Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGRÚNÁSTA PÉTURSDÓTTIR + Sigrún Ásta Pétursdóttir var fædd 27. febr- úar 1941 í Reykja- vík. Hún lést 12. október síðastlið- inn á St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði. Foreldrar Sigrúnar voru Pétur Guð- mundsson, f. 16. apríl 1903, d. ,17. júní 1971, og Ásta Kristín Davíðsdótt- ir, f. 1. september 1912, d. 11. ágúst 1994. Systkini hennar eru Eygerður Laufey, f. 30. júní 1942, d. 27. desember 1980, Anna Sigríður, f. 30. júni 1942, Davíð I., f. 1. nóvember 1944, og Kristín, f. 23. nóv- ember 1951. Auk þeirra eru þijú hálfsystkini samfeðra, Guðný, f. 15. ágúst 1931, d. 8. ágúst 1989, Hjördís, f. 4. júní 1934, og Ásgeir, f. 30. septem- ber 1935. Sigrún Ásta giftist 24. febr- úar 1963 eftirlifandi eigin- manni sínum, Pálma D. Jóns- syni, f. 2. apríl 1939. Þeirra börn eru: 1) Ásta Kristín, kenn- ari, f. 18. júlí 1963, i sambúð með Hall- dóri Sigtryggssyni, verktaka, f. 6. des- ember 1956, þeirra barn er Freydís, f. 17. september 1991, sonur Ástu er Hörð- ur Kristjánsson, f. 19. nóvember 1985. 2) Ester, tollfulltrúi á Akureyri, f. 11. október 1965, í sam- búð með Hermanni Brynjarssyni, við- skiptafræðingi, f. 15. júní 1960, og Rúnar, nemi við HÍ, f. 29. mars 1973. Sigrún Ásta lauk námi frá HSÍ 1962 og framhaldsnámi í hjúkrun á lyf- og handlækn- ingadeildum 1979. Hún hefur starfað við hjúkrun á m.a. Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, Borgarspítalanum, Blóðbank- anum, Hrafnistu í Hafnarfirði og Landspítalanum. Utför Sigrúnar Ástu fer fram frá Fossvogskirkju mánudag- inn 21. október og hefst athöfn- in klukkan 10.30. Elsku hjartans Sigrún mín, Af alhuga færam þér ástarþökk á auða sætið þitt horfum klökk. Heilsaðu föður og frændum. Að sjá þig aftur í annað sinn enn að komast í faðminn þinn við eigum eftir í vændum. (G. Bjömsson) Ég hef engin orð til að lýsa þeim tilfinningum sem ég ber til þín, enda kannski óþarfi þar sem ég var svo heppin að geta tjáð þér þær sjálf á okkar ógleymanlegu sam- verustundum undanfama mánuði. Þessar setningar hljómuðu líka oft á mínu heimili: „Ertu nú farin til hennar Síu þinnar“ eða „við biðjum að heilsa henni Síu þinni“. Held ég að vandfundin væri eins óeigingjöm og æðrulaus manneskja eins og þú varst í þínum veikindum. Og reynir nú á okkur hin hvort við eigum eitthvað af þeim styrk sem þú gafst okkur. Enginn hefði betur getað búið okkur undir það sem verða vildi en þú. En þar sem skriffinnska og skýrslugerð var ekki í þínum anda og þú vildir frekar láta við- mót og verk tala ætla ég ekki að hafa þetta miklu lengra. Mig lang- ar samt að þakka fólkinu þínu, Pálma, Ástu, Ester og Rúnari, fyr- ir samfylgdina á þessum mánuðum því enga fylgd hefði verið hægt að fá betri. Oft hef ég hlustað á þig lýsa ást þinni á þeim og þakklæti þínu fyrir alla umhyggjuna sem þau svo sannarlega sýndu þér. Guð veri með ykkur. Sál mín fylgir þér, uns hún nær þér að lokum í skýjum uppi. Að við séum áð skilja, ástin mín, þar skjátlast þér. (Japanskt Ijóð.) Þín litla systir, Krístín (Stína). „Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálar þinnar þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði. Þegar vinur þinn talar þá andmælir þú honum óttalaust eða ert honum samþykkur af heilum hug.