Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BARÁTTUSAGA REYKVÍSKS FRAMKVÆ.MDAMANNS Ragnar Einarsson, framkvæmdastjóri Iðnlampa ehf. í Skeifunni, er tæplega fimm- tugur Reykvíkingur sem á mikla lífsreynslu að baki. Líf hans framan af ævi var þrauta- ganga. Sú barátta sem Ragnar gekk í gegn- um hér fyrr á árum hefur stælt hann og þroskað og gefíð honum nýja sýn á lífíð og tilveruna. I viðtali við Olaf Ormsson ræðir Ragnar m.a. um þá reynslu sína. AUSTLÆGÐIRNAR fóru hver af annarri yfir landið fyrstu dag- ana í október og það gekk á með roki og rigningarskúrum þegar ég heim- sótti Ragnar Einarsson í fyrirtækið Iðnlampa efh. í Skeifunni i byijun mánaðarins. Starfsemin er á tveim hæðum, á neðri hæð er verkstæði og framleiðslusalur og þar er mest eigin framleiðsla á margs konar lömpum og ýmis verkefni í vinnslu fyrir fyrirtæki. Þá eru Iðnlampar einnig með innflutning á ýmiss kon- ar ljósabúnaði. Ég var ekki fyrr kominn inn á forstofuganginn í fyrirtækinu en Einar Nikulásson, faðir Ragnars, heilsaði mér glaðlega og bauð mig velkominn og kvað Ragnar, son sinn, vera í stjórnherbergi á efri hæðinni og ætti einmitt von á mér. Ragnar var þar að tala í síma þeg- ar ég kom auga á hann. Hann brosti og bað mig að sýna þolinmæði, hann væri í áríðandi símtali við við- skiptaaðila. Það var greinilega heil- mikið um að vera í þessu vaxandi fyrirtæki þeirra feðganna þarna í miðri viku og í mörgu að snúast. Ragnar lauk símtalinu, stóð upp úr stól framkvæmdastjórans, hafði snör handtök og tíndi til ýmis skjöl til fróðleiks um fyrirtækið og rétti mér. Ragnar Einarsson er meðalmað- ur á hæð, grannvaxinn, kvikur í hreyfingum, með sléttgreitt hár sem er örlítið er farið að grána, brosmildur, oftast með spaugsyrði á vörum, gamansamur og á auð- velt með að koma auga á skoplegar hliðar mannlífsins. Undir niðri er þó alvarlegri tónn. Hann hefur orð- ið að takast á við meiri reynslu en margur maðurinn. Sú barátta, sem Ragnar gekk í gegnum hér fyrr á árum, hefur verið honum mikill reynsla. Hann telur sig vera á margan hátt betur undir það búinn að takast á við lífið með erfiðleika liðinna ára að baki. „Lúxuskerran er hér fyrir utan og nú höidum við sem leið liggur upp í Árbæ. Þar bíður okkar matur á heimili mínu. Konan mín var svo elskuleg að hafa fyrir því að taka til ljúffenga rétti handa okkur til að snæða áður en ég fer yfir ævifer- ilinn,“ sagði Ragnar kíminn á svip- inn og greip utanyfirblússu af stól í stjórnherberginu. Hann var allt í einu rokinn af stað niður stigann og ég á eftir honum og út á bíla- ! stæðið við fyrirtækið. Þar stóð glæsivagn, svartur að lit, Pontiac Bonneville, árgerð 1981, og Ragnar settist undir stýri og ég í framsæt- ið við hlið hans og svo var ekið sem : leið lá að Næfurási 12. Á fyrstu hæð í nýlegu steinhúsi efst í Selásnum hafa Ragnar og kona hans komið sér upp myndar- legu heimili í næsta nágrenni við Rauðavatn og þegar gengið er úr stofu og yfir á túnblettinn við húsið blasir við stórfenglegt útsýni og fjallasýn og ekki langt í sveitina hinum megin við fjöllin. Eitt það fyrsta sem Ragnar rifjar upp þegar hann horfir til baka til upprunans og æskuáranna er þau ár þegar hann var ungur drengur í sveit. Uppruni og æskuár Ragnar var í ljósrauðum bol og ljósbláum gallabuxum. Eftir að við höfðum gætt okkur á ljúffengum réttum í eldhúsi gengum við yfir í stofuna. Hann settist í húsbónda- stólinn og ég gegnt honum í sófa. Hann setti upp gleraugu, strauk yfir yfirvararskeggið og hökutopp- inn, tók aftur af sér gleraugun, greip gítar af stofuveggnum og lék nokkur stef af fingrum fram, hló og gerði að gamni sínu, lagði síðan frá sér gítarinn. „Ég er fæddur í Reykjavík árið 1947 og hef alltaf búið hér. Foreldr- ar mínir eru Einar Nikulásson og Krístín Þórarinsdóttir. Pabbi er ættaður austan úr