Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 27
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR16.0KTÓBER1996 27 AÐSENDAR GREINAR Ærumeiðingum og ósannindum svarað Um dómsmálið UNDANFARNA mánuði hef ég mátt búa við ærumeiðandi um- mæli, óhróður og rangfærslur fj'öl- miðla og einstaklinga. Þegar hefur verið ákveðið að höfða meiðyrðamál gegn nokkrum aðilum, en ýmislegt annað, sem látið hefur verið flakka, er þess eðlis, að það fellur undir rangfærslur og ósannindi, en ekki meiðyrðalöggjöfína beinlínís. Hér er því komið á framfæri nokkrum leiðréttingum, en því miður er ós- annindavaðallinn það umfangsmik- ill, að svörin kalla á þrjár greinar. Kærður fyrir skattsvik í fjölmiðlum hefur verið fullyrt, að ég hafi verið kærður fyrir skatt- svik. Þessi fullyrðing er röng. Ég var kærður fyrir vanskil Hagvirkis- Kletts hf (HK) á greiðslum, en ekki fyrir svik. Upplýsingar um skuldir við innheimtuaðilana voru ávallt gefnar, og engin tilraun var gerð til svika og engin kæra um slíkt hefur komið fram. Hvað túlkast sem fjárdráttur? Ágreiningur er um hvort skuldir, sem fyrirtæki stofnar til og veittar eru fullar upplýsingar um og jafn- vel greiddir af vextir, geti kallast fjárdráttur forráðamanna þess, en það er sá verknaður sem hér um ræðir. Þessari túlkun hefur verið vísað til Hæstaréttar. Undanskot Ég var ekki kærður fyrir skatta- undandrátt eða undanskot á nokk- urn hátt, heldur ábyrgð á vanskilum fyrirtækis í fjárhagsörðugleikum. Útsvar haft af Hafnarfjarðarbæ Ég var ekki kærður fyrir að hafa haft útsvar af Hafnarfjarðarbæ og ljóst er að þar sem ég skilaði ávallt inn skilagreinum til innheimtu- manns ríkissjóðs og samkvæmt samningi þeirra á milli tapar Hafn- arfjarðarbær engu útsvari á gjald- þroti HK. Eignarhluti minn í HK ítrekað hefur verið fullyrt, að við gjaldþrot HK hafi fyrirtækið verið í eigu minni, eða ég sagður aðaleig- andi þess. Hið sanna er að eftir nauðasamninga á árinu 1993 voru hluthafar fyrirtækisins á annað hundrað talsins, stór fyrirtæki og einstaklingar og átti ég hverfandi hlut í fyrirtækinu, en gegndi þar stöðu forstjóra og stjórnarfor- manns. Fjölskylda mín átti samtals um 6% hlutafjár í gegnum 25% aðild að Hagtaki hf. Sendu skiptastjórar mál fyrirtækisins til ríkissaksóknara? Sagt hefur verið að skiptastjórar þrotabús HK hafi sent mál fyrir- tækisins til ríkissaksóknara. Það er ekki rétt. Hið sanna er, að þeir létu strax óháða endurskoðendur fara yfir bókhald félagsins. Þeir höfðuðu engin riftunarmál, sáu ekki ástæðu til neinna athugasemda og sendu engin mál til frekari rannsóknar, enda yfirlýst að bókhald væri í góðu lagi og engar óeðlilegar greiðslur eða sölur hefðu farið fram. Þá er jafnframt rétt að rekja aðeins feril þann, sem leiddi til hinna tveggja ákæra, sem dómur hefur verið kveðinn upp vegna. Skattrannsókn- arstjóri hóf rannsókn á vanskilum HK á staðgreiðslu og virðisauka- skatti 23. janúar 1995, eða um sama leyti og óróleiki var