Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR16. OKTÓBER1996 C 3 FRETTIR Hrakfarirnar má rekja til samkeppnishæfni Tími til kominn að meta þörfina „VEGNA stjórnskipaðs aumingja- dóms íslenskra skipasmíðastöðva hafa verið byggð erlendis stærstu skip íslenska fiskiskipaflotans og viðamiklar stækkanir og breytingar farið fram á mörgum af hinum eldri skipum okkar til að takast á við ný verkefni á úthöfunum á sama tíma og við íslendingar höfum allt sem þarf nema kannski samkeppnishæfni í verði og tíma og eitthvað af iðnaðarmönnum," segir Freysteinn Bjarnason, útgerðarstjóri hjá Síld- arvinnslunni hf., sem fjallaði m.a. um málmiðnað og þarfir fiskiskipa- flotans á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva á dögunum. Freysteinn segir að ástæður hrakfara iðnaðarins á síðari árum megi fyrst og fremst rekja til sam- keppnishæfni. Þau glæsifley, sem byggð hafi verið hérlendis á árum áður, hafi einfaldlega verið of dýr og menn lent á verðbólgubáli, sem þá var kynnt með hvað mestum myndarskap, en eigi ekki lengur við. Auk þess hafi stjórnvöld ákveðið að fiskiskipastóllinn væri orðinn of stór og með öllum tiltæk- um ráðum hefði þurft að stöðva stækkun eða öllu heldur þróun hans, þó fyrirséð hafi verið að þær aðgerðir gengu af skipasmíðaiðn- aðinum dauðum. Þannig hefðu ís- lenskar skipasmíðastöðvar koðnað niður og mannafli með mikla starfsþekkingu horfið til annarra starfa. „Árin liðu og minnkandi kvóti á helstu nytjategundum í lögsögunni leiddi til þess að út- vegsmenn fóru meira að huga að veiðum utan lögsögu og það er sá vaxtarbroddur, sem skipt hefur sköpum." Öflug viðgerðarþjónusta Freysteinn segir að þó svo að stjórnvaldsaðgerðir hafi leitt til þess að allar leiðandi skipasmíða- stöðvar í landinu hafi lent út af sporinu og siglt í þrot, sé nú upp- bygging þeirra hafin að nýju og þess vegna sé full þörf á að kanna hver hin raunverulega þörf sé nú og hvert beri að stefna. Undanfar- in ár hafi ákveðin endurnýjun átt sér stað í togaraflotanum, en hún hafi því miður nánast öll átt sér stað erlendis. „Eigum við að una því eða stefna að því að hefja nýsmíðar af einhverjum krafti inn- anlands eða einbeita okkur að við- haldsverkefnum og því sem ég tel hvað markverðast, smíði á vinnsl- ulínum og búnaði þeim tengdum, hátæknibúnaði sem við sannarlega stöndum hvað fremstir í. Mín skoðun er sú að málm- og skipaiðnaðurinn eigi fyrsta kastið að byggja upp öfluga viðgerðar- þjónustu þar sem verkefnin eru ærin. Enn er drjúgur hluti loðnu- flotans úr sér genginn og þarfnast mikilla úrbóta og fjöldi togara og báta eru úr sér gengnir," segir Freysteinn. Að hans mati þarf að byrja á því að stöðva þann óslitna straum íslenskra verkefna, sem leita til útlanda með því að bjóða sam- keppnishæfa þjónustu hérlendis. Aftur á móti vandi það málið að eina kynslóð málmiðnaðarmanna vanti inn í greinina þar sem að fjölgun hafi engin orðið í stéttinni í 10-15 ára niðursveiflutíma og því ættu stjómvöld vandlega að huga að verknámi og starfsþjálfun yngri manna. • Verk-og útboðsgögn Hann nefnir sömuleiðis sem mikilvægt atriði undirbúning verka og gerð útboðs- og tilboðs- gagna, en þar sitji útgerðaraðilar ekki síður í súpunni en stöðvarnar sjálfar. „Mörg dæmi eru um að gerð hafa verið tilboð í ákveðinn verkefni og aðilar orðið ásáttir um verð og verktíma, en verkið varla farið af stað þegar aukaverkin hrúgast upp. Oftast og án athuga- semda taka stöðvarnar við þeim Vilja breytt hlutaskipti og allan fisk á markað BREYTT hlutaskipti og að allur fiskur fari á markað verða tvær meginkröfur Vélstjórafélags ís- lands í komandi kjarasamningum. Með því vilja vélstjórar koma böndum yfír kvótabrask og hækka hlutaskipti vélstjóra í samræmi við námstíma. Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélags íslands, segir að frá því að fiskverð var gefið frjálst hafi verið reynt að fara tvær leið- ir til að koma böndum á að útgerð- ir gætu ákveðið fiskverð eftir eig- in geðþótta. „Þar á meðal er úr- skurðarnefnd sjómanna sem við bundum ákveðnar vonir við og að mínu mati hefur nefndin gert margt gott en nær engu að síður ekki utan um það sem henni var ætlað. Þá er aðeins eftir að setja allan afla á markað því þá fæst hreint verð til að gera upp úr," segir Helgi. „Að setja allan fisk á markað hefurmiklar afleiðingar og þess vegna hef ég lagst gegn því þang- að til nú. Hér er mjög gróið kerfi til staðar og útgerðir með eigin skip sækja í mörgum