Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 1
BRANDARAR 1 ÞRAUTIR~j Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 16. OKTOBER 1996 Titanic á leið niður ÁGÆTI umsjónarmaður barna- blaðs! Þessa mynd af Titanic að sökkva teiknaði Kristján S. Pét- ursson, 9 ára, Grenimel 29, Reykjavík. Kristján hefur mikinn áhuga á öllu sem viðkemur Titanic, á líkan af skipinu og eintök af National Geographic, þar sem Titanic var risastórt farþega- skip, sem sagt var að væri ósökkvandi. í jómfrúrferð (fyrstu ferð) þess árið 1912 rakst það á borgarísjaka undan ströndum Nýfundnalands og sökk og með því fórust á annað þúsund manns. Skipið liggur á eru meðal annars myndir af flaki skipsins á hafsbotni. Þar sést að skipið hefur brotnað mikið og á myndinni hans Kristjáns er fremsti reyk- háfurinn þegar farinn af og ljósin hafa slokknað í þeim hluta skipsins sem er kominn í kaf. Með kveðju, frá frænku. meira en 3.000 metra dýpi á botni Atlantshafsins. Borgarísjakinn er stór og ógnvekjandi á mynd Kristjáns. Borgarísjakar eru ennþá stærri en þeir virðast, því aðeins einn tíundi hluti (10%) þeirra rís upp úr sjónum. Til heiðurs fótboltastrákum og -stelpum r "i i i i i i i i i i i i _i Hvar býr hann? HANN á heima í þeirri borg í Bandaríkjun- um sem stafirnir segja til um. Hvar eru Lausnir?! Talnaþraut í ÞESSUM píramíta eru auðir reitir eins og sjá má. Þar eiga að vera tölustafír, sem fást með því að leggja saman tölurnar í tveimur næstu reitum á undan. ari og strákar í fótbolta virð- ast gleðja augu hennar af myndinni að dæma, sem hún sendi okkur. Þegar þetta er skrifað á tölvu í risherbergi í Reýkjavík eru Skagamenn ný- búnir að vinna íslandsmótið í knattspyrnu í meistaraflokki karla, þeir unnu KR-inga með fjórum mörkum gegn einu. Strákar og stelpur úti um allt land hafa verið á eftir bolt- um, sparkandi þeim, skallandi þá, sólandi, tæklandi, já, guð má vita hváð, í allt sumar. Alls konar mót hafa verið hald- in, Peyjamót, Pæjumót, Lottó- mót, ísselsmót, Reykjavíkur- mót og svona mætti lengi halda áfram í upptalningunni. Fótbolti eins og allar íþróttir er góður fyrir líkama og sál. Stendur ekki einhvers staðar, að íþróttir efli alla dáð? Strákurinn á myndinni hennar írisar Hrundar gæti verið í Breiðabliki af búningn- um að dæma - og svo er Iris Hrund líka úr Kópavoginum þar sem Blikarnir eiga heima. ÍRIS Hrund Þorsteinsdóttir, Fagrahjalla 80, 200 Kópavog- ur, er greinilega flinkur teikn- Blóm og blöð HVAÐ eru mörg blóm með 6 krónublöð? Lausnir! Haldið þið að þær séu með eitthvert svai’? Svona ýmis- legt! ÉG sendi bestu kveðjur til: 6.-ARJ í Varmárskóla, Mosfellsbæ, 6.-KR og 6.- ÁBM í Æfingadeildinni, Reykjavík, til Inu á Akur- eyri og til Adda, Ingvars og Svessa, til Steindórs og Elmars. Afganginn fá allir sem þekkja mig. Fanney Friðriksdóttir, Dvergholti 13, 270 Mosfellsbær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.