Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 29 MINNINGAR MALFRIÐUR MARIA JÓSEPSDÓTTIR + Málfríður María Jósepsdóttir fæddist á Vörðufelli á Skógarströnd á Snæfellsnesi 7. júní 1908. Hún lést í Reykjavík föstudag- inn 4. september síðastliðinn. Mál- fríður var dóttir Jóseps Eggertsson- ar, f. 3.11. 1865, d. 20.5. 1948, og Ásu Jónsdóttur, f. 22.7. 1875, d. 16. 7.1930). Systkini hennar eru: Guðrún, f. 14.12. 1895, Jón Jóhannes, f. 3.6. 1897, Elín Margrét, f. 30.1. 1904, d. 1989, og Krislján Bene- dikt, f. 26.5. 1913. Árið 1929 giftist Málfríður Guðmundi Sigurðssyni, f. 14. 6. 1905, d. 4.12. 1983. Þau áttu sjö börn. Þau eru: Helga Hulda, f. 1.1.1930, Hreinn, f. 14.6. 1931, Rós- inkar, f. 24.7. 1933, d. 26.3. 1995, Ás- björn Jósef, f. 23.11. 1934, Krist- rún Dagbjört, f. 14.11. 1935, Karl Heiðar, f. 10.12. 1936, og Inga, f. 15.10. 1938. Málfríður og Guðmundur stund- uðu búskap lengst af, fyrst á Breiða- bólstað á Skógar- strönd, en árið 1932 fluttust þau að Höfða í Eyja- hreppi í Hnappadal. Haustið 1973 brugðu þau búi og fluttust til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu til dánardags. Utför Málfríðar fer/ram frá Áskirkju í dag, og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Hún amma er dáin. Þessi glað- lynda og fjörlega kona sem var eins og fyrirmynd þeirrar ömmu sem gjarnan er brugðið upp í barnabók- unum. Ég átti því láni að fagna að dvelj- ast nokkur sumur sem strákhnokki í sveitinni hjá afa, ömmu og Rósink- ari föðurbróður mínum. En þá bjuggu þau vestur á Snæfellsnesi, á Höfða í Eyjahreppi. í minning- unni er dvölin í sveitinni umlukin dýrðarljóma enda upplifun lítils stráks vart annað en gleði og spenn- ingur. AUar athafnir fullorðna fólksins vekja áhuga stráksins, frá sauðburði til rétta. Þeir fullorðnu upplifðu þó tilveruna með öðrum hætti. Fyrir þeim er lífið ekki sam- felldur dans á rósum. Þó heilsu hraki er ekki boðið upp á afslátt af brauðstritinu. Þegar ég hugsa til baka finnst mér að ýmsu leyti eins og ég hafi náð í skottið á fortíðinni. Búskapar- hættir sem voru víða aflagðir tíðk- uðust að nokkru leyti á Höfða. Bærinn var afskekktur og því tákn- rænt að þangað hafði aðeins borist smjörþefurinn af þeirri vélvæðingu sem þá barst um sveitir landsins. Það var t.a.m. ekki búið að leggja orfinu og ljánum. Amma stóð alltaf í stórræðum, skiljandi mjólkina upp á hvern dag, snúandi heyinu með hrífu í heyskapartíð, prjónandi og strokkandi rjóma. En gömlum bú- skaparháttum fylgdi einnig gamall talsmáti. Þannig átti amma sér ýmis sérkenni sem ég heyrði hvergi annars staðar. Hún sagði t.a.m. alltaf „nær" í staðinn fyrir hvenær og „hebbði" en ekki hefði. Síðastliðið ár höfðum við amma verið upptekin af upprifjunum. Ég . fékk hana til að rifja upp með mér atburði og örnefni sem voru í þoku. Það var ekki laust við að örlaði á bliki í auga þegar við náðum okkur á strik saman. „Jaaá, þú manst eftir þessu!" sagði gamla konan iðu- lega þegar mér tókst að fara rétt með. En amma fræddi mig um ýmis- legt fleira en atburði og örnefni úr minni bernsku. Ýmislegt af því sem var umlukið dýrðarljóma