Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 29
28 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hailgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HUNGURDAUÐI BARNA Að frumkvæði fao, Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Samein- uðu þjóðinna, var efnt til „Alþjóðadags fæðunnar“ 16. október sl. Tilgangurinn var tvíþættur. í fyrsta lagi að árétta að holl fæða er undirstaða heilbrigðis og velfarnaðar sérhvers ein- staklings. í annan stað að brýna mannkyn allt í bar- áttu gegn hungri í heimin- um. „Mönnum telst svo til,“ segir Laufey Steingríms- dóttir forstöðumaður Mann- eldisráðs í grein hér í blað- inu á degi fæðunnar, „að árið 1995 hafi 200 milljónir barna undir fimm ára aldri ekki náð fullum þroska sök- um vannæringar og 56% dauðsfalla í þessum aldurs- hópi eru rakin til ófullnægj- andi næringar." Mannkyninu fjölgar með miklum hraða. Talið er að mannfjöldinn aukist um heilan milljarð á hveijum tíu árum, en þó standa vonir til að offjölgun verði stöðvuð á fyrri hluta næstu aldar. Er það góðs viti. Hungur og vannæring á okkar dögum, víða um veröld, rekja rætur til fleiri átta. Næringar- skortur, sem er mestur í þriðja heiminum svokölluð- um, er að hluta til afleiðing styrjalda, náttúruhamfara og uppskerubrests. En jafn- framt og ekkert síður til fákunnáttu, fátæktar og hagkerfa, sem fallið hafa á reynsluprófi þjóðanna. „Níu milljónir af þeim tólf milljón- um barna sem dóu vegna næringarskorts á sl. ári,“ segir Laufey Steingríms- dóttir í grein sinni, „voru í þessum hópi þar sem skorturinn er hluti hins dag- lega lífs.“ Sameinuðu þjóðirnar settu sér það markmið árið 1992 að vinna bug á van- næringu og hörgulsjúkdóm- um í heiminum. I yfirlýsingu ráðstefnu á þeirra vegum það ár er sett fram það markmið að fækka van- nærðum börnum um helm- ing fyrir árið 2000. Sú hörmulega staðreynd blasir engu að síður við að van- nærð börn, sem töldust 196 milljónir árið 1990, voru um 200 milljónir árið 1995. Og lítt hefur miðað til réttrar áttar síðan. Hungurdauði milljóna barna er óverjandi á öld menntunar, þekkingar og tækniundra. Að ekki sé nú talað um mannúð og ná- ungakærleika. Mannkynið ræður yfir þeirri þekkingu og tækni sem til þarf til þess að takast á við hungur- vandann. Það sem á skortir er að halda frið í heiminum - og að skjóta hlífiskildi samstöðunnar fyrir van- nærð og deyjandi börn. Hungurdauðinn i þriðja heiminum hrópar sem aldrei fyrr á hjálp umheimsins. Fyrst og fremst aðstoð við fæðuöflun, auk heilbrigðis- aðstoðar, sem þegar er nokkur en auka þarf umtals- vert. En jafnframt þarf að hjálpa þessu nauðstadda fólki til sjálfshjálpar; örva það til menntunar og vísa því veginn til markvissari hagkerfa hinna vanþróuðu ríkja. Fram hjá því verður ekki heldur horft, að vax- andi skortur á fæðu hækkar að öllu óbreyttu heimsverð matvæla. „Málin varða alla heimsbyggðina," svo enn sé vitnað í grein forstöðu- manns Manneldisráðs, „og þar er engin þjóð firrt ábyrgð, jafnvel þótt hús sé fámenn og búi við ystu höf.