Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ GUÐBJÖRG BERGSTEINSDÓTTIR -j- Guðbjörg Berg- * steinsdóttir var fædd að Árgilsstöð- um í Hvolhreppi þann 23. ágúst 1919. Hún lést á Landspítalanum 11. október síðast- liðinn. Guðbjörg var dóttir hjónanna Bergsteins Kristj- ánssonar frá Arg- ilsstöðum, Hvol- hreppi og Stein- unnar Auðunsdótt- ur frá Eyvindar- múla í Fljótshlíð sem bæði eru látin. Guðbjörg var þriðja í röð fjögurra dætra þeirra hjóna, elst er Sigrún, þá Sigríður og yngst var Ásta sem er látin. Guðbjörg starfaði mestan hluta ævi sinnar hjá Tollstjóranum í Reykjavík. Utför Guðbjargar fer fram frá Dómkirlqunni í Reykjavík mánudaginn 21. október og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar með örfáum línum að kveðja Guðbjörgu ömmusystur mína, eða Böggu frænku eins og hún var alltaf kölluð á mínu heim- ili. Þegar fréttir berast af andláti ættingja hellast minningarnar óhjákvæmilega yfír mann og mynd- ir sem voru farnar að óskýrast í huganum verða skyndilega Ijóslif- andi. Mín fyrsta hugsun er ég frétti að Bagga væri dáin var sú að það gæti varlá verið satt; við höfðum hist i fimmtugsafmæli móður minnar fyrir einum mánuði þar sem hún lék á als oddi. Þannig kom hún manni einmitt fyrir sjónir; alltaf spræk, nýkomin úr golfí eða sundi, eða jafnvel úr Asíuferð. Hún var alltaf svo áhugasöm um hvað við unga fólkið vorum að aðhafast í leik og starfi, enda hún sjálf ung í anda og vel að sér i okkar hugðar- efnum. Bagga ferðaðist víða og á sinn sérstaka hátt sagði hún þeim sem heyra vildu frá ævintýraferðum sín- um. Hún sankaði að sér ýmsum munum á ferðum sínum sem gáfu litlu íbúðinni hennar dálítið dular- fullan blæ í augum okkar frændsystkin- anna. Bagga var mikilvægur hlekkur í fjölskyldulífínu á Baldursgötunni i gamla daga. Þegar ég hugsa til baka skil ég vel hvers vegna ég sótti svo fast að fá að vera á „Baldó“ i fríum og um helgar. Amma og afi á efstu hæðinni, lang- amma á miðhæðinni og Bagga frænka á fyrstu hæð. Allt húsið var leyfilegt leiksvæði og þarna valsaði maður á milli hæða, inn og út úr íbúðum og á hverri hæð umvafinn hlýju og væntumþykju. En eftir því sem árin liðu fækkaði fólkinu og nú síðustu ár hefur Bagga frænka verið eina tenging mín við gömlu góðu dagana á Baldó. Það er skrýtin tilfinning að eiga ekki lengur erindi í þetta hús. Þótt samverustundirnar hafi ekki verið ýkja margar síðustu ár voru þær sannarlega skemmtilegar og minningin um Böggu frænku lifir. Blessuð sé minning hennar. Solveig H. Sigurðardóttir. Leiðir okkar Guðbjargar Berg- steinsdóttur lágu fyrst saman í Róm á Ítalíu árið 1960 þegar við vorum_ þar samtímis að fylgjast með Ólympíuleikunum. Hún var þar í hópi vinkvenna sinna en ég MINNINGAR með fjölskyldu minni. Allt frá þeim tíma hefur Guðbjörg eða Bagga eins hún var oftast kölluð verið ein mín nánasta vinkona. Það er því margs að minnast og mikils að sakna nú þegar hún er farin yfir móðuna miklu. Bagga var fremur smávaxin og nett, en þó ekki færi mikið fýrir henni á þann máta setti hún svip á umhverfi sitt hvar sem hún fór, slík var útgeislun hennar og kraft- ur. Áður en við hittumst í Róm hafði ég tekið eftir þessari frísku og snaggaralegu konu á skrifstofu tollstjóra í Arnarhvoli, en þar vann Bagga allt þar til hún lét af stöfum fyrir nokkrum árum. Vinnu minnar vegna þurfti ég oft að fara í „toll- inn“ og lægi mikið við bað ég um að fá að tala við „þessa litlu snagg- aralegu" til að fá skjóta úrlausn mála. Hún var alltaf einstaklega vingjarnleg en þó kumpánleg og reyndi hvað hún gat til að leysa úr vanda viðskiptavinarins án þess þó að lofa neinu 'eins og hún sagði. Eitt af því sem var einkennandi í fari Böggu var hversu áræðin hún var og dugmikil. Hún miklaði aldr- ei hlutina