Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 B 7 FEÐGARNIR Ragnar og Einar Nikulásson starfa saman í fyrirtækinu. heiminn, í það minnsta hálfan.“ Fer þá drykkjan fyrst að verða verulegt vandamál á ísafirði? „Hún var orðin vandamál þó ég hefði ekki gert mér grein fyrir því. Eg var búinn að láta reka mig úr skóla til að getað drukkið. Svona eftir á er mér ljóst að drykkjan hefur staðið í vegi fyrir eðiilegum þroska. Þess vegna eru það forrétt- indi fyrir alkóhólista sem hættir að drekka að hann verður að fara að nota það sem hann hefur í sér og byggja sig upp til þess að geta tek- ist á við lífið og tilveruna.“ Og þarna ferðu að lifa líkt og bóhem? „Já. Á þessum tíma á Isafirði kynntist ég stúlku sem var dóttir eins helsta athafnamannsins á staðnum. Hann fór í ferðalög eins og athafnamenn gera og fór ein- mitt í ferðalag þá um sumarið og við Snorri fluttumst þá inn á heim- ili hans til dóttur hans. Þetta var eitt glæsilegasta einbýlishúsið á staðnum og líktist einna helst kon- ungshöllum úr ævintýrum. Þar var heilmikil víngeymsla, stórt herbergi niðri í kjallara. í allri þessari vín- neyslu kynntist maður ýmsum gerð- um af lyklum og ein aðferðin til að búa til lykil var að beygja nagla. Ég var orðinn mjög þjálfaður í þessu og beygði nagla sem gekk svo að lokum að vínherberginu. Þannig komst ég í kynni við víngeymslu athafnamannsins. Þarna var drukk- ið kóngavín. Við þennan „lúxus“ bjuggum við og sátum þarna í vín- herginu þegar athafnamaðurinn var á ferðalögum. Já, það eru engin takmörk fyrir því hvað alkóhólistan- um getur dottið í hug þegar hann þarf að svala þorstanum.“ Hvað tekur svo við? Ferðu síðan suður til Reykjavíkur eftir dvölina á ísafirði? „Já, og fer í Iðnskólann og í raf- virkjun. Lauk þar einuny bekk og síðan var það ekki meir. Ég var nú meira eða minna fullur þegar ég var í Iðnskólanum . Ég mætti vel rakur í öll próf og fékk mjög háar einkunnir í öllu munnlegu, ensku, dönsku, þetta lék á tungunni. Ég kynntist stelpu sem bjó rétt hjá Iðnskólanum og þar hafðist ég við og var alltaf að drekka og fékk mér vín áður en ég fór í prófin. Ég talaði ensku við stúlkuna áður en ég fór í prófin og_ ég hélt að ég væri orðinn enskur. Ég sagði sögur á ensku frammi á ganginum í skól- anum og lék á als oddi og sagði brandara á ensku. Þegar ég kom svo inn í kennslustofuna talaði ég ekkert nema ensku, heilsaði á ensku, kvaddi á ensku. Ég fékk níu í munnlegri ensku." Og hvernig fórstu að því að ná þessum góðu tökum á enskunni? „Systir mín sem er mikið í spírit- isma taldi þetta hafa sínar skýring- ar. Það hefði einhveiju slegið niður í höfuðið á mér. Ég talaði lýtalausa ensku, Oxfordensku. Hugsanlega hefur þarna drukkið í gegnum mig framliðinn Englendingur. Það skyldi þó ekki vera?“ Þarna ertu orðinn verulega háður víni. Hvað tekur svo við þegar þú hættir í Iðnskólanum? „Ég var farinn að drekka um hveija einustu helgi, föstudag, laugardag, sunnudag og stundum mánudag. Það var verið að rúnta í leigubílum. Við fórum stundum nokkrir félagar saman um verslun- armannahelgar í Þórsmörk og tók- um ekkert með okkur nema brenni- vín. Það var treyst á það að hægt væri að fá far yfir árnar með stærri bílum og það gekk eftir. Það var stílað á það að maður kynntist ein- hvetju kvenfólki í Þórsmörk og fengi að liggja inni í einhveiju tjaldi. Þegar aðrjr fóru með rútum úr Mörkinni kom leigubíll eftir okkur og með tvær flöskur. Þetta var toppurinn á tilverunni. Það var stíll yfir þessu og þessi stíll fylgdi mér oft. Eftir að ég fór að verða veru- lega háður áfengi hætti ég að taka leigubíla og fór að ferðast um með sendibílum. Þá sat maður frammi í og svo hátt að mér fannst ég vera hátt yfir aðra hafinn. Maður var svo lítill innra en hækkaði þá allur upp á við og sá yfir vítt og breitt.