Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 4
FOLK ■ GUÐMUNDUR Benediktsson og Kristján Finnbogason, knatt- spyrnumenn úr KR, eru búnir að stofna keilulið ásamt tveimur öðr- um. Þeir kalla liðið C-lið KR og leikur það í 3. deild íslandsmótsins í vetur. ■ IAN Ross, fyrrum þjálfari Vals, KR og Keflavíkur, hefur verið rek- inn frá skoska 2. deildarliðinu Berwick en þar var Ross þjálfari síðustu mánuði. Honum var sagt upp eftir þijú töp í röð, nú síðast á heimavelli 1:2 fyrir Stranrear. Áhorfendur á þeim leik voru 313. ■ ALBERTO Tomba, ítalski skíðakappinn frábæri, lýsti því yfir í gær að hann myndi jafnvel sleppa nokkrum fyrstu mótum heimsbikar- keppninnar í haust. Þetta er reynd- ar nánast árlegt brauð, en keppni hefst í Austurríki um aðra helgi. ■ MARCO Gabbiadini, framheiji hjá Derby í ensku 1. deildinni í knattspymu, hefur verið lánaðar til Birmingham í einn mánuð. ■ SKOSKA félagið Hearts er að reyna að fá enska landsliðsframheij- ann fyrrverandi Mark Hately. Hann er 34 ára,v lék með Rangers um tíma, þar sem hann gerði 115 mörk í 217 leikjum, en hefur ekkert geng- ið síðan hann kom til QPR. Hann var lánaður til Leeds um daginn en nú er Hearts sagt tilbúið að greiða 600.000 pund fyrir hann. ■ RON Atkinson, knattspyrnu- stjóri Coventry, hefur fengið leyfi forseta félagsins til að eyða allt að 10 milljónum punda - andvirði rúm- lega milljarðs króna - í nýja leik- menn. Coventry er í næst neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. ■ ATKINSON hefur þegar keypt leikmenn fyrir 18 milljónir punda síðan hann tók við stjórninni, and- virði nærri 1,9 milljarða króna, en forsetinn er tilbúinn að láta hann hafa meira fé því hann getur ekki hugsað þá hugsun til enda falli lið- ið í 1. deild. Þá verður það af um 10 milljónum punda — þar er um að ræða greiðslur fyrir sjónvarps- rétt og fleira. Atli Eðvaldsson, sem hefur þjálf- að ÍBV sl. tvö keppnistíma- bil, var í gær ráðinn þjálfari 2. deild- arliðs Fylkis og er samningur hans til eins árs. Atli verður einnig áfram þjálfari landsliðs leikmanna 21 árs og yngri. Bróðir hans, Jóhannes, var um leið ráðinn markaðs- og kynningar- stjóri félagsins. Meginverksvið markaðs- og kynningarstjóra eru tengsl við stuðnings- og styrktarað- ila knattspyrnudeildar Fylkis. „Það er spennandi að taka við Fylkisliðinu og ég bind miklar von- ir við það. Áhugi er mikill hjá félag- inu og það er góður efniviður í yngri flokkunum. Stefnan er að sjálfsögðu sett á sæti í fyrstu deild að ári,“ sagði Atli. Jóhannes, sem var framkvæmda- stjóri Reynis Sandgerði sl. sumar, sagði starfið spennandi í Árbænum og sagðist vonast til að geta gert eitthvað fyrir félagið. „Félagið hef- ur góða aðstöðu og á að hafa alla möguleika á að vera sterkt hverfa- félag þar sem allir geta gengið á völlinn og stutt við bakið á liðinu. Ég vona að ég geti miðlað af reynslu minni,“ sagði Jóhannes. Atli sagðist ekki geta hugsað sér betri mann að vinna með en bróður sinn. „Ég mun örugglega geta þeg- ið ýmis ráð frá honum. Við komum úr ólíku knattspymuumhverfi, hann frá Skotlandi og ég frá meginland- inu,“ sagði Atli, en þeir bræður Morgunblaðið/Þorkell BRÆÐURNIR Atll, til vinstrl, og Jóhannes Eðvaldssynir, fyrrum