Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 32
- 32 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐJÓN STEINAR EINARSSON m- + Guðjón Steinar Einarsson bif- vélavirki var fædd- ur í Reykjavík 11. mars 1951. Hann lést á Landspítalan- um 6. október síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Valgerður Jóndís Guðjónsdótt- ir og Einar Torfa- son. Guðjón flutti með foreldrum sín- um í Kópavoginn 1957 og átti þar heima síðan. Hann útskrifaðist frá Iðn- skólanum í Reykjavík sem bif- vélavirki 1972 og var meistari hans Pétur M. Þorsteinsson. Eftirlifandi eiginkona Guð- jóns er Bjarney Magnúsdóttir frá Súðavík. Börn þeirra hjóna eru Valgerður Jóndís, f. 3.4. 1975, Magnús Jóhannes, f. 1.7. 1978, og Birgitta Karen, f. 11.2.1980. Guðjón starfaði lengst af sem bif- vélavirki, fyrst hjá Bílaborg hf. í 15 ár við verkstjórn en sl. 9 ár var hann með sinn eigin rekstur, síðast við Hafnar- braut í Kópavogi. Einnig kenndi Guð- jón við meiraprófsnámskeið í nokkur ár og keyrði hjá Stræt- isvögnum Kópavogs. Útför Guðjóns fór fram frá Kópavogskirkju 14. október. Mig langar að minnast Guðjóns Steinars Einarssonar eða Gauja, eins og ég kallaði hann alltaf, í nokkrum orðum og þakka honum samfylgd- ina. Hann var ekki nema átta ára er hann kom fyrst í sveitina til okk- ar til sumardvalar og urðu árin sjö. Ég var það lítil fyrstu sumrin að ég ^man þau ekki en það var bara fast- ur punktur í tilverunni að á vorin þá kom hann Gaui í sveitina. Alltaf var það hann sem beið eftir mér þegar stóru krakkarnir hluþu á undan því ég var svo lang- yngst. Gaui varð mér sem stóri bróðir enda reyndist hann mér sem slíkur á lífsleiðinni. Hann var alltaf þessi rólegi, Ijúfi maður sem lét sér svo annt um náungann, var alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum. Sýndi það sig best er pabbi slasaðist og var allt sumarið. Þá bauð Gaui fram hjálp sína og eyddi sumarfríinu sínu á Úlfsstöðum. Gaui og Bjarney byijuðu sinn búskap í Kjarrhólmanum í Kópa- vogi og þar fæddist Valgerður. Síð- an fluttu þau í vesturbæinn, á Kárs- nesbraut, en byggðu sér svo yndis- legt hús við Marbakkabrautina þar sem þau bjuggu síðan. Þá voru Magnús og Birgitta fædd. Þar átti Gauti flest handtökin og sýndi það sig vel hversu fjölhæfur og vandvirkur hann var. Heimili þeirra var alltaf svo notalegt og gott að koma þar, það hafði stórt hjarta eins og fólkið sem þar bjó. Hann byijaði með sinn sjálfstæða rekstur í bflskúrnum á Marbakka- brautinni og var viðskiptahópurinn fljótur að stækka. Síðan festi Gaui kaup á húsnæði á Hafnarbrautinni og þangað flutti hann bifreiðaverk- stæðið þar sem mun betri vinnuað- staða var. Vinnuvikan hans var allt- af löng því mikið var að gera og hann sinnti sínum viðskiptavinum vel. Það er með ólíkindum hversu hann gat unnið lengi og haldið utan um reksturinn þrátt fyrir sín erfiðu veikindi síðasta árið. Þar sýndi Gaui enn sitt æðruleysi og óbilandi dugnað. Það eru ekki nema 15 mánuðir síðan hinn illskeytti sjúk- dómur greindist og baráttan var erfíð en aldrei heyrði maður hann kvarta. Síðustu vikurnar voru mjög erfiðar og þá eins og endranær sýndi það sig hversu náin Gaui og Bjarney voru. Elsku Gaui, ég þakka þér sam- fylgdina, allar góðu samverustund- irnar og það var svo margt hægt að læra af þér. Elsku Bjarney, Valgerður, Maggi, Birgitta og aðrir aðstand- endur, ég veit hvað þið misstuð mikið, ég bið Guð um blessun og styrk til ykkar og bið hann að vaka yfir ykkur Jesús sagði: Ég lifí og þér munuð lifa. Kristín. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða -^•iðlvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASClI-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. STEFANSBLDM Skipholti 50 b - Sími 561 0771 LEQSTEWAR Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla MOSAIK Hamarshöfdi 4 - Reykjavik xtmi: 5X7 1950 - fax: 5X7 /9X6 BENEDIKT GUÐNASON Benedikt Guðnason var fæddur í Hafnar- firði 18. maí 1908. Hann lést á Sól- vangi 15. október síðastliðinn. For- eldrar Benedikts voru hjónin Kristr- ún Einarsdóttir, f. 1883, d. 1963, og Guðni Benedikts- son, f. 1880, d. 1912. Benedikt átti þrjú systkini og einn uppeldisbróður. Þau voru Jóhanna Eina, Einar, tvíburabróðir Benedikts og Laufey. Uppeldis- bróðir þeirra er Sigurður Jó- hannsson, systursonur Krist- rúnar. Benedikt kvæntist 21. desem- ber 1935 Þuríði Guðjónsdóttur, f. 19. mars 1908 í Auðsholti í Biskupstungum, f. 2. júlí 1991. Foreldrar hennar voru hjónin Krist- jana Jónsdóttir frá Grímsfjósum á Stokkseyru og Guð- jón Jónsson frá Syðra-Seli í Hruna- mannahreppi. Benedikt og Þur- íður eignuðust þijú börn. Þau eru: 1) Droplaug, f. 17. október 1937, gift Jóni S. Hannessyni, þau eiga fjögur börn og tiu barna- börn. 2) Jón Gunn- ar, f. 10. mars 1941, kvæntur Emu Kjærnested. Þau eiga þijú böm. 3) Orlygur, f. 28. janúar 1943, kvæntur Ingigerði Gissur- ardóttur. Þau eiga þijú böm. Útför Benedikts fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði mánudaginn 21. október og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú þegar haustar og skammdegi fer í hönd kveður minn góði tengda- faðir á 89. aldursári. Það var tákn- rænt að hann skyldi kveðja aðfara- nótt dags blindra, vegna baráttu hans undanfarin þijú ár við síversn- andi sjón, sem að lokum var nán- ast horfín. Okkar kynni hófust fyrir tæpum þijátíu árum, er ég kom fyrst í Ljósaklif, sem stendur í hrauninu fyrir vestan Hafnarfjörð. Þar bjó fjölskyldan og þar varð samkomu- staður stórfjölskyldunnar þegar hópurinn stækkaði. Þegar barna- börnin og síðar barnabarnabörnin voru komin til sögunnar var alltaf svo eftirsóknarvert að fá að gista eða vera dagsstund hjá afa og ömmu, smíða kofa, gera bú og máta gömul föt. Þau voru ótrúlega þolinmóð og óspör á sinn tíma fyr- ir litlar manneskjur. Minnist ég þess hve sæl og ánægð börnin voru jafnan er þau sneru aftur úr þess- um heimsóknum. Á þrettánda degi jóla var jafnan höfð hóflega stór brenna í hrauninu við Ljósaklif, þar sem allir aldurshópar fengu að njóta sín, hvort sem haft var stjörnuljós í hönd, flugeldum skotið eða bara horft á. Þau hjón reynd- ust mér ávallt hlýir og góðir vinir og eru afkomendur þeirra samheld- inn og góður hópur, er reyndist þeim vel. Þykir mér gott að eiga slíkt fólk að. Benedikt var