Morgunblaðið - 16.10.1996, Síða 22

Morgunblaðið - 16.10.1996, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ! r MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. RANNSÓKNAR- STOFA í GIGT- SJÚKDÓMUM RANNSÓKNARSTOFA í gigtsjúkdómum tók til starfa á Landspítala í síðustu viku og mun þar verða unn- ið að vísindarannsóknum á sviði gigtsjúkdóma, einkum með tilliti til faralds- og erfðafræði. Fagna ber þessari nýju rannsóknarstofu, sem Vísinda- ráð og Gigtarfélag íslands hafa stofnað og verður hún starfrækt í samvinnu Gigtarfélagsins, Landspítala og Háskóla íslands. Ýmsir hafa lagt verkefninu lið, svo sem hreyfing Lions-manna, og þá vænta aðstandendur stuðn- ings opinberra aðila. Gigt er samheiti yfir þá sjúkdóma er einkennum valda frá stoðkerfi líkamans. Fólk á öllum aldri fær gigt og hér á landi eru þessir sjúkdómar meðal algengustu ástæðna heimsókna til lækna. Flestir gigtsjúkdómar eru í eðli sínu langæir. Einkenni þeirra eru fjölbreytileg og misjafn- lega alvarleg allt frá því að vera væg yfir í það að vera lífshættuleg. Algengustu einkenni gigtar eru stirðleiki, verkir og bólga í liðum, vöðvum, sinum og sinafestum. í mörgum tilfellum eru sjúkdómseinkennin staðbundin en í öðrum útbreiddari. Þannig geta sumir gigtsjúkdóm- ar t.d. iktsýki, rauðir úlfar og gigtaræðabólgur, haft í för með sér einkenni frá flestum líffærakerfum. í „Landsáætlun um gigtarvarnir“, sem unnin var á vegum heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins á síðasta ári, kemur fram, að um það bil 20% íslenskra öryrkja eru það vegna gigtar og útgjöld hins opinbera vegna gigtarsjúkdóma eru áætluð 7-8 milljarðar árlega. Yfir 50.000 íslendingar þjást af gigt og er það nærri fimmt- ungur þjóðarinnar. Hins vegar er talið að aðeins 1,2% mannkyns þjáist af gigt. Af framansögðu virðist því ljóst, að gigt er mun algeng- ari sjúkdómur meðal íslendinga en almennt gerist meðal þjóða og því hljóta Islendingar að leggja mikla áherzlu á rannsóknir á þessum vágesti. íslendingar eiga að vera einkar vel í stakk búnir til þess að stunda rannsóknir á þessu sviði, einkum er varðar arfgengi sjúkdómsins, þar sem erfðafræðirannsókir hér eru mun hagnýtari en ann- ars staðar m.a. vegna þekkingar manna á skyldleika aftur í ættir. TIL FYRIRMYNDAR? KÖNNUN, sem Slysavarnafélag íslands gerði fyrir stuttu á búnaði fullorðinna hjólreiðamanna í Reykja- vík, leiðir í ljós, að öryggisbúnaði þeirra er oftast áfátt, auk þess sem mikið er um, að þeir virði ekki umferðar- reglur. Af þeim 118 fullorðnu hjólreiðamönnum, sem könnun- in beindist að, notaði aðeins 41 öryggishjálm og aðeins þrír voru með ljós bæði að framan og aftan, eins og kveðið er á um í reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla. Samkvæmt því, sem Herdís Storgaard, barnaslysavarna- fulltrúi SVFÍ, segir í samtali við Morgunblaðið sl. sunnu- dag kann lélegur ljósabúnaður að stafa af því, að flest reiðhjól eru seld ljóslaus og kaupa þarf ljósin sérstaklega. Miðað við þann umfangsmikla áróður, sem rekinn hefur verið fyrir því að börn noti reiðhjólahjálma og hafi réttan búnað á hjólunum sínum, verður að teljast mesta furða að ástandið hjá fullorðnum hjólreiðamönnum sé eins og raun ber vitni. Hinar mörgu fréttir af því, hvernig öryggishjálmar hafa bjargað hjólreiðafólki, sem verður fyrir slysum, ættu að hafa nægt til að færa mönn- um heim sanninn um gagnsemi þeirra. Fullorðnir þurfa, ekki síður en börn, að tryggja að þeir sjáist í umferðinni