Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ - KYRGIZSTAN getur líkiega gert tilkall til að vera eitt einangraðasta og minnst þekkta ríki veraldar. Þrátt fyrir að Iandið sé helmingi stærra en Island að flatarmáli og að þar búi fjórar milljónir manna reka flestir upp stór augu og hvá þegar þeir heyra það nefnt á nafn. Kyrgizstan á það hins vegar fyililega skilið að menn gefi því gaum. Náttúra lands- ins er stórfengleg, íbúarnir gestrisnir og ekkert annað ríki í þessum heims- hluta hefur ráðist í jafnróttækar efn- hagslegar og pólitískar breytingar á síðustu árum. Kyrgizstan er umlukt háum fjall- görðum og þar er að finna mörg af hæstu fjöllum heims, snævi þakta tinda er tróna yfír sléttunum. 95% af landinu eru í yfír tvö þúsund metra hæð og hæsti tindurinn slagar hátt upp í átta þúsund metra. Þetta Mið-Asíuríki hefur því aldrei verið í alfaraleið og ekki fyrr en á síðustu öld fóru Rússar að gefa því gaum. Um nær tvö þúsund ára skeið voru það því fyrst og fremst hirðingjar er byggðu það landsvæði sem í dag heitir Kyrgizstan, hetjur og hesta- menn er tóku virkan þátt í herferðum Genghis Khans. Hirðingjamenningin setur enn sterkan svip á menningu og hefðir Kyrgísa þrátt fyrir sjö ára- tuga sovétíseríngu. Kyrgísar eru af sama þjóðflokki og Kazakhar og Rússar gerðu lengi vel engan greinarmun á þessum þjóð- um. Voru þær báðar kallaðar Kyrgís- ar en íbúar Kyrgizstan, þ.e. fjallahér- aða landsins, aðgreindir sem „Kara“- Kyrgísar. Kyrgizstan varð ekki til sem sjálfstætt ríki fyrr en einræðis- herrann Jósef Stalín ákvað að sundra þessari þjóð. Enn í dag eiga sléttuíbú- ar Kazakhstan og fjallafólk Kyrgizst- ans sameiginlega tungu, hefðir og menningu. Kyrgísar eru múslimar, nánar til- tekið súnnítar, en núverandi valdhaf- ar hafa tekið fram skýrt frá upphafi að ekki sé á dagskrá að gera Kyrgizstan að íslömsku ríki. Trú Kyrgísa er mild og umburðarlynd rétt eins og þjóðfélag þeirra allt. Mörg þjóðabrot byggja landið -en ekki hefur gætt neins óróleika eftir að upp úr sauð milli Kyrgísa og Úzbeka í borginni Osh í suðurhluta landsins árið 1991. Rússum, Úzbek- um og öðrum þjóðabrotum hefur verið leyft að halda tungu sinni og eru ekki þvinguð til að nota kyrg- ísku. Undir niðri má greina mikinn biturleika og jafnvel heift í garð Rússa vegna þeirra fjölmörgu grimmdarverka er framin hafa verið undanfama öld. Heift þessi kemur hins vegar sjaidan upp á yfirborðið og Kyrgísar hafa jafnvel biðlað til brottfluttra Rússa að snúa til baka, enda fluttu þeir á brott með sér dýr- mæta þekkingu, sérhæfíngu og reynslu. Sterk staða kvenna Staða kvenna er sterkari en í flest- um ríkjum múhameðstrúarmanna og umburðarlyndið sést greinilega í af- stöðu Kyrgísa til fortíðarinnar. Stytt- ur af Lenín, Marx og öðrum hetjum kommúnismans prýða víða borgir, ekki vegna þess að þeirra sé saknað heldur af þeirri einföldu ástæðu að kommúnisminn er og verður hluti af sögu landsins. Hana á ekki að afmá heldur Iæra af henni og því hafa styttumar og aðrar leifar sovét- tímans ekki verið fjarlægðar líkt og í mörgum öðram Sovétlýðveldum, sem hafa þó fiest tekið mun óstöðug- ari skref í átt frá Sovétskipulaginu. En aðrar