“ ANTHONY • Storr fjallar um skáldsögur William Goldings og segir að hann hefði viljað að rithöfundar skrifuðu eins ólíkar bækur og þeir gætu. Hann vitijar í þessi orð Goldings, Ég hef alltaf viljað að bækur rithöfunda séu eins ólíkar og hægt er. Þetta minnir á ritverk Sturlu Þórðarsonar. Hann má helzt ekki hafa skrifað neina íslendinga sögu vegna þess hvað þær eru ólík- ar íslendinga sögu Sturlungu. En margt í íslendinga sögu er harla líkt ýmsu í íslendinga sögum og auk þess er Hákonar saga Sturlu gjörólík íslendinga sögu en samt er vitað að hann skrifaði bæði ritin. Það er nánast einkenni á merkum rithöfundum hvað þeir skrifa ólíkar bækur. Ef enginn vissi eftir þúsund ár hver hefði skrifað íslandsklukk- una eða Innansveitarkroníku eða Sölku Völku, þá hefði líklega verið hægt að sanna að sami maður væri a.m.k. ekki höfundur allra þessara ritverka, svo gjörólík sem þau eru. En það var ekki þetta atriði sem ég staldraði við í, kaflanum um Golding og ekki heldur það sem Storr nefnir með svipuðum hætti og Margaret Atwood í sinni miklu skáldsögu Saga þemunnar: Þegar farið er að líkja manninum við dýr er hann réttdræpur. Svínið í skáld- sögu Goldings um flugnahöfðingj- ann gegnir þessu sama hlutverki. Bókin er þannig táknleg skáldsaga um þá illsku sem býr með mannin- um og fær útrás í gráum leik sam- keppni og mannjafnaðar sem leiðir til morðs. En drengirnir í sögunni lifa sig inní dýrslega formúlu hat- urs og ógnar. Óargadýrið, maður- inn, urrar á bráðina sem breytist í sebrafolald eða antilópu; þ.e. breyt- ist úr manneskju í fórnardýr. Nei, það voru ekki heldur þessi atriði sem ég staldraði við í greininni heldur það sem Storr vitnar í úr ritverkum Goldings. Hann minnir t.a.m. á þessa setningu í Free Fall þegar nazistinn dr. Halde segir við fórnar- dýrið, Mountjoy: Þú trúir ekki á neitt nógu mikið til að þjást fyrir það... Og í annarri tilvitnun segir, Ég hef hengt öll kerfí á vegginn einsog röð af gagnslausum höttum. Líklega hefur farið þannig fyrir okkur öllum sem höfum lifað hel- stefnur sem áttu að bjarga mann- kyninu og heimsveldi sem áttu að vera eilíf en hafa nú hrunið fyrir augum okkar. Hver trúir lengur á kenningar sem hann væri reiðubú- inn að þjást fyrir? Og hver horfír ekki á gagnslausa hatta velkta og slitna á gömlum snögum í sinni andlegu forstofu? Jafnvel við sem höfum trúað lýðræðinu fyrir sann- færingu okkar og heilindum erum oft á báðum áttum vegna þess hvemig það er misnotað af mállodd- urum og lýðskmmurum. Hvaðþá um hina sem hafa flækzt í net naz- ismans eða kommúnismans og eytt ævinni í að sprikla þar einsog gap- andi þorskar. 4Í ÓSKÖP VENJULEGRl EN • afhjúpandi og heiðarlegri ævi- sögu Maríu Þorsteinsdóttur sem ég barði augum um áramótin er minnzt á samfylgdarmenn og nytsama sak- leysingja einsog þeir voru kallaðir í mínu ungdæmi og sýnt framá hvemig þetta fólk var notað að því er sagt var í góðum tilgangi, en þó ávallt á vegum hins illa (íslenzk kvennasendinefnd var jafnvel að þvælast í heimsókn í Stalínsafnið í Grúsíu einsog þar væri einhvern himneskan frið og mannkærleika að fínna!) María Þorsteinsdóttir og höfund- ur bókarinnar, Nanna Rögnvalds- dóttir, hafa unnið þarft verk með því að segja okkur frá þeim sem gengu helstefnu heimskommúnism- ans á hönd. En ég trúi því ekki að þetta fólk sé tilbúið til að þjást fyr- ir hann öllu lengur. Það hlýtur að hafa varpað kenningunni af sér einsog íþyngjandi