“ Og þannig heldur síðan di-ykkjan áfram að vaxa með hveiju árinu? „Já, já, vex með árunum og rugl- ið. Ég var fyrst og fremst vínmaður en maður notaði valíum að morgni þegar maður fór í vinnu en síðan hætti ég að geta notað það vegna þess að þá sofnaði ég. Þegar ég fór að eldast reyndi ég allt hvað ég gat til að ná mér í amfetamín til þess að missa ekki af neinu því þá gat maður vakað í nokkra sólarhringa. Ég fór í sambúð með konum hvað eftir annað á þessum árum. Það leið aldrei langur tími þar til ég var kominn í sambúð með ann- arri konu þegar slitnaði upp úr sam- búð. Sem alkóhólisti var þetta svona eins og aðstoðarmaður minn sem ég varð að styðjast við í ósjálfstæði mínu. Þannig að ástin var oft hrein blekking og byggð á rangri for- sendu. Svo giftist ég mitt í allri neyslunni þýskri konu og við eign- uðumst strák. Kjarkurinn var nú ekki meiri en svo þegar við giftum okkur að ég varð að drekka einn pela af vodka til að geta gengið inn kirkjugólfið og var með fullan munninn af opali þannig að ég sagði auðvitað „mjá“ í staðinn fyrir ,já“ þegar presturinn bað um samþykki fyrir hjónabandinu.“ Náinn frændi Ragnars og vinur um árabil, Þórarinn Beck, prentari var kominn í heimsókn þegar leið á viðtalið. Af því tilefni greip Ragn- ar gítarinn og lék af fingrum fram tregafullan blús að mér heyrðist. Þar sem Ragnar rak í vörðurnar í upprifjun sinni leiðrétti Þórarinn hann enda hafa þeir margt brallað saman um ævina. „Þegar ég var kominn hvað lengst í drykkjunni var engin sjálfs- virðing eftir. Mestá öruggið var að setja upp sólgleraugu og horfa í myrkrið. Áður en ég fór fyrst í meðferð var ég farinn að drekka með rónum og ræflum. Það var áður en mamma sendi mig inn á Klepp. Ég lá á tímabili á Landspítal- anum vegna psoriasis á húð- og kynsjúkdómadeild í útálmu. Ég hringdi eina helgina í leigubíl og pantaði brennívín inn á spítalann. Bíllinn kom og bílstjórinn færði mér tvær flöskur. Þarna voru sjómenn á deildinni og það endaði með því að hluti af deildinni lenti á allsheij- ar fylliríi. Um nóttina hringdi ég aftur á leigubíl og bílstjórinn rétti flöskurnar inn um gluggann. Alla föstudagsnóttina var fyllirí. Daginn eftir vantaði mig meira vín. Ég lét mig hafa það að fara á náttsloppn- um og inniskónum út í bíllinn minn sem stóð fyrir utan og keyrði niður í Snorrabrautarríki og náði mér í brermivín. Ég drakk með útigangsmönnum. Ég fór einu sinni í togarann Sírus og var þar á fyllirí í tvo þijá daga og neðar var ekki hægt að fara. Svo hafði ég mig nú upp úr þessu. Sjálfsvirðingin var til og stoltið og ég gat ekki látið sjá mig svona. Ég átti foreldra og hafði tækifæri til að krafla mig upp úr ræsinu. Ég var orðinn langt niðri og lét til leiðast og fór með mömmu inn á Klepp í fyrstu meðferðina. Ég var þar í tvo til þijá daga og æddi um alveg vitlaus, viðþolslaus, þar til kom einhver félagsfræðingur sem ég ruglaði algjörlega í ríminu og hann hleypti mér út sem heilbrigð- um manni. Síðan hélt ruglið áfram eftir það, stöðug drykkja. Mamma hringdi þá í Jón í Víðinesi og bað hann að