Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 4
4 C FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Á NÆSTU vikum fer fram fyrsta almenna könnunin á starfsvitund í íslensku atvinnulífi. Með starfsvit- und er átt við viðhorf starfsfólks til þátta eins og ábyrgðar, hollustu og frumkvæðis. Þá er starfsandi óaðskiljanlegur hluti starfsvitund- ar. Könnunin er gerð eftir erlendri fyrirmynd og nær til almennra þátta sem einkenna daglegt starfs- umhverfi fólks. Markmið könnunar- innar er að beina sjónum stjómenda og starfsfólks að mikilvægi starfs- umhverfis, samskiptahátta og dag- legrar líðanar starfsfólks á vinnu- stað. Stjórnunarfélag íslands og Mannheimar ehf. standa að könn- uninni. Reynt verður að ná til sem flestra fyrirtækja og stofnana svo hægt sé að lýsa og bera saman ólík atvinnusvið og starfsstéttir. Stefnt er að því að kynna fyrstu niðurstöð- ur á Spástefnu Stjómunarfélagsins í byrjun desember nk. Mæling starfsvitundar Það er almennt viðurkennt að starfsandi á vinnustað hafi ekki aðeins áhrif á daglega líðan starfs- fólks, heldur einnig afköst, íjarvist- ir og heilsufar. Starfsandinn tengist þannig beint daglegum rekstri fyr- irtækisins og afkomu. Meðal þeirra fyrirtækja þar sem starfsandi er góður eru afköst almennt meiri en í fyrirtækjum sem hafa daufan starfsanda. Þar sýnir starfsfólkið meira frumkvæði, er reiðubúið að axla ábyrgð og sýnir markmiðum og stefnu fyrirtækisins meiri holl- ustu en starfsfólk í fyrirtækjum þar sem starfsandinn er lakur. Stjómunarfélag íslands og Mann- heimar ehf. hafa á síðustu mánuðum unnið að stöðlun mælitækis til að kanna þætti sem tengjast starfsvit- und starfsfólks og starfsanda í fyrir- tækjum. Fyrirmynd mælitækisins (Energy Meter) er þróuð af danska alþjóðafyrirtækinu Time Manager Intemational og mælir sjálfstæða mæliþætti sem tengjast daglegu starfí fólks. Mælitækið metur við- horf starfsfólks til fjölda atriða er varða dagleg störf, vinnuaðstæður og samskipti við aðra. Samanlagt tengist niðurstaðan beint starfsvit- und innan fyrirtækisins. Meðal þess sem mælt er eru ábyrgð, hollusta, frumkvæði, eigin afköst, vandvirkni, eigin hæfni, sveigjanleiki og sam- skipti. Tækið hefur verið notað með góðum árangri bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Kostir þess eru fyrst og fremst þeir að það mælir almenn atriði í starfsumhverfínu og gefur því möguleika á samanburði milli fyrirtækja, starfsstétta og at- vinnugreina. Mælitækið er í formi spuminga- lista með 62 spurningum sem tekur um 5-10 mínútur að svara. Niður- staða gefur bæði vísitölu starfsvit- VIÐSKIPTI Hringferli framfara Innri þjónusta Orka smrfsfólks Hollusta^tarfsfólks Framleiðni - Gæði framleiðslunnar i Árangur Ánægja viðskiptavina Hollusta viðskiptavina Mamúegi þátturínn niældur Sjónarhorn Það er almennt viðurkennt að starfsandi á vinnustað hafí ekki aðeins áhrif á daglega líðan starfsfólks, heldur einnig afköst, fjar- vistir og heilsufar, segja þeir Halldór Kr. Júlíusson og Ami Sig- fússon. Starfsandinn tengist þannig beint daglegum rekstri fyrir- tækisins og afkomu. undar, sem er ein tala fyrir hvern vinnustað og tölulega útkomu fyrir sérhvern mæli- þátt (13 alls). Frávik á ein- stökum þáttum frá almennum viðhorfum má kanna nánar með því að greina svör við þeim atriðum sérstaklega sem standa að baki hveijum mæli- þætti. Ef t.d. sveigjanleiki starfsfólks í einu fyrirtæki er lítill er hægt að komast að því hvort það er fremur vegna óvilja starfsfólks til að bæta við sig verkefnum eða kvíða fyrir að læra nýja starfshætti. Mælitækið hefur á undir- búningsstigi verið kynnt starfsmannastjórum 30 fyrir- Halldór Kr. Ámi Júlíusson Sigfússon tækja sem starfa með Stjórnj- unarfélagi íslands og hafa þeir veitt mikilvægar leiðbein- ingar við stöðlun þess og að- lögun að íslenskum aðstæðum. Þá hefur tækið í framhaldi af því verið prófað í 6 fyrirtækj- um og sýnt sig að gefa glögga mynd af mikilvægum þáttum sem tengjast starfsumhverf- inu. Þáttagreining hefur leitt í ljós að spurningar íslenska listans svara til erlendu fyrir- myndarinnar. Að síðustu hefur spurningalistinn sýnt sig að veita upplýsingar um viðhorf