Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 23
t MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 23 candi vandamál dllað kdóma Morgunblaðið/Kristinn 5 konur sem tekið hafa inn estrog- dóminn. Til vinstri á myndinni er fyrirlestur Jacobs. McGuffin sagði þýðingarmiklar framfarir hafa orðið á þekkingu á sameindarerfðarfræði Alzheimer- sjúkdómsins. Ætti það sérstaklega við um prótein sem nefndist APOE sem væri til í þrem arfgerðum. Eitt þeirra nefndist APOE 4 og tengdist verulega aukinni áhættu á að fá Alzheimer. Ennþá væri samt ekki hægt að segja til um hverjir fengju sjúkdóminn, en vísbendingar væru um ákveðinn efnaskort í heila þeirra sem væru með sjúkdóminn. Til dæm- is tengdist APOE 4 öðru próteini sem nefnist beta amyloid sem fyndist í sjúklegum útfellingum í heila Alzhei- mer-sjúklinga. Sagði hann það líka þekkt að fólk sem fengi Alzheimer snemma á æviskeiðinu, tii dæmis um fimmtugt, væri með afbrigðilegan erfðavísi sem segði fyrir um APOE 4 og væri staðsett á litningi númer 21. Þeir sem hefðu heilkenni, það er Down Syndrome, væru með auka 21. litninginn. Fólk með heilkenni fengi venjulega snemma Alzheimer- glöp, eða um fertugt. McGuffin sagði rannsóknir benda til þess að afbrigðilegar útfellingar á amyloid-efninu í heilanum væru lykil- atriði í upphafi sjúkdómsins. Sagði hann ennfremur að tveir aðrir erfða- vísar hefðu nýlega uppgötvast af litn- ingum númer 1 og 14 sem gegna -------------- verulegu hlutverki í ell- BÍmer- iglöpum þeirra sem komnir ómurinn eru um ni'c^an aidur. dur fvrr ^ lokum sagði McGuffln að hagur Alzheimer-sjúkl- inga og fjólskyldna þeirra 1 væri að vænkast þar eð mögulegt i væri að greina sjúkdóminn snemma i og erfðarannsóknir myndu leiða til sértækari meðferðar og forvarna. I fyrirlestri sínum sagði Jón Snæd- al, öldrunarlæknir á öldrunarlækn- ingadeild Landspítalans, að rann- sóknir hans virtust benda til að ákveð- f ið eggjahvítuefni í blóði, sem hefur það meginhlutverk að flytja kopar, hafi tekið breytingum hjá Alzheimer- sjúklingum. I eðlilegu ástandi væri beint samband á milli kopars og burð- arefnis þess, en þetta samband væri ekki til staðar hjá Alzheimer-sjúkling- um sem gæti bént til þess að ákveðn- ar varnir gegn frumuskemmdum í heila séu ekki eins góðar. Ásamt Jóni i stóðu að rannsókninni Þorkell Jó- hannesson prófessor og Jakob Krist- i insson á rannsóknastofu Háskólans í lyfjafræði. Kosningar í Kúveit FRÉTTIR af þingkosningum í Arabalöndum eru ekki fyrirferðarmiklar á síðum blaða af þeirri einföldu ástæðu að þær eru í fyrsta lagi fátíðar og í öðru lagi meira sjónar- spil en alvara. Samt er ástæða til að fara nokkrum orðum um þær þingkosningarnar í furstadæminu Kúveit í þessum mánuði með hlið- sjón af atburðum síðustu ára. Þessar kosningar hafa komið af stað líflegum umræðum manna á milli. Þingmenn hafa lagt fram ýmsar tillögur og sett fram hug- myndir um pólitískar og efnahags- legar umbætur í landinu. Talsmenn Al Sabah furstafjölskyldunnar sem fer með stjórn á flestu í Kúveit hafa gagnrýnt flestar þessar tillög- ur. Það kemur fáum á óvart enda hefur emírinn verið mjög tregur til að deila völdum sínum með þeim fimmtíu fulltrúum sem eiga að sitja á þinginu. Innrás og hernám íraka skóp umhverfi fyrir pólitískar umbætur Það er eindregin skoðun innan Kúveits að innrás íraka í landið í ágústbyrjun 1990 og síðan sjö mán- aða hernám hafi skapað tækifæri til að menn íhuguðu mál upp á nýtt í landinu. Emírinn hét því á meðan á hernáminu stóð að hann mundi breyta stjórnskipan í landinu jafn- skjótt og það hefði verið frelsað úr tröllahöndum íraka. Fleiri forsvars- menn valdafjölskyldunnar viður- kenndu að þar hefði ekki ríkt lýð- ræði, ekki einu sinni svokallað arab- ískt lýðræði, og umbætur yrðu gerð- ar strax og svigrúm skapaðist til þess. Á þessu hefur lítið bólað og marg- ir voru orðnir langeygir eftir því að efnd væru nefnd loforð sem án efa hafa verið gefin vegna þrýstins utan frá, einkum og sér í lagi frá Banda- ríkjamönnum. Því var loks boðað til kosninganna nú þó þær séu býsna langt frá því að kallast frjálsar og lýðræðislegar. Þingmenn eru kjörnir til fjögurra ára í sgnn. Kosningarétt hafa inn- fæddir kúveiskir karlmenn sem eru 21 árs og