fyrir sér og gerði það sem hugur hennar stóð til þegar að- stæður leyfðu. Og aldrei minnist ég þess að hún hafi verið með vol eða víl, heldur leit hún alltaf á bjart- ari hlið mála. Það var fyrir hennar tilstilli að ég fór að vinna á Edduhótelum, fyrst á Skógum árið 1964, en síðar sem hótelstjóri á Varmalandi í Borgarfirði og Laugarvatni. Á þessum fyrstu árum Edduhótel- anna hafði starfsfólkið hvorki hefð til að byggja á né reynslu í hótel- rekstri, hvað þá að krafist væri sérstakrar menntunar í hótelstjórn. Þá var Bagga mín helsta hjálpa- hella. Hún var einstaklega úrræða- góð og kunni ráð við nánast öllu sem fyrir gat komið. Hún var sérlega ánægð þegar ég hóf störf við Edduhótelið í Hús- mæðraskólanum á Laugarvatni, því Laugarvatn var hennar drauma- staður. Þar hafði hún gengið í skóla og þekkti alla á staðnum og var hún Laugvetningum kærkominn gestur. í áratugi leið ekki svo sum- ar að Bagga dveldi ekki á Laugar- vatni um lengri eða skemmri tíma. Þessarar ástar Böggu á Laugar- vatni naut ég góðs af því hún vann hjá mér í sumarleyfum sínum, að mestu sem sjálfboðaliði, á bar hót- elsins þegar mikið lá við. Má nærri geta að hún var vinsæll barþjónn og fór létt með að hrista „kokk- teila“ þó hún aldrei hefði lært þá list í skóla. Bagga var ógift og barnlaus og bjó lengstum á Baldursgötu 15 í húsi foreldra sinna. Þar bjó hún í eigin íbúð á fyrstu hæð, sem hún var sífellt að betrumbæta og hafði innréttað mjög smekklega. Þegar ég kynntist Böggu myndaðist fijót- lega góður vinskapur milli okkar Steinunnar móður hennar þó aldurs- munur væri nokkur, en Steinunn var líkt og Bagga þannig mann- eskja að aldur skipti engu máli. Eg held ég þekki fáar manneskj- ur sem voru jafn vinmargar og Bagga. Hún var líka einstaklega dugleg við að rækta vinskapinn og sýndi oftar en ekki að sá er vinur er í raun reynist. Bæði ungir og gamlir löðuðust að Böggu og hún gat jafnt spjallað við aldraða for- eldra mína sem ung barnabömin. Hún lét sér ávallt annt um börnin mín, Maríu Önnu og Kristin, og barnabörn og gladdist yfir hveijum ávinningi þeirra í lífinu líkt og væru hennar eigin. Eins og fleiri af hennar kynslóð átti Bagga ekki kost á að ganga menntaveginn í gegnum skóla, en hún var eðlisgreind og hafði mikinn áhuga á að menntast. Hún las mik- ið, var vel heima í bókmenntum og hafði mikinn áhuga á þjóðmál- um. Hún naut þess að ferðast og skoða sig um í heiminum og gerði það allt fram á síðasta dag. Ég kveð Böggu, vinkonu mína, með trega og söknuði. Vinátta hennar, tryggð og góðvild var mér og börnum mínum ómetanlega mik- ils virði. Ég bið góðan guð að blessa og varðveita minningu hennar. Ég sendi systrum hennar og ---------------------------------- i öðrum ættingjum og vinum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi | guð vera með þeim. Sóley Kristinsdóttir. Látin er kær vinkona okkar, Guðbjörg Bergsteinsdóttir (Bagga). Andlát hennar bar brátt að og kom okkur mjög á óvart, þar sem < hún var alltaf hrókur alls fagnaðar og bar ekki veikindi sín á torg. Okkur vinkonur hennar langar ( með nokkrum orðum að minnast hennar og kveðja hana og þakka fyrir allar samverustundirnar. Bagga var sérstaklega góð og trygg vinkona, hélt vinahópnum saman á ógleymanlegan hátt. Ekki má gleyma öllum þeim gleðistund- um sem við höfum átt á heimili hennar á Baldursgötu 15. Þar vor- ( um við alltaf velkomnar og hún var alltaf reiðubúin til að stofna til matar- eða kaffiboðs á heimili sínu. ( Spilaklúbburinn okkar var líka allt- af tilhlökkunarefni hjá okkur vin- konunum og sá síðasti hjá okkur var 6. október sl. Bagga var venjulega upphafs- manneskja að drífa okkur með sér hvort sem var í leikhús, listsýning- ar eða aðrar skemmtanir. Það var ekki hennar stíll að sitja