tilfellum afla og tegundir í samræmi við vinnsluþörfina hverju sinni. Þetta kerfi myndi þvi koma til með að riðlast ef allur fiskur færi á mark- að en auðvitað mun það komast í jafnvægi aftur." Vilja hærri hlut en stýrimenn Auk þess mun Vélstjórafélagið setja fram þá kröfu að hlutakipt- um vélstjóra á skipum með stærri aðalvélar en 1500 kílóvött verði breytt. Á þessum skipum er kraf- ist vélfræðingsmenntunar sem er sjö ára nám, utan ákveðins sigl- ingatíma. Helgi segir þennan námstíma vera um það bil þrisvar sinnum lengri en námstíma skip- stjóra og stýrimanna á vikomandi skipum. „I dag er yfirvélstjóri með einn og hálfan hlut líkt og stýrimaður. Stýrimaðurinn ber samt sem áður enga lagalega ábyrgð heldur vinnur undir stjórn skipstjóra. Yfirvélstjóri ber hins- vegar mikla lagalega ábyrgð gagnvart viðhaldi og skoðunar- skyldum. Við teljum því að yfir- vélstjóri eigi að hafa hærri Iaun en stýrimaðurinn, vera með hlutaskiptin 1.75, fyrsti vélstjóri 1.5 og annar vélstjóri 1.25. Fyrir- myndina af þessu kerfi höfum við reyndar frá Færeyjum en hér er hlutaskiptakerfið rótgróið og þegar fara á að breyta því mætir það ævinlega mikilli andstöðu," segir Helgi. til að hressa upp á afkomuna því verðlag á aukaverkunum er oftast allt annað og raunar stundum næstum glæpsamlega hátt. Síðan tefjast verklok. Þá fer stundum að æsast leikurinn og þrátt fyrir að umsamið tilboðsverk sé langt á eftir tímanum, segir viðgerðarð- ilinn að það sé allt vegna auka- verkanna, sem þó voru ekki nefnd sem seinkunarvaldar. Afleiðing- arnar verða þær að verð viðgerð- arinnar, verktími og traust milli aðila fýkur veg allrar veraldar. Útgerðarmenn eru litlu framsýnni þegar þeir fara utan með verk- efni, en oft tekst þó erlendu stöðv- unum að standa betur við tíma- áætlanir þar sem þær eru stærri en þær íslensku, en verðið hækkar ekki síður en hér heima. Þarna þurfa íslensku stöðvarnar að taka sig verulega á." Nýsmíði sem sveiflujöfnun Að mati Freysteins, er að skap- ast visst hættuástand vegna þenslu sem ofgert gæti iðnaðinum þó sú þróun gæti allt eins gjör- breyst innan f árra mánaða. í þessu sambandi finnst honum koma til greina það sem hann kallar ný- smíði sem sveiflujöfnun, sem klár- lega þyrfti að vera ríkisstyrkt á einhvern hátt án þess þó að þeir, sem kynnu að reyna nýsmíði hér á landi, hvorki tapi eða græði veru- legar upphæðir, heldur verði slíkir styrkir til að auðvelda hagkvæmni í rekstri. „Hagkvæmt geti t.d. reynst að kaupa skrokka inn frá ódýrari löndum, eins og Norðmenn hafa gert í verulegum mæli, og nýta síðan hæfni íslenskra iðnaðar- manna til að innrétta slík skip. Þó ekki eigi að stuðla að miðstýr- ingu, gæti hæglega verið réttlæt- anlegt að ruglaðar rúmmálsreglur um stækkun flotans yrðu látnar víkja í slíkum tilvikum og það teld- ist þá stuðningur hins opinbera við greinina. Sá þáttur, sem mér hinsvegar virðist vera hvað álitlegastur í dag er smíði og hönnun á alls kyns vinnslulínum og búnaði til full- vinnslu á afurðum. Þar hafa ís- lenskir hönnuðir og iðnaðarmenn sannað sig svo um munar og þar er sá vaxtarbroddur, sem ég tel vænlegastur. Ekki er að efa að með góðri markaðsstýringu eru miklir möguleikar fyrir hendi. Hátæknibúnaður, sem þróaður hefur verið hjá okkur, er með því allra besta sem þekkist í veröld- inni," segir Freysteinn Bjarnason. STÖÐVA þarf þann óslitna straum íslenskra verkefna, sem leita til útlanda, með því að bjóða samkeppnishæfa þjónustu hér á landi, að mati Freysteins Bjarnasonar. PerkíllS Bátavélar GÆÐI • ÖRYGGI • EIVDING 6 cyl. 215-225 hö lll/llil'lllliíi Sparneytnar og endingargóðar 4 cyl. 76-82 bö við 2200-2800 snnninga líi'linii boðið mjög gott verð til 1. nóvember. Vélar til afgreiðsln slrav með gír og skráfabónaði. 6 cyl. 250-300 hö við 2500 sndninga Tryggvagata 18 • Símar 552 1286 • 552 1460 P.O. Box 397 • 121 Fteykjavík • Telefax 562 3437 Vita- og hafnamálastofnun og Siglingamálastofnun ríkisins eru komnar í sömu höfn: Ný stofnun hefur oröið til með sameiningu Siglingamálastofnunar ríkisins og Vita- og hafnamálastofnunar. Lög þess efnis tóku gildi 1. október. Ný stofnun mun taka yfir öll verkefni eldri stofnananna og sinna þeim áfram í lítt breyttri mynd. Siglingastofnun er staðsett að Vesturvör 2, Kópavogi þar sem áður var aðstaða Vita- og hafnamálastofnunar. SIGLINGASTOFNUN ÍSLANDS VESTURVÖR Z ¦ 100 KÓrAVOGUR MMl 500 0000 . FAX S60 006«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.