í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar vegna málefna HK, en ég og málefni fyrirtækisins vorum mjög áberandi í fjölmiðlum á þessum tíma. Það mál var síðan kært til RLR, 3. ágúst 1995, sem staðfesti fyrri skýrslur skattrann- sóknarstjóra. Ákæra saksóknara Jóhann G. Bergþórsson var síðan gefin út 16. janúar 1996 og vissi undirritaður fyrst um hana 22. janúar, en frétti síðar, að nokkrir félaga úr pólitíkinni hefðu vitað mun fyrr um hana. Hið síðara, kærumál vegna lífeyrissjóða og félagsgjalda, hófst hinn 3. janúar 1995 er forsvarsmenn HK voru kærðir f.h. Vélstjórafé- lags íslands til RLR vegna vanskila á fé- lagsgjöldum að fj'ár- hæð 61.602 krónur. Ekkert virðist hafa verið gert í málinu, að minnsta kosti vissu hvorki skiptastjórar eða forsvarsmenn HK um kæruna. Umræddri kröfu hafði heldur ekki verið lýst í bú fyrirtækisins. Hinn 15. september 1995, nær ári eftir gjaldþrotið, kærir hinsvegar Bjarni Asgeirsson hdl. fyrir hönd Félags byggingamanna í Hafnarfirði nokk- ur fyrirtæki til ríkissaksóknara og þar á meðal HK. Um var að ræða óverulega upphæð hjá HK. Ekki bárust aðrar kærur. Ríkissaksókn- ari sendir gögnin til RLR hinn 3. október 1995. RLR aflaði síðan gagna frá skiptastjórum og kallaði eftir gögnum og kröfum frá lífeyris- sjóðum og félögum, með misjöfnum árangri, eins og sjá má í dómsskjöl- um. Því er rangt skýrt frá þegar sagt hefur verið, að skiptastjórar hafi haft frumkvæði að málum þessum. Fjölskyldur í botnlausu gjaldþroti Því hefur verið haldið fram, að ég hafi skilið eftir fj'ölda fjölskyldna hér og þar um landið í botnlausu gjaldþroti, og að launamenn hafi tapað launum, lífeyrissjóðsréttind- um, meðlögum og skattgreiðslum. Mér vitanlega er þetta ekki rétt. Hvað þetta varðar vil ég ennfremur vitna í niðurstöður dómarans, sem fjallaði um mál mitt í Héraðsdómi Reykjaness; en hann segir svo, Úr niðurstöðum dómsins: „Við ákvörðun refsingar ákærða ber annars vegar að líta til þess, að brot hans samkvæmt fyrri ákær- unni námu verulegum fj'árhæðum, en hins vegar, að þau voru framin á afar stuttum tíma. Þá ber til þess að líta, að engin launung hvíldi yfir brotunum, virðisaukaskattskýrslum og skilagreinum um staðgreiðslu var skilað og innheimtumanni ríkis- sjóðs gerð grein fyrir erfíðri stöðu félagsins og leitast var við að greiða eins og félaginu var frekast unnt. Hvað síðari ákæruna varðar þá ber að taka tillit til þess að brotin voru framin á talsvert löngum tíma og námu umtalsverðum fjárhæðum. Engin launung hvíldi á þeim brot- um. Þá verður að hafa hugfast, að um var að ræða fyrirtæki með umfangsmikinn rekstur, þannig að allar fjárhæðir eru í hærra lagi af þeim sökum. Þá verður að horfa til þess að óumdeilt er, að bókhald félagsins var jafnan óaðfmnanlegt og að fé- lagið skilaði innheimtuaðilum skatta og iðgjalda samviskusam- lega skilagreinum yfir afdregið fé, enda þótt ekki reyndist unnt að greiða það. Telja verður upplýst, að félagið hafi jafnan gert inn- heimtuaðilum grein fyrir stöðu mála