Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 37 I I I 1 ll I 1 « A é i •1 4 i i i Það kemur fyrir lítið, nú þegar Sigrún Ásta Pétursdóttir hjúkrun- arkona er öll, að hafa þar um æðru- orð. Sjúkdómur, sem ekki reyndist í mannlegu valdi að hamla, hefur lagt hana að velli á miðri starfs- ævi. Fráfall hennar er mikið harms- efni. Sigrún var óvenju vel að heiman búin. Hún var glæsileg, hafði mik- inn viljastyrk, átti óvenju fallegt bros og mildan hlátur, hún naut þess að strá gleðigeislum á veg samferðamanna. Hún var hrein- skiptin, þekkti ekki undirferli, kunni þá list eina að miðla góðu. Ef því var að skipta skóp hún eigin formúlu til að stíga yfir hindranir, sem á veginum urðu. í langvinnum, erfiðum veikindum kom þetta vel í ljós. Margir munu minnast viðtals við Sigrúnu í Morgunblaðinu á liðnu sumri. Orð hennar þar vöktu at- hygli og aðdáun. Hver hefði trúað því að glaðlynda, fallega konan, mitt í sárri þjáningu af völdum sjúk- dóms sem bugaði líkamlegt atgervi stig af stigi, tæki örlögum sínum af slíkri hetjulund. Sigrún var kröfuhörð í eigin garð sem hjúkrunarfræðingur. Hún var meðvituð um mikilvægi þess starfs í annarra þágu, sé vel að staðið. Hún var vinföst og trygglynd. Sjálf- ur varð ég vitni að því hvernig hún fylkti ættmennum að baki sér í því að heiðra ömmu sína og nöfnu og afa sinn með áþreifanlegum hætti. I áratugi áttum við Þorgerður Sigrúnu og Pálma að hjartfólgnum vinum, vinum sem ávallt voru hinir sömu, gegnheil, yndisleg, pottþétt. I okkar hug voru þau eitt, svo ólík sem þau annars voru. Nú heur syrt í þann ál en þökkin fyrir árin öll var Sigrúnu vel kunn. I ljóði sínu, Til vinar í sorg, seg- ir Sigurbjörn Einarsson m.a.: 0g þó að dauðinn hremmi hart og snöggt er hönd að baki, mild og trú og góð, hún leiðir fram til ljóss um myrka slóð. Þótt lán sé brothætt, lífíð valt og stökkt, er í líkn hverri raun og tári manns, því þar er Kristur, kross og páskar hans. Sigrún Ásta fór ekki dult með trúartraust sitt, mitt í veikindum og þjáningu. Hún sagði: Ég bið þess eins að Guð taki mig til sín. Við leiðarlok, í sárri sorg, búa þakkir í hug og hjarta. Eiginmanni Sigrúnar, Pálma Degi, og fjölskyld- unni allri er vottuð einlæg samúð. Sigurður E. Haraldsson. Sigrún Ásta er horfin á vit þeirr- ar firrðar sem enginn veit hvar er og sumir kalla himnaríki. Hún var ekki hrædd við að deyja og vildi tala tæpitungulaust um dauðann sem eðlilegan hluta af lífinu. Hún var sannfærð um að Guð biði henn- ar með opinn faðminn og amma hennar og nafna, sem hún elskaði og dáði, mundi taka á móti henni og vernda hana að eilífu. Það var því engu að kvíða. Hún var yndis- leg, hún Sigrún Ásta. Falleg bæði á að sjá og í hjartanu. Hún var mjúk, með dökka lokka og dökk augu sem leiftruðu, þegar hún hló. Síðasta kvöldið sem hún lifði varð henni tíðrætt um hvað hún hefði orðið mikillar gæfu aðnjótandi í lífinu. Hún elskaði fólkið sitt svo fölskvalaust og taldi sig ekki hafa getað verið heppnari. Hún sagði að hún væri þakklát fyrir að hún hefði alltaf verið hrifin af Pálma og börnin þeirra gætu ekki verið yndislegri. Hún talaði um systkini sín og vini, einkum Dóru, sem henni þótti svo vænt um. En hún átti sér aðrar hugsjónir en þær sem sneru að fjölskyldu hennar og nánasta umhverfí. Hún var hjúkrunarkona af lífi og sál og vildi ekkert annað vera. Hún sagðist vera viss um að hún hefði fengið köllun til þessa