Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ r1 VIKAN 13/10 -19/10 ►STJÓRN Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hefur samþykkt að gera félagið að iokuðu hlutafélagi. Stjórnarformaður SH telur að með þessari breytingu öðlist félagið ný sóknarfæri en forsenda breytingarinn- ar sé að SH haldi styrk sín- um, bæði fjárhagslega og markaðslega. ►ístak bauð lægst í end- urnýjun flugskýlis banda- riska flotans á Keflavíkur- flugvelli sem boðin var út fyrr á árinu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur verið ákveðið að ganga til samninga við fyr- irtækið en tilboð þess var um 17% undir kostnaðar- áætlun. Ef af því verður er þetta fyrsta stóra verkið fyrir varnarliðið sem kem- ur ekki í hlut íslenzkra aðalverktaka frá stofnun þess árið 1954. ►YFIRMAÐUR fíkniefna- deildar Iögreglunnar hefur upplýst að grunur leiki á um að viðskipti með fíkni- efni séu stunduð á spjallrás- um á alnetinu. ►TVÆR íslenskar konur unnu til verðlauna í evr- ópskum samkeppnum í vik- unni. Guðrún Ardís Össur- ardóttur sigraði í keppni þýska tiskublaðsins Burda um titilinn „Besta sauma- kona Evrópu“. Þá var María Ellingsen valin besta leik- konan á alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni Schermi d’Amore í Veróna á Ítalíu fyrir leik sinn i kvikmynd- inni Agnes. Þrír taldir af eftir að Jonna SF 12 fórst ÞRÍR skipveijar af Jonnu SF 12 frá Höfn í Hornafirði, eru taldir af en bát- urinn fórst á sunnudagskvöld austur af Skarðsfjöruvita. Leitarskilyrði voru slæm á stóru svæði nærri slysstað á sunnudagskvöldið, tíu vindstig, sand- rok og brim. Næstu daga var gerð víð- tæk en árangurslaus leit en m.a. voru fjörur gengnar frá Eldvatnsósi að Sól- heimasandi, um eitt hundrað kílómetra langt svæði. Landsfundur styrkti Sjálfstæðisflokkinn DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, sagði að loknum 32. lands- fundi flokksins að fundurinn hefði styrkt stöðu Sjálfstæðisflokksins mjög mikið og væri traustur bakgrunnur fyrir ráðherra flokksins. Talsverð átök urðu við afgreiðslu á sjávarútvegs- málaályktun flokksins á landsfundinum sem samþykkt var méð talsverðum breytingum frá upphaflegum drögum. í samþykkt fundarins segir að skyn- samlegast væri að byggja á núverandi fiskveiðistjómunarkerfi sem hafi m.a. gert sjávarútveginum kleift að komast í gegnum erfiðleika seinustu ára. Gosi undir Vatnajökli lokið ELDGOS undir Vatnajökli fjaraði út í upphafi vikunnar og telja jarðvísinda- menn að því sé lokið eða að það liggi tímabundið niðri. Hættuástandi hefur verið aflýst á jöklinum vestanverðum. Nýtt fjall hefur myndast á gossprung- unni en talið er að það hverfí undir jökulinn þegar fram líða stundir. Mæl- ingar á Grímsvötnum sýna að vatnsyf- irborð hækki um hálfan metra á dag en samkvæmt síðustu mælingum hefur yfirborð Grímsvatna náð 1505 m hæð. Jeltsín rekur Lebed BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti rak á fimmtudag Alexander Lebed, sem átti drjúgan þátt í að tiyggja honum endur- kjör í forsetakosningunum í sumar, úr stöðu yfírmanns öryggismála í Rúss- landi. Anatolí Kúlikov innanríkisráðherra hafði dagana á undan gagnrýnt Lebed harkalega fyrir að ætla að sölsa undir sig völd í landinu. Kúlikov er hins veg- ar talinn vera peð í valdatafli þeirra Víktors Tsjemomyrdíns forsætisráð- herra og Anatolís Tsjúbajs, skrifstofu- stjóra forsetans. Lebed var maðurinn á bak við frið- arsamkomulagið við Tsjetsjena og telja ýmsir að friðinum í Tsjetsjníju sé stefnt í hættu með brottvikningu Lebeds. Fréttaskýrendur