Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 41 í Engin tengsl milli verslunar- miðstöðvar og byggingarfélags MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing: Að gefnu tilefni vil ég undirritað- :| ur koma á framfæri eftirfarandi yfir- | lýsingu. I„Engin tengsl eru á milli verslun- armiðstöðvarinnar í Miðbæ Hafnar- fiarðar og byggingarfélagsins Mið- bæjar Hafnarflarðar hf. sem nú hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta, annað en að fyrirtækið er skráður eigandi fáeinna eininga í húsinu. Rekstur verslunarmiðstöðvarinnar er alger- lega óháður þessu félagi sem stóð að byggingu hússins. Staða bygging- $ arfélagsins Miðbæjar Hafnarfjarðar i hf. mun því engin áhrif hafa á rekst- ur verslana og þjónustu í húsinu. Verslanir í Miðbæ Hafnarfirði eru og verða í fullum rekstri og munu málefni Miðbæjar Hafnarijarðar hf. engin áhrif hafa þar á. Því miður hefur öll umræða um byggingarfé- lagið undanfarið rúmt ár skaðað eig- endur verslana og þjónustufyrir- tækja sem ekki eiga þar hlut að máli. Umfjöllun ýmissa stjórnmála- manna um bygginguna tel ég að hafi skaðað verslanir og þjónustufyr- irtæki í húsinu fullkomlega að ósekju þar sem þess hefur ekki verið gætt. að aðgreina byggingarfélagið og verslunarmiðstöðina. Það er vanda- verk að ij'alla svo um þessi mál að í hugum almennings blandist þessir óskildu þættir ekki sérstaklega þar sem nöfn félaganna eru óheppilega lík. Þrátt fyrir óheppilega og oft á tíðum óvandaða umfjöilun hefur verslun í Miðbæ Hafnarfirði verið á stöðurgri uppleið og heimsóknum í húsið fjölgað stöðugt. Það er von mín að þessi yfirlýsing skýri fyrir almenningi og ijölmiðlum hvernig málum er í raun háttað. Ég skora á alla að heimsækja okkur í Miðbæ Hafnarfirði til að sannfærast um að þar er allt í fullum gangi, við tökum vel á móti ykkur.“ Undir yfirlýsinguna ritar Júlíus Karlsson, stjórnarformaður húsfé- lagsins Fjarðargötu 13-15, Miðbæ Hafnarfirði. EIGENDUR Speglabúðar Reykjavíkur, þau Óskar Tómasson og Hrafnhildur Björnsdóttir. Ný speglabúð í Hafnarstræti Sókn mót- mælir nið- urskurði | FÉLAGSFUNDUR Starfsmannafé- * lagsins Sóknar, haldinn í Reykjavík ( 16. október sl., sendi ríkisstjórn Islands eftirfarandi ályktun sem samþykkt var samhljóða á fund- inum: „Félagsfundur Sóknar, haldinn í Reykjavík 16. október 1996, mót- mælir harðlega þeim mikla niður- skurði sem nú á sér stað í heilbrigð- iskerfinu. Stór hópur sjúklinga og ( starfsmanna býr við yfirvofandi til- I flutning milli stofnana undir yfir- skini hagræðingar sem kemur til ( með að bitna illa jafnt á sjúklingum sem starfsfólki þessara stofnana. Nú þegar búa sjúklingar við lengri biðlista en áður hefur þekkst og óvissa sjúklinga og aðstandenda þeirra magnast. Starfsfólk sjúkra- húsanna hefur mátt búa við óvissu- ástand undanfarna mánuði um hver verði vinnustaður þess frá mánuði i til mánaðar. Þá hafa starfsmenn