auðum höndum. Saman fórum við vinkonurnar í . mörg ferðalög bæði innanlands og utan. Þessi ferðalög og þær sam- verustundir munu geymast sem perlur í minningu okkar. Við sendum systrunum Sigrúnu og Sigríði og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Elsku Bagga, hafðu þökk fyrir allt. Nú mátt þú vina, höfði halla, við herrans bijóst er hvíldin vær. í sölum himins sólin skín, við sendum kveðju upp til þín. (H.J.) Þínar vinkonur, Kristín Ingvarsdóttir, Ingunn Ingvarsdóttir, Ingunn Þórðardóttir. HULDA M. JÓNASDÓTTIR + Hulda Maggey Jónasdóttir var fædd á Kleifum í Skutulsfirði þann 19.8. 1927. Hún lést á Landspítalanum 13. október síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Jónas Þórðarson smiður frá Vogum (látinn) og Olöf Sigríður Magnúsdóttir saumakona frá Kleifum, nú búsett í Reykjavík. Systk- ini Huldu eru: Jenn- ey Sigrún Jónasdóttir (f. 16.7. 1926, d. 3.2. 1989), Jóna Kristín (f. 19.7. 1929), Guðrún Þórhild- ur Björg (f. 26.6. 1930) og Guð- mundur Stefán Mildenberg (f. 5.12. 1931, d. 31.12. 1992). Hulda bjó fyrstu árin á Kleifum en fluttist ung með fjölskyldu sinni i Hnífsdal þar sem for- eldrar hennar störfuðu við sína iðn. Hulda stundaði þar nám fram að fermingu en fór eftir það í framhaldsnám í Reykja- nesskóla. Að skólavist lokinni vann hún við margvísleg störf, s.s. á sveitaheimilum og í frysti- húsinu á Hnífsdal. Árið 1944 eignaðist Hulda sitt fyrsta barn, Magnús Bjarna Guð- mundsson (f. 29.11). Magnús átti hún með Guðmundi Kristjáns- syni en ekkert varð meira úr þeirra sam- bandi. Magnús er múrari, kvæntur Margréti Þorsteins- dóttur verkakonu. Hann á tíu börn með tveimur fyrrverandi eiginkonum sínum og 24 barnabörn. Nokkru síðar réð Hulda sig í vist í Reykjavík hjá Níelsi Dungal lækni og frú. Hún sneri aftur vestur og hóf sambúð með Guð- mundi Elínussyni frá Heydal. Þau eignuðust sitt fyrsta barn, Þóru Sigríði Guðmundsdóttur (f. 5.11.1946). Þóra er verslunareig- andi, gift Hilmari Antonssyni sendibílstjóra, þau eiga fimm börn og eitt barnabarn. Hulda og Guðmundur giftu sig í janúar 1947. Þau eignuðust annað barn sitt, Ólöfu Sigríði, hinn 21.5. 1948. Ölöf er hjúkrun- arfræðingur, gift Gunnari Þ. Jónssyni varðstjóra, þau eiga þijú börn og eitt barnabam. Hinn 5.9. 1950 eignuðust þau Þegar ég var lítil var alltaf mik- ill spenningur að koma í heimsókn- Crfisdrykkjur 'Veitingahú/lð Gnn-mn A Sími 555-4477 ir til ömmu. Hvenær sem maður kom var alltaf gaman að kíkja í dótakassann eða máta fötin henn- ar. Svefnherbergið var eins konar töfraheimur í augum okkar litla fólksins sem sáum risastóran fata- skáp oft fullan af peysum og húfum sem amma hafði saumað. Osjaldan leysti amma okkur út með gjöfum og við gengum alltaf stolt í peysun- soninn Einar Elínus. Einar er viðskiptafræðingur, giftur Jónu Gunnarsdóttur kennara og eiga þau þrjú börn. Árið 1953, hinn 2.1., fæddist Hulda. Hulda er sjúkraliði, í sambúð með Guðna Guðlaugssyni bónda í Þykkvabæ. Hún á þijá syni með fv. eiginmanni sínum Kristni S. Kristinssyni og tvö barnabörn og eitt á leiðinni. Fimmta barn Huldu og Guð- mundar er Guðmundur Reynir, fæddur 11.1. 1956, hann er kerfisfræðingur og á tvær dæt- ur með f.v. eiginkonu sinni Karolínu Geirsdóttur, leiðsög- um. og lögg. skjalaþ. Yngsta barn þeirra hjóna er Ragna Kristín, f. 23.8. 1963, hún er nemi við Tækniskólann. Hulda og Guðmundur bjuggu fyrst á Seltjarnarnesi en lengst af í Kópavogi, frá árinu 1953. Fyrst að Suðurbraut 7 og síðan að Hlíðarvegi 28. Hulda vann margvísleg störf um ævina, má þar nefna að frá 1978-1981 starfaði hún hjá Barðanum í Kópavogi og eftir það og allt fram til 67 ára ald- urs starfaði hún við heimilis- hjálp í Kópavogi. Hulda og Guðmundur skildu árið 1982 og fluttist Guðmundur í Hafn- arfjörð þar sem hann bjó allt til dánardags. Hann lést 28.5. 