Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 8
VEÐSHPn/fflVINNUUr . FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 O! LACMARKS OFNÆMI ENCIN ILMEFNI STARFSFÓLK Ráðningarmiðlunar Ráðgarðs, f.v. eru þau Jón Birgir Guðmundsson, Auður Bjarnadóttir og Torfi Markússon. Ráðningarmiðlun Ráðgarðs á alnetinu RÁÐNINGARMIÐLUN Ráðgarðs hefur um skeið boðið viðskiptavin- um aðgang að ráðningarþjónustu sinni á alnetinu. Þetta felur í sér að nú geta umsækjendur skráð umsóknir sínar hjá Ráðgarði á al- netinu, en jafnframt geta fyrirtæki lagt þar inn beiðnir um ráðningu starfsmanna. Fyrirtækið er fyrsta ráðningarþjónustan til að bjóða við- skiptavinum sínum þessa þjónustu. Að sögn Torfa Markússonar ráðningarstjóra Ráðgarði hefur þessi valmöguleiki verið fyrir £ Ert þú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi? Við veitum góðri hugmynd brautargengi! Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna í öllum greinum. ö LANASJOÐUR VESTUR -NORÐURLANDA ENGJATEIGI 3 - PÓSTHÓLF 5410, 125 FSEYKJAVÍK, SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04 Morgunblaðið/Jón Svavarsson STARFSMENN íþrótta- og tónlistardeildar eru Þórir Jónsson deildarstjóri, Steinunn Tryggvadóttir, nýr starfsmaður sem sér um bókanir og farseðlaútgáfu, Jón Karl Einarsson sér um sölu og skipulagningu fyrir tónlistarhópa, Peter Salmon, umsjónar- maður golfferða, og Sigurður Gunnarsson, handboltaþjálfari Hauka, er nýr starfsmaður deildarinnar og gengur í flest verk. * Aherslubreytingar hjá Úrvali-Útsýn hendi síðan í apríl og sífellt fleiri notfæra sér þjónustuna. Alnetið hefur auðveldað öll samskipti við ijarlæga viðskiptavini eins og námsmenn erlendis, en fólk á höf- uðborgarsvæðinu notfærir sér einnig þjónustuna í auknum mæli. Til að skrá sig í gegnum netið þurfa umsækjendur að velja net- slóð (URL) http: //www.trek- net.is/radgarður. Þá birtist heim- asíða Ráðgarðs og þar er hægt að velja „Ráðningarþjónusta". Gróska í ráðningum Fyrir skömmu var bryddað upp á þeirri nýjung að bjóða fyrirtækj- um að óska eftir starfsmanni í gegnum netið. Á þennan hátt geta stjómendur fyrirtækja á einfaldan og hraðvirkan hátt komið beiðni sinni til skila til ráðningarmiðlunar. Til að leggja fram beiðni skal fylgja sömu leiðbeiningum og við skrán- ingu í gegnum netið nema í stað þess að skrá sig hjá ráðningarþjón- ustunni er valin beiðni um ráðn- ingu. Að sögn Torfa hefur eftirspurn eftir starfsfólki aukist mjög að undanfömu. Það sem af er árinu hafa fleiri ráðningar gengið í gegn en á öllu síðasta ári. Markaður fyrir viðskiptamenntað fólk hefur tekið við sér og góðar horfur eru framundan fyrir þá sem eru að ljúka námi. Mikil gróska er innan upplýsingatæknigeirans og menntað fólk á því sviði getur oft valið úr störfum, því ekkert lát virðist vera á þeirri eftirspurn. FER.ÐASKRIFSTOFAN Úr- val-Útsýn hefur sameinað íþrótta- og tónlistardeild skrifstofunnar. Við breyting- arnar hefur íþrótta- og tón- listardeildin flutt starfsemi sína á neðri hæð ferðaskrif- stofunnar í Lágmúla 4. í frétt frá Úrval-Útsýn kemur fram að íþróttadeildin hafi verið starfrækt í sex ár og tónlistardeildin í tvö ár. Fram til þessa hafa golfferðir verið seldar sér en við samein- ingu deildanna eru þær hluti íþrótta- og tónlistardeildar. Torgið Blikur á lofti í vaxtamálum? MEIRI óvissa virðist ríkja um vaxta- þróunina á komandi mánuðum en oft áður. Verðbréfamarkaður ís- landsbanka hf. gerir ráð fyrir því í nýrri spá um framvinduna á fjórða ársfjórðungi að skammtímavextir hækki um 70 punkta þannig að ávöxtun ríkisvíxla fari úr 7% í 7,7%. Jafnframt spáir fyrirtækið 10-15 punkta hækkun á verð- tryggðum skuldabréfum fram til áramóta. Ávöxtun húsbréfa hækki því úr 5,65% í 5,7-5,75%. Slíkar hækkanir kæmu vitaskuld fljótlega fram í hækkun bankavaxta. Spá VÍB er rökstudd á þann veg að kjarasamningar séu lausir nú um áramót og hætta sé á aukinni verðbólgu. Þá versni lausafjár- staða innlánsstofnana að jafnaði þegar nær dragi áramótum og þar við bætist þensla og væntingar um aukna eftirspurn eftir peningum, bæði vegna fjárfestinga og neyslu. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, hefur tekið undir þá skoðun að tilhneiging verði til hækkunar vaxta fram til áramóta, en telur að búast megi við verulegri vaxtalækkun á næsta ári. Langtímavextir séu hærri hér innanlands en þeir geti verið til lengdar miðað við eðlilegar að- stæður og það hljóti að verða til- hneiging til þess á næstu misser- um að þeir lækki umtalsvert. Aðrir aðilar á verðbréfamark- aðnum hafa hins vegar töluvert ólíkar skoðanir á þessari þróun og telja að mikil varkárni felist í spá VÍB um langtímamarkaðinn. Búast megi við mun meiri hækkun á vöxt- um verðtryggðra skuldabréfa á næstunni. I því sambandi er bent á að þegar skammtímavextir séu hækkaðir mikið þá fylgi langtíma- vextir á eftir. Ákveðið sálfræðilegt samhengi sé þar á milli. Þar að auki séu fjölmargir aðilar að gefa út skuldabréf fyrir almennan mark- að um þessar mundir, en eftir- spurn hafi ekki aukist að sama skapi og sé reyndar afar dræm. Húsnæðisstofnun hyggst t.d. afla eins milljarðs króna fram að ára- mótum með útboði húsnæðisbréfa og Stofnlánadeild landbúnaðarins er að fara af stað með tveggja milljarða skuldabréfaútboð. Fjöl- margar lánastofnanir eru einnig á ferðinni á markaðnum. íslands- banki hefur nýlega lokið við sölu á 500 milljóna útboði á víkjandi skuldabréfum, sparisjóðirnir eru að bjóða út bréf, einnig Iðnlána- sjóður og þannig mætti áfram telja. Loks kann Landsvirkjun að efna til útboðs á skuldabréfum hér innanlands. Fleiri ástæður eru nefndar fyrir hækkunum vaxta eins og að þensl- an sé jafnvel meiri en hagtölur gefi til kynna. Spáð er um 9 millj- arða halla á viðskiptajöfnuði á þessu ári og 14 milljarða halla á næsta ári. Allt þetta bendir til hækkana á langtímavöxtum. Góð staða ríkissjóðs Ekki eru þó allir sannfærðir um að vaxtahækkanir séu í farvatninu á langtímabréfum. í því sambandi er bent á að húsbréfamarkaðurinn sé nú í nokkuð góðu jafnvægi með um 5,6% ávöxtunarkröfu og eftir- spurn virðist góð frá lífeyrissjóð- um. Því megi ekki gleyma að sjóð- irnir hafa um 4 milljarða til ráðstöf- unar í hverjum mánuði. Útboð á ríkisvíxlum í gær gefur nokkra vísbendingu um vaxtaþró- unina á næstunni á skammtíma- markaðnum. Þartók ríkissjóður til- boðum í ríkisvíxla að fjárhæð 4,1 milljarður með svipaðri ávöxtun og gilt hefur í viðskiptum á Verðbréfa- þingi. Þetta útboð endurspeglar jafnframt góða stöðu ríkissjóðs. Komið hafa til innlausnar um 8 milljarðar í ríkisverðbréfum í þess- um mánuði, og lántaka í útboðinu í gær nam því einungis helmingi þeirrar fjárhæðar. Þannig munu 4 milljarðar leita í aðra farvegi á markaðnum. Ekkert bendir til ann- ars en staða ríkissjóðs verði góð áfram og má raunar í því sam- bandi benda á að endurgreiðsla á allháum erlendum skammtímalán- um er í farvatninu. Þetta gefur ekki tilefni til að ætla að skamm- tímavextir hækki. En þenslan í efnahagskerfinu kann hins vegar að valda hækkun á skammtímavöxtum, eins og fyrr segir. Ekkert er hægt að útiloka að Seðlabankinn grípi á ný til hækkana vaxta til að sporna gegn þenslu og tryggja stöðugt verðlag. Ríkissjóður efndi jafnframt til útboðs á verðtryggðum spariskír- teinum til fjögurra ára í gær en engin tilboð bárust að þessu sinni. Þetta þykir gefa til kynna að lang- tímamarkaðurinn sé í einhvers konar í biðstöðu. Því er haldið fram að 5 milljarðar sem innleystir voru í 17,6 milljarða innlausn spariskír- teina í sumar hafi að verulegu leyti verið ávaxtaðir á skammtímamark- aði þ. á m. á sérkjarareikningum í bönkunum. Þeir aðilar sem þar eigi í hlut vilji bíða átekta fram að áramótum í þeirri von að vextir á langtímabréfum muni fara hækk- andi á þeim tíma. Það er því úr vöndu að ráða að spá fyrir um vaxtaþróun næstu mánaða og skoðanir eru ákaflega skiptar. Mörg teikn eru á lofti um að vextir muni hækka en á móti koma ýmis rök gegn því að svo verði. KB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.