Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ + Októbertilboð Fyrir aðeins 4000 kr. færðu myndatöku af börnúnum þínum og eina stækkun 40 x 50 sentimetra innrammaða. Að auki færðu að velja úr 10- 20 öðrum nvyndum af börn- unum og þær fæfðu með 50% afslætti frá gildandi verðskrá ef þú pantar strax. ÚRVALS JÓLAGJÖF Hringdu og láttu senda þér frekari upplýsingar, en bíddu ekki of lengi, tilboðið gildir aðeins í ákveðinn tíma. Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. URTE PENSIL Propolis - Sólhattur Virkni þeirra þekkja flestir en saman er árangurinn enn betri. Auk þess 4 steinefnaríkar jurtir sem eru styrkjandi og stuðla að betri líðan. Önnur heilsuefni frá NaturDrogeriet: BIO-SILICA Gott fyrir hárið, I neglurnar, beinin, bandvefi og yngir húðina. H JÁRN í melassa og sojaoliu virkar vel. SKALLIN PLUS vinur magans, hreinsandi og grennandi. Fræhýði af Ispaghúla -náttúrulegur fiber. Fæst hjá: Árbæjar Apótcki, Breiöholts Apóteki. Grafarvogs Apóteki, Laugavegs Apóteki, Kópavogs Apóteki, Mosfells Apóteki, Apóteki Sudurnesja, Hraunbergs Apóteki, Blímiavali, Fjarðarkaupum, Heilsuhúsinu Kringlunni og Skólavörðustig, Heilsuhorninu Akureyri, Heilsuvali, versl. Hollt og gort Skagaströnd, Heilsukofanum Akranesi, Ingólfsapóteki og Sjúkranuddstofu Silju. 1 BI0-SELEN UMB..SIMI 557 6610 PCI iím og fúguefni _r_ _L JZ > ^aí*t *~\í 'ecBI ID1** ín tS4r iTT Tl Stór höfða 17, við Gul linbr ú, sími 567 4844 Eg þakka innilega öllum þeim, sem glöddu mig með nœrveru sinni, blómum, gjöfum og heillaóskum á 90 ára afmœlisdaginn þann 8. október síÖastliÖinn. Sérstakarþakkir tilfólksins í Hallgrímskirkju. Guö blessi ykkur. Hansína Jónsdóttir, Bollagötu 16, Reykjavík. JMeð Kínaklúbbi tn PERU QíJUA Nú fer að verða hver síðastur að skrá sig í 24 daga Iangt ferðalag til Perú, en ferðin hefst þann 21. nóv. með því að flogið verður til Lima via New York. Síðan verður ferðast til Cuzco, Machu Picchu, Juliaca, Titicacavatnsins, Arequipa, Nazca, Ica og Paracas. Eftir að Perúferðinni lýkur, er hægt að dvelja nokkra daga í New York, áðuren haldiðer heim. Verð á mann, fyrir þessa fróðleiks- og skemmtiförtil Perú (vorhiti þar)f er 275 þús. Upplýsingar gefur Unnur Guðjónsdóttir í síma 551 2596. IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Snjór í Esjunni FYRIR nokkru var spurt í Velvakanda hvort Esjan hefði orðið alveg snjólaus í sumar. Nokkrir höfðu samband vegna þessa og þeirra á meðal var Reynir Eyjólfsson lyfjafræðmgur. Hann fór þarna upp og sagði að fannir hefðu verið í Gunnlaugsskarði, líklega um 300 fm að stærð, eða um 130 tonn af ís. Síðan fyldist hann með þessu í sjónauka fram til 4. októ- ber en þá voru fannirnar ekki horfnar og virtust ekkert hafa minnkað frá 29. september. En frá fyrstu viku í október hefur verið svalt þarna uppi, þannig að þær hafa lítið minnkað. Esjan hefur því ekki orð- ið alveg snjólaus þetta árið, en Reynir taldi að ef næsta sumar yrði hlýtt myndu þær líklega hverfa. Proderm ÞAR SEM svo margir eiga við húðvandamál að stríða vil ég segja frá reynslu minni af Proderm-húðvörn, sem er froða á brúsa, ef það gæti orðið öðrum til sama gagns og mér. Eftir