og greiðsluerfiðleikum þess og reynt að semja um greiðslu- fresti í þeirri trú, að bjartari tímar væru framundan, sem myndu gera því kleift að standa við skuldbind- ingar sínar. I máli þessu er ósannað, að ákærði hafi auðgast persónulega vegna þeirrar háttsemi, sem hann syna og er sakfelldur fyrir. Hitt er sönnu nær, að ákærði hafi lagt allt sitt undir í þeirri við- leitni sinni að bjarga félaginu frá falli og tryggja áframhaldandi rekstur þess. Með hlið- sjón af því sem gögn, sem fram hafa verið lögð, bera með sér, hvíla það miklar fjár- hagslegar skuldbind- ingar á ákærða per- sónulega, að hann er í reynd nánast eigna- laus. í málinu hafa verið lögð fram gögn, sem staðfesta þá viðleitni ákærða að rétta hlut fyrirtækisins með öflun stórra verksamninga og tilraunum í tengslum við þá'til að útvega nýtt fé inn í félagið. Eru væntingar ákærða um betri tíð hjá félaginu í þeim efnum ekki dregnar í efa. Á hinn bóginn verður að líta til þess, að á þeim tíma, sem ákær- ur taka til og þó einkum undir það síðasta, var ljóst að áframhaldandi rekstur félagsins var vonlaus nema hvort tveggja kæmi tíl, nýtt fjár- magn og umtalsverð verkefni. Við þessar aðstæður ákvað ákærði hins vegar að halda rekstri áfram í þeirri trú að úr rættist. Ég hef mátt búa við ærumeiðandi ummæli, óhróður og rangfærslur, segir Jóhann G. Berg- þórsson í fyrstu grein sinniaf þremur. Ákærði hefur undir rekstri máls- ins lagt sitt af mörkum til að upp- lýsa málið og skýrt hreinskimislega frá öllum atvikum. Við ákvörðun refsingar ákærða ber til þess að líta að tjón af fjárdráttarbrotum hans hefur reynst minna en ákæra gefur til kynna þar sem talsverðar fjárhæðir greiddust upp í kröfur úr þrotabúi Hagvirkis Kletts hf. Þá hafa brotin ekki bitnað á launþeg- um félagsins eða skert lífeyrisrétt- indi þeirra og félagsleg réttindi." Höfundur er verkíræðingur, fyrrverandi forsijóri og núverandi bæjarfuUtrúi. Ef óðul að erfð- um bæri... Lénsfénu ólust á órikra börnin smá. Nú eru þau öll á róli. Einu fæst varla skóli. Ef óðul að erfðum bæri öll þau til kennslu færi. Þannig orti Bjarni Jónsson fyrir um fjögur hundruð árum. Erindið er úr kvæðinu Alda- söng, einu þekktasta ádeilukvæði lærdóms- aldar. Þessi orð virðast eiga ágætlega við nú á ofanverðri tuttugustu öld, ef miðað er við þró- unina í íslenskum Jóhann G. menntamálum. Reynisson Stjórnmálamenn kalla niðurskurðinn sparnað en í sumum tilvikum er sparnaðurinn í raun niðurskurður. Það gildir að minnsta kosti um vinnustaðinn minn, Framhaldsskólann á Laugum, þar sem kennsla er skert um það bil fimmtung af því sem áður var. Að öllu óbreyttu er skólinn fórnarlamb í sláturtíð stjórnmálanna. Hér eru níu kennarastöður, þ.m.t. hlutastörf áfangastjóra, námsráð- gjafa og bókavarðar. Hverja kenna- rastöðu skipar kennari með háskóla- menntun í sínu fagi og kénnslurétt- indi. Enginn ætti því að velkjast í vafa um gæði menntunar hér miðað við aðra framhaldsskóla í landinu. En nái „sparnaðurinn" fram að ganga