byrði. Það hlýtur að reyna að létta á samvizku sinni og breyta hryllilegum veruleika í léttgeggjaða blekkingu. Öðruvísi getur það ekki lifað í sátt við sjálft sig og samvizku. María segir að kommúnisminn hafi verið „óskap- lega merkileg þjóðfélagsleg tilraun" sem sjálfsagt hafi verið að gera. Ég er ekki viss um að það hafi verið svo sjálfsagt. Ég er ekki viss um að það fólk sem á sína nánustu undir holklaka Síberíuauðnarinnar telji hana svona merkilega. Ég held þessi tilraun hafi einungis verið harmsöguleg mistök, rétteinsog nazisminn. En María Þorsteinsdótt- ir hengir hatt sinn á gamlan snaga sem hefur beðið hans í hálfa öld og segir réttilega þegar hún skilur hann þar eftir: „Ég held að komm- únisminn hafi verið tilraun, sem var dæmd til að mistakast við ríkjandi aðstæður." Hvaða aðstæður? Að- stæðumar eru auðvitað maðurinn sjálfur í umhverfi sínu. Marxistar ætluðu að breyta þessum manni og umhverfi hans, en það er ekki hægt. Ástæða þess að hatturinn er nú loksins á sínum snaga er sú sem María lýsir réttilega þegar hún og samfylgdarmenn hennar ganga frá Konkord kommúnismans: „Komm- únismi,“ segir hún, „er ekki fram- kvæmanlegur." Hann átti að kalla fram göfugt eðli mannsins en hann kallaði einungis fram óargadýrin á vegum flugnahöfðingjans. Eðli mannsins verður ekki breytt, ekki frekar en náttúrunni sem er heim- kynni hans. M HELGI spjall MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 29 UMRÆÐUR UM JAFN- réttismál á nýafstöðn- um landsfundi Sjálf- stæðisflokksins voru um margt athyglis- verðar. Sjálft val flokksins á jafnréttis- málunum sem aðal- umræðuefni landsfundarins ber vott um að stærsti stjómmálaflokkur landsins við- urkennir þann vanda, sem við er að glíma í jafnréttismálunum og vill gera átak til að leysa hann. Þrátt fyrir nánast jafnan rétt að lögum er staðreyndin sú að staða kynjanna er í raun afar ójöfn í samfélag- inu, til dæmis hvað varðar laun, tækifæri á vinnumarkaði og þátttöku í stjómmálum. Umræðurnar á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins snemst einkum um tvennt; ann- ars vegar stöðu kvenna innan flokksins sjálfs, sem sjálfstæðismenn virðast sam- mála um að sé of veik, og hins vegar um stöðu jafnréttismála í samfélaginu yfir- leitt. Þetta tvennt er auðvitað tengt. Ef það er ríkjandi viðhorf í samfélaginu að konur eigi að taka meginábyrgð á barna- uppeldi og heimilishaldi og séu þar af leið- andi óáreiðanlegri starfskraftur á vinnu- markaðnum en karlar er hvorki við því að búast að konur öðlist frama í fyrirtækj- um né að flokksfélagar og kjósendur ráði þær í vinnu á Alþingi eða í sveitarstjórnum við að gæta hagsmuna sinna eða beijast fyrir skoðunum flokks síns. Fyrirtækin ogjafnrétt- isbaráttan SÚ ATHYGLIS- verða breyting átti sér stað á þessum landsfundi Sjálf- stæðisflokksins að karlar úr forystu- sveit sjálfstæðismanna tóku virkan þátt í umræðum um jafnréttismál í stað þess að láta sjálfstæðiskonum þær að mestu eftir, eins og gjarnan hefur tíðkazt á landsfund- um flokksins. Sérstaka athygli vakti ræða Árna Sigfússonar, oddvita sjálfstæðis- manna í borgarstjórn og framkvæmda- stjóra Stjórnunarfélags íslands. Ámi gerði að umtalsefni viðhorf og stjórnunarhætti innan fyrirtækja og áhrif