Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 40
- 40 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATH! Djöflaeyjan í Stjörnubíói er sýnd í A-sal á öllum sýningum. SYNÐ I A-SAL KL. 5, 7, 9 og 11 í THX Far- eöa Gullkortshafar VISA og Námu- og Gengismeð- limir Landsbanka fá 25% AFSLÁTT. Gildir fyrir tvo. MARGFALDUR Sýnd kl. 7.10 og 9.10. SUNSET PARK LIÐIÐ Sýnd kl. 5.10 Suðupottur í Suðurríkjum KVIKMYNPIR Bíóborgin, Bíóhöilin DAUÐASÖK „A TIME TO KILL“ ★ ★ ★ DAUÐASÖK eða „A Time to Kill“ eftir Joel Schumacher sem byggist á fyrstu skáldsögu John Grishams hefur allt sem voldugt og spennandi suðurríkjadrama með réttlætið sér við hlið getur haft uppá að bjóða. Svívirðilegan glæp sem fær kynþáttahatur milli hvítra og svartra til að blossa upp á yfirborðið, hefndarmorð, kyn- þáttaóeirðir á götum úti, þjóð- ■ varðlið í viðbragðsstöðu, logandi krossa Ku Klux Klan, leyniskytt- ur, og réttarhöld sem stefna hvít- um og svörtum hveijum gegn öðrum. Og hún hefur persónugall- i erí við hæfi; ungt fórnarlamb alls : hins versta og skelfilegasta sem í hinum öfgafullu, hvítu Suðurríkj- < um býr, svarta föðurinn sem tekur | lögin í sínar eigin hendur og drep- i ^ ur hvítu mennina tvo er nauðguðu , og reyndu að drepa tíu ára gamla i dóttur hans, ungan hvítan lög- mann sem tekur að sér að verja ' svertingjann, harðsvíraðan sækj- i anda sem beitir öllum ráðum til , að fá svertingjann dæmdan fyrir morð og dómara sem virðist standa með honum svo aðeins nokkrir séu nefndir. Við höfum áður séð hatrið milli hvítra og svartra á þessum slóðum fært upp í góðum kvikmyndum, „To Kill a Mockingbird" og „Miss- issippi Burning" svo aðeins tvö dæmi séu tekin, og þótt Joel Schumacher sé enginn listamaður og nái ekki dýpt þeirra mynda er hann skelfing góður fagmaður í anda t.d. Ron Howards og gerir magnaða mynd eftir sögunni þar sem spurningin í réttarsalnum snýst ekki um sekt eða sakleysi heldur réttlæti. Schumacher er allan tímann með myndina á suðu- punkti og gerir Dauðasök að stór- góðri skemmtun sem setur upp athyglisverða spumingu um hefndarrétt í spennandi og óhugn- anlegum réttarhöldum. Myndin er byggð á sterkri sögu sem gott handrit hefur verið gert eftir og hún er mjög vel leikin. Þetta er suðurríkjadrama sem er eins heitt og þau heitust geta orðið. Hér er valinn maður í hveiju rúmi og Dauðasök er einmitt gott dæmi um það þegar Hollywood flaggar öllu besta hæfileikafólki sínu. Samuel L. Jackson er faðir- inn og Jackson sýnir hann í sam- úðarfullu ljósi án þess að gefa tommu eftir sem stoltur fjöl- skyldumaður er finnst hann hafa gert skyldu sína, Patrick McGoo- han, sem lék Játvarð kóng svo eftirminnilega í „Braveheart“, rík- ir yfir dómsalnum eins og mið- aldalénsherra, Kevin Spacey er saksóknarinn glettilega lymsku- legur, Kiefer Sutherland er hat- ursfullur fulltrúi öfgastefnu hvíta mannsins og Kurtwood Smith Leikstjóri: Joel Schumacher. Hand- rit: Akiva Goldsman. Kvikmynda- taka: Peter Menzies, jr. Framleið- endur: Arnon