Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 19 Dagbók Háskóla íslands DAGBÓK Háskóla íslands fyrir vik- una 20. til 26. október. Allt áhuga- fólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla íslands. Mánudaginn 21. október: Arnþór Garðarsson, prófessor, formaður Náttúruverndarráðs, heldur erindi í stofu 158 í húsi Verkfræðideildar að Hjarðarhaga 2-6 kl. 17.00 og nefnist það: „Um náttúru íslands og náttúruvernd.“ Þriðjudaginn 22. október: Bjami Þjóðleifsson flytur fyrir- lestur á námskeiði um fituefna- skipti á 3. hæð í Læknagarði kl. 16.15 og fjallar hann um „Meltingu og upptöku lípíða." Miðvikudaginn 23. október: Háskólatónleikar í Norræna hús- inu kl. 12.30. Flutt verður verkið KLAKKI. Frumsamin tónlist við ljóð eftir Nínu Björk Árnadóttur, Lindu Vilhjálmsdóttur og Sigurð Pálsson. Flytjendur: Nína Björk Elíasson, rödd, Aida Rahman fag- ott, Martin Bregnhej, percussion, og Hasse Poulsen, rafmagnsgítar. Aðgangur 400 kr. en ókeypis fyrir handhafa stúdentaskírteinis. Fimmtudaginn 24. október: Úlfhildur Dagsdóttir flytur fyrir- lestur í stofu 201 í Odda kl. 12.00 sem hún nefnir: „Hrollvek ek: eða er feminismi hrollvekja eða hryll- ingur.“ Úlfhildur leggur stund á doktorsnám við Trinity College í Dublin. Hulda Ólafsdóttir flytur fyrirlest- ur í málstofu rannsóknarnámsnema í læknadeild 3.hæð í Læknagarði og hefst hann kl. 16.15. Hún nefnd- ir fyrirlesturinn: „Óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfi meðal fisk- vinnslufólks." Karen Langgaard dósent í græn- lenskum fræðum við háskólann í Nuuk á Grænlandi flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar í stofu 101 í Odda kl. 17.15. Fyrir- lesturinn nefnist „Gronlandsk bevidsthed om etnicitet og national- itet set gennem tekster skrevet af grönlændere 1860-1920.“ Karen kennir nú grænlensku við heim- spekideild Háskóla íslands. Föstudaginn 25. október: Ágúst Kvaran prófessor flytur fyrirlestur í efnafræðiskor í stofu 157 í VR II Hjarðarhaga 2-6 kl. 12.20 sem hann nefnir: „Ljómun frá KrF - leysigeislun og gömul ráðgáta leyst (?)“ Arni Magnússon líffræðinemi flytur fyrirlestur í stofu G-6 að Grensásvegi 12 kl. 12.20 og nefnist hann: „Landfræðilegt upplýsinga- kerfi (LUK) og líffræðí.“ Handritasýning Árnastofnunar i Árnagarði verður opin á þriðjudög- um, miðvikudögum og fimmtudög- um frá kl. 14.00 til 16.00 frá 1. október 1996 til 15. maí 1997. Tekið er á móti hópum á öðrum tímum þessa sömu daga ef pantað er með dags fyrirvara. Námskeið á vegum Endur- menntunarstofnunar HL: 21. - 23. október kl. 8:30-12:30. Túlkun á niðurstöðum klínískra rannsókna. Kennari: Christer Magnússon hjúkrunarfræðingur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. 21. og 28. október og 4. nóvem- ber kl. 17:00-19:30. Að skrifa vand- aða íslensku. Kennari: Ari Páll Kristinsson málfræðingur, for- stöðumaður íslenskrar málstöðvar. 22. og 24. október kl. 13-17. Tölfræðileg gæðastjórnun grunnnámskeið (I) Kennari: Páll Jensson prófessor í véla- og iðnað- arverkfræðiskor. 22.