Morgunblaðið - 16.10.1996, Page 26

Morgunblaðið - 16.10.1996, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Eru íslendingar siglingaþjóð? ÞAÐ MÁ til sanns vegar færa að um 3-400 störf til sjós og lands hafi tapast á undanfömum 10 árum, vegna samdráttar í umfangi ís- lenskrar kaupskipaútgerðar. Þetta eru sláandi tölur á ekki stærri vinnu- markaði en á íslandi og hjá eyríki sem í raun á allt sitt undir flutning- um á sjó komið. Á sama tíma og stéttarfélög farmanna á íslandi hafa setið ráðalaus á höndum sér, und- anfarin 15-20 ár hvað varðar fersk- ar hugmyndir og tillögur til aðgerða til að spyma við því sem verður að kaliast hægfara dauðastríð íslensks kaupskipaflota og farmannastéttar eru nágrannaþjóðirnar eins og Norðmenn og Danir með víðtækri og þverpólitískri samstöðu stjórn- valda og viðkomandi stéttarfélaga enn að hugsa upp nýjar leiðir til þess að bæta í haginn hjá sínum alþjóðlegu skipaskráningum. En ;>stofnun NIS (Norwegian Internati- onal Skipsregister) og DIS (Danish International Skipsregister) þóttu þó byltingarkenndar ráðstafanir þegar þær voru kynntar á sínum tíma með það að markmiði að stemma stigu við útflöggun og sam- drætti. En sem dæmi um hversu mikil- vægan Norðmenn telja flotann og skipaiðnaðinn samþykkti Norska stórþingið þann 19. júní síðasliðin lög sem gera útgerðum undir hinni ca 10 ára gömlu alþjóðlegu skipaskrá * kleift að njóta skattleysis að uppfyllt- um ákveðnum skilyrðum. Skattur á útgerðir sem kosið hafa að sigla undir NIS skráningu hefur verið um 28% undanfarin 10 ár, hefur nú ver- ið felldur niður með öllu. I staðinn hafa stjómvöld í Noregi ákveðið að leggja á mjög hógværan tonna skatt, sem er fast gjald, rukk- að er inn árlega og byggt á brúttórúmlesta- tölu skipa í eigu útgerð- anna. Þau skilyrði eru þó sett fyrir skattfrels- inu að útgerðir endur- fjárfesti hagnaðinn inn- an iðnaðarins í Noregi, þ.e. vegna t.d. stækkun- ar flotans eða til ný- byggina og breytinga. En Norðmenn vonast til að með þessari ráðstöf- un hafi þeir gefið norsk- um skipasmíðaiðnaði öfluga vítamínsprautu sem eigi eftir að skapa þúsundir nýrra starfa á næstu ámm. Norðmönnum er mjög umhugað um arfleifð sína sem siglingaþjóð og hafa þeir haft vissar áhyggjur af fækkun nemenda sem sækja sjó- mannaskóla þar í landi. En sam- kvæmt tölum frá Sambandi norskra kaupskipaútgerða eru um 8.500 norskir yfírmenn skráðir á kaupskip undir norskum og NIS fána í dag. Talið er að um 5.000 þeirra muni hætta störfum eða fara á eftirlaun innan næstu 10 ára, þannig að meðalaldur þeirra er orðinn nokkuð hár. Menn hafa verið hræddir um að af þessu skapist alvarlegur skort- ur á vei menntuðum norskum yfir- mönnum á næstu árum ef ekkert verður aðhafst. En einn þátturinn í fyrrnefndum aðgerðum stjórnvalda í sumar var að samþykkja að veita verulega auknum fjármunum til efl- ingar og kynningar sjómanna- menntunar i Noregi. Sem óbein afleiðing af stefnuleysi í stjórnun siglingamála á íslandi á undanförnum 20 árum eða svo hefur Sjó- mannaskólinn í Reykjavík beðið alvar- legt afhroð í gegnum íjársvelti og skilnings- leysi flárveitingavalds- ins. Skólinn hefur þurft að beijast heldur von- lausri baráttu um lrjár- magnið við misvitra stórnmálamenn sem talið hafa þessa mennt- un betur setta heima í héraði í áfangakerfi flölbrautaskólanna. Áfleiðingin er einfald- lega