Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jökulsá á Fjöllum Bræðsluvatn en engar líkur taldar á flóði Morgunblaðið/Þorkell EFNAGREININGAR á vatni úr Jök- ulsá á Fjöllum benda til þess að bræðsluvatn hafí borist þangað frá gosstöðvunum í Vatnajökli. Ámi Snorrason, forstöðumaður vatna- mælinga Orkustofnunar, segir að gerðar verði frekari mælingar á Jökulsá og öðrum jökulám til sam- anburðar. Mikið vatn er í jökulám um þessar mundir og ekki ljóst hvort hiutfallslega meira sé í Jökulsá á Fjöllum en öðrum. Hann segir að ef um bræðsluvatn af gosstöðvunum sé að ræða sé þaðan sírennsli í ána og j)ví engar líkur á flóði í þá áttina. I grein í breska tímaritinu Ec- onomist er fjallað um hugsanleg áhrif flóðsins úr Vatnajökli á haf- strauma. Vitnað er til þess að ef mjög mikið ferskvatn fari í sjóinn geti það haft áhrif á Golfstrauminn og þar af leiðandi á veðurfar. Sagt er að vatnið úr Skeiðarárhlaupi sé of lítið til að hafa þessi áhrif, en í tímaritsgreininni segir að með því að fylgjast með blöndun jökulvatns- ins í sjóinn megi fá mikilvægar upp- lýsingar um hvemig mikill fersk- vatnsmassi blandist sjónum. Jón Ólafsson haffræðingur segir að vatnið úr Skeiðarárhlaupi muni TÆKNISTJÓRN Samtaka evr- ópskra loftferðaeftirlitsstofnana hefur lagt til að aldurshámark atvinnuflugstjóra verði 65 ár og gert er ráð fyrir því að aðalstjóm samtakanna staðfesti tillöguna í desember. Um er að ræða hluta af reglu- gerð um flugmannsskírteini og er hún bindandi fyrir aðildarríkin, þar á meðal ísland. Aldurshámark flugmanna hefur verið breytilegt milli Evrópulanda. Á íslandi og í fleiri Evrópulöndum hefur aldurs- VINNUVEITENDASAMBAND Is- lands hefur kynnt fjármálaráðherra hugmyndir um að stofnaður verði skattadómstóll sem væri óháður skattheimtunni og fjármálaráðu- neytinu. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, segir að vaxandi óánægju gæti með úrskurði yfirskattanefndar, æðsta úrskurðar- valds í skattamálum, og seinagang í störfum hennar. Hann segir að í Ijósi þess að allir nefndarmenn væru skipaðir af fjármálaráðuneytinu telji menn nefndina ekki hlutlausa í störf- um sínum. VSÍ leggur einnig til að tekið verði upp kerfi forúrskurða en með því móti verði hægt að fá skuld- fara sömu leið og venjulegir strand- straumar, vestur frá suðurströnd- inni og réttsælis kringum landið. „Hversu mikil áhrif hlaupvatnsins verða fer mikið eftir aðstæðum. Ef hæglætisveður er verða menn mest varir við það.“ Jón segir að vatnið sé í hæsta lagi fáeinar vikur að blandast sjónum. Hann segir að það muni ekki hafa áhrif á strauma til langframa. Mórautt vatn við Vík í Mýrdal í bók Sigurðar Þórarinssonar Vötnin stríð er sagt frá bréfi ensks ferðalangs sem kom til íslands árið 1861. í bréfinu, sem birtist í Times, kom fram að er skip hans var kom- ið 80 sjómílur undan Ingólfshöfða hafi þeir siglt inn í brúnt ferskvatn. Þegar komið var þijátíu mílum nær landi hafí grænn sjór tekið við. Einnig segir í bókinni að árið 1903 hafí menn unnið við að skipa upp timbri við Vík í Mýrdal í logni og dauðum sjó. Skyndilega hafí sjór- inn í kring orðið