1992. Útför Huldu fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. um hennar. Þegar mörg af okkur barnabörnunum voru samankomin á Hlíðarveginum var oft gríðarlegt fjör og mikið hlaupið og leikið sér jafnt úti sem inni. Amma átti líka alltaf nammi í skál og var óspör á það okkur til mikillar ánægju en foreldrarnir voru kannski ekki eins hrifnir af gotterísátinu. Amma sá að sjálf- sögðu fyrir því að fullorðna fólkið hefði ekki tíma til að hafa áhyggj- ur af okkur og þakti eldhúsborðið með hvers kyns kræsingum þannig að enginn fór nokkurn tímann svangur heim. Hún fylgdist líka með því að allir fengju sitt og var alls ekki sátt við að heyra að fólk væri ekki svangt eða væri nýbúið að borða. Maður lærði með árunum að það þýddi ekkert að koma með aumar afsakanir um að maður væri nú að reyna að halda í við sig eða væri hreinlega ekki svangur, amma tók það ekki í mál. Hún átti það líka til að lauma til okkar krakkanna smánesti sem við nört- uðum svo í á leiðinni heim eða þegar heim var komið. Það voru alltaf haldin fjölskyldu- matarboð hjá ömmu og afa á jóla- dag. Þar mætti öll fjölskyldan, börn og barnabörn og borðaði hangikjöt og uppstúf að hætti hússins. Amma og afi voru bæði nokkuð liðtæk í matreiðslunni og gátu auðveldlega töfrað fram stórveislu um hver jól með tiltölulega lítilli fyrirhöfn að manni fannst. Amma hafði líka alltaf eitthvað í pokahorninu til að hafa ofan af fyrir okkur krökkun- um, við höfðum það þá fyrir vana að setjast á einhvern leynistað og spila eða lesa. Oft enduðu þessar samkomur með því að við fengum að gista hvert hjá öðru eða tókum loforð af foreldrum okkar um að koma sem fyrst aftur og heilsa upp á ömmu og afa svo að hópurinn gæti hist. Dauðinn er í raun ekkert sem er erfitt að sætta sig við. Það var hins vegar miklu erfiðara að sætta sig við þær fréttir að amma væri haldin banvænum sjúkdómi. Tíminn frá því að fréttirnar bárust og þar til hún lést var mjög stutt- ur. Þó svo að heilsan hafi ekki verið upp á það besta síðustu miss- eri þá var amma a.m.k. alltaf heima við og gat þar tekið á móti gestum eða sótt fólk heim án þess að vera of lasburða. Það má líka þakka fyrir að spítalavistin var ekki lengri því að ekki er hægt að ímynda sér að amma hefði þol- að að liggja aðgerðarlaus í langan tíma á spítala. Núna eru amma og afi loksins sameinuð aftur þar sem þau hvíla hlið við hlið í Hafn- arfjarðarkirkjugarði. Afi, Guð- mundur Elínusson, lést 28.maí 1993. Ég þakka fyrir það að amma hafi ekki þurft að þjást lengur af völdum sjúkdómsins en það þýðir samt ekki að það hafi verið kom- inn hennar tími strax. Amma var ekki nema 69 ára gömul og alltof ung til þess að deyja. Kannski var tilgangurinn að sameina ömmu og afa aftur, hver veit. Það er stórt skarð höggvið í fjöl- skylduhópinn eftir fráfall ömmu. Hennar verður sárt saknað en minningarnar um hana lifa um ókomin ár. Ég vona innilega að við eigum öll okkar eigin minningar um samverustundir við ömmu, mömmu eða langömmu og getum ornað okkur við þær þegar hugur- inn leitar til hennar. Lilja Björk Einarsdóttir. Sefur nú rótt á síðasta beð sérhvert við skilin heimsins böl hún, sem mitt áður gladdi geð, geymist nú undir dökkri fjöl. Svellur hjarta sorgin ströng, sérhver stundin fínnst mér löng. (Kristján Jónsson.) Elsku amma, við gerðum okkur ekki grein fyrir því hvað þú varst veik og það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farin eftir svo stutta en erfiða sjúkralegu. Við kveðjum þig með söknuði en munum svo lengi sem við lifum hve góð þú varst okkur alltaf. Hvíl í friði. Þín elskandi barnabörn. Dagbjört Erla og Guðmundur Heiðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.