Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 8
Mmt KNATTSPYRNA / MEISTARADEILDIN Langþráður sigur UnKed Reuter DAVID Beckham, sem gerði fyrra mark Manchester United, í baráttu við Nígeríumanninn „Jay Jay“ Okocha í Tyrklandi. MANCHESTER United sigraði Fenerbache, 2:0, íTyrklandi í Meistaradeitd Evrópukeppn- innar í gærkvöldi, og er í væn- legri stöðu. Stórlið AC Milan tapaði hins vegar fyrir IFK Gautaborg í Svíþjóð og engan veginn er víst að stórliðið kom- ist í átta liða úrslit keppninnar. > CJigiir Manchester United var mikilvægur í baráttunni um sæti í undanúrslitum keppninnar. Mörk frá David Beckham, eftir 55 mínútur, og franska fyrirliðanum Eric Cantona fimm mín. síðar, tryggðu sigurinn og þar með lauk slæmu gengi United liðsins á úti- völlum í Evrópuleikjum upp á síð- kastið. Liðið er nú aðeins einu stigi á eftir Juventus, sem er efst í C- riðli. „Þetta var ánægjulegt kvöld,“ sagði Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri United eftir leikinn og var greinilega mjög létt. „Fyrsti leikur okkar, 1:0 tapið fyrir Juventus í Tórínó, var lærdómsríkur og lékum vel allan þennan leik,“ sagði þjálfar- inn. „Mörkin komu á mjög heppileg- um tíma, það fyrra 10 mínútur eft- ir leikhléð og hitt strax á eftir. Það gerði út af við þá,“ sagði Ferguson. „Við vonumst til að þetta verði vendipunktur. Það eru leikir eftir og enginn þeirra auðveldur en ég vona að sjálfstraustið hafi aukist hjá mínum mönnum eftir leikinn í kvöld.“ Mikið gekk á þegar United lék gegn Galatasaray í Tyrklandi 1993 "'-og 1994 í Evrópukeppninni. Liðinu gekk illa og trylltir áhangendur tyrkneska liðsins slógu leikmenn þess út af laginu. Annað var upp á teningnum nú. Gestirnir léku af mikilli varfærni, gáfu sér mikinn tíma í öllum aðgerðum og þögguðu hreinlega niður í stuðningsmönnum heimaliðsins með þessum hætti. Fulltrúi Manchester United kvartaði við eftirlitsmann UEFA í leikhléi vegna þess að kynnirinn á vellinum lék háværa músík og stuðningshróp áhorfendum til að- stoðar, í fyrri hálfleiknum, og það var ekki til að bæta andrúmsloftið hjá heimamönnum. , Leikmenn United héldu hins veg- ar haus og Beckham skoraði á 55. mín. Ronny Johnsen vann knöttinn af Nígeríumanninum Okocha á vall- arhelmingi United, sendi knöttinn til Cantona sem lék honum áfram fyrir fætur Ole Solskjær. Hann var þá kominn langt fram á völlinn. Vörn Tyrkjanna var illa búin undir gagnsókn, tveir varnarmenn geyst- ust að Norðmanninum unga sem sendi knöttinn þá til David Beck- hams sem skoraði. Tyrkirnir höfðu varla áttað sig þegar United hafði skorað aftur. ' Solskjær sendi skemmtilega með hælnum á Jordi Cruyff á vinstri kantinum, hann gaf fyrir markið þar sem Cantona átti ekki í neinum erfiðleikum með að skora. Stýrði knettinum í netið af stuttu færi. En athyglivert er að þetta var að- eins fimmta mark Cantonas í Evr- ópukeppni á ferli hans. Fenerbahce: Rustu Recber; Ilker Yagcioglu, Uche Okechukwu, Jes Hogh, Kemalettin Sent- urk, Halil Ibrahim Kara, Tuncay Akgun (Ta- rik Dasgun 84.), Elvir Bolic, Augustine „Jay Jay“ Okoeha, Emil Kostadinov (Aygun Taskir- an 84.), Bulent Uygun (Erol Bulut 65.) Manchester United: Peter Schmeichel, Gary Neville, Denis Irwin, David May, Ronny John- sen, Gary Pallister, Eric Cantona, Nicky Butt, David Beckham, Jordi Cruyff (Karel Poborsky 73.), Ole Solskjær. Sænsku hálf-atvinnumennirnir í IFK frá Gautaborg gerðu sér lítið fyrir og sigruðu ítölsku meistarana í AC Milan í Svíþjóð, 2:1. Líberíu- maðurinn Georghe Weah kom Milan yfír á 