starfs sem hún taldi göfgast allra starfa. Og nú þegar henni var gert að deyja á miðjum aldri var hún ekki í rónni fyrr en hún fékk okkur nokkrar vinkonur sínar til að lofa því að halda hugsjónunum á lofti, að bæta gæði hjúkrunarinnar til hagsbóta fyrir sjúklingana. Sjálf hafði hún óbilandi trú á gleðinni sem læknandi mætti og gekk á undan með góðu eftirdæmi, hló dill- landi hlátri sem smitaði alla. Hún sagði frá því hvernig henni hafði tekist að skemmta sárveiku fólki sem átti alls ekki von á að sér yrði skemmt. Hún vildi að hjúkrunarfólk sinnti jafnt andlegum sem líkam- legum þörfum sjúklinga sinna og yfirgæfi þá aldrei, síst þegar engin von væri um bata. Sigrún Ásta fékk þær fregnir fyrir nokkrum árum, að hún væri líklega með lífshættulegan sjúkdóm og henni var tilkynnt að hún skyldi búa sig undir það versta. Hún tók því með ótrúlegu jafnaðargeði, hélt áfram að gera að gamni sínu, en auðvitað varð hún glöð þegar hrak- spárnar reyndust ekki á rökum reistar. Henni þótti svo gaman að lifa og börnin hennar voru enn svo ung, sagði hún. Nokkru seinna reyndust hrak- spárnar réttar og hún vissi að eng- inn bati yrði mögulegur. Þá fór hún að hugsa um að hjálpa öðrum með því að tala í þá kjark. Hún sagðist alls ekki kvíða dauðanum, en hún vildi deyja með reisn. Hún vildi deyja standandi og helst hlæjandi. Það væri svo gott að hlæja. Hún var langtímum saman ein í sumar og sagðist una því vel, þótt hún væri orðin sársjúk. Hún hélt áfram að gera allt sem hún var vön að gera, sá um heimilið, spilaði bridds og tók á móti gestum með nýbökuð- um kökum og kertaljósum. Síðasta kvöldið sat hún framan á rúminu, og gat sig reyndar ekki hreyft, en hún gat setið eða legið og talað. Hún sagði: Ég ætla að deyja um næstu helgi. Hvað seg- irðu,- ætlarðu að deyja um þessa helgi, sagði ég, eins og það skipti mestu máli að ruglast ekki á helg- um. - Nei, næstu helgi, því að þá kemur hún Ester mín suður. Henni tókst ekki að treina lífíð svo lengi, en henni tókst svo sannarlega það ætlunarverk sitt að deyja með reisn. Guð og amma hennar eru vís til að hafa tekið á móti henni og kórónan hlýtur að fara henni vel, en því hefur verið lofað að sá sem er trúr allt til dauða muni hljóta kórónu lífsins. Hólmfríður Gunnarsdóttir. Kær vinkona mín, Sigrún Ásta Pétursdóttir hjúkrunarkona, er lát- in eftir hetjulega baráttu. Mér er í fersku minni er við hittumst fyrst, báðar_ í námi og hún mér eldri í því. Ég var að stíga mín fyrstu spor í verklega hlutanum og var þá gott að eiga Sigrúnu að, með meiri reynslu og öryggi. Hún var glæsileg ung kona, glaðleg og já- kvæð, en ákveðin í skoðunum og lét engan eiga neitt hjá sér ef því var að skipta. Ég leit mjög upp til hennar og fannst frændi minn lán- samur að hafa eignast hana að lífs- förunaut. Leiðir okkar Sigrúnar lágu ekki aftur saman fyrr en löngu síðar, er hún hafði samband við mig og benti mér á að laus væri staða á vinnustað hennar, Blóðbankanum. Sótti ég um stöðuna og hlotnaðist sú ánægja að starfa með Sigrúnu um hríð. Andrúmsloftið í Blóðbankanum var talsvert ólíkt því sem ég átti að venjast á fyrri vinnustöðum, enda eingöngu um blóðgjafa að ræða en ekki sjúklinga. Oft var glatt á hjalla, mikið hlegið og spaugað, og átti Sigrún svo sannar- lega sinn þátt í því með smástríðni og smitandi hlátri. Er mér til dæm- is minnisstætt lítið atvik í byijun, þegar Sigrún spjallaði glaðlega