Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ HRAUSTIR MENN URÐA FLATEYRI UM SAMA leyti og DV birti á forsíðu frá- sögn Sighvats Björg- j^/inssonar, alþingis- manns Vestfirðinga af því að þriðjungur Flat- eyringa væri fluttur burt eða á förum það- an eftir snjóflóðið mikla úr Skollahvilft 26.10. 1995 og DV birti einnig á forsíðu myndir af Kristjáni J. Jóhannessyni, fyrrver- andi sveitarstjóra að flytja burt, en hann segir fólkið á Flateyri „hrætt og óánægt“, birtir DV 20.9. 1996 grein tveggja ábyrgðarmanna að framkvæmdum við snjóflóðavarnir "Já Flateyri. Höfundamir eru Magn- ús Jónsson, veðurstofustjóri, en Veðurstofunni var falin yfirstjórn snjóflóðavarna með lögum frá Al- þingi sl. vor, og Flosi Sigurðsson, yfirverkfræðingur VST hf. aðal- hönnuður „varnanna." Fylgja góð- ar myndir af báðum og eru þeir þar greinilega hvorki hræddir né óánægðir með tillögur sínar um urðun Flateyrar, en á því bera þeir saman alla meginábyrgð sam- kvæmt stöðum þeirra. — tGreininni fylgdi mynd af Flat- eyri, tekin fyrir slysið frá Bæjar- hryggnum yfir bæinn með fjallið Þorfinn hinum megin fjarðarins í baksýn. Fremst á myndinni t.v. mátti sjá snjóflóðasvæðið þar sem 23 hús sópuðust burt og 20 manns fórust. Betra hefði verið að sjá þá sjálfa aftan frá að virða fyrir sér eigin tillögur um 20 m háa „varnar- garða“ í Merarhvammi, mitt á milli hættusvæðanna úr Eyrarfjalli, sitt hvoru megin við byggðina á Flat- eyri. Þar sem „varnargarðarnir“ koma saman efst í Merarhvammi er ekki snjóflóðahætta. Hætt- an stafar frá snjóflóð- um, sem koma niður bæði gilin, og unnt er að bægja frá byggð með snjóflóðabrautum neðan þeirra, til beggja handa. Fæst þannig full vörn fyrir alla byggð á Flateyri. Þessu hefi ég haldið fram frá því snjóflóðið féll, en tilgangur greinarhöfunda er að andmæla þessu, án þess þó að færa til þess nothæf rök. Ég sendi þeim og viðkomandi stjómvöldum ítarlega vettvangslýs- ingu með ,um 30 ljósmyndum af öllu snjóflóðasvæðinu og tillögum að snjóflóðabrautum hinn 17. júní sl. og skömmu síðar verklýsingu að gerð snjóflóðabrautanna. Taldi ég að tvær stórar jarðýtur myndu gera fullnægjandi snjóflóðabraut neðan Skollahvilftar á þremur mán- uðum og ein stór jarðýta myndi gera fullnægjandi snjóflóðabraut efst í gegn um Bæjarhrygginn á tveimur mánuðum. Ríflegt verð fyrir slíka jarðvinnu er 10 milljón krónur á mánuði pr. jarðýtu eða um 80 miljón krónur alls. Til sam- anburðar er verkáætlun þeirra á rúmar 430 milljónir króna. Þetta^ hafa þeir hunzað, og er þó einfalt með nútíma tölvutækni við slíka verkfræðivinnu að reikna út gerð slíkra brauta. í stað þess hafa þeir sett undirmenn sína til að setja saman ábyrgðarlausan orðaflaum til birtingar í dagblöðum, svo sem menn hafa séð og þeir vitna nú til. Slíkt hefir engin áhrif á snjóflóð í Eyrarfjalli og tilgangur slíks hlýt- Þar sem „varnargarð- arnir“ koma saman efst í Merarhvammi er ekki snjóflóðahætta. Hættan stafar frá snjóflóðum, sem koma niður bæði gilin, og unnt er að bægja frá byggð með snjóflóðabrautum neðan þeirra, til beggja handa. Fæst þannig full vörn fyrir alla byggð á Flat- -------------o-------- eyri, skrifar Onimdur —^-------------------- Asgeirsson vegna fyr- irhugaðra snjóflóða- varna á Flateyri. ur því að