koma mér endilega í með- ferð. Þá var SÁÁ komið með með- ferðarheimili í Reykjadal og þangað fór ég með Jóni. Þar er ég innan við viku og þá orðinn viðþolslaus og kemst einhvern veginn út og beint á fyllirí. Síðan fór ég í þriðju meðferðina sem bar engan árang- ur. Tveim árum seinna keyrir allt um þverbak og þá er ég kominn á Víðines og er þar í þijá mánuði og í fullri meðferð. Þá var ég með tal- stöð með mér þannig að ég var í talstöðvarsambandi við sprúttsala og entist þarna í þijá mánuði því munstrið breyttist ekkert. Nokkrum árum seinna fór ég svo í fjórðu meðferðina og nú á Silungapoll en hún bar engan árangur. Ég var ekki tilbúinn. Síðan samþykki ég nýja meðferð ef ég þyrfti ekki að fara á Silungapoll. Ég fór inn á Sogn og þar var ég heila meðferð og þegar ég kom í bæinn entist ég í viku edrú og drakk í tvö til þijú ár eftir það. I síðustu meðferðina fór ég svo á Vog. Þá var ég búinn að panta margoft sjálfur og hafði beðið mömmu um að panta fyrir mig en fór aldrei. En svo er partí heima hjá mér og það er svolítið skemmtileg saga. Mér dettur allt í einu snjallræði í hug. Hvernig væri að hringja í Vigdísi og biðja hana að bjarga mér og koma mér í með- ferð? Þá gat ég hugsað mér að fara því ég var svo stór upp á mig. Þetta var þá sem sagt forsetaskipun. Ég var búinn að hringja í stjórnmála- menn til að reyna að fá hjálp. Síðan hringi ég í einu partíinu og spyr hvort Vigdís sé við. Dóttir hennar kemur í símann. Er Vigdís við, spyr ég? Þetta er Ragnar, segi ég, eins og allir eigi að þekkja mig. Hún segir að mamma sín sé í baði. Ég bið hana endilega um skilaboð. Það sé um líf eða dauða að tefla og að hringja í Ragnar strax og hún hafi tök á. Síðan fer ég og legg mig um stund þar til síminn hringir og vin- kona mín fer í símann og kallar: Raggi! Það er einhver Vigdís í sím- anum. Ég mundi ekkert eftir að hafa hringt og fer í símann og spyr: Vigdís, hver er það? - Jú, Vigdís Finnbogadóttir. Þá kveikti eg, var búinn að hringja í hana. Ég segi hver ég sé og þurfi að komast í meðferð. Ég sé andlega og líkam- lega orðinn úrhrak. Hún bendir mér á ýmsar leiðir, t.d að tala við þá hjá heilbrigðisráðuneytinu. Ég sagði: - Getur þú annars ekki gert þetta fyrir mig, það er miklu sterk- ara? Jú, jú, segir hún. Ég skal gera það. Síðan talar hún í mann í ráðu- neytinu og tveim dögum síðar kem- ur hringing frá þessum manni um að ég geti komist í meðferð. Og ég fer á Silungapoll. Þar kynnist ég manni sem varð góður vinur minn og ég segi honum þessa sögu. Þá segir hann: - Við komum eiginlega á líkum vegum hingað. - Nú, segi ég. - Já, við komum báð- ir á vegum þess opinbera. Ég kom með lögreglunni. Það var álitamál hvor innkoman var litríkari." Nýtt líf Og enn greip Ragnar gítarinn og lék nokkur stef af fingrum fram. „Þá fer ég í síðustu meðferðina á Vog og ákvað að hlusta. Ég hlust- aði á_ allt með athygli og gekk mjög vel. í þessari meðferð gerði ég mér far um að vera alltaf mjög vel til hafður. Þá kom þessi saga þegar ég kom niður einu sinni fínt klædd- ur. Ráðgjafinn segir: - Þú ert bara alltaf eins og klipptur út úr tísku- blaði! Þá svaraði ég því til að ég bæri svo mikla virðingu fyrir fólki í kringum mig. Ég bjó það til _að þetta væri bara allt fyrir aðra. Ég var í rauninni að gera þetta fyrir sjálfan mig. Ég kynnist konu þegar ég kem úr þessari meðferð. Hún er aktív, nýkomin sjálf úr meðferð og fer á fundi og les bækur. Þá var það kvensemin í mér sem varð til þess að ég fór að fara á hvern fund- inn af öðrum og hún varð mér til bjargar. Ég bjó með þessari konu í átta ár og það er oft á tíðum erf- ið sambúð þegar tveir alkóhólistar búa saman. Loks tókst svo að hætta eftir að hafa farið sex sinum í meðferð." Voru það ekki heilmikil átök að halda sér frá víni eftir að þú varst hættur? „Jú, þetta var oft á tíðum mjög erfitt, hrikalega erfitt. Ég ákvað með sjálfum mér að taka sem allra mesta ábyrgð strax. Reyna að venja mig á það.