Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Hið pólitíska sálarspil Fyrrverandi eiginkona fallins flokksformanns í Danmörku skrif- ar um aðdraganda endalokanna og lífíð að tjaldabaki stjómmál- anna. Sigrún Davíðsdóttir hefur lesið bókina sem bregður upp kaldranalegri mynd af hinu pólitíska lífí. BETTINA Heltberg hefur fulla samúð með fyrrverandi eiginmanni sínum, hinum fallna flokksformanni jafnaðarmanna, Svend Auken, í bók sem hún skrifaði um fall hans úr formannsstóli. SAGAN er venjulega skrifuð af sigurvegurum. í bókinni „Hvor der handles", sem mætti snara Þar sem kaupin ger- ast, skrifar Bettina Heltberg sögu stjórnmálamannsins, sem tapaði. En hún skrifar líka sögu eiginkonunnar, sem fylgist með lífi stjórnmálamannsins og sér glögglega hve það er dýru verði keypt. Danskir iesendur vita framhaldið. Þau hjónin skildu skömmu eftir að þeir atburðir, sem bókin snýst um, voru af- staðnir. Heltberg er fyrrverandi eigin- kona Svends Aukens, núverandi umhverfisráðherra Dana, sem var formaður danska Jafnaðar- mannaflokksins frá 1987 þar til hann tapaði fyrir Poul Nyrúp Rasmussen, nú- verandi forsætisráðherra 1992. Bókarinnar hefur ver- ið beðið með eftirvæntingu, því ýmsir veltu fyrir sér hvaða höndum eiginkonan fyrrverandi færi um eig- inmanninn, sem alltaf hefur lagt ríkt kapp á að vernda einkalíf sitt, sem var kanriski ekki erfitt, því ef marka má bókina þá tók einkalífið snöggtum minna pláss í umsvifum Aukens en stjórnmáialífið. En þeir sem vonuðu að Heltberg opnaði allar dyr upp á gátt hafá orðið fyrir vonbrigðum. Bókin hefur fengið afbragðs dóma fyrir að vera áhrifa- mikil og persónuleg, án þess að vera óþægilega afhjúp- andi. En það var varla tilvilj- un að hún kom út einmitt daginn sem Auken hélt upp á 25 ára þingmannsafmæli sitt. Einkenni mikilmenna: uppblásið sjálf Heltberg byrjar bókina á hugnæmri lýsingu á föður sínum, áköfum bókmenn- taunnanda og líkingar úr bókmenntunum ganga eins og rauður þráður í gegnum frásögnina. Æskuumhverfi hennar er í hróplegu ósam- ræmi við pólitískt umhverfi hjónabands hennar. Strax í upphafi segir hún það skoð- un sína að helsta einkenni stórmenna sögunnar, allt frá Júlíusi Cesar til Borís Jeltsíns, sé með jákvæðum orðum hrífandi útgeislun og mikið sjálfstraust. Sagt á neikvæðan hátt sé þetta það sem Jung kalli sálarlega verðbólgu, uppblásið sjálf. Mörg mikilmenni samsami sig vinnu sinni og titlum, án snefils af skop- skyni. Lesandinn kemst ekki hjá að taka eftir að í frásögn Heltbergs liggur æpandi sársauki konu, sem eignaðist með manni sínum fjögur börn, meðan athygli hans var bundin starfi hans. Stöku setningar segja sína sögu. Hann hafði ekki tíma til að vera við- staddur fæðingarnar og hann mátti heldur ekki vera að því að sækja konu og nýfædd börnin á fæðingardeildina. Þegar hún dröslar innkaupapokunum heim lætur hún sig dreyma um mann, sem axli byrðarnar með henni, þó hún viti að allir eigi að bera sínar eigin byrðar, eins og Svend gerir alltaf. Hún á erfiðara með að gleyma en hann. Þegar hann er kominn á fullt í pólitíkinni og hún er önnum kafin móðir og blaðamaður er hún um leið heilsutæp og um tíma vart hugað líf. Og hún gleymir ekki að geta þess að í orði er hann er mikið gefinn fyrir fjölskylduna. Vísast kannast margar eigin- konur önnum kafinna manna við lýsinguna. í viðbót kemur svo að Heltberg er gift stjórnmálamanni og það úr Jafnaðarmannaflokkn- um. „Sambandið við Jafnaðar- mannaflokkinn getur líkst því að vera ástfanginn," segir hún á einum stað. Málið er bara að hún er utan þessa ástarsambands. Hún veitir innsýn í hvernig flokkstengslin eru mun sterkari en gerist um aðra flokka. Hug- sjónir flokksins eru jafnrétti, frelsi og bræðralag og þeir, sem helga líf sitt flokknum sækja þangað ekki aðeins pólitíska nær- ingu, heldur félagslega líka. Þar eiga menn vini sína og umgang- ast varla aðra. Mennirnir ákveða kvöldmatar- boð hver með öðrum og það eru auðvitað eiginkonurnar sem sjá til þess