“ (Spámaðurinn) I dag kveð ég besta vin minn. Sorg mín er mikil. En sorgin og gleðin eru systur. Ég græt vegna þess sem var gleði mín. Sigrún var einstök kona. Hún var auðug og gjafmild. Ávallt ríkti mik- il gleði í kringum hana. Gjafir henn- ar voru miklar, umhyggja, vinátta og tryggð. Alltaf gaf hún af sér og þeir sem gengu fram hjá henni en þekktu hana ekki, fengu bros. Ég tel það hafa verið forréttindi að hafa fengið að eiga Sigrúnu fyr- ir vin. Vinátta okkar var fullkomin. Gleði og samverustundir áttum við margar, enda var það okkar áhuga- mál að safna gleðistundum. Vorið 1961 vorum við sendar saman, tveir nítján ára hjúkrunar- nemar, til Vífilsstaða og skyldum við deila saman herbergi. Þetta vor var yndislegt, við nutum frelsisins úti í náttúrunni meðan trén lauf- guðust. Fuglarnir sungu og náttúr- an var í sínu fegursta skarti. Friður- inn og þögnin ríktu hinar björtu vornætur meðan við lékum okkur eins og böm og nutum hverrar mínútu, ýmist á göngu eða róandi úti á vatni. Þarna á Vífilsstöðum hófst vinátta okkar sem varði æ síðan. Upp frá því leið varla sá dagur að við hefðum ekki samband hvor við aðra. Mér birtist hvítt friðarkerti í draumi og sendi það mér birtu og yl. Skyndilega sá ég að kveikurinn var orðinn svo stuttur að kertið mitt var að brenna út. Ég fól log- ann í lófa mér í þeirri von að hann mætti lifa lengur en loginn dó út. Mykrið varð svo svart að ég fylltist ótta og vaknaði. Þá vissi ég hvað í vændum var. Ég kveð nú Sigrúnu sem mér hefur þótt svo undur vænt um. Konuna sem var mér stoð og styrk- ur í lífi mínu, sem gaf mér ávallt svo mikla gleði, ást og umhyggju. Stundum skammaði hún mig en aldrei bar skugga á vináttu okkar, hún óx með hveiju árinu sem leið. Ég drúpi höfði af virðingu og þakk- læti til hennar fyrir allar þær fjöl- mörgu stundir sem við áttum sam- an. Þakklæti fyrir alla þá vináttu og gleði sem hún gaf mér. Þakk- læti fyrir að fá að vera með henni síðasta kvöldið sem hún lifði og að fá að hlúa að henni fyrir svefninn langa. Börnin mín þakka henni fyrir þá umhyggju sem hún ávallt bar fyrir þeim. Ég sendi Pálma, börnum og fjöl- skyldum þeirra mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. „Því að hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blæn- um og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns?“ (Spámaðurinn) Dóra Hansen. Sigrún var mjög góð amma. Hún fór oft með mér og afa í ferðir í húsbílnum. Þær ferðir eru ógleym- anlegar. Hún sótti mig stundum í skólann og ég svaf hjá henni úti á Álftanesi í eina eða tvær nætur. Það vantaði aldrei Cocoa Puffs. Við spiluðum olsen olsen, spjölluðum saman og hlógum. Það er tómlegt eftir að amma dó. Ég elskaði hana mikið og sakna hennar afskaplega. Ég vona að ömmu líði vel þar sem hún er núna. Ástar- og saknaðarkveðjur. Hörður. Þegar við kveðjum Sigrúnu Ástu streyma minningar liðinna ára fram í hugann. Minningin um Sigrúnu stórufrænku á Nýbýlavegi 16, afa og ömmu sem bjuggu á efri hæð- inni, „svartaskotið“ í