landsliðsfyrirliðar, hafa verið rððnlr tll Fylkls. Verkefni þeirra verður að koma llðinu aftur upp í 1. delld. voru báðir fyrirliðar íslenska lands- liðsins á sínum tíma, sem kunnugt er. Ásmundur Halldórsson, varafor- maður knattspyrnudeildar Fylkis, sagðist ánægður með að hafa feng- ið þá bræður til starfa. „Við reikn- um með að halda óbreyttu liði frá því á síðasta tímabil, nema að Þór- hallur Dan er farinn til KR. Aðrir hafa gefið það út að þeir ætli að vera áfram hjá félaginu. Ráðning Atla og Jóhannesar er fyrsta skref- ið í að endurheimta sætið í 1. deild," sagði Ásmundur. KNATTSPYRNA Bræðumir Atli og Jóhann- es Eðvaldssynir til Fylkis KÖRFUKNATTLEIKUR Jón Kr. Gíslason landsliðsþjálfari hefurengu gleymt Níu stoðsendingar að meðaltali í leik Jón Kr. Gíslason, landsliðþjálfari og leikstjómandi Grindvík- inga, hefur greinilega engu gleymt í körfunni. Eftir þijár umferðir er hann efstur á lista hvað stoðsend- ingar varðar, gefur að meðaltali 9 stoðsendingar í leik. Jóhannes Kristbjömsson úr Njarðvík er í öðru sæti með 7 stoðsendingar að meðaltali og Ómar Sigmarsson úr Tindastóli hefur gefið 6,7 stoð- sendingar að meðaltali í þeim þremur leikjum sem liðið hefur leikið. Það sama hefur Tómas Holton hjá Skallagrími gert og KR-ingurinn Champ Wrencher hefur átt 6,3 stoðsendingar að meðaltali í vetur. Stigahæsti leikmaðurinn eftir þijár umferðir er Andre Bovain hjá Breiðabliki en hann hefur gert 104 stig, 18 með þriggja stiga skotum, 54 stig með tveggja stiga skotum og 32 stig úr víta- köstum. Bovain hefur gert 34,67 stig að meðaltali í leikjunum þremur en í öðru sæti er Fred Williams hjá Þór með 98 stig, 32,67 að meðaltali. Damon John- son úr Keflavík er í þriðja sæti með 81 stig, Euan Roberts hjá KFÍ hefur gert 79 stig, Tito Bak- er hjá ÍR er með 77 og Tottey John hjá Njarðvík hefur gert 71. Hermann Hauksson er fyrsti ís- lendingurinn á lista yfir stiga- hæstu menn, er í sjöunda sæti með 69 stig, stigi meira en Jef- frey Johnson hjá Tindastóli. Erlendir leikmenn liðanna raða sér í níu efstu sætin í fjölda frá- kasta en Páll Kristinsson úr Njarð- vík er í tíunda sæti með 9 fráköst að meðaltali. Efstur trónir Fred Williams úr Þór með 18,3 fráköst, Euen Roberts úr KFÍ hefur tekið 14,7 fráköst að meðaltali, Damon Johnson úr Keflavík 13,7, Andre Bovain úr Breiðabliki 13,0, Alex- ander Ermolinskij hjá ÍA, Torrey John hjá Njarðvík og Shawn Smith hjá Haukum hafá allir tekið 11,3 fráköst að meðaltali í vetur, Jef- frey Johnson hjá Tindastóli er með 10,3 og Herman Myers hjá Grindavík 10, en hann hefur að- eins leikið einn leik. íslenskir leikmenn eru í tveimur efstu sætunum á lista yfir að ná bolta af móteijum sínum. Óskar Kristjánsson úr KR hefur 13 sinn- um „stolið" bolta í tveimur leikjum og er því með 6,5 í meðaltal og Eiríkur Önundarson úr ÍR er með 6,0 í meðaltal en hann hefur leik- ið þijá leiki og 18 sinnum krækt í bolta frá mótheijum sínum. Tóm- as Holton úr Skallagrími, Andre Bovain úr Breiðabliki og Yorick Parke úr Tindastóli koma næstir með 4,3 „stolna" bolta að meðal- tali. Morgunblaðid/Kristinn JÓN Kr. Gíslason, leikstjórnandl Grindvikinga, meó knöttlnn í lelknum gegn Haukum í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.