vera blekkingin ein gagn- vart almenningi. Islendingar hafa enga reynzlu af hönnun snjóflóðavarna og því var það rétt ákvörðun hjá VST að leita samstarfs við NGI í Noregi um þetta fyrsta verkefni hér. Árangur þessa varð þó þessi mi- stök, sem hér eru til umræðu. Til- laga þeirra um fleiglaga 20 m háa urðargarða í laginu sem bókstafur- inn A, upp í Eyrarfjall ofan Merar- hvamms, þar sem engin snjóflóða- hætta er, getur aðeins hafa orðið til vegna ókunnugleika um aðstæð- ur til snjóflóðavarna í fjallinu. Þessi sameiginlega tillaga VST/NGI Önundur Ásgeirsson nóvember n.k. lendir naln þitt r lukkupotti Eldhuss og baðs. Verði nafn Ef þú kemur til okkar og staðfestir kaup á eldhúsinnrettingu fyrir 20. Eldhús og bað er íslenskt fyrir- tæki sem einbeitir sér að hönn- un, smíði og ráðgjöf á sviði innréttinga. Við höfum langa reynslu af að leiðbeina fólki við val á innréttingum. Við leggjum áherslu á faglega ráðgjöf sem hentar hverjum og einum, hag- stætt verð og góða þjónustu. þitt dregið úr pottinum færðu okeypis Scholtes helluborð og ofn. Funahöfði 19 •Sími 577 1600 I gengur út frá að eðlilegt sé að hleypa snjóflóðum úr báðum giljun- um, beggja megin Flateyrar, inn á snjóflóðalaust svæði í Merar- hvammi ofan Flateyrar. Með þessu er tekin ástæðulaus áhætta fyrir byggðina á Flateyri, sem ég hefi árangurslaust reynt að benda á. Snjóflóðum á að beina burt frá byggð, ekki að henni. Samskipti mín við NGI Bæði VST og Snjóflóðavarnir hafa lokað fyrir alla umræðu um aðrar tillögur. Með því hafa þeir útilokað ákvörðun stjórnvalda og stjórnmálamanna um þær. Ég skrifaði því til NGI í Oslo, benti á möguleika á staðsetningu snjó- flóðabrauta neðan beggja giljanna og spurði, hvort NGI hefði verið skýrt frá þessu. Svo var ekki. í bréfi sínu 20. ágúst gerði NGI þrjár athugasemdir við snjóflóðabraut- irnar, sem ég svaraði með bréfi til þeirra 23. ágúst og ástæða er til að rekja hér: 1. NGI: Stærðir, bæði í hæð og lengd, virðast vera of litlar til að vinna gegn stóru snjóflóði með mikinn hraða. Svar mitt: Ég hefi ekki gert neinar tillögur um stærð- ir, en læt fagmönnum eftir ákvörð- un um slíkt. Rými er nægilegt á báðum stöðum. 2. NGI: Vestari snjóflóðabrautin er alltof stutt til að verja alla byggðina og auk þess er stefnu- breytingin það mikil, að hæð varn- argarða þarf að vera verulega meiri en í okkar tillögu. Svar mitt: Vestari brautin efst í gegn um Bæjarhrygg er í raun mjög stutt og unnt er að grafa hana niður eftir þörfum. Því gefur hún full- komið öryggi. Það er Bæjarhrygg- urinn sjálfur, sem stýrir snjóflóðinu burt frá byggð, og þessvegna þarf aðeins stutta braut og stuttan garð. Stefnubreytingin er ekki mikil, því að stefna brautarinnar er í beinu framhaldi af klettaveggnum í suð- austurkanti (Bæjar)-gilsins. Þetta má sjá af myndum, sem ég sendi fyrr, sjá 2.16 og 2.17. 