Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Damon Hill ók með glæsibrag út úr skugga föður síns er hann sigraði í formúla-1 kappakstr- inum í Suzuka í Jap- Ágúst an á sunnudag og Ásgeirsson tryggði sér heims- skrilar meistaratitil öku- manna. Afrek hans eru nær óviðjafnanleg; sigur í 21 kappakstri af 67 á fjórum árum en betra hlutfall geta aðeins tveir stát- að sig af frá upphafi, og annað sæti í stigakeppni ökumanna síð- ustu tvö árin. Samt var hans yfir- leitt getið sem sonar Grahams Hills, heimsmeistara 1962 og 1968. Nú breytist það og hann er ekki lengur bara sonur pabba síns, heldur af- burða ökumaður sem þykir betur að heimsmeistaratigninni kominn en margir sem unnið hafa hana á undan honum. Hill braut blað í sögu formúla-1 kappaksturins því aldrei áður hefur sonur fyrrverandi heimsmeistara unnið titilinn og litlar líkur eru á að það eigi eftir að endurtaka sig. Hann sigraði í fyrstu keppni ársins, í Melboume í Ástralíu, en þar varð félagi hans hjá Williams, Montreal- drengurinn Jacques Villeneuve, í öðru sæti. Var hann sá eini sem Hill stóð raunveruleg ógn af allt árið. Faðir Villeneuve, Gilles, var einnig frægur ökuþór í formúla-1, aðallega fyrir fífldirfsku, en hann beið bana á Spa-Francorchamps brautinni í Belgíu. Hill hafði forystu allt keppnis- tímabilið en með glæsilegum sigri í Estoril í Portúgal fyrir þremur vik- um minnkaði Villeneuve muninn í 9 stig og átti fræðilega möguleika á að vinna heimsmeistaratignina í lokakeppninni í Suzuka. í forkeppn- inni náiði hann bestum tíma og hlaut því fremsta rásmark en klúðraði startinu og féll strax niður í sjöunda sæti á sama tíma og Hill tók for- ystu og tók öll völd í sínar hendur. Hjartað stoppaði Villeneuve hafði engu að tapa og reyndi því án afláts að komast framar en allt kom fyrir ekki. Var hann fjórði er hægra afturhjól brotnaði af eftir 37 hringi af 52 og draumur hans því úti. Hjartað stoppaði næstum í aðdá- endum Hills á þriðja hring er kapps- fulli Austurríkismaðurinn Gerhard Berger beið með að bremsa fyrir beygju og reyndi að smokra sér þannig inn fyrir Hill. Stefndi í árekstur en Berger sá sitt óvænna, til að eyðileggja ekki fyrir Hill klossbremsaði hann og beygði út af með þeim afleiðingum að fram- vængur Benetton-bílsins skemmd- ist og Berger þar með raunverulega úr leik. Eftir þetta breikkaði bilið jafnt og þétt og sigri Hills var aldr- ei ógnað. Þjónustustoppin tvö, þar sem skipt er um hjólbarða og bens- íni bætt á bílinn, tókust fullkomn- lega; í bæði skiptin kom hann út á brautina aftur rétt fyrir framan nefið á Michael Schumacher, sem náði öðru sæti eftir að bilaði hjá KAPPAKSTUR FAÐIR Damon Hlll, Graham Hlll var kappaksturshetja og tvlsvar heimsmelstari í formula-1 kappakstri. Hann fylglst hér með syni sínum um borð í smávöxnu ökutæki. Graham lést í flugslysi þegar Damon var aðeins fimmtán ára gamall. Hill ók með glæsibrag úr skugga föður síns Berger og hélt því alla leið í mark þrátt fyrir að Finninn Mika Hákkin- en, McLaren-Benz, æki í kjölsogi hans og reyndi nokkrum sinnum að komast fram úr. Lá vlð örbirgð Damon Hill þykir vera hin full- komna ímynd ensks heiðursmanns og er líkt við föður sinn að glæsi- leik og lífsþrótti. Barnæskan hans einkenndist af fjarveru föðurins í kappakstri út um allar trissur eða þá að hann var geymdur í hunda- kofanum svonefnda