Mýrdal og mamma er ættuð vestan af Snæ- fellsnesi. Afi hennar var séra Árni Þórarinsson, prestur á Stóra- Hrauni. Föðurafí minn, Nikulás Friðriksson, var rafvirki og skrifaði kennslubækur i rafmagnsfræði og vann hjá Rafveitunni alla sína tíð. Amma mín er Ragna Stefánsdóttir en ég er því miður heldur illa að mér um ættmenni hennar og er ekki góður ættfræðingur. Móðurafi minn, Þórarinn Árnason, var mikill skrautskrifari og annaðist áletrun- ina yfír Dómkirkjuhurðinni. Móður- fólk mitt var ákaflega skemmtilegt fólk sem hafði mikla frásaganar- gáfu og sá húmorinn í lífínu. Ég fór í sveit á sumrin og var ein níu sumur í sveit á Húsafelli í Borgarfirði, hjá Magnúsi Þorsteins- syni, og þaðan á ég ýmsar minning- ar. Þegar ég var þarna smástrákur voru þeir að mála þar Ásgrímur Jónsson listmálari og síðar Pétur Friðrik og ég fór með þeim út í skóg að fylgjast með þegar þeir voru að mála. Pabbi hafði verið að vinna þarna, hann setti upp rafstöð á Húsafelli, og þess vegna fórum við þangað í sveit á sumrin, ég og Rósa systir mín. Fyrst fór ég þang- að þegar ég var átta ára. Þær minn- ingar sem ég á þaðan eru ómetan- legar. Nú, löngu síðar, hefur maður meiri tilfinningar fyrir náttúrunni, fjöllum, skógi einmitt vegna þess að ég var öll þessi sumur í sveit- inni. Níu ára gamall fór ég eitt sumar í sveit á Drangsnesi. Hjá Magnúsi mótaðist ég mikið af sveitastörfunum. Ég var eins og fullorðinn maður í heyskapnum á móti honum og sló þar með orfi og ljá og vann nánast á við fulltíða mann og við slógum á vöktum. Þarna voru krakkarinir að leika sér í kvíahellunum og þar fékk maður þessa kraftadellu. Það var barna- hella, kvennahella og svo fullsterk- ur. Og þeir bændurnir, Kristleifur, Magnús og Guðmundur tóku allir þessar stóru hellur og lyftu þeim. Kjarkurinn var nú ekki meiri en svo þegar við giftum okkur að ég varð að drekka einn pela af vodka til að geta gengið inn kirkjugólfið og var með fullan munn- inn af opali þannig að ég sagði auð- vitað „mjá“ í staðinn fyrir „já“ Það var mikið lagt upp úr íþróttum, hlaupum. Mér fínnst eiginlega svo langt síðan. Ég fór einu sinni með kon- unni upp í Borgarfjörð og var að sýna henni gamla bæinn. Þá var ekki búið að gera hann upp. Hann var allur meira eða minna í niður- níðslu og eiginlega rústir einar. Þegar ég gekk þarna um og leit yfir túnið spurði hún allt í einu. - Hvenær varstu hérna? Hvað er langt síðan þú varst hér? Ég horfði svona fjarrænum augum yfir túnið og sagði. - Ég held það hafi verið um það leyti sem hjólið var fundið upp! Þetta er órafjarlægð. Löngu horfin tíð nema í huganum og minn- ingunni. Sem er mjög verðmætt að eiga.“ Ertu alinn upp ístórum systkina- hópi? „Við erum fjögur systkinin. Rósa er elst, ég næstelstur, síðan kemur Þórhildur og yngstur er Nikulás. Bemskuminningar okkar eru úr Bústaðahverfínu. Við fluttum í Breiðagerði af Bústaðaveginum og þar héldu áfram unglingsárin. Ég var auðvitað heilmikið í fótbolta. Nokkrir strákar úr Víkingi stofnuðu fótboltafélagið „Knöttur" og ég gekk í það félag. Það var svona nýjabrumið en lifði ekki lengi. Ég var enginn fótboltamaður. Þarna í hverfinu var félagsskapur stráka sem hét Tígrísklóin og hafði fugls- fót sem félagsmerki. Aðalbaráttan var milli Smáíbúðahverfis og Bú- staðahverfis og maður tók þátt í þessum áflogum. Maður fór auðvit- að mikið í bíó á þessum árum og þá líka til þess að skipta á hasar- blöðum. Ég safnaði frímerkjum og átti orðið- mjög gott safn sem síðan var stolið í einu samkvæminu heirna." Var faðir þinn kominn með fyrir- tæki á þessum árum? „Já, á þessum árum starfaði hann sem rafvirki og var mikið að vinna á Reykjalundi með Jóni Þórðarsyni. Hann var byijaður að framleiða hringljós og hringlampa í eldhús og hann var með starfsemina í skúr hjá Ofnasmiðjunni sem var í útjaðri borgarinnar. Þar