Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Smáfólk ^ALL RI6MT, 5TAY TMERE . LUMAT DO I CARE ? ^ NO, MAAM,MY LITTLE5T BROTMEK ISN'T 5TARTIN6 5CM00LTODAY..HE'S MID1N6 ONDER MI5 BEP.. ~<T IV/E KNOWN TOO MANY PEOPLE WHO WENT TO KINDER6ARTEN, ANP NEVER AMOUNTEP TO ANVTHlNé.. AUt i lagi, vertu þarna! Sama er mér! Nei, kennari, litlasti bróðir minn byrjar ekki í skólanum í dag, hann er í felum undir rúminu sínu... Ég hef þekkt of marga sem hafa farið í leikskóla, og aldrei varð neitt úr... BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Að búa til kynþáttafordóma Frá Jóni Magnússyni: ÞAÐ gerist alltaf af og til að upp kemur umræða og blaðaskrif um innflytjendur til landsins. Fyrrver- andi utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, vildi sem slíkur og þá í sinni ráðherratíð auka innflutning útlendinga til íslands samkvæmt lögákveðnum „kvóta“, samanber grein hans í Morgunblaðinu hinn .21. desember 1993.1 sambandi við þetta nefnir hann kynþáttamisrétti og út- lendingahatur, „sem náð hefur að skjóta rótum hér á landi“, og fannst það að vonum hið versta mál. íslendingar eru fámenn þjóð og þekkja ekki þá erfiðleika sem stór- þjóðimar verða að fást við í innbyrð- is átökum þjóðarbrota og skoðana- hópa. Það er óviturlegt að ætla að hjálpa öðrum þjóðum með því að ppna þeim aðgang að íslandi, gera ísland að „griðlandi" fyrir flóttafólk. Það getur ekki í alvöru verið keppi- kefli íslenskra stjómmálamanna að fylla landið af útlendingum. Hér er og hefur verið vemlegt atvinnuleysi. Lög um veitingu ríkisborgararéttar em nokkuð frjálsleg sem kemurfram í því að árlega er fjölda útlendinga veitt hér landvist, fyrir utan þá sem koma tímabundið í atvinnuskyni. Og þeim mun fjölga. Óhjákvæmilegt verður þá einnig sú óæskilega kynblöndun, sem lang- samlega flestir íslendingar em and- vígir. Við höfum mörg óleyst vanda- mál. Hvers vegna þá að skapa ný? Islendingar em að mestu lausir við kynþáttafordóma, því að ástand, sem leiðir til útlendingahaturs hefur ekki myndast hér ennþá. Við þekkj- um mörg dæmi utanlands frá af kynþáttavandamálum. Ríkisstjóm Islands og einstakir ráðherrar eiga fyrst og fremst að gæta hagsmuna íslands og íslend- inga og á íslenskum forsendum. Glæpaverk nasista á fyrri hluta ald- arinnar réttlæta ekki það sjónarmið ráðamanna að opna eigi ísland enn frekar fyrir flóttamönnum en nokkm sinni. í þessu sambandi er gjaman vitn- að til mannréttindayfirlýsingar SÞ, en samkvæmt henni eiga menn rétt á að leita griðlands erlendis vegna ofsókna heima fyrir. Ákvæðið vísar til þess lands, sem menn vilja fara frá. Það má sem sagt ekki meina ofsóttum mönnum að fara úr landi. En ekkert ákvæði mun þar að finna, sem skyldar önnur ríki til þess að taka við flóttamönnum, hvorki póli- tískum né ópólitískum. Hver og einn verður að hlíta þeim reglum, sem gilda um innflytjendur í því landi, sem hann vill beiðast landvistar í. Fólk með ólíka menningu, siðvenjur, trúarbrögð, tungumál og litarhátt, mun valda margvíslegum erfiðleikum hér. Og það mun reynast örðugt að fella úr gildi lögfest ákvæði um „kyóta“ innflytjenda. Ég skora því á ráðamenn okkar í nútíð og framtíð að setja aldrei í lög að tiltekinn fjöldi, eða hlutfall af fjölda landsmanna, fái hér landvist- arleyfi. Það verða aldrei ríkjandi al- mennir kynþáttafordómar hér á landi, meðan ekki koma upp sam- skiptavandamál milli ólíkra kyn- þátta. Það verður því að sporna við innflutningi fólks með mjög ólíka menningu. Þetta vitum við öll. JÓN MAGNÚSSON, Bókhlöðustíg 7, Stykkishólmi. Blóðsugur á þjóðinni Frá Eggerti E. Laxdah^ ÞAÐ kemur að því að við íslendingar verðum að taka endanlega afstöðu til ESB. Gylliboðin eru mörg en ókostimir eru fleiri og hættulegir fullveldi landsins. ESB er ekki nein góðgerðarstofnun heldur hvert á móti stórgróðafyrirtæki sem svífst einskis þegar í harðbakka slær. Þeir vilja seilast inn í fiskimið landsins og aðrar auðlindir sem við byggjum efnahagstilveru okkar á og setja síðan sína menn í æðstu stöður þar sem þeir hafa áhrif og gera ís- lendinga að þrælum sínum þar sem þeir geta komið því við. Kjarabarátta hinna ýmsu stétta í landinu verður barin niður með ódýru útlendu vinnuafli sem ekki er félags- bundið og þjóðin verður látin lepja dauðann úr skel. Islendingar munu ekki verða hafðir með í ráðum hvað snertir nýtingu auðlinda landsins, heldur verða annars flokks borgarar án áhrifa. Okkur verður gert að greiða fjárfúlgur fyrir þjónustu og skuldimar við útlönd aukast, en þær eru ærnar og þjóðinni hættulegar. Það er því mál að rísa úr svefni og hafna með öllu ásælni annarra þjóða og hagsmunaaðila, hveiju nafni sem þeir nefnast. Bændur verða með tímanum skomir niður við trog þótt þeim sé heitið styrk, en hann er að- eins tímabundinn og mögulegt að fella hann niður hvenær sem er. Látum ekki glepjast af innantóm- um gylliboðum, lítum heldur raun- sætt á málin og spyijum. Viljum við vera sjálfstæð þjóð eða nýlenda fjár- plógsmanna? Ef við viljum tryggja sjálfstæði þjóðarinnar höfnum við ESB og öðrum slíkum kumpánum sem ekki verða annað en blóðsugur á þjóðinni. EGGERT E. LAXDAL, box 174, Hveragerði. Hvad skal segja? 39 Væri rétt að segja: Mér gæti hentað þannig bíll. Svar: Orðið þannig er ekki lýsingarorð; það er atviksorð og ætti því að fylgja sagnorði fremur en nafnorði. Þess vegna væri réttara að segja: Mér gæti hentað slíkur bíll. Hinsvegar væri rétt að segja: Margir aka þannig, að háski stafar af. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.