við einn blóðgjafann um alla heima og geima eins og þau væru gamlir skólafélagar eða kunningjar frá barnæsku. Þegar ég innti hana eft- ir þessu á eftir kom þó í ljós að svo var alls ekki, þau höfðu aldrei sést fyrr. Ég vil þó fyrst og fremst minn- ast Sigrúnar fyrir mikla réttlætis- kennd og ríkulega umhyggju fyrir samstarfsfólki og skjólstæðingum, sem mun þó hafa komið enn betur fram gagnvart sjúklingum, hvar sem hún vann. Hún lyfti bæði stór- um og smáum Grettistökum í þágu þeirra, og veit ég að margir sjúk- lingar minnast hennar með þakk- læti í huga fyrir það sem hún fékk áorkað þeim til hagsbóta. Sigrún átti afar auðvelt með að greina hismið frá kjamanum í hverju máli, benda á nýjar leiðir þegar aðrir sáu engar, og styrkja og styðja þegar á þurfti að halda. Ég þakka af alhug umhyggju hennar fyrir mér og mínum og kveð hana með söknuði. Eigin- manni og börnum' sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Halldóra Halldórsdóttir. Sigrún var einhver sú yndisleg- asta manneskja sem ég hef kynnst. Það er svo erfitt að sætta sig við að hún sé farin frá okkur. Söknuð- urinn er mikill, en minningarnar eru margar og góðar. Það er oft sagt að augun séu andlit sálarinn- ar. Ef svo er, þá hefur hennar sál verið úr skíragulli. Ég kynntist Síu fyrir rúmum 11 árum, þegar ég trúlofaðist Pétri, systursyni hennar, með nokkuð snöggum hætti eða eftir aðeins 8 daga kynni. Eins og kannski eðli- legt er, þá hneyksluðust sumir og margir efuðust um að þetta sam- band myndi eitthvað ganga. Hvað þá þar sem ég átti 3 ára gamlan dreng líka. Sía hringdi í Pétur og bað hann að gjöra svo vel og koma með unnustu sína og son í heim- sókn til sín og kynna sig fyrir þeim. Þegar við vorum búin að njóta hreint ótrúlegra kræsinga, horfði hún á okkur dágóða stund og sagði svo að við ættum sko ekkert að hlusta á hvað aðrir segja, því það væri svo augljóst að við værum ætluð hvort öðru. Sigrún hafði þann hæfíleika að sjá ávallt réttu hliðina á málunum (og oftast þá spaugilegu) og var hún einstaklega mikill mannþekkjari. Hún hafði mikið gaman af að fara í leikhús og man ég, þegar við „stelpurnar í fjölskyldunni" fórum á BarPar fyrir tæpu ári, hvað hún skemmti sér vel, þrátt fyrir veikindin. Ég er þakklát og hreykin að hafa fengið að þekkja þessa merku konu. Hún tapaði kannski barátt- unni við sjúkdóm sinn, en hún vann hjörtu allra sem til hennar þekktu. Elsku Pálmi, Ásta, Ester, Rúnar og ykkar fjölskyldur, guð gefi ykk- ur styrk í þessari miklu sorg. Rúna. Nálægð þín vakti bjartar sveiflur andrúmsloft hetju með fagrahvel undir brámána sem skoraði sjálfa þjáninguna á hólm. (Jóhannes úr Kötlum.) Fjallið rís upp úr laufgrænni sléttunni, tilkomumikið og tignar- legt. I hlíðum þess vex margbreyti- legur gróður. Neðst lágvaxið kjarr- ið er fljótlega breytist í hávaxin tré. Efst í hlíðunum tekur við kyrk- ingslegur gróður ásamt klögpum, fjallstoppurinn gnæfír yfir. í dag er blámóða á fjallinu því hún Sig- rún Ásta er dáin. Hún hefur und- anfarin fimmtíu og fimm ár klifið Ótrúlegt úrval af vönduðum legsteínum úr völdum steíntegundum BAUTASTEINN Brautarholti 3. 