þeirra á stöðu jafnréttismálanna. Ámi sagði m.a. í ræðu sinni: „Við eram enn föst í furðulegum gildum: Karlinn á að vera í vinnunni - og yfirvinnunni - og nútímakonan keppir að því að komast upp að hlið hans - hún vill vera upptekin í vinnunni líka. Þetta er ekki sú jafnréttis- umræða sem við sjálfstæðismenn og -kon- ur stöndum fyrir. Sú umræða á að byggja á sönnu einstaklingsfrelsi. Á því byggir styrkur fjölskyldunnar. íhlutunarhugsun hefur einkennt vinstri menn. Við þurfum að útrýma henni hjá báðum kynjum. í henni er sjónum beint að vinnunni, ekki frelsi einstaklingsins og ekki því ábyrgðarhlutverki beggja foreldra að annast uppeldi barna sinna. Sum fyrir- tæki láta sér þetta vel líka af því að þau halda að þar sem vinnan sé þungamiðja einstaklinga fáist meiri hagnaður. Þau átta sig ekki enn á að þessi viðhorf era að bijóta niður vestrænt samfélag. Ef það gerist, verður vinnan heldur ekki mikils virði. Og til hvers er þá allt okkar lífsins streð?“ Síðar í ræðu sinni sagði Ámi Sigfússon: „Við eigum jafnframt að skilja að jöfn staða kynja á vinnumarkaði og á heimili eykur gæði í þjónustu fyrirtækja, eykur framleiðnina. Flest öll starfsemi gengur betur ef bæði kynin eru til staðar og það er knýjandi nauðsyn að börnin hafí raun- veralegan karlmann fyrir augunum. Þann- ig verður krafa um rétt feðra til fæðingar- orlofs ekki einhvers konar leiðréttingar- krafa komin frá „kerlingarlegum karl- mönnum“, eins og einhver orðaði það, heldur sjálfsögð leið til þess að jafnvægi ríki á milli starfa og einkalífs, uppeldishlut- verks okkar og vinnuhlutverks. En til þess þurfa sjálfstæðismenn í at- vinnulífínu að opna augun. Við sjálfstæðis- menn eigum að verða framverðir þeirra breytinga í vinnuumhverfí, sem mun stuðla að sérstöðu íslands í þjónustugæðum og fjölskyldugæðum. Getur verið að hér á landi séu viðhorf atvinnurekenda í meirihluta þau að neita að ráða manneskju sem ætlar sér að eign- ast barn í náinni framtíð? Getur verið að einmitt þessi viðhorf séu ráðandi hjá litlum og meðalstóram fyrirtækjum? Þetta eru ekki íslenzkar upplýsingar heldur byggðar á tölum frá draumalandinu í jafnréttisum- ræðu vinstrimanna, Svíþjóð, þar sem bein- ar íhlutanir hafa gengið hvað lengst til að jafna stöðu kynja. Það er ekki síður áhyggjuefni að þar í landi skuli þetta vera augljósara hjá litlum og meðalstórum fyrir- tækjum, stærðum sem einkenna íslenzkt fyrirtækjaumhverfi. Þessar beinu íhlutanir virðast ekki hafa gengið vel í Svíþjóð í þessum dæmum. Hvers vegna? Svarið er í mínum huga augljóst: Vegna þess að vinnufyrirkomulag þarf raunverulega að endurskapast í hugmyndafræðinni um samþættingu einkalífs og starfa. Það þarf að bijótast úr umbúðum iðnbyltingarinnar inn í þekkingarsamfélagið.