Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Félagsráðgjöf er ekki gömul fræðigrein, hún spratt upp úr þeim miklu þjóðfélagsbreýt- ingum sem gengu yfir hin vestrænu samfélög í kringum síðustu alda- mót. Hér á Islandi kom hún ekki til sögunnar fyrr en eftir seinni heimsstyijöld. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við dr. Sigrúnu Júlíus- dóttur, dósent við fé- lagsvísindadeild, um það gagn sem almenn- ingur hefur af félags- ráðgjöf, stöðu greinar- innar í íslensku samfé- lagi og innan Háskóla íslands. VIÐ ERUM ekki gömul þegar við reynum að ná sem mestum og bestum tengslum hvert við annað. Sú þörf og löngun tengir okkur hvert við annað, það er eðli heilbrigðs fólks að reyna að hlúa hvað að öðru, einkum þó bömum og gamalmennum. Lengst af hefur flölskyldan verið sá hópur sem tryggastur hefur reynst að þessu leyti. Nú eru aðrir tímar, þótt fjöl- skyldan sé, kannski sem aldrei fyrr, vermireitur tilfinningatengslá'og sú eining sem allt gott og vont getur stafað af, megnar hún ekki lengur að fullnægja þörfum og kröfum ein- staklinganna sem hana mynda. Kringumstæður flestra eru marg- þættar og stundum rekast þessir þættir hver á annars horn, þá er utanaðkomandi aðstoðar stundum þörf. Byggist á mannúðarhugsjón Hvernig þróaðist félagsráðgjöf? „Félagsráðgjöf er sérhæfð, lög- vemduð starfs- og fræðigrein sem hefur það markmið að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vanda- mála og stuðla að félagslegu rétt- læti. Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing og trú á manngildi og sér- stöðu hvers einstaklings og getu hans til þess að nýta hæfileika sína til fullnustu. Þannig byggist félags- ráðgjöf á mannúðarhugsjón sem er sprottin úr aldagömlum jarðvegi góð- gerðarstarfs og samhjálpar. Breyttir framleiðsluhættir kollvörpuðu hug- myndum manna um verðmætamat og lífshætti. Auknar kröfur á flestum sviðum kölluðu á sérfræðiaðstoð og íhlutun hins opinbera í málefni sem snertu íjölskyldu og einkalíf. Mjög margt breyttist, Hlutverk fjölskyld- unnar hefur líka breyst. Borgar- myndunin fól í sér aðra menningu og kallaði á gjörbreytt viðhorf til fjöl- skyldulífs og uppeldismála, atvinnu- mála og starfsframa." Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson SIGRÚN Júlíusdóttir. Það er Sigrún Júlíusdóttir félags- ráðgjafi sem mælir svo. Hún hefur um árabil unnið að rannsóknum og meðferð fjölskyldumála. Doktorsrit- gerð hennar er umfangsmikil grunn- rannsókn á hjónasamskiptum og að- lögun í íslenskum fjölskyldum. A síð- asta ári lauk hún skýrslu um rann- sókn á fimm gerðum íslenskra barna- fjölskyldna sem hún vann ásamt Nönnu K. Sigurðardóttur félagsráð- gjafa og sálfræðingunum Friðriki H. Jónssyni og Sigurði J. Grétars- syni. Fjölskyldan í miðdepli Hvers vegna er þessi áhersla á íjölskylduna? „Frumkvöðlar í félagsráðgjöf lögðu frá upphafi áherslu á að starfa með fjölskylduna sem.útgangspunkt. Hún er sú eining eða það kerfi sem bein- ast verður fyrir áhrifum af samfé- lagsþróuninni og einstaklingar mót- ast fyrsý og fremst innan fjölskyld- unnar. Áhrif hennar eru sterk,“ seg- ir Sigrún. „Fjölskyldan sá áður um margt af því sem nú heyrir undir skólakerf- ið, félagsmálaþjónustu og heilbrigð- ismál. Mörg af rótgrónum hlutverk- um fjölskyldunnar hefur velferðar- kerfið leyst af hólmi,“ segir Sigrún. En hefur velferðarkerfið þá leyst all- an vanda? „Nei, þótt tekist hafi að búa þann- ig að almenningi að fáir búi við fá- tækt í gömlu, upprunalegu merkingu þess orðs, búa margir við andlega neyð og margvíslega samskiptaerfið- leika í hjónabandi og foreldrahlut- verkum," svarar Sigrún. „Hugmynd- ir manna um það hvernig æskilegast sé að hjálpa fólki hafa breyst. Nú er lögð áhersla á að fólk haldi reisn Fjöldi nemenda í lok janúar 1994 og brautskráðra háskólaárið 1993-1994 Féiagsvísindadeild Nemendur alls Brautskráðir Karlar 380 Konur 791 Alls 1171 Karlar 56 Konur 172 Alls 228 Guðfræðideild 49 65 114 2 3 5 Heimspekideild 412 783 1195 53 94 147 Lagadeild 263 218 481 24 23 47 Lyfjafræði lyfsala 24 49 73 7 13 20 Læknisfræði 184 137 321 31 15 46 Námsbraut í hjúkrunarfræði 11 412 423 1 109 110 Námsbraut í sjúkraþjálfun 38 88 126 6 9 15 Raunvísindadeild 397 192 589 78 44 122 Tannlæknadeild 34 27 61 3 3 6 Verkfræðideild 199 35 234 42 4 46 Viðskipta- og hagfræðideild 362 214 576 73 40 