3. NGI: Eystri brautin er of þröng efst til að taka við stóru flóði í fullri breidd. Auk þess sýnist stefna snjóflóðsins vera of nærri austurhluta byggðar á Flateyri. Svar mitt: Hægt er að auka breidd brautarinnar eftir þörfum. Breidd mynnisins í Skollagróf er aðeins um 40 m, en þykkt snjóflóðsins var talið um 15 m og því þarf tiltölu- lega stóra niðurgrafna braut (ka- nal) þar fyrir neðan. Ef menn telja stefnu snjóflóðsins ganga of nærri Flateyri að austan er hægt að gera samskonar varnargarð þar og sýnt er á tillögu VST. Ég tel þetta þó óþarft. Við veginn er breidd braut- arinnar um 150 m, sama breidd og á sama stað og í tillögu VST. Þetta voru samskipti mín við NGI í ágúst, en nú koma greinar- höfundar og segja NGI hafa feng- ið allar upplýsingar. Ég tel grein- arhöfunda vera að blekkja bæði NGI, stjórnvöld og almenning. Afleiðingin er sú að þeir gera sjálfa sig ótrúverðuga. „Svona gera menn ekki.“ Ég held að fela ætti Vegagerð ríkisins yfirstjórn Snjó- flóðavarna. Þar er bæði þekking og reynzla fyrir. Landskrið Höfundar eyða miklu máli í að býsnast yfír því að mér skuli koma til hugar að ekki sé öruggt að gera 20 m háa garða (7-8 hæðir) úr um 2 milljónum tonna af urð utan í bratta fjallshlíðina ofan einu mýrar- innar í Merarhvammi. Staðsetningin er yfir miðri Flateyri og beint rennsli niður á efstu byggðir á Flateyri, þær sem sluppu við snjóflóðið. „Hætta á slíku jarðskriði er ekki til staðar og byggðinni stafar engin hætta af varnargörðunum sjálfum," segja þeir. í fyrradag voru almannavarnir á Isafirði kvaddar í viðbragðsstöðu vegna meintrar hættu á jarðskriði á byggðina þar af völdum rigninga. Minna en mánuður er liðinn frá því heil fjallshlíð hljóp fram í jarðskriði vegna rigninga í Vatnsdal. Það er ekki hægt að taka þessa menn al- varlega. Þeir eru að búa til hætt- una, bæði af snjóflóðum og jarð- skriði. Engir valkostir á Flateyri? Höfundar harma „óábyrg orð Önundar um framtíð byggðar á Flateyri.“ Ég hefi þó verið að benda á lausnir, sem tryggðu örugga bú- setu á Flateyri. Það gera þeir ekki. Þeir segja: „Valkostirnir eru aðeins þrír: Að gera ekkert og búa við hættuna, að flytja byggðina burt eða verjast. Tveir fyrstu kostirnir þýða endalok byggðar á Flateyri í núverandi mynd.“ Þriðji kosturinn, þ.e. skv. tillögum VST hefir þegar valdið brottflutningi þriðjungs íbúa Flateyrar, sbr. a.o. Er þetta góður kostur fyrir framtíð Flateyrar? Á að skilja orð þeirra svo, að aðrir kostir séu ekki til? Svar óskast. Ég harma óheiðarlegan málflutn- ing þeirra. Eltingaleikur um snj óflóðavarnir Snjóflóðavarnir Veðurstofunnar hafa reynzt úrræðalausar og ábyrgðarlausar við úrlausn þessa fyrsta verkefnis þeirra. Þeir hafa bent á VST („Við gerum það sem verkfræðingarnir segja"), sem síð- an bentu á NGI í Ósló, sem síðan bentu á sérfræðinga í Davos í Sviss. Þett'a segja þeir hafi tryggt „að bezta þekking og reynzla" hafi verið notuð fyrir Flateyri. „Fullyrð- ingar um annað eru alveg úr lausu lofti gripnar" eru lokaorð þeirra. Úrræði þeirra er að reyna að beija á ímynduðum óvini framkvæmd- anna á Flateyri skv. tillögum VST. Þetta hefir engin áhrif á snjóflóðin á Flateyri. Þetta minnir mig aðeins á gamla skopmynd af strák, sem var að elta kött. Undirskrift mynd- arinnar var: „Mamma barði pabba, og pabbi barði mig, en bíddu bara þangað til ég næ í köttinn.“ Skyldu þeir telja sig hafa náð að beija bévaðan köttinn? Þeir eru að eyði- leggja framtíð Flateyrar af óvita- skap. Það er nauðsynlegt að stjórn- völd stöðvi þetta, áður en það verð- ur um seinan. Enn er lag. Höfundur cr áhugnmnður um réttar snjóflóðnvarnir n Flateyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.