eru þeirrar hyggju að staða Lebeds, sem er vinsælasti stjórnmálamaður í Rússlandi um þessar mundir, hafí styrkst. Lebed sé nú í sömu stöðu og Jeltsín gagnvart Gorb- atsjov árið 1987 og gæti reynst Rúss- landsforseta skeinuhættur. Lebed seg- ist ekki horfínn af sjónarsviði rúss- neskra stjórnmála. Hart deilt á Bonino TILLÖGUR Emmu Bonino, sjávarút- vegsstjóra Evrópusambandsins, um mikinn niðurskurð í fískveiðum aðild- arríkja ESB fengu slæma útreið á fundi sjávarútvegsráðherra sambandsins á mánudag. Var búist við að endanleg niðurstaða yrði 15% niðurskurður í áföngum á sex árum. Drógu ráðherramir í efa vísinda- lega útreikninga um stöðu fískstofn- anna og kröfðust meiri sveigjanleika í fískveiðistjómun og meiri styrkja til sjávarútvegsbyggða. ►SÍÐARI kappræður Bills Clintons Bandaríkjaforseta og Bobs Doles, forsetafram- bjóðanda repbúlikana, fóru fram á miðvikudag. Mikið var í húfí fyrir Dole, sem var skeleggari en í fyrri kappræðunum. Clinton lét ásökunum Doles hins vegar ósvarað og samkvæmt skoð- anakönnun, sem gerð var að kappræðunum loknum, var rúmlega helmingur áhorfenda þeirrar hyggju að Clinton hefði haft betur, rúm 20% töldu Dole hafa sigrað og aðrir gerðu ekki upp á milli þeirra. ► Albert Belgiukonungur hvatti á föstudag til þess að barnaklámsmálið og morð i tengslum við það yrðu upplýst að fullu. Mikil mótmæli voru í Belgiu í vik- unni í kjölfar þess að rann- sóknardómara var vikið frá. Tugþúsundir manna mótmæltu í Ghent og Antw- erpen á föstudag og sökuðu stjórnvöld um að spilla rannsókn málsins. Boðað hefur verið til fjöldamót- mæla í dag. ►HREYFING Talebana, sem hrakti stjórnarherinn frá Kabúl, höfuðborg Afg- anistans, fyrir þremur vik- um, hefur átt undir högg að sækja. Talebanar hafa beðið ósigra fyrir Ahmad Shah Masood, yfirmanni stjórnarhersins, sem efnt hefur til samstarfs við aðra stríðsherra. ►ÁTÖKUM Kúrda í norð- urhluta íraks linnir ekki. Sá armur Kúrda, sem fyrir skömmu leitaði liðsinnis ír- aka til að sigrast á andstæð- ingum sinum, hefur verið á undanhaldi og hótar að leita stuðnings í Bagdað á ný á þeirri forsendu að andstæð- ingar njóti liðsinnis írana. FRETTIR Loðnukvótinn á 30-40 milljarða kr.? Peningar skipta sjaldnast um hendur þegar útgerðarfyrirtæki skiptast á kvótum í ólíkum tegundum. Pétur Gunnarsson reiknaði þó út markaðs- verð úthlutaðs loðnu- kvóta miðað við tilboð sem hafa verið í gangi á kvótamarkaði. VERÐI fallist á tilboð sem út- gerðarfyrirtæki hér á landi hefur gert í varanlegan síldarkvóta í skiptum fyrir loðnukvóta jafngildir verðið sem það býður því að varan- legur loðnukvóti íslenskra skipa sé allt að 40,9 milljarða króna virði. Þá er miðað við að markaðsverð eins síldarkvóta sé 90 milljónir króna og jafngilt markaðsverði fyr- ir 150 tonn af þorskkvóta og að markaðsverð varanlegs þorskkvóta sé nú 600 krónur á kíló. Morgunblaðinu er kunnugt um útgerðarfyrirtæki, sem hefur lýst áhuga á kaupa einn síldarkvóta — rétt til að veiða allt að 1.220 tonn af síld, eða 1,1090945% úthlutaðs kvóta — í skiptum fyrir 0,2% af loðnukvóta landsmanna. Úthlutaður loðnukvóti er nú 737 þúsund tonn en miðað við þær for- sendur stjórnvalda hafa kynnt er almennt gert ráð fyrir að leyfður verði 1.278 þúsund tonna heildar- afli á ioðnu. Miðað við þær forsend- ur veitir 0,22% kvóti því rétt til að veiða 2.811,6 tonn. Viðmælendur Morgunblaðsins telja reyndar ólíklegt að fyrrgreindu tilboði verði tekið og telja líklegra skiptahlutfall í viðskiptum af þessu tagi 0,3% af loðnukvótanum fyrir einn síldarkvóta. Miðað