113 Sámtais 2353 3011 5364 376 529 905 Afengismál Forsjá- og fósturmálssvið Unglingadeild Félagsráðgjafasvið öldrunarþjónustudeildar Samtals 4.874 einstaklingar Aukning i fjölskyldudeild Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar er8% milli áranna 1993 og 1994,9,3% aukning eráhverfa- skrifstofunum milli ára, en aukning á félagsráðgjafarsviði öldrunarþjónustudeildar er 10% og það gerist best með því að hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Fræðsla og ráðgjöf Hvernig starfa félagsráðgjafar? „Mikilvægur þáttur í starfi félags- ráðgjafa er fræðsla og stuðnings- eða meðferðarstarf sem oft er unnið í hópum með þeim sem eru að glíma við viðfangsefni af sama toga. Það getur snúist um undirbúning fyrir hjónaband, fæðingu fyrsta barns, ættleiðingu, skilnað eða foreldra- fræðslu, svo eitthvað sé nefnt. Öldr- unarmálin eru vaxandi viðfangsefni og þar er mikilvægt að vinna með fjölskyldunni allri. Félagsráðgjafar starfa líka að„þungum“ málum í fé- lagsþjónustu, barnavemdar- og heil- brigðismálum og það er vaxandi eft- irspurn eftir félagsráðgjöfum til þess að sinna stjórnun og skipulagsmálum á þessum sviðum. I stað fátækrafull- trúa, góðgerðarstarfsemi og, sem áður var kallað, „barnaverndarkell- inga“ hefur komið til skjalanna fag- lært fólk sem starfar á grundvelli þekkingar á manneskjunni og samfé- laginu. Sú þekking sem félagsráðgjöf byggist á er sótt til félagsfræði, sál- fræði, lögfræði, hagsýslu- og stjórn- unarfræða. Það þarf leiðsögn til þess að ferðast um ranghala velferðar- kerfisins. Fólk þarf hjálp til þess að gæta réttar síns, stuðning til að fóta sig í flæði valkostanna og aðstoð við að halda áttum í flóknum mannleg- um samskiptum. í síflóknara samfé- lagi þurfti að koma til meira en brjóstvit og góður hugur. Háskóla- nám og skipuleg starfsþjálfun undir handleiðslu og leiðsögn reynds fag- manns var svarið." Hjálp í lífsvanda? Er félagsráðgjöf þá mikil hjálp í lífsvanda almennings? „Já, ég tel svo vera,“ svarar Sig- rún. Hún færir rök fyrir máli sínu. „Fólk veigrar sér oft við að íþyngja vinum og kunningjum með áhyggjum sínum og erfiðleikum. Vissulega eru stuðningur og holl ráð góðra vina oft ómetanleg, en fyrir kemur að þau eru hlutdræg og stýrast um of af vilja og hagsmunum vinanna fremur en þess sem á í vanda. Fólk virðist í vaxandi mæli vilja eiga kost á að- stoð á grunni sérfræðiþekkingar, hjálp sem veitir annað en það sem fjölskylda og vinir hafa til málanna að leggja. Hin faglega ábyrgð er mikil í þessum efnum, en ekki síst er hún mikilvæg þegar um er að ræða erfið, óvænt áföll, sorg eða missi af einhverju tagi, eða ráðstöfun fjár og úthlutunar fjárhagsaðstoðar af almannafé. Öll þessi verkefni byggjast á traustri faglegri þekkingu á manni og samfélagi og að kunna að beita fræðilegum aðferðum, meta hvaða leiðir eigi við og hvernig eiga að feta þær í hveiju og einu tilviki." Námið er krefjandi Hvernig lærir fólk félagsráðgjöf? „Félagsráðgjöf _ er fjögurra ára nám við Háskóla íslands. Félagsvís- indadeild er einmitt tuttugu ára um þessar mundir en 16 ár eru síðan farið var að kenna félagsráðgjöf þar. Áður sóttu íslenskir félagsráðgjafar menntun sína til Evrópu eða Banda- ríkjanna og störfuðu þar mislengi áður en þeir sneru heim. Þar sem menningarþættir, löggjöf og innri sem ytri aðstæður fólks ráða miklu um þær aðferðir og úrræði sem beitt er í starfinu, var brýnt að koma á laggimar þessu námi hér heima. Nemendur í félagsráðgjöf við HÍ ljúka fyrst tveggja ára námi í grunn- grein innan félagsvísindanna til BA- prófs, en síðan er félagsráðgjöfin tveggja ára nám til viðbótar og lýkur með löggiltum starfsréttindum. Enn á fólk ekki þess kost að ljúka fram- haldsnámi hér heima en margir fé- lagsráðgjafar hafa aflað sér sérþekk- ingar í námi erlendis, svo sem á sviði barnaverndarmala, heilbrigðismála og félagsmála. I samvinnu við Endur- menntunarstofnun HÍ kenna félags- ráðgjafar nú tveggja ára nám í fjöl- skyldufræðum. Það þarf einnig sér- hæfða menntun til að geta stundað viðtalsmeðferð fyrir einstaklinga og Ijölskyldur. Áhersla á sérfræðiþekkingu Samkvæmt lögum um félagsráðg- jöf starfar nú nefnd innan fagfélags- ins að reglugerð um sérfræðirétt- indi. Það er brýnt að vinna að þessu vegna þess að kröfur um sérhæfð,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.