við Silver- stone-brautina; húsinu sem börn ökuþóra voru vistuð í meðan pabb- ar þeirra kepptu og mömmurnar horfðu á. Hill hafði lítinn áhuga á kapp- akstursbíium framan af, sýndi mót- orhjólum mun meiri áhuga og gleð- in því ómælanleg er pabbi hans færði honum eitt slíkt að gjöf á 11. afmælisdeginum. Það var ekki fyrr en um það leyti sem faðir hans hætti keppni vorið 1975 að Hill tók að sýna kappakstursbílum áhuga. Reiðarslag dundi yfír fjölskyld- una er flugvél, sem Graham Hill flaug, fórst í nóvember 1975. Með honum biðu fimm manns bana og þar sem honum hafði láðst að end- umýja flugskírteini sitt fóru ætt- ingjar þessara fimm í skaðabóta- mál. Ekkjan og börn hennar þijú stóðu eftir slypp og snauð svo að lá við örbirgð og fátækt. Dró sig inn í skel Föðurmissirinn hafði þau áhrif á Hill, sem var 15 ára, að hann dró sig inn í skel sína. Sneri hann baki við kappakstursbílum hvers konar en hallaðist í staðinn að mótorhjól- um og tónlist. Lék hann á gítar í punkhljómsveit sem bar nafnið Sex Hitler and the Hormones og sam- tímis bar hann 40 sinnum sigur úr býtum í mótorhjólakeppni. Eftir menntaskólapróf gerðist Damon Hill mótorhjólasendill í London og stundaði keppni sam- hliða. Fjöiskylduvinur stakk upp á því 1984, er hann var 24 ára, að hann færi á vikunámskeið í skóla fyrir kappakstursmenn í Magny- Cours í Frakklandi. Hann sagðist ekki hafa efni á því en móðir hans bauðst til að borga, hafði á tilfinn- ingunni að hann yrði öruggari milli fjögurra hjóla en tveggja. Smitaðist Hill af áhuga í Frakklandsferðinni og sparaði hveija krónu við sendils- störfin til að fjármagna keppni í akstursíþróttum. Fyrsta sigur sinn vann hann í keppni FF1600-bíIa á Brands Hatch-brautinni bresku síð- ar sama ár og árið eftir, 1985, varð hann fimmti í stigakeppni í þessum bifreiðaflokki og vann sex sinnum í keppni. Prufukeyrir hjá Williams Ferill hans í lægri formúlu-flokk- unum í Bretlandi var þó ekkert sér- stakur og aðrir breskir ökumenn þóttu honum fremri. Keppti hann t.a.m. í þijú ár í formúIa-3 flokki í heimalandinu og fór aðeins fjórum sinnum með sigur af hólmi. Átti hann í mesta basli við að fjármagna þátttöku sína 1989 og þó honum byðist þátttaka í formúlu-3000 árið 1990 gekk þar hvorki né rak vegna lélegra bíla. Þar sýndi hann þó snerpu, fékk oft besta tíma í for- keppni og hóf nokkrum sinnum keppni á fremsta rásmerki. Eftir þessu tók Frank Williams og réð hann til sín sem tilraunaökumann árið 1991. Þessi ráðning skipti sköpum fyrir Damon Hill. Hann prufukeyrði bíla Williams, sem hefur verið konungur bílasmiða mörg undanfarin ár, 1991 og 1992 en seinna árið vann Nigel Mansell heimsmeistaratitilinn á Williams-bíl. Allra athygli beindist að Mansell í Silverstone-kappakstr- inum það ár og fæstir veittu Hill athygli. Hann hafði verið lánaður Verðugur og afburðasnjall heimsmeistari LOFIÐ hefur hvergi verið sparað eftir sigur Damons Hills í form- úla-1 ökukeppninni og eiga vin- samleg ummæli um heimsmeistar- ann nýja sér fá fordæmi. Er hann ók í mark á sunnudag, rættist enski draumurinn, um afrek hins venjulega breska alþýðumanns. Jacques Villeneuve, maðurinn sem komið gat í veg fyrir að Hill ynni titilinn, sýndi drenglyndi að leiks- lokum, hrósaði félaga sínum í Rot- hmans-Williams-Renault-liðinu, sagði hann verðugan heimsmeist- ara. „Ég samgleðst Damon