sem hafa ákveðinn stöðugleika í huga starfsfólks. Tvær mæl- ingar sama hóps með þriggja vikna millibili gáfu niðurstöðu sem bendir til mikils innri stöðugleika (Cohens Kappa=0,95). Gæðastjórnun og starfsvitund Stjórnunaraðferðir sem tengjast gæðastjórnun hafa leitt til mælinga á innri starfsþáttum fyrirtækja og viðleitni til að tengja þá eftirspurn eftir þjónustu eða annarri fram- leiðslu fyrirtækisins. Með því að tengja innri starfþætti við árangur er viðbragðstími starfseminnar styttur verulega og unnt að aðlaga starfsemina jafnhraðan breytingum markaðarins. Vegna tengsla innri starfsþátta og árangurs geta ná- kvæmar upplýsingar um þætti starfseminnar verið mikilvægt stjórntæki og skipt sköpum á tímum vaxandi samkeppni og þróunar. Þó mannlegi þátturinn sé einn þessara innri starfsþátta hefur hann oftast orðið útundan við úttekt á ferli starfseminnar. Nýlegar athug- anir í Danmörku hafa leitt í ljós að meðal starfsfólks í þjónustustofnun eru tengsl milli þess þáttar Energy Meter sem mælir viðhorf til starfs- þróttar starfsfóks og orku annars vegar og hollustu viðskiptavinanna hins vegar. Þar sem hollusta við- skiptavina snýr að því hvort þeir mæli með þjónustunni og hvort þeir sækja hana áfram eru upplýsingar um tengsl þessara þátta afar mikil- vægar fyrir stjómendur. Á meðfylgj- andi mynd má sjá hvernig viðhorf starfsfólks tengjast aukinni framl- eini með því að hafa áhrif á hollustu viðskiptavina. Bráðabirgðaniður- stöður mælinga á íslenskum þjón- ustufyrirtækjum benda tii að viðhorf starfsfólks til starfsþrótts og orku séu mjög misjöfn milli fyrirtækja. Niðurlag Leiða má að því líkur að ef ís- lensk fyrirtæki eiga að standast samkeppni verða þau að tileinka sér aðferðir sem tryggja stöðuga þróun og skjóta aðlögun að breyttum að- stæðum. Haldgóðar upplýsingar um starfsumhverfi fyrirtækisins og starfsanda verða sífellt mikilvægari með aukinni tæknivæðingu og vax- andi ábyrgð sérhvers starfsmanns á þróun fyrirtækisins. Með mæling- um á starfsvitund er komið öflugt tæki til mats á innri starfsþætti sem tengist sveigjanleika, frumkvæði og aðlögunarhæfni fyrirtækisins á tím- um örrar þróunar. Þetta verkfæri mun væntanlega reynast íslenskum fyrirtækjum notadijúgt í sókn á mið nýrrar aldar. Dr. Halldór Kr. Júlíusson sdlfræðingur er framkvæmdastjóri Mannheima ehf. Ámi Sigfússon stjórnsýslufræðingur er framkvæmdastjóri Stjómunarfélags íslands. Vista skrifstofuhúsgögn samræma ströngustu kföfur úm igæði, glæsilegt útiit og notagildi. Uppröðunarmöguleikarnir eru fjölmargir og’bjóða upp á góða starfsaðstoðu. ifiriahbús- arkitektar okkar veita faglega ráðgjöf, þér að kostnaðarlausu Hönnuður: Gunnar Magnússon FHI Evrópusambandið Þjóðverjar með ráð- stefnu um alnetíð Lúxemborg’. Reuter. IÐNAÐARRÁÐHERRAR Evr- ópusambandsins hafa samþykkt að Þjóðveijar haldi alþjóðlega ráð- stefnu um leiðir til að koma í veg fyrir að alnetið/internetið og önn- ur upplýsingakerfi séu misnotuð. Þjóðveijar höfðu lagt til á fundi ráðherranna að á ráðstefnunni yrði fjallað um gagnaleynd, leyfis- veitingu til handa upplýsingaaðil- um, hugverk sem eru eign höf- unda, klám og upplýsingaöryggi. Gúnter Rexrodt efnahagsráð- herra sagði að ESB ætti að beita sér fyrir því að komizt yrði að alþjóðlegu samkomulagi um „markmið og leiðir á vettvangi hnattrænna upplýsingakerfa.“ írski ráðherrann Richard Bru- ton, sem var í forsæti á fundinum, sagði að ákveðið hefði verið að Þjóðveijar héldu slíka ráðstefnu á næsta ári. Efnahagssanbandið hyggst lýsa yfir stuðningi við ráð- stefnuna í skjali um leiðir til að takast á við „ólöglegt og skaðlegt" efni á alnetinu. Mál þetta hefur vakið vaxandi athygli í Evrópu vegna barnamorðanna í Belgíu. Barnaklámi haldið utan við alnetið Fjarskiptaráðherrar ESB hafa samþykkt að fela nefnd að kanna leiðir til að halda barnaklámi utan við alnetið og á nefndin að skila skýrslu fyrir næsta fund ráðherr- anna í nóvember. Skjal framkvæmdastjómarinn- ar mun fjalla um alls konar ólög- legt og skaðlegt hátterni á alnet- inu eins og brot gegn höfunda- rétti og not á alnetinu til að æsa til hryðjuverka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.