I sætt ótrúlegu virðingarleysi af , hálfu stjórnenda sjúkrahúsanna í tengslum við þessa flutninga. í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1997 er enn gert ráð fyrir áframhaldandi niðurskurði til heil- brigðis- og tryggingamála sem nemur hundruðum milljóna króna. Þá gerir fjárlagafrumvarpið ráð fyrir aukinni gjaldtöku vegna Iyfja og læknishjálpar. Með afnámi teng- 1 ingar launa við bætur almennra trygginga til aldraðra, öryrkja og ( atvinnulausra eru kjör þessa hóps enn og aftur skert. Fundurinn krefst þess að hætt verði við þessa aðför að velferðarkerfinu. Enn á ný ætlast ríkisvaldið til þess að velferðarkerfið verði skipti- mynt í kjarasamningum. Fundurinn telur það ólíðandi að verkalýðs- hreyfingunni skuli ætlað að semja í hverri samningalotunni á fætur annarri um áframhald þess velferð- arkerfis sem alþýða þessa lands i hefur skapað í áranna rás og for- dæmir harðlega slíkan málatilbún- að.“ TAFLFÉLAGIÐ Hellir heldur at- kvöld mánudaginn 21. október. Tefldar verða sex umferðir eftir Monrad-kerfi. Fyrst eru tefldar 1 þrjár hraðskákir og svo þijár at- skákir en þannig lýkur mótinu á einu kvöldi. Teflt verður með hinum nýju Fischer/FIDE klukkum en Hellir er eina taflfélag landsins sem býður upp á þessar vinsælu klukkur. Þátt- tökugjald er 200 kr. fyrir félags- menn en 300 kr. fyrir aðra. Teflt verður í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og hefst taflið kl. 20. i Mótið er öllum opið. Taflfélagið Hellir stendur fyrir hraðmótum öll mánudagskvöld kl. OPNUÐ hefur verið verslunin Speglabúð Reykjavíkur sem er til húsa að Hafnarstræti 7, Reykjavík. Eigendur og hönnuðir búðarinnar eru Hrafnhildur Björnsdóttir og Óskar Tómasson. Verslunin býður upp á spegla í Straumar og stefna í félags- fræðikennslu TONY Brelsin heldur opinberan fyrirlestur um nýja stefnu og strauma í félagsfræðikennslu á framhaldsskólastiginu í Bretlandi. Fyrirlesturinn verður 21. október kl. 17 í stofu 201 í Odda Háskóla íslands. Fyrirlesturinn er á vegum Fé- lagsvísindadeildar Háskóla íslands og Félags félagsfræðikennara á framhaldsskólastiginu. Tony Breslin er formaður Félags raunvísindakennara í framhalds- skólum í Bretlandi, kennari í félags- fræði í London við The School of St. David and St. Katharine og prófdómari í samræmdum prófum i félagsfræði í framhaldsskólum. 20 og eru atkvöldin einn þátturinn í þeirri mótaröð. Öllum er velkomið að taka þátt í hraðmótum, hvort sem þeir eru félagsmenn í Helli eða ekki. Það er jafnan mikil breidd í styrkleika skákmanna sem taka þátt í þessum mótum. Þarna eru þaulreyndir skákmenn jafnt sem byijendur. Þess má geta að nú orðið er Taflfélagið Hellir eina taflfélagið í Reykjavík sem býður upp á reglulega starfsemi af þessu tagh A síðasta atkvöldi Hellis, sem haldið var í september, sigraði Kristján Ó. Eðvarðsson, sem nýlega gekk í raðir Hellis, en hann vann allar skákir sínar. öllum