Morgunblaðið - 16.10.1996, Page 31

Morgunblaðið - 16.10.1996, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 31 I I I I 1 I I ; i i 1 í I < < < i < < < < < < < < FRÉTTIR Fundur um forvarnir gegn fíkniefnum BREIÐABLIK heldur opinn fund um fíkniefnaneyslu unglinga og lyfja- notkun íþróttamanna í Smáranum, félagsheimili Breiðabliks við Dal- smára 5 í Kópavogi miðvikudaginn 16. október kl. 20.15. Astæður þess að félagið heldur þennan fund er sú óhugnanlega staða sem upp er komin vegna sívaxandi fíkniefnaneyslu ungs fólks í Kópa- vogi, eins og reyndar annars staðar, og vegna þeirrar staðreyndar að lyfjanotkun íþróttamanna hefur vax- ið á liðnum árum, segir í frétt frá Breiðabliki. Á fundinum verða haldin fram- söguerindi af ýmsum sérfróðum aðil- um um þessi málefni. Eftir að Logi Kristjánsson, formaður Breiðabliks, hefur sett fundinn mun Magnús Ein- arsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, og Bjöm Halldórsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, fjalla um fíkniefnavandann í Kópavogi frá sjónarhóli Iögreglunnar og refsiþátt- urinn. Sigríður María Tómasdóttir hjá Jafningjafræðslunni fjallar um jafn- ingafræðslu, hvað hún hefur gert og hver sé árangurinn. Birgir Guðjóns- son, iæknir, fulltrúi Islands í lækna- nefnd LAAF, mun fjalla um lyfjanotk- un íþróttamanna og afleiðingar henn- ar. Loks mun Ingi Bæringsson, for- vamarfulltrúi SÁÁ, fjalla um forvam- arstarf heima og íþróttafélaga. Eftir framsöguerindin verða pall- borðsumræður undir stjórn _ Karls Garðarssonar, fréttamanns. í pall- borðsumræðunum taka þátt þau sr. Gunnar Siguijónsson, formaður áfengisvamarnefndar Kópavogs, Vanda Sigurgeirsdóttir, knatt- spyrnukona og þjálfari, Björn Hall- dórsson, lögreglufulltrúi, Þráinn Hafsteinsson, íþróttafræðingur, Gunnar Klængur Gunnarsson, deild- arfulltrúi fjölskyldudeildar Kópa- vogsbæjar, Dagbjörg Baldursdóttir, fulltrúi unglingadeildar Kópavogs- bæjar, og Skapti Hallgrímsson, blaðamaður hjá Morgunblaðinu. Fundarstjóri er Ingibjörg Hinriks- dóttir en fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um þessi mál. ■ ÚTSKRIFTARNEMENDUR 1966 og 1967 frá Núpsskóla í Dýrafirði ætla að fjþlmenna og rifja upp góðar stundir í Olveri, Glæsibæ, föstudaginn 18. október nk. LEIÐRÉTT Samþykkt með þremur atkvæðum RANGHERMT var í Morgunblaðinu í gær að tillaga heilbrigðisnefndar um undanþágu frá ákvæðum um hljóðstig í mengunarvarnareglu- gerð vegna nýbygginga við Kirkju- sand hefði verið samþykkt með tveimur atkvæðum fulltrúa R-list- ans. Hið rétta er að allir þrír fulltrú- ar R-listans í nefndinni veittu henni samþykki sitt. Röng dagsetning brúðkaups í brúðkaupstilkynningu hjónanna Berglindar Skúladóttur Sigurz og Sigurðar Valtýssonar í blaðinu í gær voru þau sögð hafa gengið í heilagt hjónaband 7. október sl., en það gerðu þau hinsvegar 7. septem- ber sl. Ekki kært Ranghermt var í fyrirsögn fréttar um meinta nauðgun sem birtist í Morgunblaðinu í gær, að búið væri að leggja fram kæru. Stúlka sú sem um ræðir, tilkynnti um nauðgun til lögreglu en ekki hefur verið lögð fram kæra. Málið er í rannsókn hjá RLR. Fyrsta danskeppni vetrarins DANSSKÓLI Jóns Péturs og Köru stendur fyrir danskeppni nk. sunnudag 20. október. Keppnin fer fram í íþróttahúsinu á Seltjarnar- nesi. Keppni þessi er opin öllum þeim sem stunda dansnám í dansskólum landsins og verður keppt í öllum aldursflokkum, bæði í dönsum með grunnaðferð og með frjálsri aðferð. Þetta er fyrsta danskeppni vetr- arins og er hún styrkt af Supdance skóumboðinu á íslandi, að því er fram kemur I fréttatilkynningu. Húsið verður opnað kl. 12. Keppnin hefst kl. 13 og henni lýkur kl. 17. Aðgangseyrir er 400 kr. fyr- ir böm, 600 kr. fyrir fullorðna og sæti við borð kosta 1000 kr. Haustfagnaður framboðs Guðrúnar Agnarsdóttur STUÐNINGSMENN Guðrúnar Agn- arsdóttur halda haustfagnað föstu- daginn 18. október, í Rúgbrauðs- gerðinni, Borgartúni 6, til þess að hittast og styrkja ijárhag framboðs- ins en gjöld umfram tekjur þess eru enn um 5,6 milljónir króna. Boðið verður upp á málsverð, fjöl- breytt skemmtiatriði, uppboð og happdrætti, en aðgangseyrir að há- tíðinni er 2.500 