“ Árni fjallaði loks um fyrirtæki, sem hefðu jákvæð viðhorf til fjölskyldulífs starfsmanna: „Slík fyrirtæki hafa breytt vinnufyrirkomulagi sínu. Þau líta síður á störf sem ársbundin verkefni, sem lítið breytast, eða hlutverk hvers starfsmanns sem fastbundið eða niðurnjörvað í óbreyt- anlegar starfslýsingar. Þess í stað líta þau á verkefni - og skipta verkefnum niður á hópa og einstaklinga, sem er ætlað að vinna verk sín miðað við tilteknar aðstæð- ur og skila af sér á tilteknum tíma. í slíku umhverfí er sjálfsagt að hver einstaklingur taki mið af þörfum heimilislífs og einka- lífs, svo lengi sem hann axlar þá ábyrgð sem um er samið. Þannig er ekkert sjálf- sagðara en að konur fæði börn og hjón taki sér góðan tíma til að sinna nýja bam- inu, hafi aðstæður til að haga vinnunni þannig að þetta geti farið saman. Það er heldur ekki eins og getnaður og fæðing gerist á einum degi. Enn er það svo að í flestum tilvikum tekur það níu mánuði. Þetta er alveg nægur undirbún- ingstími fyrir fyrirtæki til að haga verkefn- um þannig að einskis sé saknað í rekstrin- um, þegar fjölskyldan þarf aukinn tíma til að sinna nýjum einstaklingi. Auðvitað eiga stjórnvöld hjá framsýnni þjóð að skilja og styðja þetta undirstöðuatriði. Ef árangur snýst um að læsa starfs- mann inni á milli klukkan átta og sjö, hafa stjómendur fyrirtækja lítið lært. Stjórnkerfí flestra fyrirtækja er eins og menn bjuggu það til í kjölfar iðnbyltingar- innar fyrir 140 árum. Nú lifum við í upp- lýsingabyltingu, en við umgöngumst starfsmenn eins og börn. Þeir eru læstir inni á milli klukkan átta og sjö, fá niður- njörvaðar og óbreytanlegar starfslýsingar og era taldir ónytjungar ef þeir era ekki tilbúnir að bæta á sig yfirvinnu þegar kallað er. Er það furða að starfsmenn bregðist við eins og börn? Þeir hlýða sett- um reglum en gæta þess að fyrirtækið fari ekki út fyrir rammann, sem það sjálft setti. Þeir móta með sér samtök til að veija þennan rétt sinn. Þetta iðnbyltingar- form á vinnu skilar í dag lélegri fram- leiðni. Framleiðni á vinnustund á íslandi er með því lélegasta sem gerist í vestræn- um ríkjum. Og svo dýrkum við yfirvinnu- þrælana, sem sjá aldrei börnin sín. I upplýsingasamfélaginu verður vinnan ekki byggð á störfum heldur verkefnum. Við umgöngumst fólk eins og fijálsa ein- staklinga, þar sem hægt er að taka tillit til þarfa ijölskyldunnar um leið og einstakl- ingarnir bera virðingu fyrir skuldbinding- um sínum við fyrirtækið. Barneignir, fæð- ingarorlof föður og móður, foreldraorlof, tími til uppeldis fyrir báða foreldra og til samvista hjóna, allt á þetta að vera sjálf- sagt.“ Einhveijir stjórnendur fyrirtækja í hópi landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins kunna að hafa litið á ræðu Árna Sigfússon- ar sem ómaklega árás á fyrirtækin. Hún er hins vegar þörf og tímabær áminning. REYKJAVIKURBREF Laugardagur 19. október Viðhorf á borð við þau, sem Árni segir ríkja í sænskum fyrirtækjum, era ekki síð- ur ríkjandi í íslenzku atvinnulífi, sam- kvæmt könnun Félagsvísindastofnunar, sem áður hefur verið vitnað til í Reykjavík- urbréfi. Stjórnendur fyrirtækja þurfa því ekki síður en stjórnmálamenn að axla ábyrgð á því að koma stöðu jafnréttismála til betra horfs. Hvert verð- ur fram- haldið? NIÐURSTAÐA landsfundar Sjálf- stæðisflokksins í jafnréttismálum er afdráttarlaus. í jafnréttismála- ályktun fundarins segir að Sjálfstæðis- flokkurinn vilji eyða kynbundnum launa- mun. „Sýndur verði pólitískur vilji í verki og stuðlað að viðhorfsbreytingum og jafn- stöðu kynjanna í launamálum. Starfsmat, vinnustaðasamningar og gagnsætt launa- kerfí era til bóta á úreltu launamyndunar- kerfi,“ segir þar. í ályktuninni er jafnframt kveðið