Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR Fiskverð heima Alls fóru 110,0 tonn af þors% um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 77,1 tonn á 67,61 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 6,0 tonn á 69,58 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 26,9 tonn á 121,09 kr./kg. Af karfa voru seld 29,8 tonn. í Hafnarfirði á 304,00 kr. (0,11), á Faxagarði á 65,00 kr. (0,21), en á 66,87 kr. (29,61) á Fiskm. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 12,8 tonn. í Hafnarfirði á 48,00 kr. (0,51), á Faxagarði á 61,00 kr. (1,01) og á 63,22 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (12,21). Af ýsu voru seld 63,8 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 95,00 kr./kg. Fiskverð ytra h Þorskur mmm—m Karfi Ufsi Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í siðustu viku, samtals 304,8 tonná141,35kr./kg. Þar af voru 37,4 tonn af þorski seld á 177,73 kr./kg. Af ýsu voru seld 141,9tonná127,87 kr./kg, 24,5 tonn af kola á 202,38 kr./kg og 44,7 tonn af karfa á 76,84 kr. hvert kíló. Ekkert íslenskt skip seldi afla í Þýskalandi í síðustu viku. Hrun kommúnismans hefur gjörbreytt fiskmarkaðinum ■mmmmmmmmmm^^mmmn^^mm k síðustu 13 Óhjákvæmilegt að bylta S SS úrvinnslunni í þorskinum a? ^pa markaðs r hlutdeild sinni fynr nýjum tegundum eins og lýsingi og sérstaklega alaskaufsa. Er það meginniðurstaða nýrrar markaðskönnunar, sem greint var frá á sjávar- útvegssýningunni Nor Fishing í Þrándheimi í Noregi í ágúst síðastliðn- um. Samkvæmt henni hefur Alaskaufsi frá Rússlandi og Kína miklu meiri áhrif á markaðinn og mikið magn af ufsaflökum frá þessum tveim- ur löndum hefur dregið verulega úr þýðingu þorsksins. markaðnum þar hafa Norðmenn og íslendin'gar ekki getað nýtt sér það. í stað kanadíska þorsksins hafa komið ufsaflök f'rá Rússlandi og Kína. Augljóst er, að á þessum mark- aði hafa orðið grundvallarbreyt- ingar og engin ástæða er til að ætla, að þær gangi til baka á næstunni. Rússar og Kínverjar ráðandi í skýrslunni um könnunina er bent á og kom mörgum á óvart, að hrun kommúnismans í Austur- Evrópu er ein af meginástæðunum fyrir þeim breytingum, sem orðið hafa á markaðnum. Eftir að Sovét- ríkin leystust upp neyddust út- gerðarfélög þar til að selja aflann þar sem hægt var að fá fyrir hann erlendan gjaldeyri, sem síðan var notaður til kaupa á eldsneyti og ýmsum búnaði. Þetta þýddi, að mikið af fiski, sem áður fór til neyslu í Sovétríkjunum, barst nú inn á heimsmarkaðinn á lágu verði. Átti þetta ekki lítinn þátt í að ýta þorskinum út af gamalgrón- um mörkuðum sínum í Evrópu og '•'Norður-Ameríku. Úr 80% í 40% Sem dæmi um þetta má nefna, að 1988 voru þorskflökin með 80% Evrópumarkaðarins en 1995 var hlutfallið komið niður fyrir 40%. Á Bandaríkjamarkaði hefur þróunin verið svipuð. Lýsingur og alaskaufsi hafa á móti aukið sína markaðshlutdeild í Evrópu og er hún nú komin í 60% en var 20% fyrir 13 árum. Raunar hefur afli og framboð af svokölluðum „hvítfíski“ minnkað á heimsmarkaði en innan Evrópu- sambandsins hefur neyslan þó -aukist á sama tíma. Hefur eftir- spurninni verið mætt með ódýrum fiski frá Austurlöndum. Verulega hefur dregið úr þorsk- ^ veiðum á síðustu árum ef Barents- hafið er undanskilið. í Noregi hef- ur þorskaflinn aukist um nokkurt árabil en þrátt fyrir gott framboð þaðan hefur gengið illa að hasla þorskinum aukinn völl í Evrópu. Er það fyrst og síðast að kenna verðinu. I Bandaríkjunum er það sama uppi á teningnum. Þótt þorskur frá Kanada sé horfinn af Evrópusambandsríkin eru að langmestu leyti háð innflutningi á fiski eða að 87%. Af hveiju kílói af fiski, sem þar er neytt, koma næstum 0,9 kg annars staðar frá og mikið frá Rússlandi og Kína. í Bandaríkjunum er ástandið betra en þar nemur innflutningur 21% af neyslunni. Þetta þýðir hins Bjartsýni í Grimsby MJÖG vel hefur tekist til með Anb-ín víúclrinti q endurnýjun fiskmarkaðarins í ivuKin viosKipti a Grimsby og hafa ViðSkiPtin við fiskmarkaðnum hann aukist verulega. Er hann nú með þeim bestu í Evrópu. Það eru ekki síst Færeyingar, sem hafa aukið landanir