og höfuðbein fullorðins fólks eru jafnbrothætt og þeirra yngri. Síðast en ekki sízt eru hinir fullorðnu fyrirmynd yngra fólksins, og það er von- lítið að börn fáist til að gæta að eigin öryggi, ef þau horfa á fullorðna fólkið hegða sér'með ábyrgðarlausum hætti. Ráðstefna urn heilasjúkdóma aldraðra, sem eru vaxandi vandamál Erfðarannsóknir lykill að þekkingu um heilasjúkdóma Heilasjúkdómar aldraðra eru vaxandi vandi, eink- um vegna þess að hlut- fall aldraðra af heildar- fólksff ölda vex hratt. Nýlega var haldin alþjóð- leg ráðstefna um þetta efni í Reykjavík og sat Hildur Einarsdóttir ráðstefnuna. í þessari samantekt er m.a. sagt frá mikilvægum rann- sóknum í erfðafræði og athugunum sem benda til þess að estrogen geti haft áhrif á heilasjúk- dóma. Morgunblaðið/Kristinn TIL hægri er Diane M. Jacobs sem segir rannsóknir benda til þess að konur sem tekið hafa inn estrog- en eftir breytingaskeiðið séu síður liklegar til að fá Alzheimer-sjúkdóminn. Til vinstri á myndinni er Þuríður J. Jónsdóttir, sem stjórnaði umræðum eftir fyrirlestur Jacobs. RAÐSTEFNUNA sótti fjöldi íslenskra og erlendra gesta, þar á meðal þekktir. fræðimenn á þessu sviði, sem kynntu rannsóknir sínar. Að ráðstefnunni stóðu NorAge, sem er norrænt félag sem starfar að rann- sóknum á heilabilun hjá öldruðum og IPA sem er alþjóðlegur félags- skapur um sama efni. Á ráðstefnunni voru veitt verðlaun fyrir áhugaverðustu rannsóknirnar á heilasjúkdómum gamals fólks, verð- launin veitti NorAge og lyfjafyrir- tækin Pharmacia og Upjohn. Fyrstu verðlaun hlaut Pia Davids- son fyrir að uppgötva efni í mænu- vökva sem segir fyrir um það hvort einstaklingur er með Alzheimersjúk- dóminn. Ónnur verðlaun komu í hlut Ólafs Ævarssonar og Ingmar Skoog fyrir faraldsfræðilegar rannsóknir á heilabilun hjá fólki á aldrinum 85-88 ára. Rannsóknin fór fram í Svíþjóð. Hveijir eiga eftir að fá hrörnunarsjúkdóma í heila? í erindi sínu fjallaði Diane M. Jacobs, aðstoðarprófessor í taugasál- fræði við Colombia-háskóla í New York, meðal annars um hvernig hæfíleikar heilbrigðs fólks til að til- einka sér nýja þekkingu breytast með árunum. Þeir minnkuðu eftir því sem fólk yrði eldra, en það ætti að geta munað þá þekkingu sem það hefði aflað sér. Því væri ekki þannig háttað með Alzhei- mersjúklinga. Þeir ættu ekki aðeins í erfiðleikum með að læra heldur gleymdu þeir fljótt því sem þeir hefðu lært. Jacobs greindi einnig frá því að hægt væri að finna út með ýmsum taugasálfræðilegum prófunum hverjir eigi eftir að fá hrörnunarsjúk- dóma í heila. Það væri meðal annars gert með minnisprófunum og athug- unum þar sem kannaður væri hæfí- leikinn til að leysa ákveðin verkefni. Jacobs sagðist hafa borið saman hóp kvenna sem komnar voru yfír sextíu og fímm ára aldurinn og höfðu fengið Alzheimer og konur sem ekki höfðu fengið sjúkdóminn. Niðurstað- an varð sú að konur sem tekið höfðu inn hormónið estrogen eftir breyting- arskeiðið voru síður líklegar til að fá Alzheimer-sjúkdóminn. Þær stóðu sig líka betur á taugasálfræðiprófínu sem þýddi að þær væru betur á sig Morgunblaðið/Jón Svavarsson PETER McGuffin, prófessor, er leiðandi í alþjóðlegu samstarfi á sviði sameindaerfðafræði geðsjúkdóma, þar á meðal öldrunargeð- sjúkdóma eins og Alzheimer. Estrogen notað gegn Alzheimer komnar andlega. Sagði hún þetta áhugaverðar vísbendingar sem þyrfti að rannsaka nánar. Líf í samræmi við eigin getu og gildismat Virðingin fyrir sjúklingnum sem manneskju, sjálfræði