í mínum huga fékk á sig raunsærri mynd þegar hún sagði frá. Það var ekki alltaf auðvelt að búa á Höfða. Það byrjaði a.m.k. ekki auðveldlega þegar hún og afí byrjuðu að búa þar í gömlum og lúnum torfbæ og hún með tvö gamalmenni og fljót- lega sjö börn í sinni umsjá. Róman- tíska minningin fölnar við tilhugs- unina. Að sama skapi hafði ég alltaf verið sannfærður um að það hefði verið sársaukafullt fyrir gömlu hjónin að bregða búi og setjast að í Reykjavík. En aftur kom amma mér á óvart. Það var nú öðru nær, hér var gott að vera, ættingjar flest- ir innan seilingar og auðvelt með aðföng og þjónustu. Að vísu var nokkuð sárt að kveðja sveitungana. Þegar ég hugsa til baka átti þéttbýl- ið vel við ömmu því hún var með afbrigðum félagslynd og naut sín mun betur innan um fólk heldur en á afskekktum sveitabæ hlaðin búsáhyggjum. í síðasta mánuði hrakaði ömmu mjög snögglega. Hún var skyndi- lega komin undir læknishendur á Borgarspítalanum. Þegar ég heim- sótti hana var hún afar þreytuleg. Hún hvíslaði því að mér að ég skyldi heimsækja sig þegar hún væri kom- in heim. „Ég á nebbnilega eftir að segja þér soldið!" En þannig fór að minningarnar urðu endasleppar enda upprifjun okkar lík skyggnum sem við reyndum að tengja saman í kvikmynd án upphafs og endis. Mér hefur stundum orðið hugsað til þess að ef góðmennskan ætti sér ákveðið heimilisfang væri það hjá ömmu. Ég naut hennar líkt og önn: ur barnabörn gömlu konunnar. í huga mínum lifir minningin um létta lund og hlýtt fas ömmu minnar. Sigurður Ásbjörnsson. Árið 1932 fluttu ung hjón frá Breiðabólstað á Skógarströnd á Snæfellsnesi suður fyrir fjall að Höfða í Eyjahreppi í Hnappadals- sýslu. Þar voru á ferð hjónin Mál- fríður María Jósepsdóttir og Guð- mundur Sigurðsson. Þau höfðu ekki mikið meðferðis, aðeiris það sem reiðingshestar þeirra og tveggja samferðamanna gátu borið, auk tveggja barna sinna,_ sem voru á fyrsta og þriðja ári. Á þessari jörð bjuggu þau þar til haustið 1973 en þá fluttu þau ásamt Rósinkari syni sínum til Reykjavíkur. Ég átti því láni að fagna, að vera löngum samvistum við ömmu mína Málfríði Maríu Jósepsdóttur og afa minn Guðmund Sigurðsson, bæði í sveit og borg. Að Höfða kom ég fyrst til sumardvalar þriggja ára gömul og var þar hvert sumar til sautján ára aldurs. Mér leið vel í sveitinni og á þaðan hlýjar minning- ar. Það var fróðlegt fyrir mig unga borgarstelpu, sem var vön því að farið var í búðina til að kaupa matvörurnar, að sjá hvernig t.d. mjólkin var unnin í undanrennu, rjóma, smjör og skyr. Ég gekk í hin ýmsu störf með ömmu og hún kenndi mér réttu handtökin, t.d. fórum við með þvottinn, sem búið var að þvo á þvottabretti, niður að á, þar sem hann var skolaður. Ég lærði að mjólka kýrnar og hjálpaði við bústörfin. Amma var mikil kjarnakona, hjálpsöm og gestrisin. Er gesti bar að garði hafði hún ein- att hröð handtök og var með matar- borðið til reiðu á svipstundu. í ágúst 1973 fór ég vestur með son minn nýfæddan. Þá stóðu mikl- ar breytingar fyrir dyrum, því flytja átti suður. Við það varð samband okkar enn nánara, þar sem afi og amma fluttu í næsta hús við mig. Fyrstu árin þeirra í borginni gættu þau sonar míns, þar til hann náði leikskólaaldri. Amma mín var góð vinkona mín. Ekki var hægt að finna fyrir neinu kynslóðabili. Manni var alltaf mál að fara til hennar, hún bjó yfir þeim góða kosti að vera alltaf með létta lund og var alltaf tilbúin til þess að slá á létta strengi. Dagur er að kvöldi kominn. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að njóta hennar þennan tíma og eftir- læt öðrum að njóta gæsku hennar á æðri stigum. Hvíl þú í friði. Fölnuð er liljan og fölnuð er rós. Fölnað er himinsins blessaða ljós. Hnípinn er skógur og hnigið er bar hám sem að áður á björkunum var. (Ben. Gr.) Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090 Þín Ásdís og fjölskylda. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÓTEL LÖFTLEIÖIR ^tvarBLö^ + Móðir mín, SIGRÍÐUR LÁRUSDÓTTIR frá Kornsá, lést í Borgarspítalanum laugardaginn 5. október. Útförin hefur farið fram f kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki deildar B4. Gudrún Runólfsdóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTA ÞORSTEINSDÓTTIR, Efri-RauSsdal, Barðaströnd, lést í Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 14. október. Bylgja Gísladóttir, Guðrún Gfsladóttir, Steina Gísladóttir, Hulda Gísladóttir, Gísli Ásberg Gíslason, Þuríður Margrét Gísladóttir, Kristján Geir Gfslason og bamabörn Ásgeir Einarsson, Jón Bessi Árnason, Gunnar Þór Jónsson, Smári Bent Jóhannsson, Nanna Á. Jónsdóttir, t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir amma og langamma, GUÐLAUG GÍSLADÓTTIR, Grensásvegi 60, Reykjavík, andaöist í Landspítalanum þriðjudaginn 8. október. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Birgir Jensson, Sigríður Kristmundsdóttir, Jónas H. Jónsson, Árnheiður GuSnadóttir, Einar H. Jónsson, Dóra Jónsdóttir. + Ástkærsonur, unnusti, bróðirog barna- barn okkar, JÓHANN SVANUR YNGVINSSON, Langholtsvegi 99, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. októ- ber sl. Yngvinn Gunnlaugsson, Jóhanna Þorleif sdóttir, ArnheiSur Guðmundardóttir, María Yngvinsdóttir, Helga Sigriður Yngvinsdóttir, Marfa Eyjóifsdóttir, Gunnlaugur Valdimarsson. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR, Faxastíg 45, Vestmannaeyjum, lést i Sjúkrahúsi Vestmannaeyja mánu- daginn 14. október. Ágústa Einarsdóttir, Ólafur Oddsson, Dóróthea Einarsdóttir, Magnús Sigurðsson, Elín Brimdís Einarsdóttir, Gísli Kristinsson, Þorbjörg GuSný Einarsdóttir, Einar Örn Arnarson, Sveinn Einarsson, Þorleif Lúthersdóttir, barnaböm og barnabarnabörn. + Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HULDA JÓNASDÓTTIR, Hlíðarvegi 28, Kópavogi, lést í Landspítalanum sunnudaginn 13. október sl. Jarðarförin auglýst síðar. SigríSur Magnúsdótttr, Magnús B. Guðmundsson, Þóra S. GuSmundsdóttir, Ólöf S. Gufimundsdóttir, Einar E. GuSmundsson, Hulda GuSmundsdóttir, GuSmundur R. GuSmundsson, Ragna K. GuSmundsdóttir, barnaböm og barnabamabörn Margrét Þorsteinsdóttir, Hilmar Antonsson, Gunnar Þ. Jónsson, Jóna Gunnarsdóttir,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.