Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 16. OKTOBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Líney UM SÍÐUSTU helgi sigldi 150 tonna bandariskt kúfiskveiðiskip, sem keypt hefur verið til kúfisk- veiða, til Þórshafnar og var almenningi þá til sýnis. Hluti kúfiskafurða á Bandaríkjamarkað Markaðssetning hefur hingað til verið helsti flöskuhálsinn KÚFISKVEIÐAR hefj- ast í vikunni á vegum íslensks kúfisks ehf. á Þórshöfn og tveggja bandarískra fyrirtækja sem hafa um 50 ára reynslu af vinnslu og veiðum á kúfiski. Ekki hefur enn tekist að tryggja markað fyrir allar afurðirnar en hluti fer til Bandaríkjanna, að sögn Jóhanns Á. Jónsson- ar, forstjóra íslensks kúfisks og Hraðfrystistöðvar Þórshafnar. „Helsti flöskuháls íslenskra fyrirtækja sem reynt hafa fyrir sér með kúfisk- vinnslu hefur hingað til verið markaðssetningin. Við vonum að banda- rísku meðeigendurnir hjálpi okkur að selja fiskinn en stærsti markaður- inn fyrir slfkan fisk er einmitt í Bandaríkjunum," sagði Jóhann í sam- tali við Morgunblaðið. Jóhann sagði ennfremur að til standi að reyna aðra markaði m.a. í Evrópu en verð fyrir kúfisk er Kvótasalan íHafsjó KVÓTASALAN hefur gert samning við Streng um aðgang að upplýs- ingakerfinu Hafsjó og textavarpi RUV til að auðvelda viðskiptavinum sínum aðgang að nýjustu upplýsing- um um verð, framboð og eftirspurn á kvóta, að sögn Svavars Þorsteins- sonar hjá Kvótasölunni. Inn í liðinn „sjávarútvegur - Kvóti" er settur nýr valmöguleiki, sem er „Kvótasalan ehf.". Þar er hægt að fá upplýsingar um þau verð, sem í gildi eru hverju sinni, svo og möguleika á skiptum, bæði á aflamarki og aflahlutdeild. Einnig er Kvótasalan ehf. komin með síðu á textavarpinu númer 645 þar sem hægt er að nálgast þessar sömu upplýsingar. MICRON 1 TÖLVUR fyrir kröfuharða Tölvu-Pósturinn Hámarksgæðt Lrignmrksvcrð GLÆSIBÆ, ÁLFHEIMUM, SÍMI 533 4600, FAX: 533 4601 um 100 kr. fyrir kílóið. Ekki er ennþá ljóst hve framleiðslan verður mikil en leyfi fékkst til að veiða um 12-15.000 tonn af skelfiski á ári. Helldarkostnaðurinn áætlaður um 90 mlllj. kr. Stjórn Byggðastofnunar veitti fyrirtækinu 1,5 millj. kr. styrk síðastliðið vor en hvorki fékkst styrkveiting frá Fiskveiðasjóði ís- lands né Rannóknarráði íslands eins og óskað var. Heildarkostnaður er áætlaður um 90 miUjónir króna, að sögn Jóhanns. Um helgina sigldi 150 tonna bandarískt kúfiskveiðiskip sem keypt var til veiðanna, til Þórshafn- ar. Skipið er 17 ára gamalt og í áhöfn þess eru 4. Það verður við veiðar 1-3 daga í senn á miðum norðaustur af Iandinu. Jóhann segir töluverða hagræð- ingu vera fólgna í kúfiskvinnslunni á Þórshöfn þar sem frystihúsið verður samnýtt, t.d. tæki, frysting og starfsfólk. Með kúfiskvinnslunni skapast um 15 ný störf í frystihús- inu. Keyptur var vélbúnaður til skel- fiskvinnslunnar en fiskurinn sjálfur er aðeins um 10% vigtar þegar skel- in hefur verið fjarlægð. Hann er síðan sandhreinsaður, þveginn og frystur. Að sögn Jóhanns er kúfiskur vin- sæll á borðum Bandaríkjamanna á austurströndinni, sérstaklega í