sú að hin sérhæfða menntun, þekking og tækjakostur sem byggð hefur verið upp á einum stað í Reykjavik í gegn- um árin er smám saman að þynnast út sem hlýtur á endanum að leiða til þess að gæði íslenskrar sjó- mannamenntunar verða dregin í efa og íslensk réttindi verða ekki lengur viðurkennd á alþjóðlegum vinnu- markaði. Nemendum sem sækjast eftir fullu sjómannaskólanámi (far- mannadeild) hefur einnig fækkað vegna lélegra atvinnumöguleika að námi loknu. Þær þjóðir sem stigið hafa þau skref að opna fyrir svokallaðan „offshore register" til þess að halda í flota sinn og laða að erlendar út- gerðir og þjónustufyrirtæki með rekstur sinn, hafa gert það með eitt markmið í huga og það er til að hagnast á því. Einhver kann að spytja, hvers vegna ættu slík fyrir- tæki að vera undanþegin skattlagn- ingu og hvar liggur hagnaðurinn ef þau eru ekki skattlögð? I fyrsta lagi er rekstur skipafé- Sigurður Sigurgeirsson lags mjög „hreyfanlegur" rekstur og tiltölulega lítið mál að fiyjta skráningu slíks fyrirtækis milli landa þar sem hagkvæmast er að reka það og eru margar þjóðir um hituna þar sem eftir töluverðum fjármunum er að slægjast af slíkum rekstri. Rekstur og útgerð kaup- skipa hefur nokkra sérstöðu, um- fram aðrar atvinnugreinar í útflutn- ingsiðnaði, því hann getur skapað viðkomandi þjóð gjaldeyristekjur vegna þjónustu sem framkvæmd er alfarið erlendis fyrir þriðja aðila og skilar sér inn í hagkerfi viðkomandi lands. Þetta er að því leyti til ólíkt öðrum útflutningiðnaði s.s. fiskiðn- aði, ferðamannaiðnaði eða olíuiðnaði þar sem „varan“ eða þjónustan sem verið er að selja er annaðhvort land- ið sjálft (ferðamenn) eða er urppr- unnin í viðkomandi landi (t.d. fisk- ur, olía). Sjúkdómseinkenni á stjómun ís- lenskra siglingamála á síðustu ára- tugum hafi verið mjög svipuð og hjá Eigi íslendingar að taka þátt í skiparekstri á al- þjóðlegum markaði, segir Sigurður Signr- geirsson, verða þeir að geta boðið upp á sam- keppnishæft rekstrar- umhverfi. nágrannaþjóðunum, þ.e. áður en þær gripu til aðgerða fyrir u.þ.b. 10 árum. Munurinn á okkur ísiendingum er hins vegar sá að sjúkdómurinn geis- ar enn á íslandi og lifír góðu lífi við fásinni flestra þeirra sem hagsmuna eiga að gæta. Til þess að stíga á bremsuna og snúa þessari þróun við verða íslendingar að opna þessa umræðu og skoða vandlega þann möguleika að opna fyrir alþjóðlega skipa- og fyrirtækjaskráningu þar sem boðið er upp á róttæk skattfríð- indi útgerða og sjómanna. Fordæmin eru fyrir hendi allt í kringum okkur þar sem í flestum tilfellum hefur tekist vel til. Borgþór S. Kærnested, fram- kvæmdastjóri Norræna flutninga- verkamannasambandsins, ritaði ág- ætt innlegg í þessa umræðu þegar hann svaraði fyrri grein minni um sama málefni og birtist í Morg- unblaðinu í júní í sumar. Það eru þijú atriði í grein Borgþórs sem ég vil staldra við. Borgþór telur að að- gerðir þær sem ég legg til stuðli að algjöru atvinnuleysi íslenskrar far- mannastéttar, og annað sem hann nefnir er það að með þeim sé verið að taka af farmönnum samnings- réttinn og það síðasta er það að með því að leyfa blandaðar áhafnir sé verið að fórna stöðum háseta hjá slíkum útgerðum. I fyrsta lagi, Borg- þór, með því að aðhafast ekkert, þá smám saman fækkar skipum undir íslenskri skráningu, þar til ekkert stendur eftir, og með sama hraða og þeim