Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ B i JÖRK Guðmundsdóttir er önn- um kafin og störfum hlaðin, en er enn á ferð um heiminn að kynna breiðskífuna Post og upp- tekin við viðtöl og myndatökur. Þrátt fyrir það verður hún að hyggja að framtíðinni og hefur þeg- ar byijað á næstu breiðskífu sinni sem væntanlega verður gefin út á næsta ári. Þegar leitað var eftir því að fá að spjalla við hana tók hún því fúslega, sagðist reyndar vera á leið í útimyndatöku fyrir franskt tískublað en bauð blaðamanni að koma með og spjalla við hana þeg- ar stund gæfíst milli stríða. Bernharð Valsson, ljósmyndari frá París, var ráðinn til þess að mynda Björk, á að fylla með henni þijár opnur, forsíðu og eina síðu til, og hann keyrði um Lundúnir til að leita að hentugum tökustað allan daginn fyrir myndatökuna. Staðinn fann hann að lokum, grámyglulegt útverfi í austurhluta Lundúna, sem honum fannst henta vel sem bak- grunnur fyrir litskrúðugar ljós- myndir af tískufötum, en með í farteskinu er hann með fullan bíl af fötum. Þegar við komum í úthverfið góða en Bemharð þó ekki með hýrri há, því Á það sem áður var grá- myglulegt og ljótt í rigningarmuggu er nú draumahverfi, því sólin skín og < allt er bjart og fallegt. Hann lítur oft til himins á milli þess' sem hann skipuleggur myndatökuna með aðstoð- armanni, og formælir hátt og í hljóði veðurblíðunni. Heldur glaðnar yfír honum þegar ský nálg- ast sólu og útlit er fyrir að skammt sé í að sólskinið láti undan síga. Færi gefst á að spjalla við Björk meðan hún er förðuð og samtalið gengur að óskum þrátt fyrir skammir förðunarstúlkunnar, sem finnst hún hréyfa sig full mikið við að tala. Björk segist vera byijuð taka upp lög á næstu plötu og þegar séu níu lög komin í sarpinn. „Eg hef aldrei getað sest niður til þess að semja lag. Ég sem lögin smám saman sem viðbrögð við daglegu lífi, leyfi þeim að koma þegar þau vilja. Það fór mikill hamagangur af stað með Debut á sínum tíma, en ég hef mikið lært og get hlúð betur að þeim hugmyndum sem ég fæ. Þeg- ar ég sem lag fer ég strax og tek það upp og tek það þá upp með þeim sem mér finnst henta því lagi, útset það sjálf, eða réttara sagt útset það ekki, læt þetta bara þró- ast. Eins og ég sagði er ég búin að taka upp níu lög og ef ég færi inn í hljóðver á morgun til að Ijúka verkinu gæti ég lokið því á um það bil mánuði. Þessi níu lög eru þó bara ein deild og ég fínn að það Ljósmyndir/Björg Sveinsdóttir er önnur deild að koma upp; ég ætla bara að láta það gerast. Þegar ég gerði Post fannst mér það mikið atriði að gera hana skömmu á eftir Debut, því þær voru fyrri og seinni hluti af sama hlutnum, fyrri og seinni hluti af sömu hugsun. Þegar ég tók upp Post var ég líka með í huga reynsluna af annarri plötu Sykurmolanna og ákveðin í að fara ekki að eyða mánuði í hvert lag. Post var því vísvitandi hrá plata, ég vildi ekki sitja og bródera með gullþræði í níu ár.“ Búin að afgreiða alla fortíðina Björk segist vera búin að af- greiða þau mál sem hvíldu á henni þegar hún tók upp Debut og Post og að henni finnist hún vera á tíma- mótum í tónlistinni. „Ég er búin að afgreiða alla fortíðina, mikið af lögunum á Debut og Post var gam- alt efni og byggðist á tímabilum „I DAG ER TÓN- LISTIN SEM ÉG ERAÐ GERA TÓNLIST ÞRÍTUGRAR ÍSLENSKRAR MÓDUR. sem ég hafði gengið í gegnum í tónlistinni, saxó- fónum, indverskri kvikmyndatónlist og þar fram eftir götunum. Mikið af þeirri tónlist sem ég hef verið að gera hefur því byggst á gömlum hugmyndum og því þroskuðum, en ég er komin svo miklu lengra núna sjálf. I dag er tónlistin sem ég er að gera tónlist þrítugrar íslenskrar móður, eins og ég er í dag. Á Debut og Post var sjónarhorn- ið tvítugrar eða tuttugu og fimm líka að reyna að læra það. Ég held að næsta plata verði ennþá meira þar verður öllu sleppt. Ég er neð þróunina hvað ég hef af góðu fólki sem hefur sparað mér svo mikinn tíma, því þó ég hefði eflaust komist að sömu niðurstöðu hefði það tekið mig svo miklu lengri tíma. Allir sem ég hef spurt hafa verið til í að vinna með mér og alltaf til í að hoppa í það sem ég vil. Þetta er allt fólk sem er jafn sterkt og ég, ef ekki sterkara, og það er allt- af til í að setja sína eigin hluti á pásu og fara að vinna með mér. Það er meðal annars það sem ég vil gera með því að útsetja fyrir aðra og stýra upptökum, ég hef líka mikinn áhuga á að setja stundum pásu á mínar hugmyndir og fara að vinna fyrir aðra. Ég hef verið ofsalega heppin og allir þeir sem ég hef fengið með mér hafa verið bestir í heiminum í því sem þeir eru að gera.“ Minni tími í tilraunastarfsemi „Það var gaman að koma hingað fyrst og kynnast öllu þessu fólki, ára konu, sem er allt í lagi þegar þú ert á þeim aldri, en í dag er ég að semja tónlist eins og ég sé orðin þrítug. Ég er búin að ná sjálfri mér, en ég þurfti að setja öll þessi tímabil á plötu, það varð að tæma alla pappakassana.“ Aldrei litið á mig sem söngkonu fyrst og fremst Þegar við hittumst er Björk ný- komin til Lundúna frá, Spáni þar sem hún var að vinna með flam- encoleikara, en einnig var hún að endurhljóðblanda lag með saxófón- leikaranum Oliver Lake. „Það hafa margið beðið mig um að „remixa“ fyrir sig sem ég er afskaplega ánægð með, því ég hef aldrei litið á mig sem söngkonu fyrst og fremst. Ég er að endurútsetja lög og mér finnst það ofsalega spenn- andi, það er svo mikið frelsi fyrir mig að vinna með eitthvað sem er ekki ég, með annarra manna texta og annarra manna raddir. Mér finnst æðislegt að komast í slíkt, verð eins og krakki í dótabúð. í öllum hljómsveitum sem ég hef verið í var allt svo sameiginlegt og þegar ég er búin að vera að syngja um sjálfa mig í þijú ár er gaman að fá smá útsýni aftur. Ég væri ofsalega ánægð að vera upptöku- stjóri í framtíðinni, það er ekkert aðal fyrir mig að vera alltaf að syngja um mig, mig, mig, það er bara tímabil sem líður.“ Að segja meira með færri orðum „Ég held að allir stefni að því að segja meira með færri orðum, sama hvað þeir gera, og ég er Björk Guðmundsdóttir hefur í nógu að snúast við að kynna breiðskífuna * Post um allan heim. Ami Matthí- asson hitti Björk í Lundúnum fyrir skemmstu og komst að því að hún er kom- in vel af stað með næstu plötu. i I > \ \ í I I l t I I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.