á um að almennur og raunhæfur réttur karla til töku sjálfstæðs fæðingarorlofs sé grundvallaratriði í átt til jafnréttis, ekki sízt á vinnumarkaði. Karlar eigi að hafa sama rétt og konur til að sinna heimili og börnum. Sjálfstæðismenn leggja sérstaka áherzlu á að nýtt frumvarp til laga um fæðingarorlof nái fram að ganga. Þá krefjast sjálfstæðismenn „varanlegra lausna sem felast meðal annars í viðhorfs- breytingu þjóðarinnar til hefðbundinna kynjahlutverka“. Sjálfstæðisflokkur telur að „stuðla beri að viðhorfsbreytingu til hlutverka og þátttöku kynjanna á heimil- um, í atvinnulífinu og á vettvangi stjórn- máíanna". Sennilega gefur það líka ákveðna vís- bendingu um vilja landsfundarfulltrúa, hvað varðar stöðu kvenna í forystusveit Sjálf- stæðisflokksins, að konur urðu í fjóram efstu sætunum í miðstjómarkjöri á fundin- um. í framhaldi af þessum landsfundi, þar sem jafnréttismálin vora í öndvegi, verður mjög horft til Sjálfstæðisflokksins, kannski fremur en annarra flokka, um aðgerðir í jafnréttismálum. Annars vegar hljóta sjálf- stæðismenn að fylgja ályktun sinni um jafn- réttismál eftir með áætlun um raunhæfar aðgerðir til að ná þeim markmiðum, sem þar era sett fram. Hins vegar verður Sjálf- stæðisflokkurinn að tryggja að meira jafn- ræði verði með kynjunum á framboðslistum hans fyrir næstu kosningar en verið hefur. Hvað val á framboðslista varðar, hlýtur sú spurning að vakna hvort ekki sé rétt af sjálfstæðismönnum að beita nýjum að- ferðum til að gera vilja flokksmanna, um að konur skipi stærri sess í forystusveit flokksins, að veraleika. Til dæmis má spyija hvort prófkjör sé bezta leiðin til að fjölga konum í efstu sætum framboðslista. Reynslan sýnir að margt hæfíleikaríkt fólk er ófúst að gefa kost á sér í prófkjöri vegna þeirrar fyrirhafnar og kostnaðar, sem fylgir prófkjörsbaráttu. Þetta hefur sennilega átt enn fremur við um konur en karla. Sjálfstæðismenn hljóta því að íhuga þann kost að notast a.m.k. í einhveij- um kjördæmum við uppstillingarnefndir, fremur en að efna til prófkjörs, ef það er vilji flokksins að fjölga konum í efstu sætum framboðslistanna. Prófkjör hafa bæði kosti og galla. Þau era meira notuð á íslandi en í flestum öðrum lýðræðislegum stjórnkerfum, en þau era aðeins ein af mörgum lýðræðislegum leiðum til að velja framboðslista. Ný stétta- skipting? UPPLÝSINGA- OG margmiðlunarbylt- ingin er mjög til umræðu þessa dag- ana. Margir hafa orðið til að benda á hina mörgu og ótví- ræðu kosti hennar og þau tækifæri, sem hún felur í sér fyrir íslenzkt samfélag. Ríkisstjórnin gaf fyrr í þessum mánuði út VIÐ HEKLU Morgunblaðið/Ámi Sæberg „framtíðarsýn" um upplýsingasamfélagið, svo dæmi sé nefnt. Menn hafa til að mynda horft á kosti upplýsingabyltingarinnar út frá jafnréttis- baráttunni og nýjum viðhorfum til hlut- verka kynjanna. Bent hefur verið á að kostir fjarvinnslu og upplýsingatækni geri fólki kleift að sinna heimili og fjölskyldu um leið og það er í vinnunni ef svo má segja; vinna verkefni sín þegar því hentar og þar sem því hentar. Þannig geti upplýs- ingabyltingin haft þær jákvæðu félagslegu afleiðingar að fjölskyldan fái meira af tíma bæði karla og kvenna. Hins vegar hefur einnig verið bent á að í þessari þróun