ástæður era einnig fyrir því að múhameðstrúin tekur á sig aðra mynd í Kyrgizstan. Hirðingja- hefðir og frumstæð andatrú eiga sér sterkar rætur og sjö áratuga sovétís- ering hefur einnig haft sitt að segja. Kyrgísar standa nú frammi fyrir því að þurfa að blása nýju lífi í menn- ingu sína og hefðir sem Sovétstjóm- in gerði sitt besta til að afmá. Nú geta þeir stoltir hampað fornum söngvum sínum og sagnabálkum, ekki síst hinum fræga Manas, þar sem greint er í löngu bundnu máli frá sögu og upprana Kyrgísa. Sögur af hetjunni Manas hafa fylgt hirð- ingjum Kyrgizstans í gegnum aldirn- ar og stappað í þá stálinu er þeir hafa lent í mótlæti í baráttunni við Mongóla, Rússa eða aðra óvini og orðið að leita skjóls í fjöllunum. I angurværam þjóðlögum má greina árþúsunda lífsbaráttu. Kyrgísar bjuggu margir hveijir í tjöidum langt fram á þessa öld og höfuðborgin Bishkek, sem áður var kennd við rússneska herforingjann Franze, er lagði undir sig þennan heimshluta á síðustu öld, var að mestu byggð á síðustu áratugum. Hún er dæmigert afsprengi sovéska arkitektúrins, svipljót og grá. Elsta borg landsins, markaðsborgin Osh, er hins vegar litrík og iðar af íjöl- skrúðugu mannlífi. Hún er staðsett við landamærin að Úzbekistan og Úzbekar era í meirihiuta meðal íbúa. Þessi merkiiega borg lá áður fyrr á Silkileiðinni og hinn risavaxni basar (útimarkaður) borgarinnar er enn talinn sá besti í Mið-Asíu allri. Borg- in sjálf líður hins vegar fyrir að Sov- étstjórnin ákvað að rífa allar bygg- ingar og byggja borgina upp aftur frá granni á þessari öld. Var með því reynt að afmá öll austurlensk áhrif í byggingarstílnum. Það dugar hins vegar skammt. Osh er greinilega austurlensk og í miðri borginni er að fínna heilagt fjall, sem íbúar líta á sem annað Mekka. Ekki pólitískir Allan sovéttímann vora Kyrgísar sú þjóð Sovétríkjanna er minnst af- skipti hafði af stjórnmálum og jafn- vel í kommúnistaflokki Kyrgizstans vora Rússar fjölmennari en Kyrgís- ar. Kyrgísar sóttust ekki eftir sjálf- stæði og það var ekki fyrr en 1989 að pólitísk andófshreyfíng, Ashar, var sett á laggirnar. Markmið hennar var að reyna að bæta húsnæðisvanda íbúa Bishkek og styrkja stöðu kyrg- ísku tungunnar. Borgaryfirvöld létu undan kröfum Ashar og vora hreyf- ingunni afhentar lóðir til að byggja á húsnæði. í júní 1990 brutust út miklar óeirðir í Osh og er talið að á annað þúsund manns hafí látið lífíð í innbyrðis átökum Kyrgísa og Úz- beka. Enn í dag er ekki vitað ná- kvæmlega hver var kveikjan að þess- um átökum og allt hefur verið með kyrram kjörum síðan. Flestir telja nú að Úzbekar hafí fyrst og fremst viljað ininna á að þeir væru einnig íbúar landsins og síðan hafa stjórn- völd lagt sig í líma við að tryggja stöðu þjóðabrota. Þessir atburðir leiddu til mikils umróts í kyrgískum stjómmálum og hin nýstofnaða Lýðræðishreyfing Kyrgizstans hvatti í byijun þessa áratugar kommúnistastjómina til að segja af sér. í kosningum á Sovét- þingi Kyrgizstans í október 1990 var eðlisfræðingurinn Askar Akaev kjör- inn forseti, fyrsti forsetinn í Mið- Asíu sem ekki var kommúnisti. Aka- ev var endurkjörinn í almennum for- setakosningum síðari hluta ársins 