eldri og þeir verða að vera læsir. Opinberir starfsmenn og lögreglumenn hafa ekki kosninga- rétt og ekki konur. Útlendingar af arabískum uppruna sem hafa átt heimili í landinu svo áratugum skiptir hafa ekki rétt til að greiða atkvæði. Þessi skilyrði gera að verk- um að varla meira en 20% íbúa geta kosið. „ Við erum áhugasamari og meðvitaðri en fyrr" Kúveiskur blaðamaður og kunn- ingi minn sagði við mig í síma að hann teldi augljóst að hvað sem takmörkunum liði mundu flestir kjósa sem mættu. Hann sagði að fyrir innrásina hefði fólk almennt haft lítinn áhuga á að hafa afskipti af stjórnmálum. „Kannski vegna þess að við höfðum það of gott. Kúveit er ríkt land og flestir lifa miklu þægindalífi. Við vorum áhugalítil um annað en halda í auðæfi okkar og vorum andvara- laus. Líklega má kalla þetta andlega og líkamlega leti. Eftir innrásina og grimmilegt hernám íraka breytt- ist afstaða margra. Við gerðum okkur grein fyrir að margt var ekki eins og það átti að vera. Margir grunuðu stjórnvöld og menn í æðstu stöðum um spillingu og misnotkun á opinberum sjóðum en meðan það raskaði ekki okkar eigin makinda- lífi leiddum við það hjá okkur. Eftir innrásina neyddumst við til að horf- ast í augu við staðreyndir. Við erum áhugasamari og meðvitaðri og vilj- um vera með í ráðum um að móta framtíðarstefnu Kúveits. Ef hægt er að tala um einhverjar jákvæðar afleiðingar innrásarinnar þá er hún þessi: við erum ábyrgari en áður og var kannski ekki vonum seinna." Uppbyggingu landsins er að mestu lokið Nú er að mestu lokið við að end- urreisa Kúveit og má segja að þar KONUR hafa enn ekki kosningarétt í landinu Morgunblaðið/Jóhanna Kristjónsdóttir Fyrirboði breyttrar stefnu og auk- ins frelsis? Þingkosningar í Kúveit eru ýmsum takmörk- unum háðar. En meiri áhugi og ábyrgðartil- fínning borgaranna kynnu að boða breyting- ar, skrifar Jóhanna Kristjónsdóttir og víkur einnig að því að Kúveit hefur nú veríð reist við eftir eyðilegginguna sem innrás og hernám Iraka olli. Karlar á kjörfundi. sé flest komið í eðlilegt horf. Bygg- færðar í fyrra horf. Bankar, verslan- ingar sem voru sprengdar eða ir og skrifstofur starfa og verðbréfa- skotnar hafa verið lagfærðar og markaður Kúveits hefur blómstrað á ný og er að líkindum sá öflugasti á þessu heimssvæði. Mengunarskýin sem hengu yfkv- Kúveitborg vegna eldanna sem ír- akar kveiktu í olíulindunum áður en þeir flýðu, eru horfin, eldarnir allir löngu slökktir. Olíuvinnsla er hafin af fullum krafti og efnahagur- inn hefur ekki aðeins rétt úr kútn- um, heldur er hann betri en nokkru sinni. Víða má sjá ýmislegt sem minnir á innrásina. Uti fyrir byggingu upplýsingaráðuneytisins hefur ver- ið gerður gríðarmikill skúlptúr úr íröskum skriðdreka, stjörnuat- hugunarstöðin glæsilega sem var sprengd verður látin standa eins og írakar skildu við hana og verið er að útbúa safn í íbúðarhúsi sera^ varð frægt í innrásinni. Þar vöro-* ust nokkrir Kúveitar hraustlega atlögu íraskra hermanna dögum saman. Flestir voru drepnir á end- anum og enn eru blóðblettir þar upp um alla vegi og húsið hálfhrun- ið. Þangað er farið með alla erlenda gesti og skólabörn fara þangað i eins konar pílagrímsferðir. Komast samskipti Kúveita og íraka einhvern tíma í samt lag? Eins og fram hefur komið í frétt- um síðustu ár hafa Arabaþjóðir sem tóku þátt í stríðinu gegn írökum flestar reynt að taka upp samskintj við íraka á ný. Nema Kúveitarr Áður voru mikil viðskipti og almenn samskipti milli þjóðanna og fjöldi íraka starfaði í Kúveit. Allt slíkt er óhugsandi nú. Einhvern tíma í fj'arlægri framtíð getur verið að samskipti verði tekin upp á ný. Það er fjarlægt Kúveitum nú. Þeir geta ekki fyrirgefið Saddam Hussein ír- aksforseta og ákaflega vafasamt að Kúveitar geti hugsað sér einhver tengsl við írak meðan hann er við völd. I nýrri grein í mánaðarritinu The Middle East, segir háttsettur enib-' ættismaður . iðnaðarráðuneytisins kúveiska að framtíðarsamskipti ráð- ist af því hvers konar stjórnandi taki við af Saddam. „Við eigum ekki í útistöðum við írösku þjóðina heldur stjórnendur hennar. Ég vona að sá dagur komi að einhvern tíma rofi til í samskiptum þessara, bræðraþjóða sem voru."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.