hefur verið flaggað út að undanförnu, þá er skammt í það ástand. Og gangi það fram verður lítið til þess að semja um hvort eð er. Í þriðja og síðasta lagi er það síst ósk mín sem fyrrverandi sjó- manns til margra ára að fórna einni stétt á kostnað annarrar. Staðreynd- in er hins vegar sú að þessi hefur þróunin verið í skiparekstri á alþjóð- legum markaði og ætlum við íslend- ingar að vera með í þeirri hörðu keppni verðum við að geta boðið upp á samkeppnishæft rekstrarumhverfi, og helst gera aðeins betur en hinir til að ná þar frumkvæði. Að lokum verður að segjast að sú kyrrstaða og stöðnun sem ríkt hefur í stjórnun íslenskra siglinga- mála og sjómannamenntunar á und- anförnum árum er í raun óþörf og okkur sjálfum að kenna. Ástæðan er kannski sú að þjóðfé- lagið er lítið og menn kannski hræddir við að hreyfa viðkvæmu máli, sem dæmt er til þess að vera hitamál áður en niðurstöðu er náð. En eins og staðan er í daga getur ísland varla staðið undir nafninu siglingaþjóð, langt frá því. Höfundur er forstöðumaður skiparekstrardeildar hjá bresku skipafélagi í London. Fj ölmenningarstefnan og skrif Helga Hálfdanarsonar og Claudés Lévi-Strauss FJÖLMENNINGARSTEFNA - multiculturalismi og pluralismi - menningarieg fjölhyggja, gerir engan gildismun á hinum margvís- legu menningarheimum mann- heima og ekki heldur mismunandi menningarástandi innan ríkja og landa. Skiigreiningu hugtaksins varðandi ísienskan menningarheim frá sjónarmiði fjölmenningarstefn- unnar er að finna í ritinu „íslenska þjóðfélagið" eftir þá Ólaf Ragnar Grímsson og Þorbjörn Broddason, ÞAK-0G VEGGKLÆONINGAR í SVAL-BORGA crlr. HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751 og hljóðar svo: „því er hafnað að láta hugtak- ið - þ.e. menningar- hugtakið - einungis ná til þess sem þykir fínt eða virðulegt þar sem slíkt fæli í sér ótækt gildismat. ís- lenska menningu er að finna i skemmtiþáttum sjónvarpssins ekki síð- ur en í sýningarsölum Listasafns ríkisins, á forsíðum síðdegisblað- anna ekki síður en í gullaldarbókmenntum, á sveitaböllum ekki síður en sipfóníutón- leikum“. - Útg. 1982. Þetta mat hefur orðið harkalegt deiluefni við háskóla, einkum í Bandaríkjunum innan hugvísinda- deildanna undanfarin 25-30 ár. Þar er deilan blandin svörtum ras- isma, feminisma og baráttumálum lesbía, homma og alnæmissjúki- inga, hatri á öllum lykilverkum evrópskra bókmennta og kröfunni um að lélegustu tilburðir til leik- rita, skáldsagna og ljóðagerðar séu jafngild Faust, ljóðum Hölderlins og leikritum Shakespeares, hvað þá Divina Commedia Dantes. Claude Lévi-Strauss birtir erindi sem hann hélt á UNESCO-málþingi í París 1971, undir titlinum „Kyn- þáttur og menning" og er gefið út í bók hans „Le Regard éloigne" París 1983. Hann skrifar: „Ég hef lagt höfuðáherslu á í þess- um skrifum að nú eigi sér stað grundvallar- breyting á menningar- heimum mannheima með upplausn Ijar- lægða og örtengslum í ljarskiptum. í hundr- uð þúsunda ára lagði hver kynþáttur sitt af mörkum til ijölbreyti- leiki þessara menn- ingarheima. En til þess að svo yrði, varð hver kynþáttur að full- komna sína sérstæðu og menningararf, lítt bundinn áhrifum annars staðar frá. Trúarbrögð og gildismat hvers kyn- þáttar eða „þjóðar“ gat orðið svo frábrugðið gildismati annarrar að andstæður gátu skapast sem voru ósættanlegar. Sérleiki hvers