kr. Meðal skemmti- atriða era söngur, danssýning, tón- list, rímnakveðskapur og leikþáttur. Veislustjóri er Þórhildur Þorleifsdótt- ir, leikstjóri, og uppboðshaldari er Samúel Öm Erlingsson, íþrótta- fréttamaður. Húsið verður opnað kl. 19, en borðhald hefst kl. 20. Björn og Egill á Kringlu- kránni TRÍÓ Bjöms Thoroddsen ásamt Agli Ólafssyni leikur á Kringlukránni mið- vikudaginn 16. október. Aðaluppi- staða tónleikanna er lagaflokkurinn Híf opp sem varð til í samvinnu Bjöms og Egils á síðastliðnu ári. Tónlistin, sem er fjölbreytt, er með ívafi ýmissa stítegunda s.s. djass, rokk og latin-tónlist og einnig I eru áhrif frá íslenskum þjóðlögum. I Flytjendur auk Egils og Björns TRÍÓ Björns Thoroddsen eru þeir Ásgeir Óskarsson á tromm- ' ásamt Agli Ólafssyni, ur og Gunnar Hrafnsson á kontra- í söngvara. bassa. Tónleikarnir hefjast kl. 22. Dagur fæð- unnar í dag MATVÆLA- og landbúnaðarstofn- un Sameinuðu þjóðanna hefur til- nefnt 16. október Alþjóðlegan dag fæðunnar. Þennan dag ár hvert er þess minnst að holl og næg fæða er undirstaða velfarnaðar og heil- brigðs lífs en í ár er dagurinn sér- staklega helgaður baráttu gegn hungri og næringaskorti. Samkvæmt upplýsingum frá Mat- vælastofnuninni eru 800 milljónir manna vannærðar í heiminum, þar af 200 milljónir undir 5 ára aldri. Rúmur helmingur dauðsfalla meðal barna í þróunarríkjum á þannig rót sína að rekja á einn eða annan hátt til lélegs viðurværis og ófullnægj- andi næringar, ekki síst tíðari og alvarlegri sýkinga meðal vannærðra barna. Árið 1992 var haldin alheimsráð- stefna um næringu á vegum Samein- uðu þjóðanna. Yfirlýst markmið eft- ir ráðstefnuna voru meðal annars að fækka vannærðum börnum í heiminum um helming fyrir árið 2000 og útrýma bæði A-vítamín- skorti, sem veldur blindu og augn- sjúkdómum, og joðskorti, sem er útbreiddasta orsök heilaskaða sem unnt er að koma í veg fyrir. Nokkuð hefur síðan áunnist í bar- áttunni við skort á þessum tveimur næringarefnum. Hins vegar hefur ekki gengið jafnvel að. vinna bug á vannæringu meðal barna. Dagur SÞ gegn fátækt á morgun Sameinuðu þjóðirnar hafa valið daginn á morgun, 17. október, al- þjóðlegan dag baráttunnar gegn fá- tækt. Jafnframt hafa SÞ helgað árið 1996 alþjóðlegri baráttu gegn fá- j tækt. Áratugurinn 1997-2006 er j tileinkaður sama markmiði. í fréttatilkynningu segir að þessi ’ vandi sé ein meginundirrót ýmissa í annarra meinsemda sem hijá mann- 1 kyn, svo sem vopnaðra átaka, sjúk- j dóma og hungursneyðar. Hinar ýmsu sérstofnanir SÞ, sem i vinni að þesum málum ásamt al- mannasamtökum á borð við Rauða krossinn og Hjálparstofnun kirkj- unnar, hafi í áranna rás þróað að- ferðir til þess að sinna þessum mál- um á raunhæfari og skilvirkari hátt en áður tíðkaðist, en megináherslan hvíli nú á hjálp til sjálfsbjargar. Einnig sýni leiðtogar í heiminum þessu máli sívaxandi áhuga. Hafnargöngu- hópurinn á bíóslóðum HAFNARGÖNGUHÓPURINN held- * ur áfram að ganga á milli starfandi j og horfinna kvikmyndahúsa í mið- vikudagskvöldgöngu sinni 16. októ- ber. Að þessu sinni verður gengið á milli horfinna kvikmyndahúsa í Kópavogi og Hafnarfirði í fylgd kunnugra. Mæting er við Hafnarhúsið kl. 20. Síðan verður farið með AV, strætis- vögnum Kópavogs og Hafnarfjarðar, suður í Fossvog að göngubrúnni. Sjálf gangan hefst við bautastein í Skógræktinni kl. 20.30 og verður gengið yfir skógræktarsvæðið suður á Digranesháls. Þaðan niður á skipti- stöð AV á Kópavogshálsi og farið með þeim suður í Hafnarfjörð og Strandgatan gengin. Til baka verður - farið með AV. Allir velkomnir. Til leigu 60 fm verslunarhúsnæði í Norðurbrún 2, Reykjavík, við hiiðina á nýrri ELLEFU-ELLEFU verslun. Upplýsingar í síma 557 3131 eða 893 0731. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR 1 IA r\'A RFJA RDARL EIKHÚSIÐ w HERMÓÐUR OG HÁÐVÖR Leiklistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 6-12 ára verður haldið í Hafnarfjarðarleikhúsinu alla laugardagsmorgna fram að jólum. Námskeiðið hefst 26. október. Leiðbeinandi verður Sigurþór Albert Heimisson. Nánari upplýsingar í síma 555 0553 milli kl. 16.00-19.00 alla daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.