Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VÖLD ÞINGSINS HAFA DVÍNAl) Af og til kemur upp umræða um þátt sérfræðinga framkvæmdavaldsins og hags- munaaðila í lagasetningum. Guðjón Guðmundsson leitaði til annars konar sér- fræðinga og stjómmálamanna til þess að reifa þetta mál. Stjórnarfrumvarp og þingmannafrumvarp FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gerði að umtalsefni stöðu Alþingis gagn- vart sérfræðistofnun- um framkvæmdavaldsins og starfsmönnum og stjómendum hagsmunasamtaka í ávarpi sínu við setningu Alþingis í byrjun mánaðarins. Forsetinn sagði m.a. að þingið þyrfti nú að heyja varn- arbaráttu til að tryggja að það vald sem því ber samkvæmt ís- lenskri stjórnskipun flytjist í reynd ekki smátt og smátt til þessara aðila. Gunnar Helgi Kristinsson, dósent_ í stjórnmálafræði við Há- skóla íslands, er einn þeirra sem hafa rannsakað þetta mál á fræði- legum grunni. Hann segir m.a. að sérstaða íslands sé sú að þingið sé valdamikið fremur en að sér- fræðingveldið sé meira hér en annars staðar. Engu að síður hafi völd þingsins dvínað. Gunnar Helgi vann rannsókn á íslenskri stjórnsýslu sem var undirstaðan að bók hans Embætt- ismenn og stjórnmálamenn sem Heimskringla gaf út 1994. „Það fyrsta sem ég rakst á var það að íslenska stjórnsýslan á þessari öld hefur þá sérstöðu að hún er mun meiri undirsáti þings- ins en títt er um stjórnsýslukerfi í löndunum í kringum okkur. Ég er engu að síður sammála því að þingið hafi verið að glata ákveð- inni stöðu gagnvart starfsfólki stjómsýslunnar. Það breytir ekki því hins vegar að þingið er ennþá mjög valdamikið miðað við önnur þing gagnvart stjórnsýslunni,“ sagði Gunnar Helgi. Þing getur aldrei orðið sérfræðingastofnun Hann segir að það þurfi ekki að koma neinum á óvart að völdin séu að færast frá þingi til stjórn- sýslunnar. Á millistríðsárunum störfuðu 25-30 manns í öllum ráðuneytunum samanlagt. Á þingi sátu_ 40-49 manns. „Á þingi sátu margir best menntuðu menn þjóðarinnar og þetta var virðingarstaða. Það var því ekkert einkennilegt á þeim tíma að þingið teldi stjórnsýsluna ekki hafa yfir yfirburðaþekkingu að ráða. Þingmenn voru óhræddir við að taka að sér verkefni og láta að sér kveða. Núna sitja á þingi 63 menn og í ráðuneytunum vinna um 400 manns. Þeir eru betur inni í næstum öllum málum og þingmenn verða að sætta við það að þing getur aldrei orðið sérfræð- ingastofnun. Hins vegar er þörf á sérfræðilegri stefnumótun sem hlýtur að þurfa að koma frá stjórn- sýslunni í verulegum mæli. Hlut- verk þingsins verður miklu frekar það að hafa eftirlit, tryggja að hlutirnir fari rétt fram og að það gildi góðar reglur um framkvæmd hluta," segir Gunnar Helgi. Hann segir að þróun af þessu tagi hafi allstaðar orðið og hún sé óhjákvæmileg þegar stórt og margslungið ríkisvald þarf að sinna flóknum og erfiðum verkefn- um. „Þingmenn geta ekki verið sérfræðingar á umtalsverðum fjölda sviða. Betra er að þing- ið komi sér niður á það hvernig það ætlar að hafa eftirlit og stjórn á framkvæmda- valdinu,“ segir Gunnar Helgi. Hann segir að Gunnar Helgi þingið hafi á Kristinsson vissan hátt sett sér skipulag í þessum efnum. Dæmi um það sé stofnun