súpurétti. Leita tilboða í innfjarðarrækju UTGERÐIR þriggja rækjubáta á Húsavík, sem stunda inn- fjarðarrækjuveiðar á Skjálf- anda, auglýstu á dögunum eft- ir tilboðum í viðskipti bátanna á komandi vertíð en ekki hefur náðst samkomulag við rækjuvinnslu Fiskiðjusamlags Húsavíkur um verð á rækjunni. Nokkuð ber á milli í viðræðum við FH Útgerðirnar þrjár, Knarrareyri ehf., Uggi sf. og Flóki ehf. hafa að undanförnu staðið í samninga- viðræðum við Fiskiðjusamlagið en samkomulag hefur ekki náðst um verð á rækjunni og hefur nokkuð borið á milli, að sögn Guðmundar Hólmgeirssonar, framkvæmda- stjóra Knarrareyrar ehf. Aðeins þrír bátar, Aron ÞH, Guðrún Björg ÞH og Fanney ÞH hafa heimild til innfjarðarrækjuveiða á Skjálf- andaflóa og er byrjunarúthlutun svæðisins samtals 700 tonn en vertíðin stendur frá 5. október til 30. apríl. Guðmundur segir aðJík- lega verið bætt við úthlutunina því bátarnir hafi veitt um 1.000 tonn af rækju á síðasta fiskveiðiári. Sættum okkur ekkl við verð „Ástæða þess að við gripum til þessara aðgerða er sú að eftir samningaviðræður við rækju- vinnsluna hér á staðnum gátum ekki sætt okkur við það verð sem í boði var. Auðvitað yrði það þægi- legast fyrir alla ef við gætum land- að rækjunni hér og hún færi ekki út úr plássinu. En við höfum heim- ild til að selja rækjunna hvert á land sem er og þegar tilboðin bár- ust sátu að sjálfsögðu allir við sama borð," segir Guðmundur. Guðmundur vildi á þessu stigi málsins ekki gefa upp hve mikið bar á milli í samningaviðræðunum við Fiskiðjusamlagið. Hann segir að nú sé verið að fara yfir tilboð en tiboðsfresturinn rann út á há- degi í gær. Hann sagðist hafa orðið var við mikinn áhuga á rækj- unni og fjöldi fyrirspurna hafi bor- ist, jafnvel frá ólíklegustu sdtöðum en vildi að svo stöddu ekki gefa upp hvort eitthvert tilboðanna hafi verið betra en tilboð Fiskiðjusam- lagsins. Leyfi til rækjuveiða veitt við Namibíu SAMNINGAVIÐRÆÐUR um rækjuveiðar við strönd Namibíu standa yfir um þessar mundir. Eru það út- gerðarfyrirtækin Siglfirðing- ur hf. á Siglufirði og Snæfellingur hf. í Ölafsvík sem lýst hafa yfir vilja til að hefja þessar tilraunaveiðar. Samningar um veiðarnar eru enn ekki frágengnir, en Namibíustjórn hefur þegar veitt leyfi fyrir veiðun- um og munu þær verða stundaðar innan landhelgi Namibíu. Tilgangurinn sá að kanna ný veiðisvæði Ef af samningunum verður munu fyrirtækin tvö senda sitt hvort rækjuveiðiskipið, mönnuð íslenskri áhöfn, á veiðarnar í byrjun næsta árs. Að sögn Ragnars Olafssonar, skipstjóra og eins af eigendum Sigl- firðings, er hér um tilraunaverkefni að ræða og tilgangurinn sá að kanna ný veiðisvæði svo og að huga að nýjum möguleikum til að færa út kvíarnar. Rækjuveiðar á þessu svæði hafa ekki verið stundaðar síðastliðin sex til sjö ár eða síðan stjórn Namibíu færði landhelgina út í 200 mílur, en þá stunduðu Spánverjar og Rússar rækjuveiðar á svæðinu. Takmarkaðar upplýs- Góður grálúðuafli á línu á Reykjaneshrygg 123 tonn fyrir 40 millj. hjá norsku línuskipi NORSKI línubáturinn Torita gerði góðan