að maturinn komi á borð- ið. Síðan draga þeir sig í hlé yfir koníaki og vindlum en eftir sitja konurnar sem eru þarna af því mennirnir vilja hittast en þær eru ekki alltaf áfjáðar í að hitta hver aðra. Auken nýtur þess að vera innan um fólk. Konan vill helst vera heima hjá börnunum. Samtvinnun stjórnmála og vináttu Þessi samtvinnun stjórnmála og vináttu gerir það að verkum að sá sem missir traust flokks- bræðranna missir líka nána vini. Einmitt þetta hefur Mona Sahlin, hinn fallni engill sænskra jafnað- armanna, einnig talað um. Flokk- urinn er lífið sjálft, bæði vinna, vinátta og ástir. Poul Nyrup Ras- mussen er góður vinur Aukens, sem velur hann sem varaformann sinn. Mogens Lykketoft ljármála- ráðherra hefur sagt að ýmsir kraftar í flokknum hafi lagst á eitt til að koma formannsskiptun- um í kring. Heltberg segir það ekki hafa verið ýmsa krafta, held- ur fyrst og fremst Lykketoft. Að sögn Heltberg lögðust Lykketoft og fleiri á eitt um að draga stöðugt upp sem versta mynd af Auken. Öðrum gömlum vini, Niels Helveg Petersen, núverandi utanríkisráðherra, hafði fyrr sinnast við Auken. Nú bættist hann í hóp þeirra sem ekki treystu Auken til að ná aftur stjórnartau- munum og glæsilegur kosningasigur dugði ekki til. Heltberg lýsir á óhugn- anlegan hátt hvernig smátt og smátt kólnar í kringum þau og minnist lýsingar Dantes á innsta hluta hel- vítis, þar sem svikararnir þrír, Júdas, Brútus og Cass- íus, pínast að eilífu. Kvöldið fyrir formanns- kosninguna, þegar löngu var ljóst hvert stefndi, borð- aði flokksforystan saman. Allir sátu við borð Nyrups nema Auken og eiginkon- an, þau sátu ein. Myndin af Nyrup sem samvisku- lausum stjórnmálamanni endist fram á síðustu blaðs- íðu bókarinnar þar sem hann eftir sigurinn býður Auken formannssæti í mik- ilvægri þingnefnd. Til þess hefði þurft að kasta for- manni hennar út og því hafnar Auken sætinu, Nyr- up til mikillar undrunar. Ýmsar athugasemdir Heltbergs um stjórnmál gefa glögga mynd af því sálarspili sem þar fer fram. Poul Schlúter, forsætisráð- herra og formaður íhalds- flokksins, bíður með afsögn vegna Tamílamálsins, því eins og Heltberg bendir á reynist valdhöfum oft erfiðara að horfa á eftir völdunum til nánustu sam- starfsmanna en til andstæðings- ins. Því gengu völdin til jafnaðar- manna, þar sem Nyrup nýkjörinn formaður var í viðbragðsstöðu, ásamt Lykketoft og fleirum. Borgaraflokkarnir misstu stjórn- artauma kosningalaust eftir tíu ára valdatímabil. Það eru þessar svipmyndir af sálarspili stjómmál- anna frá þeim, sem hefur séð þau innan frá, sem gera bókina áhuga- verða og vekja um leið til umhugs- unar um siðferði stjórnmála, tísku- mál okkar tíma. Frakkar og Þjóðveijar leggja skjal fyrir ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins „Sveigjanlegur samruni“ til umræðu FRAKKLAND og Þýzkaland munu á morgun leggja skjal fyrir ríkjaráðstefnu Evrópusambands- ins, sem á að verða grundvöllur umræðna um „sveigjanlega sam- runaþróun“, þ.e. að aðildarríkin geti farið mishratt á braut Evrópu- samrunans. ' í skjalinu kemur fram að eins mörg aðildarríki og hægt er eigi að taka þátt í auknu samstarfi eftir að ríkjaráðstefnunni iýkur. Hervé de Klaus Charette Kinkel Hins vegar geti einstök ríki ekki hindrað önnur í að efla samstarf sitt, til dæmis með myndun mynt- bandalags, þótt þau vilji ekki eða geti ekki tekið þátt í slíku. Ekki „harður kjarni“ í skjalinu, sem utanríkisráð- herrarnir Klaus Kinkel og Hervé de Charette undirrita, segir að á samrunabrautinni eigi aðildarríki ESB að halda sig við „markmiðið um þátttöku sem flestra ríkja“. Hins vegar segja þeir einnig: „Ekkert aðildarríki getur haft neitunarvald. Ekkert aðildarríki, sem vill vera með, verður útilok- að.“ Embættismenn leggja áherzlu á að með þessu skjali sé ekki verið að opna fyrir möguleika á „hörðum kjarna“ ESB-ríkja, sem héldu áfram á braut samrunaþróunar og skildu önnur eftir fyrir utan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.