Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 C 7 GREINAR fl Fjarskiptamál • * sjomanna Lárus Jóhannsson EG VIL byrja á að þakka Árna Bjarnasyni á Akureyrinni EA 110 góð orð í garð starfs- manna strandarstöðva Pósts og síma í grein sinni sem birtist í Morgunblaðinu þann 11. sept. sl. undir fyrir- sögninni: „Ófremdar- ástand ríkir nú í fjar- skiptamálum". Það er alltaf ánægjulegt og nauðsynlegt að menn tjái sig og vekji til umræðu ýmis málefni sem þeir telji að betur megi fara, og ekki síð- ur það sem vel er gert. Sjómenn sem aðrir mættu gera meira af því. Tjáskipti og umræður er vænlegasta leiðin til að nálgast skynsamlegar niðurstöður. Með takmörkunum á fiskveiðum á heimamiðum hefur færst í aukana að íslensk fiskiskip sæki dýpra en áður, og á fjarlæg mið til úthafs- veiða, þó einkum í Smuguna, á Reykjaneshrygginn og á Flæmska hattinn. Þessi sóknarbreyting hefur valdið aukningu í fjarskiptum við þessi skip, sérstaklega á stuttbylgj- utíðnisviðinu vegna fjarskiptavega- lengdar. Afgreiðsla símtala um ís- lenskar strandarstöðvar til og frá skipum á þessum úthafsveiðisvæð- um fer fyrst og fremst fram á stutt- bylgjum um Reykjavíkurrad- íó/TFA, þó einnig sé stundum sam- band við þessi skip á millibylgjum (MB), og einnig þá t.d. um strandar- stöðvarnar Siglufjarðar-radíó/TFX í Smuguna og Vestmannaeyja-rad- íó/TFV.á Flæmska hattinn, yfir vetrartímann þegar dimmt er orðið, fyrir áhrif jónalaganna. Fréttir frá fréttastofu RÚV eru einnig sendar á stuttbylgjum til sjómanna og ís- lendinga erlendis 5 sinnum á sólar- hring frá Reykjavík-radíó. Bœtt við sendum Vegna aukningar á símtala- afgreiðslu við skip á stuttbylgju var bætt við einum stuttbylgjusendi á Reykjavíkurradíó snemma á þessu ári og annar er væntanlegur í gagn- ið innan tíðar, þannig að þá hefur stöðin yfir að ráða sjö stuttbylgju- sendum. Þess má geta að allur tækjabúnaður stöðvarinnar var endurnýjaður árið 1993. Til að bæta enn sambandsmöguleika er stöðin búin bæði stefnuvirkum og óstefnuvirkum sendi- og viðtöku- loftnetum. Sókn í Smuguna og á önnur úthafsveiðisvæði hefur að mestu verið árstíðabundin, þ.e.a.s. að íslenski fiskiskipaflotinn sem stundað hefur þar veiðar gerir það Í^SIMRAD Anritsu smábátaradar + • 24 mílna • Þrívíddarmynd • Hagstætt verð Friðrik A. Jónsson Fiskislóð 90, Reykjavík, sími 552 2111. ekki samfellt árið um kring. Á sumum þess- ara svæða eru engin eða fá skip ákveðinn hluta árs, en í annan tíma fjöldi skipa. Eftirspurnin eftir samtölum á stuttbylgj- um er því sveiflukennd, stundum mjög mikil og stundum minni þannig að nóg er þá af lausum fjarskiptarásum. Eftir- spurnin er ekki síður sveiflukennd eftir tíma dags. Mest er eftir- spurn eftir símtölum um strandarstöðvarnar eftir vaktaskipti um borð í skipunum, en vaktaskiptin eru á svipuðum eða sama tíma sól- arhringsins hjá flestum þeirra m/y staðartíma skipsins (skipstíma). Á þeim tíma óska flestir um borð eft- ir símtali, þannig að stundum getur einhver bið orðið eftir því að fjar- skiptarás losni. Staðartími færður til Mér hefur verið tjáð að um borð í flestum íslensku skipunum sem stunda veiðar t.d. í Smugunni, sé Ekki dugir eingöngu að strandarstöðvarnar séu búnar fullkomnum tækjakosti, skrifar Lárus Jóhannsson, heidur þurfa skipin einnig að vera búin nauðsynlegum og góð- um fjarskiptatækjum. notaður íslenskur staðartími (UTC) sem skipstími, en tímasvæðið í Smugunni er u.