stærðum og gerðum en einnig er þar boðið upp á gler- og gjafavör- ur. Innrömmunarþjónusta og sér- smíði á speglum er einnig þar í boði. Verslunin er opin alla virka daga frá kl. 10-18 og frá kl. 12-18 laug- ardaga. Fræðsla um sjálfstyrkingu ITC-DEILDIN íris heldur kynningar- fund í Strandbergi, félagsheimili Hafnaiíjarðarkirkju, mánudaginn 21. október kl. 20. ITC eru alheimssamtök karla og kvenna sem beita sér fyrir þjálfun í sjálfstyrkingu og mannlegum sam- skiptum. Á kynningarfundinum verð- ur fræðsla um sjálfstyrkingu o.fl. Boðið verður upp á kaffi í hléi. Allir eru velkomnir. Jass á Píanóbarnum TRÍÓ Ástvaldar Traustasonar, píanóieikara, Ieikur á Píanóbarnum næstu sunnudagskvöld frá kl. 22-24. Með Ástvaidi leika þeir Matthías Hemstock, trommuleikari og Bjarni Sveinbjömsson, bassaleikari. Tríóið leikur jass úr ýmsum áttum og er þetta í fyrsta sinn sem þeir félagar koma fram saman. Sveitasöngvari á Loftleiðum SVEITASÖNGVARINN John Graie frá Kanada heldur tónleika á Hótel Loftleiðum í kvöld, sunnudagskvöld, í endurnýjuðum Víkingasal. Að- gangur er ókeypis. John Graie hefur skemmt á Akur- eyri á amerískum dögum með leik og söng á Hótel KEA en gerir nú stuttan stanz í Reykjavík. John syngur bæði eigin lög og ljóð, alþýðutónlist og svo fjöruga kántrí- tónlist með fimm manna hljómsveit sinni. Atkvöld á mánudegi Til sölu þriggja og fjögurra herbergja ibúðir auk rúmgóðra „penthouse" ibúða í þessu vandaða húsi. Húsið skilast fullbúið að utan, múrað með lituðum marmarasalla og er viðhaldslétt. Lóð skilast fullfrá- gengin með bílastæðum og hita í stéttum. íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna með fallegum og vönduð- um íslenskum innréttingum, bað flísalagt. Húsið er staðsett á grænu og barnavænu svæði þar sem er stutt í skóla, leikskóla, verslanirog útivistarsvæði. «■ 4ra herberbja íbúð fullbúin án gólfefna 106,3 fm *- 3ja herbergja íbúð fullbúin án gólfefna 87,0 fm *■ 4ra herbergja ibúð fullbúin „Penthouse“ íbúð án gólfefna 160,6 fm *■ 3ja herbergja fullbúin Penthouse" íbúð án gólfefna 132,6 fm Fjarðargata 17 Sími 565 2790 Fax 565 0790 netfang Ingvarg ©centrum.is kr. 8.200.000. kr. 7.500.000.- kr. 8.950.000.- kr. 8.400.000. V: Traustir byggingaverktakar DVERGHAMRAR SF. Stofnað 1986. s/ >LUMN ehf Ábyrg þjónusta í áratugi Sími 588 9090 - Síðumúli 21 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. OPIÐ í DAG, SUNNUDAG KL. 12-15. Sumarbústaður til sölu. Þessi fal- legi sumarbústaður sem er um 33 fm, auk svefnlofts er til sölu. Hann stendur á fallegum stað í Borgarfirði á 5000 fm skógi vöxnu landi. Einstök fjallasýn. Laus nú þegar. V. aðeins 2,2 m. 6697 EINBÝLI Öldugata - lækkað verð. Vorum að fá í sölu þetta glæsilega hús í vesturbænum. Húsið er um 280 fm auk 40 fm bílskúrs. Á miðhæð eru stórar stofur með mikilli lofthæð. Á efri hæð 3 herb., bað, gufubað og hol. Glæsileg séríbúð í kjallara. Einnig