kolmórauður og sterkur vesturstraumur næstum borið uppskipunarbátinn upp í urð- ina hjá Reynisfjalli. Mikið brim varð við sandinn. Aldurshámark er nú 63 ár á íslandi hámark atvinnuflugstjóra verið 63 ár en í öðrum hefur hámarkið ver- ið frá 60 til 65 ára. Þurfa ekki að hækka viðmiðun Samkvæmt upplýsingum Þor- geirs Pálssonar flugmálastjóra hefur þessi reglugerð ekki það í för með sér að einstök flugfélög þurfí að hækka aldurshámarkið bindandi forsögn um skattameðferð og auka skilvirkni í skattakerfínu. „Það er afskaplega mikilvægt að skattþegnarnir hafi traust á því að æðsta úrskurðarvald á sviði skatta- mála á framkvæmdasviðinu sé óháð og sé ekki fulltrúi skattheimtunn- ar,“ segir Þórarinn. Af þessum sök- um segir hann að VSÍ telji æskilegt að stofna skattadómstól sem gæti bæði fjaliað um skattafjárhæðir og skattsicyldu. Hann segir einnig mik- ilvægt að hraða meðferð skattamála og fullyrðir að oft skipti meira máli fyrir fyrirtæki að niðurstaða fáist fljótt heldur en hver hún er efnislega. Igóðu skjóli VÍST er að fara verður varlega í umferðinni þessa dagana þegar haust og vetur mætast og frostið fer að gera vart við sig. Þessi ungi vegfarandi fær góða umönn- un hjá stúlkunum tveimur og verður lítið var við veður og vind og þunga umferð í grennd við Kringluna í öruggu skjóli í barna- vagninum sínum. sé það innan við 65 ár. Því gætu íslensk flugfélög áfram miðað við 63 ár eða lægri aldur. Jens Bjarnason, flugrekstrar- stjóri Flugleiða, sagði að ekki væri ljóst hvort aldurshámarkið hjá Flugleiðum breyttist í kjölfar þessara breyttu Evrópureglna. Miðað er við að ef aðalstjórn Samtaka evrópskra loftferðaeftir- litsstofnana samþykki reglugerð- ina um flugskírteini taki hún gildi í aðildarlöndum samtakanna ekki síðar en um mitt ár 1999. Þórarinn segir að vilji stjórnvöld ekki stíga skrefíð til fulls sé lág- markskrafa að breyta skipun yfír- skattanefndar. Tillaga VSÍ sé að Hæstiréttur tilnefni meirihluta nefndarmanna. Skattkerfið starfi með atvinnurekstri í erindi VSÍ eru einnig sett fram tilmæli um að tekið verði upp kerfi forúrskurða þannig að fyrirtæki eða einstaklingar geti fyrirfram leitað til skattyfirvalda og fengið skuld- bindandi úrskurði um skattalega meðferð vegna tiltekinna fjármála- legra ráðstafana. Þórarinn segir að Aurskriða við Eski- fjörð AURSKRIÐA féll innan við Gijótá ofan við Eskifjörð á föstudag. Hún stöðvaðist nokkur hundruð metra ofan við miðjan bæinn og olli eng- um skemmdum. Ekki er vitað til þess að skriður hafi áður fallið á þessum stað í seinni tíð en mikil úrkoma hefur verið eystra síðustu daga. ------» ♦ ♦---- Fjórir farþeg- ar slösuðust FJÓRIR farþegar slösuðust þegar bíll skall á ljósastaur á Smiðjuvegi í Kópavogi rétt fýrir kl. 7 í gær- morgun. Okumaður slapp ómeiddur en hann gaf þá skýringu á slysinu að hann hefði verið að stilla útvarp- ið í bílnum og við það sveigt af leið þar til ljósastaurinn varð fyrir bíln- um. Farþegamir fjórir slösuðust ekki alvarlega en skárust nokkuð í and- liti. Tveir þeirra voru fluttir á slysa- deild með sjúkrabíl en tveir með lögreglubíl. -----♦ ♦ ♦----- Ók