þ.b. 3 tímum á und- an íslenskum staðartíma. Ef skip- stjórar breyttu staðartíma skips, þ.e. skipstíma um borð, á því út- hafsveiðisvæði sem þeir eru staddir á hverju sinni eitthvað í átt að tíma- svæði úthafsveiðisvæðisins, en ekki allir jafnmikið, á þann veg að það munaði e.t.v. 1 til 3 klst. á skips- tíma milli skipa eða hóps skipa á sama úthafsveiðisvæði, þannig að vaktaskipti í skipunum væru ekki á sama tíma um borð í þeim öllum, mætti draga úr og jafna út þeim stóru álagspunktum sem koma upp á vaktaskiptatímanum í stutt- ^TSURUMI SLÓGDÆLUR Margar stærðir. Níösterkur rafmótor 3 x 380 volt 3x220volt Tvöföldfcétt- ing með sili- koni á snertiflötum Öflugt og vel opið dælu- I hjóí með i karbíthnifum tM^'J'l'* VSkútuvogi 12a, 104 Rvk. tr 581 2530 bylgju-afgreiðslu símtala. Slíkt fyr- irkomulag gæti orðið til bóta fyrir sjómenn á þessum slóðum, a.m.k. hvað varðar símtala-afgreiðsluna, þannig að bið myndaðist síður á mestu álagstímunum, og strandar- stöðvarnar gætu veitt sjómönnun- um betri þjónustu sem vissulega er ávallt þeirra markmið. Að sjálfsögðu væri gott að geta bætt þjónustuna við sjómenn enn frekar þannig að álagspunktar mynduðust ekki, en í þessari þjón- ustu sem annarri er það alltaf spurningin um peninga. En ekki dugir það eingöngu til að strandar- stöðvarnar séu búnar meiri og full- komnari tækjakosti, heldur þurfa skipin einnig að vera búin nauðsyn- legum og góðum fjarskiptatækjum. Nú var það svo því miður, a.m.k. í byrjun, að sum þeirra skipa sem fóru til úthafsveiða á fjarlæg mið voru ekki búin fullnægjandi stutt- bylgjustöðvum til að halda uppi stuttbylgjusambandi fyrir símtöl, miðað við fjarlægð þeirra frá ís- landi, þ.e.a.s. stuttbylgjustöðvum sem gátu unnið a.m.k. á tíðnisviðinu frá 4 Mhz til 16 Mhz. Þessi um- ræddu skip voru búin millibylgju- stöðvum fyrir tíðnisviðið frá 1,6 Mhz til 4 Mhz sem að öllu jöfnu dugir ekki yfir svo miklar fjarlægð- ir. Ódýrasta þjónustan íslensku strandarstöðvarnar bjóða í dag upp á ódýrustu verðin fyrir þjónustu sína í samanburði við flestar strandarstöðvar í Evrópu og þó víðar væri leitað, munurinn er margfaldur miðað við sambærilega þjónustu erlendra strandarstöðva. Símtalagjöld um íslenskar strandar- stöðvar hafa því verið afar hag- stæð. í samanburði við símtala- afgreiðslu um gervihnetti er 7-11 sinnum ódýrara að tala frá íslensku skipi gegnum íslenska strandarstöð en _um gervihnattasambönd. Árið 1995 voru afgreidd um Reykjavík-radíó 22 neyðartilvik, 75 háskatilvik, 40 aðstoðarbeiðnir vegna vélarbilana, og 52 beiðnir vegna