inni- lega. Hann hefur átt stórkostlegt keppnistímabil og verið framúr- skarandi félagi. Hann hefur lagt sig allan fram og ók fullkomlega nú. Hann verðskuldar því titilinn." Michael Schumacher, erfíðasti keppinautur Hills undanfarin ár, og heimsmeistari tveggja síðustu ára tók í sama streng: „Hann hef- ur lagt sig allan fram og unnið verðskuldaðan sigur, unnið átta keppnir [af 16] á árinu og það er ekki eitthvað sem menn afreka með heppninni einni saman. Það tekur hann tíma að átta sig á til hvers hann hefur unnið, en hann er vel að titlinum kominn. Hann er í góðum höndum." Jackie Stewart, þrefaldur meist- ari, sagði: „Hann hlýtur að vera mjög, mjög hamingjusamur og ég held að enginn heimsmeistari hafi þurft að hafa jafn mikið fyrir því að ná á tindinn. Hann hefur yfir- stigið margan hjallinn og lff hans hefur ekki verið neinn dans á rós- um. Hann hefur lagt hart að sér og sýnt snilldarleg tiiþrif, tók strax forystu og stjórnaði hraðanum, gerði engin mistök og virtist njóta sín vel.“ Christian Contzen, forstjóri Ren- ault-verksmiðjanna, sem leggja Williams til mótora, sagði að Hill væri ekki einungis verðugur heims- meistari, hann væri aukinheldur heiðursmaður eins og þeir gerðust bestir. „Þessi fyrsti titill hans er uppskera óþijótandi erfiðis, þraut- seigju og, auðvitað, fæmi.“ Ummæli Franks Williams, eig- anda og keppnisstjóra Rothmans- Williams-Renault liðsins, eftir sig- ur Damons Hill í heimsmeistara- keppni formúla-1 ökumanna, eru á skjön við lýsingar á keppnisstjór- anum. Hann er sagður tilfínninga- laus og kaldlyndur maður sem álíti ökumanninn jafn mikilvægan og hvem annan varahlut í bílnum, það séu bílamir sem skapi meistarann. Maðurinn sem rak Hill í raun og veru úr þjónustu sinni lofaði hann hjartnæmast. „Þetta er stór dagur fyrir Dam- on. Hann vann þennan kappakstur með afburðasnilld, stjórnaði ferð- inni frá upphafi til enda. Ég sam- gleðst honum innilega. Það sem Damon hefur gert er aðdáunarvert og lýsandi fordæmi fyrir alla sem áhuga hafa á að læra af reynsl- unni, að halda sínu striki hafi þeir trú á sjálfum sér eða einhverju markmiði," sagði Williams. „Þetta er ótvíræður vitnisburður um það hvemig lífið ætti almennt að ganga fyrir sig. Það fer um mig sælu- straumur. Hann sigraðist á mót- lætinu og ferill hans hefur verið til fyrirmyndar. Damon hefur verið hjá okkur ( fjögur ár og klifrið á tindinn hefur tekið tíma. En að lokum tókst honum að ná settu marki, og að titlinum er hann ein- staklega vel kominn." „Damon er fágætrar manngerð- ar - sannur heiðursmaður, göfug- lyndur ( sigri sem ósigri, og laus við meinfysni. Þegar hann kom í gegnum krókabeygjumar á síðasta hring kallaði hann í talstöðina og notaði þá hálfu mínútu sem eftir var í mark til að hrósa liðinu, hversu gott verk það hafði unnið, hversu þakklátur hann væri og hve mikið hann ætti árangur sinn því að þakka. Það var stórkostlegt, einlægnin algjör. Fyrir startið sagði hann að það hefði verið ánægjulegt að vinna með okkur öllum. Ekki veit ég hvort hann hafi átt við mig líka,“ sagði Will- iams. Svo mun vera, segja fróðir menn, og orðræða Hill á síðasta hring Suzuka-keppninnar þykir hafa að engu gert allan orðróm þess efnis, að hann hafí verið bitur út í Frank Williams fyrir að vilja ekki hafa sig áfram sem ökumann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.