sínar í Grimsby, aðallega á þorski en einnig á ýsu og öðrum tegundum. Kæligeymslur markaðarins eru mjög fullkomnar og í þeim er unnt að geyma ferskan fisk í sólarhring að minnsta kosti án þess að fiskgæðin rýrni nokkuð. Vegna þess er auðvelt að dreifa löndun- um á allan sólarhringinn og draga þar með úr toppunum, sem áður voru. Eru forsvarsmenn markaðarins bjartsýnir á framtíðina og segja, að hann hafi hleypt nýju lífi í höfnina og þar með borg- ina sjálfa. Stærstu frystigeymslur í Evrópu Fiskmarkaðurinn í Grimsby tók nýlega þátt í sjávarútvegssýn- ingunni Nor-Fishing I Noregi og í kjölfarið hafa margir Norð- menn sýnt markaðnum aukinn áhuga. Þar er gömul hefð fyrir sölu á ferskum fiski í Bretlandi. Fyrir utan kæligeymslurnar má nefna, að fyrirtækið Frigoscandia hefur komið upp frystigeymslum í Grimsby, þeim stærstu í Evrópu og hugsanlega í heimi. Var þessi framkvæmd mjög umdeild í fyrstu en þykir nú styrkja stöðu hafnarinnar og markaðarins verulega. vegar einfaldlega það, að Rússar og Kínveijar munu hafa æ meiri áhrif á heimsmarkaðinn á næstu árum. Það þýðir líka, samkvæmt fyrr- nefndri skýrslu, að hefðbundnir fískframleiðendur eins og íslend- ingar, Norðmenn og Kanadamenn verða að koma fram með nýja vöru eða kannski öllu heldur að breyta afurðunum og úrvinnslunni frá því, sem nú er. Öðru hveiju hafa birst fréttir um, að farið sé að ganga á ufsa- stofninn í Norður-Kyrrahafi en nýjustu athuganir sýna, að hann er enn mjög sterkur. Það má því búast við, að ufsinn eigi enn eftir að sækja sig á flakamarkaðnum. Rétt er þó að nefna, að þorskurinn hefur enn forystu á markaðnum fyrir lausfryst flök. Ný úrvinnsla óhjákvæmiieg Þegar verðið er skoðað kemur í ljós, að mikil fylgni er með þorsk- og ufsaverðinu í blokkinni. í laus- frystu flökunum hefur þorksinum hins vegar tekist að halda sínu striki óháð ufsanum. Það gefur aftur tilefni til að hugleiða hvort „hvítfisks“-markaðurinn sé að verða lagskiptur. Hvort kominn sé til sögunnar dýr markaður fyr- ir lausfryst þorskflök og ódýr markaður fyrir ufsa? Þótt eitthvað sé til í því, ættu þorskframleiðend- ur samt að fara varlega. Þeir geta ekki keppt við ódýru ufsaflökin frá Rússlandi og Kína og vilja það heldur varla. Eins og áður segir eru þorsk- framleiðendur hvattir til að fara að hugsa framleiðsluna og úr- vinnsluna upp á nýtt en í skýrsl- unni segir, að þess sjáist þó fá merki enn. Hjá því verði þó ekki komist vilji þeir og þau samfélög, sem háðust eru þorskveiðum, halda stöðu sinni í breyttum heimi. Eftirspurn eftir unnum sjávarafurðum í Bretlandi 0 10 20 30 40 50 60þús. tonn Magnið 1990-95 (Fish and Chips) Skyndibitastaðir Krá Mötuneyti Mötuneyti í skólúm Hótel Veitingahús Mötun. í heilbrigðisst. Annað Ferskur sjávarafli 16g Frosinn sjávarafli Unnar afurðir Fteyktar Skelfiskur afurðir -h -t- 100 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Skipting eftir tegundum, tonn Flök á ESB-markaði Fiskflök á ESB-markaði % árin 1983-1995 Þorskblokkin á niðurleið FYRIR13 árum eða 1983 hafði þorskblokkin 80% markaðarins í Evrópusambandsríkjunum en nú aðeins 40%. í Bandaríkjunum hefur þróunin verið sú sama. Á þessum tíma hafa alaskaufsi og lýsingur aukið hlutdeild sína úr 20% í 60% og virðast stöðugt vera að styrkja stöðu sína. Það er aðeins í lausfrystum flökum, sem þorskurinn hefur haldið sínu, en óvíst er hve lengi það verður. Verðþróun Verðþróun á fiski sept. 1994-ágúst 1996 4,5 dollari/kg. 0,0'94 1995 1996 EINS og sjá má hér að ofan hefur verð á þorskblokk á Bandaríkjamarkaði lækkað töluvert en verð á ufsablokkinni heldur þokast upp á við. Verð á lýsingnum hefur verið nokkuð sveiflukennt en meðajverðið hefur þó lítið breyst. Í Banda- ríkjunum er búist við, að fram- boð á þorskblokk frá Noregi og íslandi verði nokkuð stöðugt á næstunni en þó takmarkað og að óbreyttu mætti því búast við einhverri verðhækkun. Eins og fram kemur hér á markaðssíð- unni er samt ekki á það treyst- andi. Minna framboð frá Rúss- landi gæti þó haft áhrif á verð- þróunina svo fremi framboðið frá Kína aukist ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.