læknisaðstoðar. Ekki eru þá meðtalin þau tilvik sem fóru um hinar 4 íslensku strandarstöðvarn- ar. Öll neyðartilvik, háskatilvik og beiðnir vegna læknisaðstoðar, og önnur tilvik þar sem hætta steðjar að, hafa forgang fram yfir alla aðra almenna afgreiðslu um strand- arstóðvarnar. Ef nota þarf rásir strandarstöðvanna fyrir einhverja slíka þjónustu eru þær tafarlaust teknar til slíkrar afgreiðslu, þó svo að þær séu í notkun fyrir almenna eða forgangsminni þjónustu. Læknisbeiðnir hafa forgang Til upplýsinga fyrir skipstjórnar- menn og sjómenn, þá hafa beiðnir um læknisaðstoð forgang yfir alla almenna afgreiðslu í fjarskiptum. Uppköll vegna slíkra tilfella skulu hefjast á orðinu „MEDICO" og síð- an kall til (nafn) þeirrar strandar- stöðvar sem kalla á upp og síðan nafn og kallmerki skipsins. Einnig má nota alþjóða háskamerkið „PAN PAN" kallað þrisvar sinnum, í al- varlegum tilfellum og ef líf liggur við, og orðið „MEDICO" á eftir, síðan nafn strandarstöðvarinnar sem kalla á upp, og svo nafn og kallmerki skipsins. Einnig má gera kall til allra stöðva („ALL STAT- IONS") með sama hætti. Ef ekki næst samband á kall- eða neyðar- rásum má nota hvaða fjarskiptarás sem er, sem ekki er þegar upptekin í neyðar- og háskafjarskiptum til að koma slíku uppkalli á framfæri, þ.m.t. vinnurásir, þó svo þær séu uppteknar eða í notkun. Höfundur er yfirdeildarsljóri Reykjavíkurradíós. ATVINNAIBOÐI YFIRVÉLSTIÚRI UEISTJORAR Traust útgerðafyrirtæki óskar eftir að ráða yfirvélstjóra með VF-1 réttindi og vélstjóra helst með 4. stigs réttindi. Vélastærð skipanna er 1325 kw og 1766 kw. Um er að ræða góð störf á frystitogurum. Það er um að gera að kanna málið og sjá hvað er í boði. Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. Allar nánari upplýsingar veita Torfi Markússon og Jón Birgir Guðmundsson í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: viðkomandi störfum fyrir 25. október nk. RÁÐGARÐURhf SrjáRNUNAROGREKSIRARRÁÐgÖF FurugirölS 108 RaykJaWk Slml 533 1800 F»: 833 1808 rlatfang: romidlunOtraknat.lt Halmaaloa; http://www.tr.knat.ls/raciBartlur OSKAST KEYPT Traust viðskipti Óska eftir föstum viðskiptum á ufsa. Getum gert upp eftir hverja vigtun. Áhugasamir leggi inn svör á afgreiðslu Mbl. merkt: „T - 1456". """" TILSÖLU Karfi til leigu. Þorskur til sölu. Sími565 6412, fax565 6372, Jón Karlsson. BÁTAR-SKIP Fiskiskip og kvóti til sölu Vélskipið Trausti ÁR-313, skipaskrámr. 1156, sem er 149 brl. stálskip, smíðað á Akureyri 1971 og yfirbyggt 1987, er til sölu. Skipið er útbúið á línu-, neta- og togveiðar. Veiðarfæri fylgja. Skipið selst með veiðileyfi og eftirtöldum aflahlutdeildum og nánast óskertu aflamarki 1996/1997: Þorskur 117.700 kg. Ýsa 64.000 kg. Ufsi 10.000 kg. Karfi 8.600 kg. Skarkoli 46.700 kg. Steinbítur 62.800 kg. Úthafsrækja 19.200 kg. Skipasalan Eignahöllin, Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík, sími 552 8850, fax 552 7533.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.