1991 og hefur verið við stjóm síðan. Hann hefur verið harður talsmað- ur efnahagslegra og lýðræðislegra umbóta og undir stjórn hans hafa róttæk skref verið stigin í átt til fijáls markaðar og virks lýðræðis. Fjölmið- laumhverfí í Kyrgizstan er jafnfijáist og víðast hvar á Vesturlöndum og stjómmálamenn þurfa að búa við harðari árásir en vestræn meiðyrða- löggjöf myndi líklega leyfa. Nýr og stöðugur gjaldmiðill Eitt af mikilvægustu verkefnun- um í upphafí var að koma á nýjum trúverðugum gjaldmiðli í stað rúbl- unnar. Studdu Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn við bakið á kyrgískum stjómvöldum er Kyrgizstan tók upp sinn eigin gjaldmiðil, som, fyrst hinna nýfijálsu ríkja. „Þeir vora fljótir að taka upp eigin gjaldmiðil og ég tel það hafa verið viturlega ákvörðun," segir David 0. Robinson, fulltrúi Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins í Kyrgizstan. Á þessum tíma var ekkert nothæft bankakerfí í landinu, enginn seðla- banki, ekkert skattakerfi. Kyrgísar urðu því bókstaflega að byggja upp efnahagskerfi sitt frá grunni og studdust þar mjög við ráðgjöf alþjóð- legra stofnana. Verðbólga árið 1993 var um 1.000%, 88% árið 1994, 32% á síð- asta ári og á þessu ári standa vonir til að hún verði innan við 25%. Þar sem helmingur tekna kyrgíska lýðveldisins hafði komið frá Moskvu var ljóst að grípa varð til mjög rót- tækra aðgerða er helmingur fjárlag- anna hreinlega gufaði upp. Reynt var að skera niður rekstrarkostnað eins og mögulegt var í heilbrigðis- og menntakerfínu en rekstrarhag- ræðing var hugtak er ekki þekktist á sovéttímanum. Þetta hefur hins vegar langt í frá dugað til og stór KYRGÍSAR voru hirðingjar og hestamenn í tvö þúsund ár. Þeir eru enn miklir hestamenn og stoltir af reiðskjótum sínum. ÍBÚAR fjallaþorps í Toktogul-héraði í suðvesturhluta landsins taka prúðbúnir á móti vestrænum gestum. Skóli þorpsins eyðilagð- ist í miklum jarðskjálfta árið 1992. Fyrir tilstuðlan Þróunaráætlun- ar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) voru byggðir tveir nýir skólar árið 1993. Norsk einingahús og danskar innréttingar voru flutt til landsins og þegar gengið er inn í skólana er það líkt og að koma inn í norrænan skóla. 480 nemendur eru í skólunum og fer þar meðal annars fram umfangsmikil tölvukennsla. Þrátt fyrir að þorpið sé ótrúlega afskekkt komast nemendur í samband við umheiminn í gegnum alnetið. hluti opinberra starfsmanna og líf- eyrisþega fær því engar greiðslur mánuðum saman. Þegar fólk er spurt hvers vegna það mæti yfírleitt til vinnu yppir það öxlum. Á tímum Sovétríkjanna var það svo sem einn- ig algengt að ekki vora greidd út laun og fólk bjargar sér með vöru- skiptum og samhjálp. Kennárar og starfsfólk heilbrigðisstétta reynir að bjarga sér með því að vinna aðra vinnu samhliða og dæmi eru um að starfsfólk í teppaverksmiðjum fái greitt í teppum er það getur selt á markaðnum. Lífeyrisþegar hafa stundum fengið greitt í komi eða blómum en ekki peningum. Þrátt fyrir þetta hefur ekki komið til neinna verkfalla á þeim tíma sem liðinn er frá því Kyrgizstan öðlaðist sjálfstæði. Ríkisstjórnin og ekki síst Akaev forseti leggja mikla áherslu á