Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LAMDSMANNA %lbtQmffiébib 1996 KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER BLAÐ D Reuter Inter Mflanó slapp með skrekkinn FRANSKI landsliðsmaðurinn Jcelyn Angloma bjargaði Inter Mílanó frá skömm í gærkvöldi - tryggði liðinu sigur, 1:0, á Casino Graz á San Siro-leíkvellinum í UEFA-keppninni á elleftu stundu. Angloma fagnaði marki sínu með það miklum látum, að hann meiddist og varð að fara af leikvelli. Hér á myndinni má sjá landa hans Youri Djorkaeff hjá Inter í „eltingaleik" við Austurríkis- manninn Dieter Ramusch. Mónakó lagði „Gladbach" í Köln, 2:4, og Newcastle mátti þola tap í Búdapest. / D2. KORFUKNATTLEIKUR Kristinn verður aðaldómari í Frakklandi KRISTINN Albertsson hefur verið kvaddur til að d æ m a þrjá leiki í E vróp ukeppninni í kör f u- knattieik um miðjan nó vember og verður hann aðaldómari á þeim öllum. Þetta er í fyrsta sinn sem E vrópusambandið setur íslenskan dómara sem aðaldómara í Evrópukeppninni. Kr istiun dæmir þessa þrjá leiki í Frakklandi, tvo í Evr- ópudeii d kvenna og einn í Evrópukeppni bikar- hafakarla. Þá hefur Helgi Bragason v er ið settur á leik í Evrópukeppninni og fer hann til Englands þar sem hann dæmir leik London Towers, liðs- ins sem Guðmundur Bragason h ugðist leika með í vetur. ;& Tengdasonur Cruyffs í amerísk- an fótbolta MARIANO Angoy, varamar k vörður spænska knattspyrnuliðsins Barcelona og tengdasonur Johans Cruyffs, fyrrnm þjálfara þess, er hættur hjá félaginu og meira að segja hættur í knatt- spyrnu. Hann hefur samið við Barcelona Drag- ons, sem leikur amerískan fótbolta, og verður sparkari hjá því félagi. Angoy segir tengda- föðurinn hafa stutt þessa ákvörðun sína. „Ég vildi búa áfram í Barcelona og þetta var gott tækifæri tíl að geta haldið hér áf ram," sagði Angoy en hann hefur ekki fengið tækifæri til að leika með knattspyrnu liði Barcelona nýverið og litlar líkur eru á-að það breytist. eftír að portúgalski landsliðsmarkvör ðurinn Vitor Baia kom tíl félagsins á liaustdögum. Kyssti dómarann fyrir brottrekstur ÍTALSKUR knatt spy r numaður þakkaði pent fyrir sig þegar honum var vikið af velli um helgina. Fyrst með handabandi og síðan smelití hann tveimur kossum á dómarann. Leikurinn var í ahugamannadeild og f ór ekki sögum af viðbrögðum stúlkunnar og læknastúdentsins, sem dæmdi viðureigni na. Steffi Graf undir smásjánni í Bandaríkjunum Guðmundi gengur vel hjá BCJ Hamburg Guðmundi Bragasyni og félögum hjá BCJ Hamburg gengur vel í 2. deildinni í Þýskalandi, hafa sigrað í fjórum leikjum af fímm og eru auk þess komnir í 16 liða úrslit bikar- keppninnar. Þrjú lið eru efst og jöfn í nórðurdeildinni, lið Guðmundar, Forbo og Lichterfelde en BCJ Hamb- urg leikur á útivelli á laugardaginn við Lichterfelde. Guðmundur og félag- ar hafa gert 418 stig í þessum fimm leikjum og fengið á sig 383 stigj Um heigina lögðu Hamborgarar SC Rist 96:89 en á sama tíma léku hin toppliðin og þar'hafði Farbo bet- ur, vann 86:69. „Þetta var ágætur leikur hjá okkur," sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég var með 12 stig og hef verið að gera tíu til fimmtán stig í leik. Ég legg miklu meira upp úr fráköstunum því það er það sem hefur einna helst vantað hjá okkur," sagði Guðmundur sem tók tíu fráköst í leiknum. Hann sagðist leika stöðu fram- herja enda væru þrír leikmenn í lið- inu stærri en hann. „Ég fer nú samt dálítið mikið inn í teiginn og ég hef gert flestöll stigin mín undir körf- unni. Mér líkar vel hérna, samkeppn- in er meiri og ég held ég hafi gott af þessu sem körfuknattleiksmaður. Við erum með gott lið og ef ég ætti að bera 2. deildina hér saman við úrvalsdeildina heima held ég að við myndum vinna deildina heima nokk- uð örugglega, en svo eru lið í deild- inni hér sem eru frekar slök," sagði Guðmundur. ÞÝSKA tennisstiarnan Steffi Graf virðist ekki eiga sjö dag- ana sæla því þýsk yfirvöld hafa rannsakað fjármál henn- ar mjðg náið síðustu tvö árin og er talið að faðir hennar, Peter Graf, hafi svikið tæpan milh'arð undan skattí á árun- um 1989 til 1993. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna þessa f fjórtán mánuði og ré tt- ar höld hófust y f ir tionum í september og verði hann fund- inn sekur á hann yfir liöfði sér að verða dæmdur tíl al lt að tíu ára f angelsisvistar. I gær sagði Hubert Jobski, saksóknarinn í máli Graf, að bandarísk yfirvöld væru að rannsaka hvort Steffi Graf hefði einnig gefið of lítíð upp af tekjum sinum þar í landi á þessum árum. Saksóknarinn vildi ekki gefa neitt nánar upp um hvers vegna bandariska rannsóknarnefndin væri kom- in tíl Þýskalands. 4- KÖRFUKNATTLEIKUR: JÓN KR. GÍSLASON MEÐ FLESTAR STOÐSENDINGAR / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.