hans og vel- ferð, var umræðuefni Vilhjálms Ámasonar dósents við Há- skóla íslands. Sagði hann að virða ætti sjálfræði sjúklingsins meðan hann ________ væri hæfur til að taka ákvarðanir og ógnaði ekki öðmm með framferði sínu. Þegar verið væri að meta hæfí þyrfti að hafa tvennt í huga: Að vemda vanhæfan einstakling fyrir afleiðingum eigin gerða og að vernda hæfan mann fyrir óréttmætum af- skiptum. Vilhjálmur ræddi einnig hvers þyrfti að gæta þegar hæfismat væri framkvæmt. Sagði hann að það þyrfti að leiða til þess að sjúklingur- inn fengi hjálp því það gæti verið mikið áfall þegar hæfi hans væri dregið í efa. Hæfísmatið beindist einnig að tilteknum athöfnum sem sjúklingurinn gæti framkvæmt. Þyrfti það líka að taka raunhæft mið af þeirri hættu sem sjúklingurinn er í. í þessu sambandi lagði Vilhjálm- ur áherslu á að hæfismatið tryggði að sjúklingurinn fengi að lifa í sam- ræmi við eigin getu og gildismat. Heilabilaðir væru í sérstakri hættu Alzheimer- sjúkdómurinn greindur fyrr fyrir forræðishyggju og ræddi Vil- hjálmur hvernig hún birtist og hvern- ig mætti varast hana. Sagði hann að í öllu þessu ferli yrði að miða við hagsmuni sjúklingsins sjálfs þó að sjálfsögðu yrði að taka tillit til að- stæðna fjölskyldunnar. Vilhjálmur endaði fyrirlestur sinn á því að færa rök fyrir því að besta leiðin til að takast á við þennan vanda væri sam- ræðan. Aðstandendur og fagfólk ættu að ræða við sjúklinginn að svo miklu leyti sem það væri mögu- legt. Sagði hann persónuleg samtöl auðvitað tímafrek og ekki vel liðin í stofnanaumhverfí, því þau féllu ekki alltaf vel að daglegri rútínu. Erfðarannsóknir leiða til sértækari meðferðar Peter McGuffin er prófessor í geð- læknisfræði við Háskólann í Cardiff í Wales. Hann stjórnar rannsókna- stofu í sameindaerfðafræði geðsjúk- dóma, þar á meðal öldrunargeðsjúk- dómum eins og Alzheimer. McGuffin er leiðandi í alþjóðlegu samstarfí á þessu sviði. í fyrirlestri sínum sagði hann að tveir algengustu sjúkdóm- arnir sem læknar meðhöndluðu hjá öldruðum væru þunglyndi og ell- iglöp. Hann sagði að svo virtist sem báðir þessir sjúkdómar væru arf- gengir og að flestar gerðir elliglapa væru af Alzheimer-gerð. McGuffín sagði þýðingarmiklar framfarir hafa orðið á þekkingu á sameindarerfðarfræði Alzheimer- sjúkdómsins. Ætti það sérstaklega við um prótein sem nefndist APOE sem væri til í þrem arfgerðum. Eitt þeirra nefndist APOE 4 og tengdist verulega aukinni áhættu á að fá Alzheimer. Ennþá væri samt ekki hægt að segja til um hveijir fengju sjúkdóminn, en vísbendingar væru um ákveðinn efnaskort í heila þeirra sem væru með sjúkdóminn. Til dæm- is tengdist APOE 4 öðru próteini sem nefnist beta amyloid sem fyndist í sjúklegum útfellingum í heila Alzhei- mer-sjúklinga. Sagði hann það líka þekkt að fólk sem fengi Alzheimer snemma á æviskeiðinu, til dæmis um fimmtugt, væri með afbrigðilegan erfðavísi sem segði fyrir um APOE 4 og væri staðsett á litningi númer 21. Þeir sem hefðu heilkenni, það er Down Syndrome, væru með auka 21. litninginn. Fólk með heilkenni fengi venjulega snemma Alzheimer- glöp, eða um fertugt. McGuffin sagði rannsóknir benda til þess að afbrigðilegar útfellingar á amyloid-efninu í heilanum væru lykil- atriði í upphafi sjúkdómsins. Sagði hann ennfremur að tveir aðrir erfða- vísar hefðu nýlega uppgötvast af litn- ingum númer 1 og 14 sem gegna verulegu hlutverki í ell- iglöpum þeirra sem komnir eru um miðjan aldur. Að lokum sagði McGuffín ________ að