Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D •fttmtUn^U^ STOFNAÐ 1913 240.TBL.84.ARG. SUNNUDAGUR 20. OKTOBER1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Finnar sýna Evrópu- kosningum lítinn áhuga Helsinki. Morguíiblaðið. FINNSKIR kjósendur virðast lítinn áhuga hafa á kosningunum sem fara fram í dag. Finnar kjósa fyrsta sinni fulltrúa á þing Evrópusambandsins og um leið fara fram bæjar- og sveitar- stjórnarkosningar. Nýjustu skoðanakannanir sýna að Esko Seppánen, fyrrverandi kommúnisti og þingmaður Vinstra bandalagsins, nýtur mestra vinsælda. Seppánen er reyndar andvígur Evrópusambandinu, en vinsældir hans gætu leitt til þess að Vinstra bandalagið fái tvo menn kjörna. Litlaus kosningabarátta Kosningarbaráttan hefur verið óvenju litlaus og sagt er að það beri áhuga- leysi þjóðarinnar vitni að aðeins tæplega hálf milljón manna horfði á sjónvarps- umræður flokksformanna í ríkissjón- varpinu á fimmudagskvöld. Helmingi fleiri horfðu á skemmtiþátt sem sendur var út á annarri rás ríkissjónvarpsins á sama tíma. Ekki er vitað hvað margir horfðu á sendingar gervihnattastöðva og annarra sjónvarpsstöðva meðan á umræðunum stóð. Umdeilt er hvort rétt hafi verið að halda Evrópukosningar og bæjar- og sveitarstjórnarkosningar samtímis. Rík- isstjórnin telur að kosningaþátttaka í Evrópukosningunum hefði orðið mjög lítil ef kosningarnar hefðu verið haldnar hvorar í sínu lagi. Ef marka má þátt- töku í utankjörstaðakosningum, sem lauk á þriðjudag, hefur ekki höfðað til almennings að halda tvöfaldar kosning- ar. Stjórnarandstöðu lítið ágengt Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt- ist á föstudagskvöld í fréttum MTV3- sjónvarpsstöðvarinnar, munu jafnaðar- menn hreppa fjögur til fimm sæti, mið- flokksmenn og hægrimenn þrjá til fjóra hvorir, en hin sætin skiptast milli smá- flokka. Verði kosningaþátttaka mjög dræm er búist við að hlutur jafnaðar- manna minnki en hlutur hægrimanna aukist að sama skapi. Athygli hefur vakið að gagnrýni stjórnarandstöðunnar og þá sérstaklega Miðflokksins á ríkisstjórnina hefur lítil áhrif haft. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birtist fyrr í vikunni, finnst almenn- ingi framkoma Miðflokksins hafa verið verri en stjórnarflokkanna. Morgunblaðið/Kristinn Blíðskaparveður við Tjörnina VEÐUR hefur verið milt í Reykjavík undanfarna daga og margir hafa reynt að njóta veðurblíðunnar með útiveru eins og þessi kona. sem f ór með barni niður að Tjörn til að gefa fuglunum brauð. Jeltsín skipar Rybkín eftirmann Lebeds Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, skipaði í dag ívan Rybkín, fyrrverandi forseta Dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, yfírmann öryggismála í landinu í stað Alexanders Lebeds sem var rekinn úr stöðunni á fimmtu- dag. Jeltsín vék Lebed einnig úr stöðu sérlegs sendimanns síns í samningum við uppreisnar- menn í Tsjetsjníju og tekur Rybkín einnig við því hlutverki. Lebed samdi um frið við Tsjetsj- ena og undirritaði samkomulag þar að lútandi í lok ágúst. Rybkín, sem verður 50 ára í dag, er sagður hófsamur stjórnmálamaður og hlynntur um- bótum. Rybkín er fyrrverandi kommúnisti og var kjörinn á þing fyrir Bændaflokkinn. Hann sagði skilið við flokkinn þegar hann varð for- seti þingsins og gerðist bandamaður Jeltsíns. Hann kom í veg fyrir að þingi og forseta lenti saman meðán hann var forseti Dúmunn- ar frá 1993 til 1995 en eftir sigur komm- únista í þingkosningunum í desember missti hann stöðuna. Greiddu kommúnistar og bandamenn þeirra atkvæði gegn honum. Til- kynningin um að hann tæki við af Lebed barst frá fjölmiðlaþjónustu Kremlar. Skipaður til að stöðva baktjaldamakk Þegar var leitt getum að því að'Jeltsín hefði ákveðið að skipa eftirmann Lebeds í snatri til þess að stöðva baktjaldamakkið, sem hefur staðið stjórn hans fyrir þrifum frá því að hann dró sig að miklu leyti í hlé til að undirbúa sig fyrir hjartaaðgerð. Jeltsín rak Lebed í beinni sjónvarpsútsend- ingu á fimmtudag og sakaði hann um að valda sundrungu í stjórninni og láta skína í valda- græðgi sína. í blaðaskrifum í Rússlandi í gær var gefið í skyn að Lebed teldi að gengið yrði til forseta- kosninga fyrr en síðar vegna hjartveiki Jelts- íns. „Yfirlýsingar Lebeds um að hann muni ekki hefja nýja kosningabaráttu fyrir forseta- embættinu á meðan sitjandi forseti er við völd eru aðeins merki um slægð," sagði á forsíðu dagblaðsins Komsomolskaja Pravda. Stjórnarandstaðan styður Jeltsín ekki oft en sú ákvörðun hans að víkja Lebed frá naut víðtæks stuðnings hennar og sögðu sumir að Lebed væri hættulegur og það hefði átt að láta hann fara fyrr. 10 VOLD ÞINGSINS HAFA DVtNAÐ TIMAMOT 20 Skrítnir gestir í Hrísey 24 B &7 ¦ '•¦ ¦ ¦ ¦ ~. IHIv ¦¦'..'••• ^H mb •í« ¦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.