kyn- þáttar stuðlaði að menningarlegum sérleika og þeim ber heiðurinn af því að hafa skapað þau listrænu og andlegu gildi sem gerir lífið þess virði að lifa því. Með samruna og útþynningu menningararfs eins er hætt við að „fjölþjóðleg" menn- ing verði menningarlegur bastarð- ur, ófær til frumkvæðis og nýsköp- unar vegna skorts á fjölbreytileika og sérleika. Sköpunarhæfnin virð- ist þarfnast andstöðu. Með „fjöl- menningu" njóta menn í fyrstu Siglaugur Brynleifsson arfleifðar fyrri tíða, en verða ófijó- ir neytendur sviptir allri sköpunar- hæfni. Með friðsamlegri sambúð í nafni jafnaðar og bræðralags á menningarsviðinu verður „enginn munur á forsíðum síðdegisblaðanna og_gullaldarbókmenntunum“. í nýlegri bók Harolds Blooms: Western Canon, kemst höfundur að þeirri niðurstöðu að barbararnir hafi þegar náð undirtökunum og efli nú sem óðast „menningarbast- arðinn“, undir formerkjum fjöl- menningarhyggjunnar, „leirburð- arstagl og holtaþokuvæl fyllir nú breiða byggð með aumlegt þvað- ur“. Þá er komið að skrifi Helga Hálf- danarsonar: „í vændum" í Morgun- Með samruna og út- þynningu menningar- arfs, segir Siglaugur Brynleifsson, er hætt við að „fjölþjóðleg“ menning verði menn- ingarlegur bastarður. blaðinu 1. október sl. Höfundur virð- ist ekki átta sig fyllilega á hver er meginorsök hrörnandi aðhalds um íslenska tungu. Það eru nú rúm 25 ár síðan svonefnd „68“ kynslóð tók að prédika, „gálaus fijálshyggja og lauslátt umburðarlyndi" tók að veikja stöðu þjóðtungunnar með afneitun á réttu og röngu, vönduðu og óvönduðu máifari og afneitun á allri málfars-ögun. Blauthyggju- stefna „68“ kynslóðarinnar var blandin „kenningum feminista, marxista, Foucault-sinna og decon- structionista - textaupplausn bók- menntanna“ - Harold Bloom. Þessi stefna haslaði sér völl innan þeirrar stofnunar sem nefnist nú Kennara- háskóli íslands og þaðan barst það „lausiáta umburðarlyndi" út um skólakerfið. Kennslubækur sem kennurum voru fengnar voru sama marki brenndar og sú uppfræðing sem þeim var innrætt í Kennarahá- skólanum. Kennarar eru margir hveijir haldnir þeim viðhorfum „gá- lausrar fijálshyggju" auk þess að vera innilokaðir í þröngum heimi nú dauðrar hugmyndafræði. Helgi Hálfdanarson talar um „að heija kennarastéttina til þeirrar fremdar sem henni ber“, síðan ræðir hann um að atgervisflótti sé úr stéttinni vegna rýrra kjara og stöðva beri hann með stórbættum hag, þ.e. hækkuðu kaupi væntanlega. Þótt svo yrði rnyndi kennslan alls ekki batna, hvorki í íslenskri tungu, sögu né bókmenntum, því að hugarheim- ur mikils þorra kennarastéttarinnar er bundinn hugmyndafræðunum. Höfundur skrifar réttilega um þá fjölbreytni, sem Lévi-Strauss ræðir um í sínu skrifi og að íslenska tunga og menning eykur fjölbreytni heims- menningarinnar. Höfundur talar um nauðsyn þess að „úrvalsfólk" veljist til kennara- starfs, en hætt er við því að „úrvals- fólk“ láti ekki lokkast til þeirra starfa, meðan ríkjandi skólastefna og ónýtar og falsaðar kennslubæk- ur í sögu, bókmenntum og ís- lenskri tungu eru skyldulesning í grunnskólum og framhaldsskólum. En ekki er öll von úti, e.t.v. má vænta þess að menn taki að gera mun á gulu-pressunni og gullaldar- bókmenntum og' að samantektum leirhnoðara og ritsóða verði ekki líkt við Sonatorrek og Gunnars- hólma. Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.