hagur Alzheimer-sjúkl- inga og íjölskyldna þeirra væri að vænkast þar eð mögulegt væri að greina sjúkdóminn snemma og erfðarannsóknir myndu leiða til sértækari meðferðar og forvama. I fýrirlestri sínum sagði Jón Snæd- al, öldrunarlæknir á öldrunarlækn- ingadeild Landspítalans, að rann- sóknir hans virtust benda til að ákveð- ið eggjahvítuefni í blóði, sem hefur það meginhlutverk að flytja kopar, hafi tekið breytingum hjá Alzheimer- sjúklingum. I eðlilegu ástandi væri beint samband á milli kopars og burð- arefnis þess, en þetta samband væri ekki til staðar hjá Alzheimer-sjúkling- um sem gæti bent til þess að ákveðn- ar varnir gegn frumuskemmdum í heila séu ekki eins góðar. Ásamt Jóni stóðu að rannsókninni Þorkell Jó- hannesson prófessor og Jakob Krist- insson á rannsóknastofu Háskólans í lyfjafræði. MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 23 Kosningar I Kúveit vAXTirn l c i»«, • ,, j* Morgunblaðið/Jóhanna Kristjónsdóttir KONUR hafa enn ekki kosningarétt 1 landinu & J Fyrirboði breyttrar stefnu og auk- ins frelsis? Þingkosningar í Kúveit eru ýmsum takmörk- unum háðar. En meiri áhugi og ábyrgðartil- finning borgaranna kynnu að boða breyting- ar, skrifar Jóhanna Kristj ónsdóttir og víkur einnig að því að Kúveit hefur nú verið reist við eftir eyðilegginguna sem innrás og hemám íraka olli. Karlar á kjörfundi. RÉTTIR af þingkosningum í Arabalöndum eru ekki fyrirferðarmiklar á síðum blaða af þeirri einföldu ástæðu að þær eru í fyrsta lagi fátíðar og í öðru lagi meira sjónar- spil en alvara. Samt er ástæða til að fara nokkrum orðum um þær þingkosningarnar í furstadæminu Kúveit í þessum mánuði með hlið- sjón af atburðum síðustu ára. Þessar kosningar hafa komið af stað líflegum umræðum manna á milli. Þingmenn hafa lagt fram ýmsar tillögur og sett fram hug- myndir um pólitískar og efnahags- legar umbætur í landinu. Talsmenn A1 Sabah furstafjölskyldunnar sem fer með stjórn á flestu í Kúveit hafa gagnrýnt flestar þessar tillög- ur. Það kemur fáum á óvart enda hefur emírinn verið mjög tregur til að deila völdum sínum með þeim fimmtíu fulltrúum sem eiga að sitja á þinginu. Innrás og hernám íraka skóp umhverfi fyrir pólitískar umbætur Það er eindregin skoðun innan Kúveits að innrás íraka í landið í ágústbyijun 1990 og síðan sjö mán- aða hernám hafi skapað tækifæri til að menn íhuguðu mál upp á nýtt í landinu. Emírinn hét því á meðan á hernáminu stóð að hann mundi breyta stjórnskipan í landinu jafn- skjótt og það hefði verið frelsað úr tröllahöndum íraka. Fleiri forsvars- menn valdafjölskyldunnar viður- kenndu að þar hefði ekki ríkt lýð- ræði, ekki einu sinni svokallað arab- ískt lýðræði, og umbætur yrðu gerð- ar strax og svigrúm skapaðist til þess. Á þessu hefur lítið bólað og marg- ir voru orðnir langeygir eftir því að efnd væru nefnd loforð sem án efa hafa verið gefin vegna þrýstins utan frá, einkum og sér í lagi frá Banda- ríkjamönnum. Því var loks boðað til kosninganna nú þó þær séu býsna langt frá því að kallast frjálsar og lýðræðislegar. Þingmenn eru kjörnir til fjögurra ára í senn. Kosningarétt hafa inn- fæddir kúveiskir karlmenn sem eru 21 árs og eldri og þeir verða að vera læsir. Opinberir starfsmenn og lögreglumenn hafa ekki kosninga- rétt og ekki konur. Útlendingar af arabískum uppruna sem hafa átt heimili í landinu svo áratugum skiptir hafa ekki rétt til að greiða atkvæði. Þessi skilyrði gera að verk- um að varla meira en 20% íbúa geta kosið. „Við erum