kjallaranum en það var vinnuherbergið hans afa, pönnukökuilminn frá eldhúsinu uppi á lofti og fleira væri hægt að telja. Atvik frá árinu 1962 er mér ofarlega í huga, við Sigrún vorum einar í eldhúsinu á neðri hæðinni og hún var að segja mér frá nám- inu í Hjúkrunarskóla íslands. Sá brennandi áhugi hennar fyrir starf- inu og gleði yfir að geta hjálpað öðrum geisluðu af henni. Mitt í þessum umræðum var kallað til hennar hvort hún ætti ekki að mæta á vaktina klukkan 4 og hvort hún væri ekki að verða of sein í strætó. „Þetta er allt í lagi, ég fæ far.“ Sigrún hallaði aftur eldhús- hurðinni og sagði brosandi: „Ég á kærasta, hann ætlar að taka mig með í bæinn, hann er að norðan og ég er alveg ofsalega skotin í honum.“ Að vera bara rúmlega 10 ára og trúað fyrir svona leyndar- máli var ekki til að minnka aðdáun mína á Sigrúnu frænku minni. Kærastinn að norðan, hann Pálmi, varð lífsförunautur Sigrúnar. Um- hyggja Sigrúnar fyrir fjölskyldu sinni og vinum var gegnheil. Á árunum 1972-1974 átti ég margar góðar stundir á heimili Sigrúnar og Pálma á Álfhólsveginum. Dæt- urnar Ásta og Ester gáfu okkur oft tilefni ‘til að brosa og í mars 1973 fæddist Rúnar og varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að vera „ljósa“ hans. Síðan þá er margs að minnast og seint fáum við fullþakkað hlýhug í okkar garð, sérstaklega þá um- hyggju sem þú sýndir syni okkar þegar hann fór í framhaldsskóla til Reykjavíkur. Þeirri umhyggju er kannski best lýst með orðum hans sjálfs, en hann kallaði þig alltaf Reykjavíkurmömmuna sína. Styrk- ur og óbilandi baráttuvilji þinn í erfiðum veikindum þínum var ólýs- anlegur. Skoðanir þínar á hjúkrun, umönnun og velferð sjúkra voru mjög ákveðnar. Fársjúk varstu að miðla af langri reynslu þinni sem hjúkrunarkona og nú síðast sem sjúklingur. Þó þér hafi ekki unnist tími til að láta drauminn um að gefa út bók rætast var boðskapur- inn sem þú vildir koma á framfæri tilbúinn. Við erum ákaflega lánsöm að hafa fengið að kynnast þér. Elsku Sigrún, það er erfitt að finna nógu falleg orð til að kveðja þig en þín er sárt saknað af öllum hér. Það verða margir til að taka á móti þér á nýjum stað og orðið Reykjavík- urmamma hljómar þar örugglega á ný- Ég flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar, og þjóðin öll má heyra kvæði mitt. Er Islands mestu mæður verða taldar, þá mun þar hljóma fagurt, nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna. Blessuð sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun bama þinna, - og bráðum kemur eilíft vor. (Davíð Stefánsson) Elsku Pálmi, Ásta, Ester, Rúnar, Hörður, Freydís, og aðrir aðstand- endur. Guð gefi ykkur styrk á erfið- um stundum. Guð blessi minningu Sigrúnar Ástu. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra frá heimilisfólkinu á Þverfelli. Inga Helga. Elsku Sía frænka mln. Nú ertu farin á betri stað og færð loks hvíld eftir erfið veikindi. Hvað þú varst dugleg og hugrökk, ákveðin í að kveðja þennan heim með reisn. Það gerðirðu líka og fyrir það mun ég virða þig. Þú varst manneskja sem lagðir líf og sál í það að hjálpa öðrum; raungóð og vitur með ráðleggingar í pokahominu. Þú barst hag stór- fjölskyldunnar fyrir brjósti og sýnd- ir það óspart; áttir hlut í okkur öll- um. Þú varst stóra stelpan hennar Ástu ömmu, stóra systir hennar mömmu minnar og hetjan mín. Mér fannst þú vera göldrótt, enda sást þú meira en sýnilegt var og innsæi þitt gerði mig oft orðlausa. Þig umlukti dulúð og þú varst ósjaldan nefnd er dulræn málefni bar á góma. Þú gerðir hæfíleika þína að ævi- starfi; hlúðir að veikum og hafðir ákveðnar, og mjög mannlegar, skoðanir á umönnunar- og líknar- störfum. Þú vildir umfram allt sýna þeim sjúku alúð og þá virðingu sem manneskjan á skilið. Ófáir munu minnast þín, með hlýju, í hjúkrunar- búningnum. Ég mun minnast stórhuga konu, sem hóf ferð sína í mannmörgu húsi við Nýbýlaveg, eins og ég. Konu sem leyfði mér að vera sam- ferða sér hluta af leiðinni, en hefur nú sameinast þeim sem auðvelduðu henni fyrstu skrefin. Að lokum eftir langan, þungan dag, er leið þín öll. Þú sest á stein við veginn, og horfir skygpum augum yfir sviðið eitt andartak. Og þú munt minnast þess, að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu lagðir þú upp frá þessum sama stað. (Steinn Steinarr) Halla R. Halldórsdóttir. Mikil hetja hefur verið að velli lögð, hetja sem brást við válegum tíðindum eins og björtu hetjurnar í fornsögunum, með ofurmannlegri rósemi og þeim sálarstyrk, sem flestir telja að sé ekki til. Langt leidd af meininu, sem varð Sigrúnu að aldurtila, kom hún fram opinber- lega í blaðaviðtali si. sumar og sagði frá því sem hún taldi að bet- ur mætti fara í umönnun sjúkra og þjáðra. Henni fannst hjúkrunar- konur hafa fjarlægst upprunalegt starf sitt um of, skrifræðið tæki of mikinn tíma á kostnað sjúkling- anna. Þar með væri hinum andlega þætti hjúkrunarstarfsins stefnt í voða. En ekkert er eins mikilvægt þeim sem er veikur og hlýja og skilningur mannlegs hjarta. Þá hlýju og þann skilning átti Sigrún Ásta í svo ríkum mæli, að hún gleymdi sjálfri sér, einnig eftir að hún var orðin fárveik sjálf. Slíkur var andlegur styrkur hennar, slík var tryggð hennar og trúnaður við starfið sem var henni meira en venjulegt starf - það var köllun. Við Sigrún vorum leiksystur í Kópavogi á meðan Kópavogur var sambland af sveit og þéttbýli. Hún var elst fimm systkina, fullorðinsleg og ábyrg eins og elsta systkini sæmir. Hún var ákaflega fallegt barn og greindarlegt, með dökkt og mikið hár, stór, brún augu og opinn og einlægan svip. Hún var uppáhald Sigrúnar ömmu og Dav- íðs afa, sem bjuggu uppi á lofti í nýreistu húsi foreldra hennar á Nýbýlavegi 16. Við krakkarnir í Kópavogi vorum í þann tíð eins og krakkar eru alltaf. Leikurinn var okkur eitt og allt. Við lékum okkur í búleik í móunum, í draugaleik í steinunum, í feluleik á bak við heystabba, í skessuleik á nýhirtum túnum og renndum okkur á skíðum þar sem skíðabrekkur var að hafa á vetrum. Þó að fjjálsræðið væri mikið í þessari skemmtilegu byggð vissum við alltaf af vökulum augum foreldranna, sem fylgdust með og voru fljótir að taka í taumana væri hætta á að ungviðið færi yfir leyfi- leg mörk. Þá var brugðist við skjótt og af öryggi, réttlætinu fullnægt og allir sáttir. Engar