52. mín. og liðið ætlaði síðan greinilega að halda fengnum hlut, eins og það er reyndar frægt fyrir þegar það kemst yfir. En það kom þeim í koll, og eftir að Svíarnir skoruðu tvívegis á síðustu tíu mín- útunum blasir sú staðreynd við Itölunum að þeir gætu setið eftir þegar keppni heldur áfram eftir leikina í riðlunum. Oscar Washington Tabarez, úr- úgvæski þjálfarinn hjá Milan, gerði sér strax að leik loknum grein fyrir þvi hveiju búast við í ítölskum fjöl- miðlum í dag, og baðst í raun griða: „Nú er um að gera að halda ró sinni. Sú ákvörðum liðsins að leggja alla áherslu á vörnina eftir að hafa kom- ist yfir var dauðadómur." Flestir þeirra 42.450 áhorfendu sem komu á leikinn á Ullevi fóru ánægðir heim. Sigur IFK, sem tryggði sér sænska meistaratitilinn í fjórða skipti í röð um síðustu helgi, var sá fyrsti í D-riðli Meistaradeild- arinnar í haust, og Svíarnir eiga því enn möguleika á að komast í átta liða úrslit. ítalska liðið byijaði mun vetur og þeir Weah og Marco Simone virtust ætla að halda uppteknum hætti í keppninni, en þeir voru í miklum ham gegn Rosenborg í Nor- egi á dögunum - Weah gerði þá eitt mark og Simone þrjú. Weah þrumaði fljótlega í stöng í gær eftir glæsilegan samleik þeirra félaga, og hinn ungi Tomas Locatelli átti gott skot skömmu síðar sem gamla kempan Tomas Ravelli varð að hafa sig allan við að veija. Þrátt fyrir þetta voru leikmenn Milan ekki eins og þeir eiga að sér og miðvallarleik- mennirnir áttu í erfiðleikum með Svíana. í leikhléinu fór að rigna og völlur- inn var flugháll. Það gerði leik- mönnum beggja liða erfitt fyrir, en kenna má hálkunni um fyrsta mark- ið, sem Weah gerði á 54. mín. Vam- armaðurinn Jonas Olsson missti af knettinum er hann fleytti kerlingar og Weah skoraði. Svíarnir höfðu barist með kjafti og klóm allan leikinn og markið gerði þá aðeins enn ákveðnari. Erik Wahlstedt kom inn á sem varamað- ur hjá IFK og hafði ekki verið inn- an vallar nema í eina mínútu er hann skallaði í netið eftir að Ols- sons hafði platað hinn heimsfræga Paolo Maldini upp úr skónum og sent knöttinn fyrir markið. Tíu mín. síðar gerði Niclas Alex- andersson svo sigurmarkið. ítalirnir trylltust er dómarinn úrskurðaði markið löglegt, töldu Svíann rang- stæðan en sjónvarpsmyndir sýndu svo ekki varð um villst að rang- stöðuleikaðferð Milan brást; vörnin var flöt og pólski línuvörðurinn hafi rétt fyrir sér. IFK: Thomas Ravelli; Mikael Nilsson, Jonas Olsson, Teddy Lucic, Stefan Landberg (Magn- us Johansson, 78.); Niclas Alexandersson, Stefan Lindqvist, Jesper Blomqvist; Magnus Erlingmark, Stefan Pettersson (Erik Wahl- stedt, 73.) Andreas Andersson. AC Milan: Sebastiano Rossi; Christian Panucci, Alessandro Costacurta, Paolo Mald- ini, Marcel Desailly; Demetrio Albertini, Mas- simo Ambrosini, Tomas Locatelli (Michael Reiziger, 70.), Zvonimir Boban; George Weah, Marco Simone (Christophe Dugarry, 78.). ■ Úrslit / B4 HOLLENSKU meistararnir í Ajax héldu upp á 100. Evrópuleik félags- ins á viðeigandi hátt í gærkvöldi; fengu Glasgow Rangers í heimsókn og gjörsigruðu skoska liðið, 4:1. Portúgalinn Dani gerði tvö mörk í leiknum, bæði í fyrri hálfleik en þá var einnig Paul Gascoigne hjá Ran- gers rekinn af velli fyrir að sparka í mótherja. Rangers á einungis fræðilega möguleika á að komast í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar, en liðið hefur nú tapað ellefu leikjum í röð í keppninni, síðan hún var sett á laggirnar fyrir þremur og hálfu ári. Ajax á hins vegar ágæta mögu- leika á að komst áfram í