að hafa reynt ótal húðvarn- ir verð ég að segja að árangur af Proderm er í algjörum sérflokki. Ég hef notað það við fjölmörgu, m.a. óþoli fyrir hráum fiski og kjöti og er árangurinn skjótur og frábær. Eg hef brennt mig við eldhússtörf og notað Proderm á bruna- sárin og það ótrúlega er að brunasviðinn hverfur algjörlega á örfáum mínút- um. Ég starfa sem dag- móðir og eitt barnanna hefur liðið af exemi á hönd- um, fótum, baki og andliti, kinnar barnsins þoldu illa kulda og voru stöðugt rauð- ar og sprungnar. Ég bar Proderm á barnið í nokkra daga, tvisvar á dag og áður en það fór heim. Að nokkr- um dögum liðnum var allt gróið og húðin slétt og fín. A bleiuofnæmi, sviða, kláða, þurra húð, saxa á höndum og fótum, hefur Proderm virkað jafn vel í öllum tilvikum. Það er til mikilla þæginda að vörnin smitar ekki í matvæli eða fatnað og þolir núning og þvott. Að endingu, enginn í fjölskyldunni hefur fengið sveppasýkingu á sund- og íþróttastöðum eftir að við fórum að bera Proderm á fæturna áður og eftir að farið er á þessa staði. Þessi húðvörn fæst í öllum apó- tekum. Guðrún Tómasdóttir dagmóðir. Merkið hlífðarfötin PABBI sex uppkominna barna með fjölskyldur og enn fleiri barnabörn hringdi og sagði að konan hans, Laufey, hefði tvíveg- is gengið fram á vandaða krakkaúlpu í Vesturbæn- um. Hún tók úlpuna upp í seinna skiptið og sá að hún var merkt með símanúmeri sem var í Fossvoginum. Þangað hringdi hún og úlpan góða var sótt og vermir nú eigandanum. Foreldrar, merkið hlífð- arföt barna ykkar. Tapað/fundið Trúlofunarhringur tapaist TRÚLOFUNARHRING- UR tapaðist í miðbænum sl. helgi. Innan í hringnum stóð Þín Asta. Hafi einhver fundið hringinn er hann beðinn að hringja í síma 555-1491. Úlpa tapaðist í Breiðholtskirkju NÝ SVÖRT unglingaúlpa úr gúmmíkenndu efni með gráu fóðri tapaðist úr fata- hengi í Breiðholtskirkju. Hún var merkt Oasis og fæst ekki á íslandi. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 565-1688. Veski tapaðist SVART seðlaveski með skilríkjum og peningum tapaðist í strætisvagni, leið 14, frá Hlemmi upp á Ár- túnshöfða fyrir u.þ.b. tveimur vikum. Finnandi er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 566-8810 eða 566-8812. Finnur Jóhannsson. Gleraugu fundust FUNDIST hafa vönduð gleraugu. Upplýsingar í síma 551-0985. Gæludyr Týnd læða SVÖRT læða með gyllta hálsól hvarf að heiman úr Gígjulundi, Garðabæ, 18. september sl. Hún svarar nafninu Dimma og á það til að fara inn í bílskúra og lokast þar inni. Ef ein- hver hefur orðið var við Dimmu er hann vinsam- lega beðinn að hafa sam- band við Sigrúnu B. í síma 565-8686 eða í vinnusíma 551-5055. SKAK Umsjón Margelr Pctursson STAÐAN kom upp á Ólympíumótinu í Jerevan í viðureign tveggja stór- meistara. Magem Badals (2.570), Spáni, var með hvítt og átti leik, en Zolt- an Almasi (2.655), Ung- verjalandi, hafði svart. 21. Bxc7! - 0-0 (Auðvitað ekki. 21. - Hxc7? 