fæddur í Hafnar- firði í litlu húsi sem stóð við Strand- götu (nr. 45), en uppalinn að mestu í Gunnarssundi 4 þar í bæ. Korn- ungur missti hann föður sinn, er fórst með fiskiskipinu Geir 1912. Er móðir hans var orðin ekkja með fjögur börn var honum komið í fóstur til barnlausra hjóna í Reykja- vík. Hjá þeim dvaldist hann til sjö ára aldurs er móðir hans fékk hann til sín aftur. Hjá henni var hann á Opið öll kvöld til kl. 22 - cinnig um hclgar. Skreytingar fyrir öll tílcfni. vetrum, en hún giftist síðar Sigurði Magnússyni skósmið. Á sumrin var hann í sveit í Mykjunesi í Holtum hjá Gróu móðursystur sinni. Þar gætti hann fyrsta sumarið korna- barns í vöggu, aleinn meðan fólk var á engjum, fullur ábyrgðar að eigin sögn. Benedikt fór fyrst til sjós 14 ára gamall, hjálparkokkur á togaran- um Menju. Eina sjóferð fór hann með skipinu Andey, en sú ferð stóð aðeins fáa daga. Móður hans var þetta mjög á móti skapi, vegna slyssins er faðir hans fórst. Vegna þessarar andstöðu móður sinnar varð hann, er hann var 14-16 ára gamall, af góðu skipsrúmi, sem honum bauðst á síldarbáti. Sextán ára að aldri keypti hann lítinn ára- bát ásamt tveimur félögum sínum. Um þrítugt eignaðist hann eigin bát, trillu sem hann nefndi Elju. Hana fékk hann flutta norður til Siglufjarðar, þar sem hann gerði hana út, en seldi svo að úthaldi loknu. Enn seinna eignaðist hann svo þriðja farið, trillubát, er hann nefndi einnig Elju. Henni reri hann frá Hafnarfírði. Tæplega tvítugur fór hann fyrst norður á síld, vann þar fyrst á plani á Hjalteyri. Þar kynntist hann mörgu fólki frá Akureyri og úr Eyjafirði, en einnig Norðmönnum. Um mitt sumar réðist hann skip- veiji á mótorskipið Helgu gömlu og var á því tvær eða þijár síldar- vertíðir. Einnig var hann á trillu sem gerð var út frá Flatey á Skjálf- anda. Benedikt steig fjalir margra skipa næstu áratugina m.a. á vél- skipinu Málmey frá Hafnarfirði, b.v. Júni (gamla Júní) og Kveldúlfs- togurunum Snorra goða og Arin- birni hersi. Seinast var Benedikt til sjós um miðjan 6. áratuginn á mótorbátnum Jóhannesi Einarssyni frá Hafnarfirði, á netavertíð. Á togurunum var Benedikt einkum kyndari, hann þoldi hitann vel og hafði þá seiglu til að bera, er til þurfti við kolalempingar og önnur kyndarastörf. Kvaðst hann hafa notið sín allvel við þá vinnu og föluðust menn gjarnan eftir honum til kyndinga. A stríðsárun- um vann Benedikt m.a. í Breta- vinnu, við skipasmíðar hjá Júlíusi Nyborg, við byggingu frystihúss á Mölunum, en síðan um 10 ára skeið hjá Lýsi og mjöl h.f. Voru öll þessi síðasttöldu fyrirtæki í Hafnarfirði og þar varð starfsvett- vangur hans æ síðan. Um nokkurt skeið vann Benedikt hjá Jóngeiri D. Eyrbekk fisksala og tók við hluta búða hans og rak um tíma, við ærið líkamlegt erfiði við fisk- burð og vökur, eftir að Jóngeir hætti. Siðar vann Benedikt m.a hjá Kaupfélagi Hafnfirðinga, en síðustu starfsárin var hann hjá Ofnasmiðjunni h.f. í Hafnarfirði. Minntist hann vinnufélaga sinria jafnan með miklum hlýhug. Margt ungt fólk og unglingar, er voru honum samtíða í starfí, hændust að honum enda sýndi hann þeim jafnan virðingu og vinsemd. Kom það oft í