Milchan, Michael Nathanson og John Grisham. Aðal- hlutverk: Sandra Bullock, Matthew McConaughey, Samuel L. Jackson, Kevin Spacey, Brenda Fricker, Oli- ver Platt, Donald Sutherland, As- hley Judd og Patrick McGoohan. ■ Wamer Bros. 1996 Morgunblaðið/Jón Svavarsson j LÉTTKLÆDD stúlka í fangi eins gests á forsýningu á „Striptease". kemur fram í litlu hlutverki erki- dreka KKK-reglunnar. Oliver Platt er skilnaðarlögfræðingur á eilífðarfylliríi með úrelta Elvis- barta, jafnvel Brenda Fricker er kölluð frá írlandi í litla rullu og Donald Sutherland er sem oftar í seinni tíð í lítt skilgreindu huldu- hlutverki. Allt eykur þetta lið á vikt og virkt myndarinnar. Sandra Bullock leikur aðstoðar- konu lögfræðingsins en vand- ræðalegt sambandið á milli hennar og nýstirnisins Matthew McCon- aughey er einmitt veikasti hlekkur myndarinnar. Bullock gerir lítið annað en flissa við nýstirninu sem er svona sambland af Jeff Bridges og Woody Harrelson og stendur sig prýðilega. Hann hefur alla burði til að halda uppi stórmynd á borð við þessa og stefnir í að vera aðeins meira en venjulegur túttukjaftur frá draumaborginni. Joel tók áhættu þegar hann setti hann í aðalhlutverkið í stórmynd sem Dauðasök en hún borgaði sig. Fyrir utan að standa sig í stykkinu er eitthvað ferskt við nýjan leikara eins og hann. En Schumacher ræður ekki við efnasambandið á milli þeirra Bullocks og McCon- aughey, sá þáttur er einfaldlega hallærislega gegnsær. Honum gengur mun betur að fá adrenalín áhorfenda til að flæða og maga til að herpast sam- an af óhugnaði sögunnar og spennunnar í réttarsalnum án allt- of mikillar sýndarmennsku. Hann nær að skapa af kostgæfni and- rúmsloft haturs og óhugnaðar, trúr kjarna sögunnar sem fjallar um réttlæti og ranglæti fremur en sök eða sakleysi. Arnaldur Indriðason Léttklæddar í Regnboga KVIKMYNDIN „Striptease", með Demi Moore og Burt Reynolds í aðalhlutverkum var forsýnd í Regnboganum um helgina. Af því tilefni mættu léttklæddar stúlkur á staðinn og dreifðu auglýsingum fyrir nýjasta fatafellustaðinn í bænum, Erotic Club Oðal, fyrir sýningu en sem kunnugt er fjallar myndin um konu sem fellir föt til að ala önn fyrir sér og börnum sinum. ciccec t>Sk-0 SNORRABRAUT 37, SÍMI 552 5211 OC 551 1384 NETFANG: http://www.islandia. is/sambioin DAUÐASOK FYRIRBÆRIÐ Sýnd kl. 4.45. ÍSLENSKT TAL A4MBIO Sannkölluð stórmynd gerð eftir samnefndri metsölubók John Grisham (The Client, Pelican Brief, The Firm). Faðir tekur lögin í sínar hendur þegar illmenni ráðast á dóttur hans. Saksóknarinn krefst þyngstu refsingar og réttarhöldin snúast upp í fjölmiðlasirkus. Frábærir leikarar í öllum hlutverkum. Samuel L. Jackson (Pulp Fiction), Sandra Bullock (While You Were Sleeping), Matthew McConaughey, Oliver Platt (Flatliners), Brenda Fricker (My Left Foot). Leíkstjóri: Joel Schumacher (The Client, Batman Forever, Falling Down, Flatliners). RÍKHARÐUR Bjarki Guðmundsson, Birgir Stefánsson og Sigurður Bragason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.