-24. október ki. 16:00-19:30. Erlendar fjárfestingar á íslandi og samningar á því sviði Fyrirlesarar: Halldór J. Kristjánsson, settur ráðu- neytisstjóri í iðnaðar- og viðskipta- ráðuneyti, Hjörtur Torfason hæsta- réttardómari, Jakob R. Möller hrl., Jón Finnbjörnsson dómarafulltrúi; Héraðsdómi Reykjavíkur og Othar Örn Petersen hrl. 22.-23.október kl. 13-17. Stjórn- un markaðsmála Kennari: Jón Gunnar Aðils, rekstrarhagfræðing- ur MBA, ráðgjafi hjá Forskoti ehf. 24. október kl. 12:30-16:00 og 25. október kl. 8.30-13.00. Um- hverfisstjómun í fyrirtækjum: Út- tektir, stefnumótun, uppbygging og tengsl ISO 14000 og EMAS við ISO 9000 Fyrirlesarar: Einar K. Stef- ánsson umhverfisverkfræðingur, Hallaóra Hreggviðsdóttir hagverk- fræðingur og Haraldur Á. Hjaltason rekstrarverkfræðingur hjá VSÓ og VSÓ Rekstrarráðgjöf. 24. október kl. 16:00-19:30. Skattamál; nýlegir úrskurðir og dómar. Kennari: Steinþór Haralds- son lögfræðingur ríkisskattstjóra. 24. október - 14. nóvember kl. 16-20. Horft fram á við: Markaðs- mál, gæðastjórnun. Kennari: Magn- ús Pálsson framkvæmdastjóri ráð- gjafarfyrirtækisins Markmiðs. 25. október kl. 9-16. Andfélags- leg hegðun unglinga og ungs fólks. Umsjón: Ásgeir Sigurgestsson sálfr. Fyrirlesarar: Einar Gylfi Jóns- son sálfr., deildarstj. forvarnadeild- ar SÁÁ, Hugo Þórisson yfírsálfr. við Unglingadeild Félagsmálastofn- unar Reykjavíkur, Ingvar Guðnason sálfr. við Meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga og Karl Steinar Vals- son afbrotafr. og lögreglumaður hjá Lögreglunni í Reykjavík. 26. október kl. 8:30-15:30. Ein- elti; orsakir - einkenni - viðbrögð. Kennari: Brynjólfur G. Brynjólfsson sálfræðingur. Haldið á Akureyri 26. október kl. 9:00-17:00. Stefnumótun í markaðsmálum. Kennari: Þórður Sverrisson, rekstrarhagfræðingur, ráðgjafí hjá Forskoti ehf. „Det Nodvendige Seminarium“ í Danmörku hefur síðastliðin þrjú ár tekið við íslenskum námsmönnum í allar námsdeildir. Einnig í ár viljum við bjóða íslenska námsmenn velkomna. 4 ára alþjóðlegt kennaranám: Alþjóðlegt nám, 4 mánaða námsferð til Asíu, 6 mánaða starfskennsla við danska skóla, 8 mánaða starfskennsla í Afríku þar sem þú munt taka þátt í að þjálfa nýja kennara til starfa við grunnskóla í Mozambique Angóla. Að auki er kennsla í öllum undirstöðuíogum kennaramenntúnarinnar. Samfélagsfræði, náttúrufræði, danska, evrópsk tungumál, listir, tónlist, íþróttir, leiklist, uppeldisfræði, sálfræði. Námsmenn eru frá átján mismunandi löndum. - Allir námsmenn búa í skólanum. Upplýsingafundur verður haldinn laugardaginn 26. okt. kl 13 í Norræna húsinu í Reykjavík. Hringið eða sendið okkur fax til að fá bæklinga: Sími 00-45-9749 1849. Fax: 00-45-9749 2209. Det Nodvendige Seminarium, Skorkærveij 8, DK 6990 Ulfborg, Danmörku. J rV * EIGINLEIKA^ ÍSLENSKA VATNSINS Kröfuharðir Islendingar vita að Maraþon Extra þvær framúrskarandi ve Hlutlausar samanburðarprófanir hafa mælt það og sannað. Maraþon Extra er framleitt með hliðsjón af eiginleikum íslenska vatnsins til að uppfylla ströngustu gæðakröfur og það er auk þess svo drjúgt að einn pakki dugar í allt að 50 þvotta. Maraþon Extra er sannarlega jafngott og ódýrara en leiðandi erlent þvottaefni á markaðinum. Láttu Maraþon Extra sanna sig í þvottavélinni þinni! YDDA F45.29/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.