ljós síðar að þau mátu það mikils. Fyrir hönd fjölskyld- unnar vil ég þakka hinum fjöl- mörgu, er sýndu honum vinsemd og hlýju og aðstoðuðu hann er aldur og veikindi færðust yfir. Eftir stríð byggði hann húsið Ljósaklif. Þar bjuggu þau bæði uns Þuríður fékk heilablóðfall árið 1986 og lamaðist. Þá fluttist hún á Sól- vang og var eftir það bundin við hjólastól uns hún lést 1991, en Benedikt bjó einn þar til hann fékk eina af íbúðum aldraðra við Sól- vang til afnota. Síðastliðið vor lagð- ist hann inn á hjúkrunardeild Sól- vangs. Þau árin, er Benedikt bjó einn, undi hann m.a. við listmálun og lætur eftir sig nokkurt safn furðu- góðra málverka. Þá var hann kom- inn um og yfír áttrætt. Einnig annr aðist hann kálgarða sína af natni, og má það til færa að fyrir aðeins þremur árum stakk hann þá alla upp og setti niður, aleinn, þó heils- an væri tekin að bila. Önnur áhuga- mál átti hann mörg og var hann ávallt sjálfum sér nógur. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka tengdasyni þeirra hjóna, Jóni, fyrir hans miklu hjálp og ræktarsemi, er hann sýndi þeim, einkum þau ár sem Þuríður komst ekkert nema með mikilli aðstoð. Hún gat fyrir hans tilstilli farið allt sem hún þurfti, og fyrir það skal þakkað. Seinustu sex árin naut Benedikt ríkulega ferða með tengdasyni og ættingjum austur í Lón, að Hvalnesi. Þar undi hann við náttúruskoðun og steinasöfnun, og naut friðsældar sveitarinnar. Þar fannst honum andrúmsloft gott. Tengdaföður minn kveð ég með söknuði og gleði, söknuði vegna þess sem var, en gleði vegna hans, sem nú er laus við allar þjáningar. Hafðu þökk fyrir allt sem þú varst mér og börnum mínum. Erna Kjærnested. Dagur liður, fagur, fríður, flýpr tíðin í aldaskaut. Daggeislar hníga, stjömumar stíga stillt nú og milt upp á himinbraut. Streymir niður náð og friður nú er búin öll dagsins þraut. (V. Briem) Elsku langafí. Nú ert þú farinn og eftir sitja góðar minningar um þig, ásamt vissunni um að þú sért kominn á betri stað. Eflaust sitjið þið langamma saman þarna hinum- megin alsæl yfir að hittast á ný. Nú verður okkur hugsað til Ljósa- klifs þar sem við áttum svo margar gleðistundir hjá þér og langömmu. Góðsemi þinni og örlæti munum við ekki gleyma. Þínar Hanna Jóna og Þuríður. Elsku langafi. Nú ert þú farinn og kemur ekki aftur. Margar ljúfar minningar eig- um við um þig. Minnisstæðar ánægjustundir með þér og langömmu í Ljósaklifí þar sem ein- staklega gaman var að koma. Ferð- unum sem þú varst með okkur í Hvalnesi gleymum við seint, hvort sem var rölt í fjörunni að skoða og tína steina eða spjall í rólegheit- um heima á bænum. Þú hafðir allt- af nægan tíma fyrir unga fólkið og sótti það óspart til þín fróðleik og skemmtun. Það var gaman að skoða allar fallegu myndirnar sem þú málaðir og þykir okkur vænt um að eiga slíkar myndir til minn- ingar um þig. Þú undir þér alltaf svo vel hvar sem þú varst, alltaf sæll og glaður með þitt. Nú þegar síðasta ferð þín er farin ertu ánægðastur hjá langömmu. Bestu þakkir fyrir allt sem þú gafst okk- ur. Hvíl þú í friði. Arna Þórey, Friðrik og Droplaug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.