mætti hafa opið á milli hæða. Hús þetta er nú á lækkuðu verði eða kr. 26,0 m. 6700 PARHÚS , Vatnsholt. Vorum að fá þetta fallega parhús í einkasölu. Húsið er tvær hæðir og kj. samtals um 240 fm auk 25 fm bílskúrs. A 1. hæð eru stórar stofur, eldh., snyrting o.fl. Á 2. hæð eru 4 herb. (5 skv. teikn.) og baöh. í kj. eru 3 herb., baðh., þvottah. o.fl. Mögul. á séríbúð í kj. Húsið er í mjög góðu ástandi. Fráb. staðsetning. V. 14,9 m. 6677 Tjarnarmýri - glæsihús. vourm að fá í sölu ákaflega vandað og fallegt um 250 fm raðh. með innb. bílskúr. Sérsmiöaöar innr. Parket og flísar. Arinn í stofu. Áhv. hagst. langtimalán. V. 17,9 m. 6699 Mosfellsbær - 2ja herb. raðh. 2ja herb. fallegt og bjart 66 fm I raðh. með sérinng. og sérlóð. Vandaðar innr. á baði og í eldh. Parket og flísar. Plata fyrir sólskála. Áhv. 2,7 m. V. 6,7 m. 6671 Sölusýning Grenimelur 30,1. hæð -110fm - 4 herbergi - laus - sérhæð - gott verð í dag klukkan tvö 6514 Blönduhlíð - laus strax. Vorum að fá í sölu 114 fm 5 herb. neðri sérh. í 4-býli á eftirsóttum stað. íb. er laus nú þegar. V. 9,3 m. 6679 4RA-6 HERB. Álfaskeið. 6-6 herb. 125 fm íb. á jarðhæð. Bílskúr. Laus nú þegar. V. 7,9 m. 6695 Sólvallagata. Rúmg. og björt um 100 fm íb. á 2. hæð í steinhúsi. íb. þarfnast stand- setningar. Suðursv. Lyklar á skrifst. 6701 Kleifarsel. Glæsil. 123 fm nýinnr. lúxusíb. á 2. hæð. Parket og flísar á gólf- um. Glæsil. innr. og tæki. Koníaksstofa á palli í turnbyggingu. Góð kjör í boði. V. aðeins 8,9 m. 6096 Hverafold 21 - OPIÐ HÚS. í dag milli kl. 14 og 16 munu Þorsteinn og Unnur sýna glæsilega 3ja herb. íb. á 3. hæð í þessu fallega fjölbýli. Parket og fallegar innr. Vestursv. Áhv. ca 3,5 m. byggsj. V. 7,8 m. 6693 Hamrahlíð - laus strax. Vorum að fá í sölu 67 fm 3ja herb. íb. í kj. í 3-býli. Lyklar á skrifst. V. 4,9 m. 6698 Hverfisgata - snyrtileg, Mjog rúmg. og björt um 97 fm íb. á 3. hæð í stein- húsi. Parket. Áhv. ca 4,3 m. húsbr. Lyklar á skrifst. V. 5,4 m. 6692 Kleifarsel. Falleg 80,2 fm íb. til afh. strax tilb. til innr. V. 5,5 m. eða fullb. með glæsil. innr. v. 6,6 m. Góð kjör í boði. 6197 Kleifarsel. Stórglæsil. 78 fm ný- innréttuð íb. Nýjar lagnir, gólfefni, innr. og tæki. Laus strax. Góð kjör í boði. V. aðeins 6,9 m. 6097 Háholt - Hfj. Mjög falleg ca 63 fm íb. á jarðh. í nýju húsi. Vandaðar innr. og gólfefni. Þvottaaðstaða í íb. Sérgaröur. Laus strax. Áhv. ca 3,9 m. hagst. lán. V. 6,0 m. 6381 Kríuhólar. Um 45 fm falleg Ib. á 6. hæð í góðu fjölbýli. Nýtt parket. Sólhýsi. íb. er nýmáluð. Laus nú þegar. V. 3,9 m. 6694 Arahólar - útsýni. 2ja herb. glæsl- leg íb. á 1. hæð með útsýni yfir borgina. Parket. Húsið er allt nýtekið I gegn. Áhv. 2,7 m. V. 4,9 m. 6681 Kleifarsel - ný íbúð. Faiieg 60 fm íb. til afh. strax tilb. til innr. V. 4,6 m. eða fullb. með glæsil. inrir. v. 5,4 m. Góð kjör ( boði. 6196
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.