grá- lúðutúr á Reykjanes- hrygginn í sumar. Var aflinn alls 123 tonn á tæplega tveimur mánuðum og aflaverðmætið um 40 milljónir ísl. kr. Segir frá þessu í færeyska blaðinu FF, blaði verka- og veiðimanna en sex Færeyingar voru í 12 manna áhöfn Toritu. Kemur fram í blaðinu, að Færeyingar hafi sjálfir mikinn áhuga á að reyna fyrir sér með línu á Reykjaneshryggnum og telji, að þar séu miklir möguleikar. Alberg Gaardlykke, einn Færey- inganna, segir að veiðiskapurinn hafi ekki farið vel af stað, aðeins nokkrar lúður yfír daginn, en þeir lögðu línuna mest á 900 faðma dýpi. Hafi þeir meðal annars misst línu, sem festist í kóröllum, en síðan fundu þeir „rás", sem þeir héldu sig það sem eftir var af túrnum. Þar veiddist vel og jókst aflinn eft- ir því sem á leið. Línan dregin eftir tvo sólarhringa Gaardlykke segir, að norskur netabátur hafi einnig verið að reyna fyrir sér á þessum stað og gerst mjög ágengur við þá á Toritu. Þeir gáfu þó hvergi eftir og þegar þeir brugðu sér einu sinni til íslands til að sækja vistir þá létu þeir línuna liggja á meðan. Segir Gaardlykke, að vel hafi gefist að láta línuna liggja nokkuð lengi og nefnir sem dæmi, að einu sinni hafi legið í tvo sólarhringa og var aflinn aldrei meiri en þá. Gaardlykke telur, að miklir möguleikar séu á Reykjaneshrygg og hvetur til, að Færeyingar fari að gefa þeim meiri gaum. Raunar hafa einhver færeysk skip reynt þar fyrir sér með misjöfnum árangri en í FF kemur fram, að raunar sé búið að selja úr landi flest línuskip- in, sem geta fryst aflann um borð. Eins og fyrr segir var aflinn hjá Toritu 123 tonn og var hann seldur í Álasundi þar sem um 300 kr. ísl. fengust fyrir kílóið. ingar hafa fengist um þær veiðar svo og veiðisvæðin. Rækjan mun verða heilfryst um borð í íslensku skipunum og henni síðan landað í Namibíu og seld þaðan, en engin rækjuvinnsla er ti) staðar í Namibíu. Ráðstefna um fiskgæði og markaði RÁÐSTEFNA verður haldin í Dan- mörku um næstu mánaðamót í sam- starfi Rannsóknastofnana fiskiðn- aðarins á Norðurlöndunum. Fjallað verður um hinn „pólitíska" neyt- anda, samband framleiðenda og markaðar, þrýstihópa, alþjóðalög, þýðingu umhverfísmála, ógnir og möguleika í fiskiðnaði. Fjöldi fyrir- lesara verður á ráðstefnunni, bæði frá stofnunum, samtökum og fyrir- tækjum. Þeirra á meðal verður Gylfi Aðalsteinsson frá Marstar sem fjalla mun um tæknilega möguleika á öflun og úrvinnslu upplýsinga í sambandi við fiskgæði og fískmark- aði. Það er Nordisk Fiskeríesaw- arbejde sem stendur fyrir ráð- stefnuhaldinu, en það er samstarfs- vettvangur norrænna stofnana á sviði fiskiðnaðarrannsókna sem settur var á stofn að tilhlutan Nor- rænu ráðherranefndarinnar. Mark- miðið er að örva samstarf milli stofnanna og starfrækja gagnvirkt tölvunet á milli þeirra. Miðstöð tölvunetsins hér á landi er á Rann- sóknastofnun fískiðnaðarins. Ráð- stefnan, sem er öllum opin, verður haldin í Sorup á Sjálandi fimmtu- daginn og föstudaginn 31. október og 1. nóvember. Frekari upplýs- ingar veitir Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.