105Rcykjavík Sími: 562 1393 Önnumst uppsetníngu þetta lífsins fjall ásamt okkur hin- um. Fólk er komið mislangt upp, sumir eru neðst, aðrir komnir lan- gleiðina. Sigrún Ásta var vel hálfn- uð sitt lífsklifur þegar sá sem lagði blámóðuna yfír taldi að hún þyrfti að flýta sér upp. Hversvegna vitum við ekki sem enn erum stödd í fjalls- hlíðinni, en við söknum hennar. Það var nefnilega meira sólskin þegar hún var með okkur, birti svo ótrú- lega þegar hún brosti og hló. Glað- værð hennar smitaði út frá sér og við fórum að hlæja líka. Hjúkrun; starf hugar, hjarta og handar varð ævistarfið hennar Sig- rúnar ásamt því að hlúa að fjöl- skyldunni sinni. Starfsferill hennar í hjúkrun var fjölþættur enda óþreytandi að afla sér þekkingar og fara nýjar ótroðnar leiðir. Skjól- stæðingar hennar áttu sér ötulan málsvara þar sem Sigrún var, óhrædd við að standa á sínu og gaf ekkert eftir væri það til hagsbóta fyrir þá. „Verið hjá sjúklingunum ykkar,“ sagði hún. Markmið setjum við með þeim, ekki fyrir þá. Henni veittist létt að greina hismið frá kjarnanum enda búin að dvelja hinumegin við heilsulínuna lengi. Eldmóðurinn brann henni í bijósti, hún vildi miðla okkur hinum af reynslu sinni, auka lífsgæði í hjúkr- un og stofna hjúkrunarakademíu. Stundin í sumar þegar þessi mál voru rædd var ótrúleg. Hjúkrunar- fræðingar fjölmenntu og hlustuðu á baráttukonuna Sigrúnu Ástu ræða það hvernig hægt væri að virkja sem flesta hjúkrunarfræð- inga til að taka höndum saman og auka lífsgæði í hjúkrun. Opinská og einlæg miðlaði hún okkur af reynslu sinni. Hvernig það væri að hafa verið veik lengi og nú deyj- andi. Sáttin við hlutskiptið var al- gjör. Fólk fylltist lotningu, var til- búið að leggjast á árar með henni og ýta úr vör. Sigrún Ásta var glöð- ust allra, það geislaði af henni bar- átta og innri kraftur. Við stofnuð- um áhugahóp um aukin lífsgæði í hjúkrun og ætlum að halda á lofti því merki er hún hóf á loft. Blámóða fjallsins mun smám saman hverfa og himinninn heiður og skýr hvelfast yfir alla þá sem í dag syrgja Sigrúnu Ástu, það var hennar vilji. Alvaldan guð biðjum við að blessa mann hennar og börn, fjöl- skylduna alla. Með virðingu og þökk fyrir að hafa átt vináttu Sigrúnar Ástu. Sigþrúður Ingimundardóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför HREIÐARS GUÐJÓIVISSONAR málarameistara, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Haðarstíg 4, Reykjavík. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Róbert Árni Hreiðarsson, Ingigerður Hjaltadóttir. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs föð- ur míns, tengdaföður, afa og langafa, BRYNJÓLFS GUÐJÓNS ÁRSÆLSSONAR, Hraunbæ 103, Reykjavík. Brynjólfur Þór Brynjólfsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Guðrún Brynjólfsdóttir, Jón Ágúst Brynjólfsson, Brynjólfur Guðjón Brynjólfsson, Ragnar Þór Magnússon. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar konu minnar, dóttur, móður, tengda- móður og ömmu, DÚU BJÖRNSDÓTTUR, Borgarhrauni 23, Hveragerði. Juan Roig, Björn Dúason, Margrét Karlsdóttir, Sigurður Hannesson, Karl Dúi Karlsson, Kristjana Björnsdóttir, Einar Björn Bragason, Rakel Árnadóttir, Olga Björk Bragadóttir, Sveinbjörn Ottesen, barnabörn og aðrir ástvinir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við frá- fall og útför eiginmanns míns, föður okkar, sonar og bróður, GUÐJÓNS STEINARS EINARSSONAR. Bjarney Magnúsdóttir, Valgerður J. Guðjónsdóttir, Magnús J.Guðjónsson, Birgitta K. Guðjónsdóttir, Valgerður J. Guðjónsdóttir, Einar K. Torfason, Þórhildur J. Einarsdóttir, Einar Þ. Einarsson, Þorsteinn V. Baldvinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.