áhugasamari og meðvitaðri en fyrr“ Kúveiskur blaðamaður og kunn- ingi minn sagði við mig í síma að hann teldi augljóst að hvað sem takmörkunum liði mundu flestir kjósa sem mættu. Hann sagði að fyrir innrásina hefði fólk almennt haft lítinn áhuga á að hafa afskipti af stjómmálum. „Kannski vegna þess að við höfðum það of gott. Kúveit er ríkt land og flestir lifa miklu þægindalífi. Við vorum áhugalítil um annað en halda í auðæfi okkar og vorum andvara- laus. Líklega má kalla þetta andlega og iíkamlega leti. Eftir innrásina og grimmilegt hernám Iraka breytt- ist afstaða margra. Við gerðum okkur grein fyrir að margt var ekki eins og það átti að vera. Margir grunuðu stjómvöld og menn í æðstu stöðum um spillingu og misnotkun á opinberum sjóðum en meðan það raskaði ekki okkar eigin makinda- lífí leiddum við það hjá okkur. Eftir innrásina neyddumst við til að horf- ast í augu við staðreyndir. Við erum áhugasamari og meðvitaðri og vilj- um vera með í ráðum um að móta framtíðarstefnu Kúveits. Ef hægt er að tala um einhveijar jákvæðar afleiðingar innrásarinnar þá er hún þessi: við erum ábyrgari en áður og var kannski ekki vonum seinna.“ Uppbyggingu landsins er að mestu lokið Nú er að mestu lokið við að end- urreisa Kúveit og má segja að þar sé flest komið í eðlilegt horf. Bygg- ingar sem voru sprengdar eða skotnar hafa verið lagfærðar og færðar í fyrra horf. Bankar, verslan- ir og skrifstofur starfa og verðbréfa- markaður Kúveits hefur blómstrað á ný og er að líkindum sá öflugasti á þessu heimssvæði. Mengunarskýin sem hengu yíA>- Kúveitborg vegna eldanna sem ír- akar kveiktu í olíulindunum áður en þeir flýðu, eru horfín, eldarnir allir löngu slökktir. Olíuvinnsla er hafin af fullum krafti og efnahagur- inn hefur ekki aðeins rétt úr kútn- um, heldur er hann betri en nokkru sinni. Víða má sjá ýmislegt sem minnir á innrásina. Uti fyrir byggingu upplýsingaráðuneytisins hefur ver- ið gerður gríðarmikill skúlptúr úr íröskum skriðdreka, stjörnuat- hugunarstöðin glæsilega sem var sprengd verður látin standa eins og írakar skildu við hana og verið er að útbúa safn í íbúðarhúsi serm varð frægt í innrásinni. Þar vörð- ~ ust nokkrir Kúveitar hraustlega atlögu íraskra hermanna dögum saman. Flestir voru drepnir á end- anum og enn eru blóðblettir þar upp um alla vegi og húsið hálfhrun- ið. Þangað er farið með alla erlenda gesti og skólabörn fara þangað í eins konar pílagrímsferðir. Komast samskipti Kúveita og íraka einhvern tíma í samt lag? Eins og fram hefur komið i frétt- um síðustu ár hafa Arabaþjóðir sem tóku þátt í stríðinu gegn írökum flestar reynt að taka upp samskipti við íraka á ný. Nema Kúveitar." Áður voru mikil viðskipti og almenn samskipti milli þjóðanna og fjöldi íraka starfaði í Kúveit. Allt slíkt er óhugsandi nú. Einhvem tíma í fjarlægri framtíð getur verið að samskipti verði tekin upp á ný. Það er fjarlægt Kúveitum nú. Þeir geta ekki fyrirgefið Saddam Hussein ír- aksforseta og ákaflega vafasamt að Kúveitar geti hugsað sér einhver tengsl við írak meðan hann er við völd. I nýrri grein í mánaðarritinu The Middle East, segir háttsettur emb- ættismaður . iðnaðarráðuneytisins kúveiska að framtíðarsamskipti ráð- ist af því hvers konar stjómandi taki við af Saddam. „Við eigum ekki í útistöðum við írösku þjóðina heldur stjórnendur hennar. Ég vona að sá dagur komi að einhvem tíma rofi til í samskiptum þessara, bræðraþjóða sem voru.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.