embættis umboðsmanns Alþingis og þegar Ríkisendurskoð- un var flutt frá fjármálaráðuneyt- inu og sett undir þingið. Einnig þegar breytingar voru gerðar á nefndum þingsins og þær efldar og stækkaðar. „Ég held að margir alþingis- menn sjái eftir gömlu góðu tímun- um þegar þeir voru miklu sterkari gagnvart framkvæmdavaldinu. Þá var mun líklegra að þingmanna- frumvörp næðu fram að ganga en nú er. Þetta ásamt því að þing- sköp eru ekki eins frjálsleg og þau voru er merki um það að vald þingsins er að minnka,“ segir Gunnar Helgi. Hann bendir á að þingsköp á íslandi séu um margt mjög sér- stök. 63 menn sitji á Alþingi en önnur þing hafi margfaldan þenn- an þingmannafjölda. íslenskir þingmenn hafi vanist miklu frelsi. Umræður um breytingar á þing- sköpum á undanförnum árum hafi frekar verið í þá áttina að þrengja að rétti þingmanna. Þingið veikt gagnvart hagsmunasamtökum Gunnar Helgi segir að þingið sé sterkt gagnvart stjórnsýslunni en veikt gagnvart hagsmunasamtök- um. Reyndar sé ríkisvaldið oft auðveldlega yfirspilað af hags- Halldór Jónsson, deildarstjóri HÍ Flokkarn- ir bragðist hlutverki sínu HALLDÓR Jónsson, deildarstjóri á rannsókna- sviði Háskóla íslands. HALLDÓR Jónsson, deildarstjóri á rann- sóknasviði Háskóla íslands, hefur fjallað um ákvarð- anatöku í sjávarútvegi og stjórnun fiskveiða í ritgerð sem birt var í Sam- félagstíð- indum, tímariti þjóðfélags- fræðinema við Há- skóla Is- lands, árið 1990. Þar segir Hall- dór meðal annars að Alþingi hafi nánast engin áhrif haft á stefnumótun- ina þegar tekið var upp kvótafyrirkomulag við stjórnun fiskveiða og sljórnmálaflokkarnir ekki haft stefnu í málinu. Stefnumótunin hafi nær eingöngu átt sér stað á Fiskiþingi. „Ljóst er að ríkisvaldið sýnir nær ekkert frum- kvæði varðandi stefnumót- unina. Reglan virðist vera sú að stefnan komi frá hagsmunaaðilanum og að ríkisvaldið taki siðan af- stöðu til stefnunnar eftir á. Þannig var a.m.k. að málum staðið við stefnu- mótunina 1983,“ segir í rit- gerð Halldórs. Lítill aðgangur að sérfræðiþekkingu Halldór segir að vandinn hér á landi sé sá að Alþingi hafi lítinn aðgang að sér- fræðiþekkingu. Þess vegna sé það í mörgum tilfellum þægilegra fyrir þingmenn að taka við því frá hags- munaaðilum sem lýtur að stefnumótun. „Sums staðar á Vestur- löndum, sérstaklega í Skandinavíu, eru þing- flokkarnir mun virkari í stefnumótun en hér er. Það var kannski meginpunktur- inn í minni ritgerð að sljórnmálaflokkarnir hafi brugðist hlutverki sínu vegna þess að þeir hafi ekki þetta virka stefnumót- unarhlutverk," segir Hall- dór. Hann segir að það sé sérstakt við ísland að stjórnmálaflokkarnir hafi oft ekki mótaða stefnu í vissum málum og taki jafn- vel við útfærðum pökkum frá hagsmunasamtökum og ráðuneytum. Ráðuneytin séu mjög sterk í stefnumót- un vegna þess að þingið sé svo veikt. Hann bendir á að enginn íslenskur sljórnmálaflokk- ur hafi haft það á stefnu- skrá sinni að taka upp kvótakerfi í fiskveiðum áð- ur en það varð að lögum. Mjög litlar breytingar urðu á þeim hugmyndum að kvótakerfi sem komu frá Fiskiþingi inn á Alþingi og endanlegu lögunum sem þar voru samþykkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.