“ Og þessi ár síðan þú hættir drykkju hefur þú starfað hjá fýrir- tækinu Iðnlömpum? „Já, og er þar meðstjórnandi, framkvæmdastjóri og í stjórn hluta- félagsins. Þegar mér tekst að hætta að drekka þá byija ég að vinna hjá fyrirtækinu að nýju. Það hafði gengið illa hjá pabba eitt ár þarna í EN-lömpum þannig að hann varð að hætta með fýrirtækið og upp frá því stofnuðum við nýtt fyrirtæki og systkini mín komu inn í, Nikulás og Þórhildur, seinna meir gekk hún út úr fyrirtækinu, þannig að við þrír urðum eftir. Síðan hættir Niku- lás þannig að við pabbi rekum það í dag ásamt Sigrúnu, konu Nikulás- ar, sem er fjármálastjóri." Og starfsemi fyrirtækisins í dag? Hver er hún? „Fyrir aðeins örfáum árum var góðæri og við náðum í tvö ár af því og fórum út í innflutning á sjón- varpstækjum og högnuðumst mjög vel. Unnum mikið og mikið var um að vera. Síðan koma þessi hallæ- risár, samdráttarár, þá fara menn að fara á hausinn í kringum okkur og borga ekki skuldir sínar þannig að það gengur á okkar fjárhag og þetta var eiginlega komið alveg í þrot fyrir um það bil tveim árum. Þá seldi ég íbúð, ég átti tvær íbúð- ir, og ég lagði andvirði í fyrirtækið og borgaði allar mínar skuldir og lagði hluta af upphæðinni í fyrir- tækið. Það sem við höfum verið að vinna með. Núna síðastliðin tvö ár hefur verið mjög góður gangur í fyrirtækinu. Við framleiðum lampa og erum líka í innflutningi. Við flyt- um inn mest af efninu í lampana. Helstu viðskiptavinir okkar eru ýmis stór fyrirtæki og stærstu hús, opinberir aðilar, skólar, borgin og rafvirkjar." Hvað viltu svo segja að lokum um þessa miklu og átakalegu reynslu þína? „Ég er orðinn það öruggur með sjálfan mig að svei mér þá, ég myndi treysta mér í dag til að halda ræðu á útifundi á Lækjartorgi án þess að finna fyrir því. í dag er það andlega heilsan sem er aðalatriðið. Áður sagði ég að „heilsan" væri númer eitt. Ég hef gutlað á gítar í gegnum tíðina. Ég var ekki mikið fyrir það að spila fyrir aðra ófullur en eftir að ég hætti að drekka kom einu sinni maður að máli við mig og spurði hvort ég vildi spila á göngudeild Landspítalans, þar er fólk sem á í erfiðleikum og líður illa. Fyrri reynsla mín varð til þess að ég sagði já. En hvílíkur kvíði þegar ég var að fara þangað niður eftir í fyrsta sinn. Þetta gerði mér gott og jók sjálftraust mitt. Þarna spilaði ég meira eða minna í tvö ár. Þarna var ekki geðveiki en í brennivínspartíunum áður var geð- veikin þar sem vínið réð ríkjum. Ég hef gengið í gegnum eld og brennistein en þegar ég get miðlað af reynslu minni er ég að sinna minni trú.“ Og til að Ieggja áherslu á orð sín greip Ragnar enn gítarinn, raulaði lagstúf og sló nokkra hljóma... Útsala - Útsala Vefnaðarvöruverslunin Horn Kársnesbraut 84, Kópavogi framlengir útsöluna um eina viku: 21. til 26. október. Ný efni komin í hillurnar. Komið og gerið góð kaup

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.