áhyggjur af drykkju og drabbi, enda vín óþekkt nema á gamlárskvöld þegar pabb- arnir urðu ósköp laumulegir á svip- inn. Það var svo sem í lagi, fannst þeim, að staupa sig aðeins við þetta sérstaka tækifæri. Konurnar létu sér það vel líka og sneru blinda blettinum að góðgleði karlanna. Svona leið bernska okkar Sigrún- ar. Hún ákvað ung að helga sig hjúkrunarstörfum. Ég átti við hana langt samtal nokkrum vikum áður en hún lést. Ég undraðist æðru- leysi hennar og fann til smæðar minnar gagnvart sálarþroska henn- ar. Hún kvað óþarfa að óttast dauð- ann, hún hefði fengið það vegar- nesti að heiman að dauðinn væri aðeins hin hliðin á lífinu. Þess vegna væri hann ekki ógnvænlegur. Ég hafði svo sem oft heyrt þetta áður, en aldrei fyrr kynnst neinum sem hafði tekist að lifa í samræmi við þessar hugmyndir, einnig þegar á reyndi. í samtali okkar sagði hún mér frá draumi sem hana dreymdi rétt innan við fermingaraldur. Drauminn réð hún á þann veg að hún ætti að hjálpa bágstöddum. Upp frá því var ævibraut hennar mörkuð. Hjúkrun var aðalstarf hennar í meira en þrjátíu ár. Sigrún Ásta var ein þeirra sem auðgaði líf annarra. Sem lítil telpa og leiksystir kom hún alltaf vel fram og heiðarlega, á þeim árum þóttist ég stundum nokkru vitrari henni sökum fjögurra ára aldurs- munar mér í hag. Að leiðarlokum er því öfugt farið, vinkonan og hjúkrunarkonan Sigrún Ásta er mín fyrirmynd, hetjan sem ég vil líkjast þegar kallið kemur. Kærar þakkir, góða vinkona, fyrir allt og allt. Fjölskyldu Sigrúnar Ástu Péturs- dóttur sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Helga Siguijónsdóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Hinn 17. ágúst 1959 hittusttutt- ugu og tvær stúlkur í anddyri Hjúkrunarskóla íslands fullar eftir- væntingar. Þær voru að byija í erfiðum skóla sem átti eftir að setja spor á líf þeirra. Aginn var mikill þessi námsár sem hvatti þennan einstæða _hóp til þess að gefast ekki upp. í þessum hópi var Sigrún Ásta Pétursdóttir. Kynni innan hópsins urðu fljótlega mikil sem efldust og styrktust með árunum og var Sigrún Ásta ævinlega drif- fjöður hópsins. í þijátíu og fjögur ár hefur hópurinn hist nokkuð reglulega. Kynnin spanna bæði leik og starf. í starfi var Sigrún gleðigjafi og var dáð bæði af sjúklingum og sam- starfsfólki. Hún sýndi mikla alúð og umhyggju og mátti ekkert aumt sjá án þess úr að bæta væri það í hennar valdi. Ákveðin var hún og sterk í skoðunum, trúi sinni sann- færingu og fylgin sér. Þrátt fyrir mikil og erfið veikindi hefur Sigrún haldið áfram að miðla af reynslu sinni og þekkingu. Síð- ast í ágúst hélt hún fyrirlestur um reynslu sína sem sjúklingur og færði fram tillögur að úrbótum og þá sem hjúkrunarfærðingur. Þrátt fyrir sáran söknuð og sorg eru hugir okkar fullir af þakklæti og gleði að hafa átt Sigrúnu Ástu að samstarfsmanni og einlægum vini. Blessuð sé minning vinkonu okk- ar, falleg minning um skapandi og skemmtilega konu, sem mun ætíð lifa í hjörtum okkar. Megi góður guð veita ijölskyldu hennar styrk í sorginni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hollsystur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.