Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 44
*f0tm(lafr ife \ Happaþrennu fyrír afganginn HYUNDAI HÁTÆKNI TIL FRAMFARA gg) Tæknlval SKEIFUNNI (7 SlMI 550-4000 ¦ FAX 550-4001 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUBCENTRUM.IS / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTOBER 1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Fuglaþing á "Tjörninni ÍSSKÁN hefur myndast á Tjorninni og hafa fuglar hóp- ast að henni svo ásýndum er þetta eins og fuglaþing. Fíkniefni í skólum ^"Þvagsýni tekið ef grunurer um neyslu DÆMI eru um að grunnskólar í Reykjavík hafi látið taka þvagsýni úr börnum og unglingum, til að kanna hvort grunur um fíkniefna- neyslu sé á rökum reistur. Þetta hefur verið gert í samráði við for- eldra barnanna. Kristín A. Árnadóttir, aðstoðar- maður borgarstjóra og formaður vímuvarnanefndar Reykjavíkur, segir að rætt hafi verið um að grípa í auknum mæli til slíkra ráða, rétt eins og bílstjórum sé gert að blása í blöðru, leiki grunur á ölvun þeirra undir stýri. Yímulaust ísland árið 2002 Reykjavík tekur þátt í sam- starfi 200 evrópskra borga sem ^lÉperjast SeSn fíkniefnum. Nýlega • var ákveðið að borgirnar myndu styðja íslensk stjórnvöld og stefna að fíkniefnalausu íslandi árið 2002. Evrópsku borgirnar bjóða fram alla sérfræðiaðstoð sem ís- lendingar vilja. Kristín kveðst von- ast til að hægt sé að grípa þetta einstaka tækifæri. ¦ Mætum neikvæðri/7 Morgunblaðið/Kristinn Flugleiðir panta nýja Boeing 757 flugvél FLUGLEIÐIR hf. hafa ákveðið að ganga til samninga við Boeing-verk- smiðjurnar í Bandaríkjunum um kaup á nýrri Boeing 757-200 þotu sem verður afhent í nóvember á næsta ári. Jafnframt verður samið um kauprétt á annarri flugvél sömu tegundar sem bætist i flotann í apríl 1999. Þetta var samþykkt á stjórn- arfundi Flugleiða í gær. Verðmæti tveggja nýrra Boeing 757-200 véla er nú um 7 milljarðar króna. Jafnframt samþykkti stjórn félags- ins að stefnt skyldi að því að selja °S leigja aftur af kaupendum eina af eldri Boeing 757 þotum fyrirtækis- ins síðar á þessu ári. Með þessu leys- ir félagið til sín töluverða dulda eign í flugvélinni því markaðsverð Boeing Samið um kaup- rétt á annarri vél - Heildarverð 7 milljarðar 757-200 flugvéla nú ertöluvert hærra en bókfært verð. Afkoman og eigin- fjárstaðan batnar sem því nemur. Félagið tók á leigu nýja Boeing 757-200 vél síðastliðið vor til sex ára, þannig að það mun hafa yfir að ráða níu millilandaflugvélum í lok næsta árs. Sú tíunda bætist við í apríl 1999 þegar kauprétturinn verð- ur nýttur. Einar Sigurðsson, aðstoðarmaður forstjóra, sagði í samtali við Morgun- blaðið að vöxtur hefði verið hjá félag- inu undanfarin ár og fyrirsjáanlegt að sá vöxtur héldi áfram. „Það er stefnt að því að auka og styrkja markaðsstarf félagsins og að því hefur verið unnið undanfarið. Við gerum ráð fyrir að nýja vélin verði notuð til að auka tíðni og þjónustu á meginleiðum okkar bæði til Evrópu og Bandaríkjanna." Einar sagði að kaup á nýju vélinni á næsta ári hefðu í för með sér ráðn- ingu 50-60 flugfreyja og flugmanna. Ekki þyrfti að bæta hlutfallslega jafnmiklu við af fólki annars staðar í fyrirtækinu þannig að betri nýting næðist fram á öðrum sviðum. ¦ Samið um kaup/13 Fáskrúðsfjörður Hoffell selttil Namibíu 15 skipverjar missa vinnuna KAUPFÉLAG Fáskrúðsfírð- inga hefur gert bráðabirgða- sölusamning um sölu á togar- anum Hoffelli til Namibíu. Eftir að Hoffell fer úr landi verður aðeins systurskip Hof- fells, Ljósafell, eftir á Fá- skrúðsfírði. Fimmtán manna áhöfn Hoffells hefur verið sagt upp störfum. Eiríkur Ólafsson, útgerðar- stjóri, sagði að ástæðan fyrir því að skipið væri selt væri að lítill kvóti væri fyrir tvö skip, þ.e. Hoffellið og Ljósa- fellið, og afkoma í fískyinnsl- unni væri mjög léleg. í fram- haldi af því væri áhugi á að fara meira yfír í uppsjávar- fisk. „Við erum að aðlaga fyrir- tækið breyttum aðstæðum og allt kemur til greina sem get- ur styrkt stöðu fyrirtækisins hérna á staðnum," sagði hann. Hann sagði að ýmislegt kæmi til greina varðandi ann- að skip. „Hvort sem um yrði að ræða bein kaup, eignar- aðild eða eitthvað annað," sagði hann. Hann sagði að Hoffelið yrði afhent í næstu viku. Kaupverð fékkst ekki upp- gefið. Hálfslegnir Högni Skaptason, skip- stjóri á Hoffellinu, sagði að þrátt fyrir að lengi hefði leg- ið í loftinu að skipið yrði selt hefðu skipverjar ekki átt von á því að nýlokin veiðiferð yrði sú síðasta. Skipverjarnir fímmtán frá Fáskrúðsfírði væru því óneitanlega hálf- slegnir og tryðu því ekki að óreyndu að fyrirtækið leitaði ekki allra leiða til að útvega önnur störf. Leitin að skip- verjum á Jonnu enn árangurslaus LEIT að skipverjum af Jonnu SF frá Höfn sem fórst á sunnudags- kvöld var haldið áfram í gær og leituðu á sjötta tug manna. Leitin hefur engan árangur borið. Leitarmenn gerðu hlé á eftir- grennslan um miðjan dag í gær en síðan var leitað fram í myrk- ur. Menn gengu fjörur frá Eld- vatnsósi vestur að Sólheimasandi, sem er ríflega hundrað kílómetra langt svæði að sögn Agnars Davíðssonar hjá björgunarsveit- inni Kyndli á Kirkjubæjarklaustri, auk þess sem notast var við fjór- hjóTog bifreiðar. Framhald næstu daga Leitarsvæðið var ekki ýkja erf- itt yfirferðar og viðraði sæmilega til leitar, að sögn Agnars. Lítils- háttar brak barst á land í gær, til viðbótar við það sem hefur þegar rekið á fjörur. Búist er við að leit verði haldið áfram með einhverjum hætti næstu daga. .lóii Gunnar Helgason Vignir Högnason Guðjón Kjartan Viggósson Þeirra er saknað MENNIRNIR, sem saknað er eftir að vélbáturinn Jonna SF 12 fórst, heita: Jón Gunnar Helgason, skip- stjóri, 41 árs, kvæntur og fjögurra barna faðir. Vignir Högnason, vél- stjóri, 32 ára. Vignir er í sambúð og á tvö börn og tvö fósturbörn. Guðjón Kjartan Viggósson, 18 ára, háseti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.