins daglega lífs. Hvar er góð- ærið á lands- byggðinni? Kristinn H. Gunnarsson Mannkyninu fjölgar Laufey Steingrímsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.