vann hann á kvöldin, um helgar og á daginn. Hann vaknaði klukkan fimm til að ná sandbílunum upp í vinnu. Hann vann svona mikið karlinn. Svo flutti hann framleiðsluna í kjallarann í Breiðagerði og þar fór hann að smíða alls konar aðrar tegundir af lömpum. Hann var fyrsti maður í Evrópu sem smíðaði flúorlampa. Ég vann sem unglingur í fyrirtæki pabba sem þá hét EN-lampar. Hver var þín skólaganga? „Það er nú hægt að segja frá því í örstuttu máli. Ég var í Breiðagerð- isskóla og síðan í Réttarholtsskóla. Það er svo sem ekkert sérstakt um það að segja. Ég lauk barnaskóla- náminu og gagnfræðanámi og lengri varð nú skólagangan ekki. Ætli það hafi bara ekki verið leti og áhugaleysi sem kom í veg fyrir frekari skólagöngu. Ég var mjög áhugalaus í skóla og varð svona eins og utangarðs og fékk náms- leiða og vildi bara skemmta mér. Nú, síðan er ég fermdurj Fossvogs- kirkju af séra Gunnari Árnasyni og upp úr því fer nú að færast fjör í leikinn.“ Ragnar teygði sig í gleraugun og setti þau á sig. Hann var líkt og stressaður, skynjaði að fortíðin var að knýja dyra og hann hafði orð á því að það væri sér ekki auð- velt að rifja upp þá tíma þegar fóta- takið var ekki beinlínis taktvisst. Hann tendraði eld í sígarettu, sló af ösku, sótti kaffí fram í eldhúsið og hellti í bolla handa okkur. Þar er komið að Ragnar Einarsson er kominn á táningsaldurinn og freist- ingarnar óneitanlega margar og margt sem glepur fyrir óhörðnuðum unglingnum. í fjötrum Bakkusar „Fimmtán, sextán ára er ég far- inn að fara á böll. Ég gat farið á ball og skemmt mér og dansað án þess að drekka. Það kom að vísu fyrir þegar ég var ijórtán ára að ég kom fullur í tíma í Réttarholts- skólann að morgni og hafði þá ver- ið einhvers staðar í partíi þannig að ég var byrjaður þá en svo liðu tímar á milli að ég drakk ekki. Síð- an fór ég í byggingarvinnu að Núpi í Dýrafirði þar sem var verið að byggja skólahús. Þá fyrst fór ég eiginlega að drekka afengi reglu- lega. Þá var farið til Isaijarðar um helgar og um hverja helgi var verið að drekka. Ég smakkaði reyndar fyrst vín tólf ára.“ Hvernig stóð á því að þú ánetjað- ist áfenginu svo ungur? „Upphaflega var það auðvitað af feimni. Ég var frekar lokaður og varð einhvern veginn að ná sam- bandi við kvenfólkið sem heillaði mig upp úr skónum. Það gekk bet- ur að kynnast því svona framan af þegar ég hafði bragðað vin. Fyrst eftir að ég byrjaði að smakka vín langaði mig alltaf í það og reyndi að komast yfir flösku um hveija helgi. Það var ákveðið að senda mig úr bænum og í Skógaskóla til að reyna að ljúka gagnfræðaskóla- prófí. Það var mikill agi hjá Jóni R. Hjálmarssyni skólastjóra og ef mað- ur var tekinn við að kyssa stelpu var maður rekinn í viku. Hvað þá ef það gerðist, sem kom fyrir, að ég fór upp á kvennagang, þá fékk maður hálfan mánuð. Þörfin fyrir að ná í brennivín var mikil og ég fór að nota þetta þannig að þegar hann kom gangandi eftir göngum skólahússins þá kyssti ég stelpu og fékk viku frí og gat dottið í það. Þrátt fyrir tíðan brottrekstur hafði ég mig í gegnum þetta og tók gagn- fræðaskólaprófið og náði ágætis- einkunn. Þá er ég aftur komin til ísafjarð- ar. Ég fór þangað með Snorra Jó- hannssyni, núverandi bónda, sem ég var með í byggingarvinnuni á Núpi árið áður. Eg er þarna sextán ára. Við unnum í skipasmíðastöð Marselíusar. Bjuggum fyrst á Mánakaffi en færðum okkur síðar yfir á Herkastalann. Þar vorum við þetta sumar, 1963. Þá byijaði ég að rétta mig af og drekka daginn eftir. Á þessum árum var þetta mjög gaman og spennandi. Þetta sumar drakk ég mikið en það var líka mikið unnið. Ég var t.d. líka á sjónum og í uppskipun við höfnina. Það var ekki mikið mál að fá vín- föng. Ríkið var þarna með útibú. Og þarna þykist maður eiga allan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.