verður að láta einhverja tvo af þessum kennurum fara, að sögn Hjalta Jóns Sveinssonar skólameist- ara, og hann stendur þá frammi fyr- ir þessum spurningum: Hvaða kenn- arar mega missa sín og hverjir eiga að kenna faggreinar þeirra sem þurfa að taka töskuna sína? Og hver verða þá gæði skólastarfsins? Afleggjum tvískinnunginn Laugaskóli hefur ekki leyfí til þess að útskrifa stúdenta. Fjölbrautaskól- inn í Garðabæ hefur útskrifað nem- endur okkar sem flestir hafa hlotið hér alla menntun sína til stúdents- prófsins. Menntamálaráðherra hefur sagt að þessi háttur verði ekki við- hafður framar. Hlýtur hann þá að veita skólanum heimild í vor til þess að útskrifa stúdenta sína því það eina, sem hefur breyst, er formsatr- iði. Það væri öllum fyrir bestu að sá tvískinnungsháttur, sem hingað til hefur verið viðhafður í þessu efni, verði aflagður. Við höfum mótmælt „sparnaðin- um" kröftuglega og þykir undarlegt að skorið skuli af kennslu þegar fyr- ir liggja tillögur um hagræðingar í rekstri skólans. í ráðuneyti mennta- mála hefur síðan í fyrravetur legið skýrsla frá skólanum sem ber titil- inn: Sókn í stað sjálfheldu. Þar er því lýst hvernig skólinn ætti sér mun bjartari framtíð ef hér væru reknar íþróttabraut og félagsfræðibraut. Sú síðarnefnda kæmi í stað ferðamálabrautar sem er óhagkvæm vegna margra sérgreina sem kenna þarf tiltölulega fáum nemendum. j Ráðuneytið veitti skól- anum ekki brautar- gengi til að hrinda til- lögunum í framkvæmd. Bjarni Borgfirðinga- skáld má ekki reynast sannspár um framtíð menntunar á íslandi. Óskynsamleg sparnaðaráform mega ekki leiða til þess að hér skapist misrétti til náms vegna fjárhagsstöðu einstaklinga. Að bjóða fjölbreytni í námsframboði og námsaðstöðu er vissulega dýrara en að reka fáar stór- Óskynsamleg sparnað- aráform, segir Jóhann G. Reynisson, mega ekki leiða til misréttis til náms. stofnanir í stærstu þéttbýliskjörnum. En sumum hentar einfaldlega betur að rækja nám sitt utan þéttbýlis t.d, vegna búsetu sinnar eða af félagsleg- um ástæðum. Slíkir skólar eru fáir og ætti því heldur að styrkja þá erí-r-'" stemma. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar vinnur að því hörðum höndum að flytja ýmsar stofnanir sfnar út á land í nafni þeirra fögru hugsjóna að renna styrkari stoðum undir byggð utan Reykjavíkur og nágrennis. Sú „hallalausa" stjórn verður að teljast komin í hróplega mótsögn við sjálfa sig þegar sparnaðarhnífnum er ein- mitt hvað róttækast beitt á litlar „hallandi" stofnanir úti á landi. Það er einnig ljóst að ef skólarnir eiga að rísa undir gæðakröfum menntamálaráðuneytisins verða þeir að hafa fjárhagslegt bolmagn til þess. Skeri ráðuneytið enn af þeim allt of fáu krónum, sem til mennta-^* mála renna á íslandi um þessar mundir, er augljóst að skólayfirvöld verða að seilast í vasa nemenda sinna eftir því sem upp á vantar. Þá er stutt í að lýsingar Bjarna „skálda" verði raunsannar og sú þróun er ótæk. Höfundur er kennari við Framhaldsskólann að Laugum. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Reykjavíkur Miðvikudaginn 9. október var spilaður eins kvölds Monrad baró- meter með forgefnum spilum. 42 pör spiluðu 7 umferðir með 4 spil- um á milli para. Efstu pör voru: Steinar Jónsson - Jónas P. Erlingsson +110 SigurðurB. Þorsteinsson - Helgi Sigurðsson +109 Gunnlaug Einarsd. - Stefanía Skarphéðinsd. +98 Júlíus Snorrason - Hjálmar S. Pálsson +95 HermannLárusson-ÓlafurLárusson +84 HróIfurHjaltason - Oddur Hjaltason +70 Sama kvöld var spilað fyrsta kvöldið í Tvímennings-bikarkeppni félagsins. Fyrsta kvöldið var notað til að minnka niður í 32 pör. Pör- in sem komust áfram voru: Steinar - Jónas, Sigurður - Helgi, Gunnlaug - Stefama, Júlíus - Hjálmar, Hermann - Ólafur, Hrólfur - Oddur, Erlendur - Þórður, Ómar - Eyþór, Anna - Guðrún, Hanna - Kristjana, Aðalsteinn - Matthí- as, Páll - Símon, Baldvin - Stefán, Haukur - Jón, Guðlaugur - Örn, Jón - Helgi, Geirlaug - Torfi, Ragnheiður - Hjördís, Böðvar - Friðjón, Unnur - Inga Lára, Guðbjörn - Vilhjálmur, Valdi- mar - Óli Björn, Andrés - Halldór, Jón - Hall- dór, Jón - Sverrir, Friðrik - Sturla, Björn - Guð- mundur, Júlíus - Tryggvi, Daniel - Sigurður, Ólína - Guðný, Hannes - Björn, Gunnar - Hörður. Fækkað verður niður í 16 pör miðvikudaginn 16. október og síð- an niður í 8 pör miðvikudaginn 23. október. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Mánudagurinn G. okt. 1996 spil- uðu 19 pör. Úrslit í N/S:: Ólafurlngvarsson-BergurÞorvaldsson 258 Eysteinn Einarsson - Bergsveinn Breiðfjörð 258 Elín Jónsdóttir—Lilja Guðnadóttir 244 A/V: Eyjólfur Halldórsson - Þórólfur Meyvantsson 277 Ingibjörg Stefánsdóttir - Þorsteinn Davíðsson 248 Gunnþórunn Eriingsd. - Þorsteinn Eriingsson 228 Spilaður var Mitchell með yfirsetu, meðalskor 216 Fimmtudaginn 10. okt. mættu 20 pör. N/S: BergsveinnBreiðfjörð-EysteinnEinarsson 247 Bergljót Rafnar - SoffíaTheodórsdóttir 234 Þórarinn Árnason - Bergur Þorvaldsson 225 A/V: EyjólfurHalldórsson-ÞórólfurMeyvantsson 247 RagnarHalldórsson-HjálmarGíslason 240 Ólafur Ingvarsson - Þorsteinn Sveinsson 233 Mitchell: Meðalskor 216 Mánudaginn 21. okt. hefst minningarmót Jóns Hermannsson^ ar og eru spilaðir 3 dagar og allir gilda og spilað verður í riðlum. Ekki mitchell. Sigurparið fær nafn sitt á fótstall bikarsins sem keppt er um. Parakeppni Bridssambands Austurlands Parasveitakeppni Bridssam- bands Austurlands var haldin á Reyðarfirði laugard. 12. okt. 1996. Til leiks mættu 8 sveitir frá BF (6) og BRE (2) og voru spiluð 7 spil milli sveita, allir við alla. Úr=._. slit urðu sem hér segir: SveitOddsHannessonar 117 Jónína Einarsdóttir - Oddur Hannesson Sigurlaug Baldvinsdóttir - Sveinn Símonarson Sveit Önnu S. Karlsdóttur 116 Anna S. Karlsdóttir - Pálmi Kristmannsson Petra Björnsdóttir - Þorvaldur P. Harðar SveitHeiðrúnarÁgústsdóttur .. 114 Heiðrún Ágústsdóttir - Einar Sigurbjörnsson __. Þðrarinn Hallgrimsson - Björg Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.