kunni að felast ákveðin hætta. Sum störf era ennþá fyrst og fremst unnin með höndunum, og nýting fjar- vinnslu eða upplýsingatækni virðist ijar- læg þeim, sem vinna t.d. við fískflökun eða uppskipun. Hættan er sú, að upplýs- ingabyltingin verði einkaeign hinnar bók- menntuðu millistéttar, sem nú starfar á skrifstofum - að til verði ný stéttaskipting á milli hugverkamanna og handverka- manna, ef svo má að orði komast, þeirra sem geta nýtt sér uþplýsingatæknina við vinnu sína og þannig notið kosta hennar og hinna, sem hafa til þess fá eða engin tækifæri. Þetta bar á góma í umræðum um mennt- un í alþjóðlegu upplýsingasamfélagi á menntaþingi, sem haldið var fyrr í þessum mánuði. Haukur Ágústsson, umsjónar- maður fjarnáms Verkmenntaskólans á Akureyri, sagði þar að það væri hlutverk skólakerfisins að girða fyrir myndun nýrr- ar stéttaskiptingar. Markmiðið yrði að vera að enginn nemandi útskrifaðist úr grannskóla án þess að kunna að nýta sér hina nýju tækni. Að þessu er vikið í áður- nefndri „framtíðarsýn" ríkisstjórnarinnar, en þar er kveðið á um að allir landsmenn fái aðgang að grunnmenntun og fram- haldsmenntun í upplýsingatækni, jafnt og símenntun og fái þjálfun í að beita upplýs- ingatækni sér til gagns í lífi og starfí. Margmiðl- unarútgáfa og lítil mál- svæði I UMRÆÐUM UM upplýsingasamfé- lagið á menntaþingi var vakin athygli á fleiri hugsanlegum hættum, sem kynnu að fylgja upplýsingabylting- unni. Halldór Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar, gerði þar að umtalsefni upplýsingamiðil framtíðarinnar, margmiðlunargeisladiska, sem geta geymt allt í senn, texta, ljós- myndir, teikningar, kvikmyndir og hljóð. Diskar af þessu tagi og tækni til að lesa af þeim er nú þegar til á mörgum íslenzk- um heimilum. Alfræðibækur sem útskýra hluti og hugtök með skýringarteikningum, stuttum kvikmyndum eða tóndæmum era orðnar algengar. Halldór vakti hins vegar athygli á þeirri hættu að lítil málsvæði á borð við Island hefðu ekki bolmagn til að standa undir útgáfu á margmiðlunardiskum. Útgáfa af þessu tagi er gífurlega dýr og krefst flók- ins tækjabúnaðar. Allir vita hversu þröng- ar fjárhagslegar skorður era settar t.d. útgáfu metnaðarfullra fræðirita hér á landi. íslenzka alfræðiorðabókin, sem Örn og Örlygur gáfu út, var stórvirki en reið fjárhag fyrirtækisins að fullu ásamt út- gáfu fleiri vandaðra verka. Spurningin er hvort íslenzk útgáfufyrirtæki sjái sér hag í að setja saman t.d. íslenzkan alfræði- geisladisk, sem staðizt gæti samjöfnuð við þá erlendu. „Hættan er sú að stór marg- miðlunarfyrirtæki stýri því hvað við lesum - og það yrði að sjálfsögðu allt á ensku,“ sagði Halldór Kristjánsson í erindi sínu á menntaþingi. Þetta er brýn og umhugsun- arverð ábending. „Ef það er ríkj- andi viðhorf í samfélaginu að konur eigi að taka meginábyrgð á barnauppeldi og heimilishaldi og séu þar af leið- andi óáreiðan- legri starfskraft- ur á vinnumark- aðnum en karlar er hvorki við því að búast að konur öðlist frama í fyr- irtækjum né að flokksfélagar og kjósendur ráði þær í vinnu á Al- þingi eða í sveit- arsljórnum við að gæta hagsmuna sinna eða berjast fyrir skoðunum flokks síns.“ V T I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.