keppninni og liðið stefnir á að leika til úrslita þriðja árið í röð. Ajax hefur ekki gengið vel undanfarið, en þjálfarinn Louis van Gaal brosti að leikslokum í gær. „Við erum ekki komnir áfram enn,“ sagði þjálfarinn sem lýsti Dani sem „stórkostlegum“ leik- manni. Dani þessi var í láni hjá Mm FOLK ■ IVAN Zamorano, landsliðsmið- heiji Chile, sem Inter Milan keypti frá Real Madrid, segist ætla að beijast fyrir sæti sínu hjá liðinu, þrátt fyrir að hann hafi ekki náð sér á strik - ekki verið með nema í sjö leikjum og ekkert skorað. Hann sat á bekknum þegar Inter lék gegn Casino Graz í UEFA- keppninni á þriðjudag. feittl SA orðrómur hefur verið að Inter ætli að láta hann fara til Sevilla á Spáni. „Ég vil vera áfram hjá Inter,“ segir Zamorano. ■ FJORIR kunnir kappar hafa verið settir í tveggja leikja bann á Ítalíu. Paul Ince, Inter Milan Christian Karembeu, Sampdoría og Oliver Bierhoff, Udinese, sem voru reknir af leikvelli um sl. helgi og Giampietro Piovani, Piacenza, sem lenti í útistöðum við Ince. ■ FORRÁÐAMENN Inter áfrýj- uðu þegar í stað úrskurði um bann Ince. Bannið fékk hann fyrir að slá mótheija í eyrað, en í sjónvarpi sást að Ince kleyp hann í eyrað en andstæðingurinn féll með með til- þrifum í völlinn og hélt um höfuðið; þótti sýna mikla leikræna tilburði. ■ RÚSSNESKI landsliðsmaður- inn Igor Dobrovolsky er kominn til Diisseldorf. Dynamo Moskva lánaði þennan 29 ára sókndjarfa miðvallarspilara til liðsins til júní á næsta ári. ■ GRAEME Souness, knatt- spyrnustjóri Southampton, tryggði sér hollenska varnarmanninn Ulrich van Gobbel frá tyrkneska liðinu Galatasaray í gær, en hann keypti þennan sterka varnarmann einmitt til tyrkneska félagsins þeg- ar hann var þar þjálfari, frá Fey- enoord, í fyrra ■ NUNO Santo, markvörður Vit- oria Guimaraes í Portúgal, er væntanlega á leiðinni til Deportivo Coruna á Spáni. Deportivo hefur boðið 3 milljónir dollara í hann; andvirði tæplega 200 milljóna króna. ■ SÆNSKI framheijinn Martin Dahlin kvaðst í gær hafa farið fram á að verða settur á sölulistann hjá AS Roma. Hann var keyptur í sum- ar en hefur lítið fengið að spreyta sig og forráðamenn ítalska liðsins eru tilbúnir að láta hann fara - svo fremir þeir fái viðunandi verð fyrir hann. Glasgow Rangers er sagt hafa áhuga á Dahlin. West Ham í fyrra en Ajax keypti hann í sumar frá Sporting í Lissa- bon. Ajax: Edwin van der Sar, John Veldman, Frank de Boer, Winston Bogarde, Ronald de Boer, Tijani Babangida, Marc Overmars, Martijn Reuser (Richard Witschge 42.), Arn- old Scholten, Marcio Santos, Dani (Nordin Wooter 78.). Glasgow Rangers: Theo Snelders, Alex Cle- land, Jörg Albertz, Richard Gough, Joachim Björklund, Stuart McCall, Paul Gascoigne, Brian Laudrup (Peter van Vossen 81.), Derek Mclnnes (Charlie Miller 81.), Craig Moore, Ian Ferguson (Ian Durrant 85.) Juventus tapaði fyrsta stiginu í Meistaradeildinni í vetur er liðið gerði jafntefli, 1:1, gegn Rapid í Vínarborg í C-riðlinum. „Ég er ánægður með úrslitin en við hefðum átt að geta fengið meira út úr þessu,“ sagði Marcello Lippi, þjálf- ari Juventus. Juventus: Michelangelo Rampulla, Ciro Ferr- ara, Moreno Torricelli, Paolo Montero, Sergio Porrini, Angelo Di Livio, Alen Boksic, Didier Deschamps, Christian Vieri (Michele Padovano 63.), Vladimir Jugovic, Alessio Tacchinardi (Attilio Lombardo 71.) Reuter MAGNUS Erlingmark, leikmaður IFK Gautaborg með knött- inn. Það er Paolo Maldlni,varnarmaðurMilan, sem eltir hann. Stórsigur Ajax

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.