22. Hd8 mát) 22. Rd8! (Vinnur skiptamun, því svarta drottningin á engan reit til að víkja sér undan á) 22. — Hcxd8 23. Hxd8 - Hxd8 24. Bxd8 - Bg6 25. Bc7 HVITUR leikur og vinnur. - h5 26. b3 - b5 27. Hdl og þar sem svartur hefur engar bætur fyrir liðstapið gafst hann upp. Haustmót TR. Umferð í kvöld í öllum flokkum. Al- þjóðamótið hefst kl. 18, en í hinum kl. 19.30. HUN Sigga mín hefur náð ótrúlegum árangri í píanónáminu. Kennarinn hennar er hættur að setja eyrnatappa í eyrun þegar hún kemur í tíma. Ást er., ¦ o <? <ö £| BM 1 o £>« * <3 1 ° „_* 8-7 aðsjárautt. TM Reg U S Pal. Off — all nghis feserved (C) 1996 LOS AngelCS Tkfies SyfKfcale Víkverji skrifar... ÞAÐ hefur verið heldur óvenju- legt andrúm í þjóðfélaginu að undanförnu, því segja má að þjóðin hafí beðið með öndina í hálsinum í hálfan mánuð eftir að flóð úr Gríms- vötnum hlaupi fram Skeiðarársand. Það var strax sólarhring eftir að gosið hófst í vestanverðum Vatna- jökli sem vísindamenn sögðu það nánast öruggt að hlaup yrði á næstu 24 tímum. Svona hefur það gengið síðan, en menn eru þó hættir að vera með svo nákvæmar tímasetn- ingar og raunar virðast margir ef- ast um að hlaup verði í bráð. Þótt íslendingar eigi jarðfræðinga, jarð- eðlisfræðinga, jarðskjálftafræðinga og jöklafræðinga í fremstu röð á heimsmælikvarða sýnir ástand það, sem skapast hefur undir jökli við gosið, okkur að enn er langt í land að þekking vísindamanna á iðrum jarðar og hvað þar gerist í raun og veru við eldsumbrot og jarðhrær- ingar sé tæmandi. Ef marka má orð sérfræðinganna, þá virðist fátt vera hefðbundið í þeim umbrotum sem nú eiga sér stað fyrir austan. EKKI þarf að koma á óvart þótt athygli umheimsins hafi verið vakin á hamförunum fyrir austan. Fjölmargir fréttamenn komu til landsins og sjónvarps- stöðvar sendu hingað tökulið sem beið í viðbragðsstellingum, rétt eins 'og íslenskir kollegar þeirra. Þær kvikmyndir sem sjónvarpið sendi til erlendra fréttastofa og ljósmyndir, sem Morgunblaðið sendi víða um heim, eiga ekki minnstan þátt í að hafa vakið athygli umheimsins. Enda voru kvikmyndirnar og ljós- myndirnar svo stórbrotnar, að ekki var unnt annað en hrífast af þeim kynngikrafti sem braut sér leið í gengum nokkur hundruð metra is- hellu og út í andrúmsloftið. XXX SVO mjög tókst landanum að komast á kortið í þessari at- rennu, að The Times helgaði ís- landi leiðara sinn í síðustu viku, þann 8. október, þar sem stríð nátt- úruöfl á og við Island eru tíunduð með dramatískum hætti. Leiðara- höfundur segir Alþingi geta gert kröfu til þess að vera nefnt vagga lýðræðisins, jafnframt því sem hann lýsir því með hvaða hætti þjóðin standi vörð um tungu sína og menn- ingu. Hann segir hlutfall læsi hvergi vera hærra í heiminum, árlega sé hér gefinn út óheyrilegur fjöldi bóka, á Islandi sé sinfóníuhljómsveit, ball- ett, ópera og fjórar sjónvarpsstöðv- ar. íslendingar séu öfundsverðir af góðum lífskjörum, sem þeir byggi á ríkulegum þorskafla. Þeir sem flykk- ist til íslands, til þess að fylgjast með ógnum náttúruaflanna, geti ekki annað en fyllst aðdáun á þjóð sem búi sér siðmenntað þjóðfélag í landi sem sé á mörkum hins byggi- lega heims. Sennilega myndi enginn ferðabæklingur frá Ferðamálaráði eða íslenskum ferðaskrifstofum lýsa þjóðinni á jafn jákvæðan og róman- tískan hátt og leiðarahöfundur The Times gerir. m « i I i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.