við það verð er heildarmarkaðsverði loðnukvót- ans 30 milljarðar króna. Ástæða þess að viðmælendur Morgunblaðs- ins töldu víst að viðskipti væru a.m.k. komin á við tilboðið 0,3% loðnukvóta fyrir 1,1090936% síldarkvóta landsmanna er sú að þá væri verðmæti loðnuafurðanna í dæminu, miðað við núgildandi verð, orðið talsvert hærra en verð- mæti þess síldarkvóta sem látinn yrði af hendi. Lítil hreyfing áloðnukvóta Loðnukvóti hefur hins vegar lítið hreyfst á markaði undanfarið en i stöðug eftirspurn er þó eftir honum, enda eru sjö loðnuskip í landinu án kvóta. Fyrrgreint tilboð er m.a. tal- ið endurspegla þá trú tilboðsgjafans! að loðnukvótinn í ár sé í hámarki en vænta megi aukins síldarkvóta á næstunni. Björn Jónsson, kvótamiðlari hjá LÍÚ, vildi ekki taka afstöðu til þessa tilboðs, þegar það var borið undir j hann. Hann upplýsti að loðnukvóti hefði ekki staðið til boða lengi; síð- I ast þegar hann hefði selst í skiptum hefði verið miðað við verðið 81 milljón króna fyrir hvert prósent kvótans en síðast þegar hann hefði verið seldur og greitt var fyrir í peningum, sem er fátítt í kvótavið- skiptum af þessu tagi, hefði verið miðað við um 60 milljóna króna markaðsverð fyrir hvert prósent I loðnukvóta. Sé dæmið reiknað út j frá því verði er markaðsverð kvót- ans mun lægra, eða 6-8,1 milljarð- ' ar króna. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Gönguljós á Hverfisgötu við Vitastíg SETT hafa verið upp gangbraut- arljós á ný á Hverfisgötu við Vita- stíg og unnu starfsmenn gatna- málastjóra við að tengja yósin og stilla þau á föstudag. í kjölfar breytinga á Hverfis- götu töldu borgaryfirvöld ekki ástæðu til að hafa áfram gang- brautarljós á þessum stað. íbúar við Vitatorg, sem flestir eru eldri borgarar, lýstu hins vegar óánægju sinni með þetta fyrir- komulag og efndu til mótmæla- göngu. Mótmælin voru tekin til greina og samþykkti borgarráð að setja upp Ijósin á ný. Nú geta aldraðir íbúar við Vita- torg og aðrir borgarbúar nýtt sér gönguljósin og gengið öruggir yfir Hverfisgötuna. Andvíg’ur kjöri sér- staks þing- forseta ÓLAFUR Skúlason biskup segist vera alfarið andvígur því að í upp- hafí hvers kjörtímabils kirkjuþings væri kjörinn sérstakur þingforseti sem tæki við málum kirkjuþings og fylgdi þeim eftir eins og biskup og kirkjuráð hafa gert fram að þessu. Sagði hann misskilnings hafa gætt í túlkun á máli sínu á kirkjuþingi í frétt Morgunblaðsins í gær um til- lögur um breytingar á skipan kirkju- þings. Biskup segist vera hlynntur því að leikmenn verði atkvæðameiri á kirkjuþingi og gætu þar orðið fleiri en vígðir menn. Hann hafi þó lýst’ sig andvígan hugmyndum um að sérstakur þingforseti væri kjörinn sem tæki við málum kirkjuþings að því loknu. Aftur á móti sagði biskup á kirkjuþingi að minna máli skipti hvort kirkjuþingsmenn kysu forseta úr sínum hópi, leikan eða lærðan, þótt æskilegra væri að fylgja þeirri hefð sem verið hefur frá upphafi að biskup sé forseti kirkjuþings en þing- ið kjósi 1. og 2. varaforseta. ---------».».»---- Genscher fagnar 50 ára SÞ-aðild íslands HANS-DIETRICH Genscher, fyrr- verandi utanríkisráðherra Þýska- lands verður heiðursgestur á fundi sem Félag Sameinuðu þjóðanna á íslandj heldur í tilefni af 50 ára aðild íslands að SÞ. Fundurinn verður 30. október í Súlnasal Hótel Sögu frá kl. 17-19. Ávörp flytja Genscher og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Þá verða fluttir leikþættir og tónlist. Hátíðin er opin öllu áhugafólki um utanríkismál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.