menntamál og segir Robinson það vera skynsamlega áherslu. „Mann- auðurinn skiptir gífurlegu máli í þessu ríki. Við teljum því mjög skyn- samlegt af þeim að veija miklu fé til menntamála að því tilskildu að fénu sé ekki sóað. Það er til dæmis nýbúið að opna 34. háskólann í Kyrgizstan og það má stórlega draga f efa að þetta lítið land þurfi jafn- marga háskóla." Robinson telur að viðkvæmasta hlið þessa máls sé staða ellilífeyris- þega. Viska hinna öldruðu hafí ávallt verið í hávegum höfð í Kyrgizstan og það veki því upp sterkar tilfínn- ingar hjá íbúum landsins er þeir sjá lífeyrisþega efna til mótmæla fyrir utan forsetahöllina. Eftir nokkurra ára samdrátt er hins vegar spáð 1,5% hagvexti á þessu ári og Robinson segir ekki ólík- legt að hagvöxtur verði 2,5-3% á næsta ári. 3% af hinni litlu þjóðar- framleiðslu Kyrgizstans er samt sem áður ekki sérlega mikið. Þegar Sovét- ríkin hrundu vora tengsl stóru iðnfyr- irtækjanna við markaðinn rofín. Kyrgísar reyndu að halda þeim gang- andi en það var eiginlega ljóst frá upphafi að enginn markaður væri fyrir framleiðsluna. Sumum fyrir- tækjum tókst að halda í rekstri með veralegum niðurskurði á mannafla og framleiðslu. Nú era alveg ný fyrir- tæki að hefja rekstur, sum í sam- starfí við vestræna aðila. Skipta má samstarfsverkefnunum í tvennt. Annars vegar risavaxin verkefni á borð við gullvinnslu Kanadamanna, sem hafa þegar fjárfest um hálfan miiljarð Bandaríkjadollara og hins vegar minni iðnfyrirtæki sem stunda til dæmis gosdrykkjaframleiðslu og matvælaframleiðslu. Gullnáman sem kanadíska fyrirtækið er að byggja upp vegur gífurlega þungt og má nefna að heildarfjárfestingin til þessa samsvarar útflutningstekjum Kyrg- ísa í heilt ár. Þar fyrir utan hefur fjárfestingin að mestu verið frá Tyrklandi, Kína og Rússlandi en einnig hafa þýsk fyrirtæki haslað sér völl á ýmsum sviðum. Það sem helst hamlar eriendri fjár- festingu er staðsetning Kyrgizstans, hin landfræðilega einangrun. Það tekur marga daga að senda vörar með lest til Evrópu og fara þarf yfír mörg landamæri. Stærð markaðarins réttlætir heldur enga stórkostlega fjárfestingu, auk þess sem samgöng- ur innanlands era bágbornar og fáir spennandi útflutningsmarkaðir eru í næsta nágrenni. Ostöðugleikinn í Afganistan dregur enn frekar úr möguleikunum á efnahagslegu sam- starfi, til dæmis við Pakistan. Kyrgísk stjórnvöld hafa stundum sagt að þau vilji líta á Sviss sem fýrirmynd sína. Fyrir utan að vera hálend, falleg ríki langt frá sjó og án teljandi auðlinda eiga Sviss og Kyrgizstan hins vegar fátt sameig- inlegt. Einnig horfa Kyrgísar tölu- vert til Malaysíu, eins þróaðasta múslimaríkis veraldar, þegar fyrir- myndir era annars vegar. Bregðast vel við ráðgjöf Robinson segir samstarf alþjóða- stofnana og stjómarinnar almennt hafa gengið mjög vel. „Við voram hissa, er við komum hingað fyrst og kynntum mjög umsvifamiklar og metnaðarfullar efnahagsáætlani. Þær vora hreinlega teknar hráar og gerðar að opinberri stefnu með for- setatilskipun. Okkur hefur líka tekist að setjast niður og ræða langtímaá- form á gagnlegan hátt. Kyrgísar SJÁ sIðu 4B

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.