á 154 km hraða LÖGREGLAN í Kópavogi mældi hraða bíla á Suðurlandsvegi milli kl. 21 og 22 á föstudagskvöld. Sá sem hraðast fór var á 154 km hraða. Á þessum eina klukkutíma mæld- ust fjórir bílar á of miklum hraða. Qöldi fyrirtækja renni blint í sjóinn og fái engin svör um skattameðferð. „Þetta er óviðunandi fyrir at- vinnulífíð og ætti einnig að vera það fyrir stjórnkerfíð vegna þess fjölda mála sem þvælist frá einu kærustigi til annars. Við teljum að áhætta í atvinnurekstri minnki verði þetta kerfi tekið upp. Skattkerfíð á að starfa með atvinnurekstrinum en það á ekki að þvælast fyrir honum,“ sagði Þórarinn. I tillögum VSÍ er gengið út frá því að hægt sé að gefa út forúr- skurði án þess að þeir séu fordæm- isgefandi fyrir önnur samsvarandi mál. A Völd þingsins 1 hafa dvínað ► Af og til kemur upp umræða um þátt sérfræðinga fram- kvæmdavaldsins og hagsmunaað- ila í lagasetningu Alþingis og valdaafsal þingsins til sérfræð- ingaveldisins. /12 Tímamót ►Björk hefur í nógu að snúast og er komin vel af stað með næstu plötu. /20 Færri og stærri í flutningum ►í Viðskiptum/atvinnulífí er rætt við Friðrik Sigurðsson í Skipaaf- greiðslu Húsavíkur. /22 Skrítnir gestir í Hrísey ►Eitt þéttasta ijúpnavarp á Ís- landi er í Hrísey á Eyjafirði. Und- anfarin þijú ár hafa Hríseyingar fengið skrítnar heimsóknir á haustdögum. /24 B ► 1-32 Hulduland háfjallanna ►Kyrgizskan er eitt einangrað- asta ríki veraldar. Ekkert annað ríki í þessum heimshluta hefur þó ráðist í jafnróttækar efnhagslegar og pólitískar breytingar á síðustu árum. /1 og 2-5 Baráttusaga reyk- vísks athafnamanns ►Ragnar Einarsson hjá Iðnlömp- um á mikla lífsreynslu að baki. Líf hans framan af ævi var þrauta- ganga en hefur stælt hann og gefið honum nýja sýn á lífið. /6 Félagsráðgjöf er samspil og samskipti ► Félagsráðgjöf er ekki gömul fræðigrein og á íslandi kom hún ekki til sögunnar fyrr en eftir seinni heimsstyijöld. /10 Á slóðum vatnakarla ►Nafnið Veiðivötn er sveipað dul- úð enda er það mögnuð upplifun fyrir þá sem ekki til þekkja að koma í Veiðivötn. /16 FERÐALÖG ► 1-4 London ►Stund á þeim mikla fræga stað skapar skærar minningar. /2 Fosshótel á Hallormsstað ►20 herbergja gistiálma byggð fyrir vorið. /3 13 BÍLAR ► 1-4 Range Rover með bensínvél ►Áður hefur verið 'nér sagt frá Range Rover með dísilvél en nú er komið að bensínútgáfunni. /2 Reynsluakstur ►Vectra langbakur með nýrri dísilvél. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Stjömuspá 44 Leiðari 28 Skák 44 Helgispjall 28 Fólk í fréttum 46 Reykjavikurbréf 28 Bió/dans 48 Skoðun 30 íþróttir 62 Minningar 30 Utvarp/sjónvarp 53 Myndasögur 42 Dagbók/veður 55 Bréf til blaðsins 42 Mannlífsstr. 8b ídag 44 Dægurtónlist 12b Brids 44 Kvikmyndir 14b INNLENDAR FI ÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6 Samtök evrópskra loftferðaeftirlitsstofnana samræma reglur um aldurshámark flugstjóra Hámarksaldur flug'- sljóra verður 65 ár Framkvæmdastjóri VSÍ segir vaxandi óánægju með störf yfirskattanefndar Vilja óvilhallan skattadóm- stól og kerfi forúrskurða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.